Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 JjV 28 tónlist Lýður, héraðslæknir á Flateyri, og félagar gefa út karlrembuplötu: Vildi að konan færi súludans - þetta er ekta hellisbúarokk „Við tókum saman þær tilfmning- ar sem bærðust með karlmönnum í árdaga og drógum þær fram, flokk- uðum svo og settum í bása. Við bjuggum til eins konar karlrembu- tilfinningasafn þar sem bæði kyn geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið þegar vel stendur á. Okkur finnst sérkenni kynjanna á hröðu undanhaldi og allt of margir sem reyna að afmá þau með öllum ráð- um. Þessu erum við Rembur ósam- mála. Þetta er álíka og að klóna saman skautadans og súmóglímu," segja þeir félagar á Flateyri, Lýður Árnason héraðslæknir, Ólafur Ragnarsson skipstjóri og Jón Rós- mann Mýrdal málari og óperu- söngvari sem standa að Karl- rembunum og hafa gefið út sina fyrstu plötu. Þeir gera út á karl- mennskuna og óskorað leiðtogahlut- verk karlmannsins í tónsmíðum sínum og textum. Þeir segja áhyggjuefni að sér- kenni kynjanna skuli vera á undan- haldi og átakanlegasta dæmið segja þeir vera fæðingamar sem karlar neyðist til að vera viðstaddir. „Áður fengu menn að horfa á kappaksturinn, óáreittir og spakir en núna, ailur pakkinn, takk fyrir. Eina hindrunin fyrir algerum sam- runa er sá líffræðilegi munur sem skaparinn ákvað forðum, hann er enn óbrúaður. Trúlega hefur guð ekki ætlað körlum langar yfirsetur á fæðingarstað enda eru þeir iðu- lega gagnslitlir og jafnvel til óþurft- ar á þessum annars ágætu stöðum," segir Lýður sem kann glögg skil á líffræðilegum mun karla og kvenna. „Annars eru fæðingarhríðir karl- manna þekktar," segir Ólafur kotroskinn. „Þær ná oftast heyranda hljóði þegar úrslitcdeikir boxkeppna og boltaleikja herja á heimilin. Þá flýja kerlingamar á eldhúsáhaldakynn- ingar og þetta er ágætt dæmi um hvernig kynin geta komið á móts hvort við annað án afslátta," bætir hann við. En músíkin sjálf, hvemig mynd- uð þið skilgreina hana ? „Hrjúft, engilþýtt hellisbúarokk með erótískum illviðrum inni á milli. Ekkert verið að eltast við kúltúrhljóð, bara engilfögur rödd mín eins og hún kemur fyrir,“ segir Rósmann og glottir um leið og hann bætir við „Karlremubuplatan er til- valin jólagjöf, fyrir karlana. Þá verða húsverkin leikur einn og kell- urnar geta hlegið sig máttlausar á meðan.“ Kirkjumál Nú hafið þið Lýður og Ólafur komið að kirkju- starfi í fjarveru séra Gunnars Björnssonar sem nú er hugsanlega á fómm. Hvað segið þið um þau mál ? „Ætla mætti að hægt væri að leysa misklíð eins og þá sem uppi er í Önundarfirði, ef ekki meðal sóknarinnar þá á æðri stöðum. En svo virðist sem hvorki pró- fastar né biskupar sjái á þessu flöt og þá er svo sem ekki við því að bú- ast að óbreytt sóknar- böm geti leyst vandann. En hvað sem því líður, brotthvarf séra Gunnars yrði okkur síður en svo fagnaðarefni,“ segir Lýður. En ef svo færi kæmi til greina að þið sæktuð um að nýju? „Það er vel hugsan- legt, við teljum okkur geta orðið héraðsbúum andlegar lyftistangir og Remburnar stíga naktar, eða nær naktar á sviðið. Lýður, læknir á Flateyri, lætur sér ekki nægja að framleiða kvikmyndir held- ur gefur hann út karlrembuplötu og hefur aðstoðað við guðsþjónustur. Hér er Lýður í ham ásamt Ólafi Ragnarssyni skipstjóra og félaga sínum í popp- inu. bætt að nokkru upp það tómarúm sem myndi skapast við brotthvarf séra Gunnars. Auk þess gæti Rós- mann að einhverju leyti fyllt skarð prestsfrúarinnar, frú Ágústu, með tilþrifamiklum söng sínum. Svo gæti hann slett á kirkjuþakið í leið- inni en það hefur verið mislitt um alllangt skeið.“ Súludans Ólafur Ragnarsson skipstjóri / prestur / spilari. Hvert er viðhorf Rembanna til þess fyrirbæris sem kennt er við súludans? „Ég hef ýjað að því við konuna að drýgja tekjur heimilisins með slíku. Ég sé ekkert athugavert við það að nýta líkama sinn í æsandi hnykki kringum jámstöng fremur en til handasveiflna við færi- band. Hygg ég tímabundna klæðafátækt miklu betri kost en ævilanga aðra fá- tækt. Konan min hefur samt ekki ákveðið sig enn þá,“ segir Lýður. Ólafur poppari verður í fyrstu hugsi við spurning- una en tekst svo á flug. „Við erum öll kynverur, ekki síst konur. Leyfum þeim sem vilja dansa fyrir þá sem vilja njóta. Min bjargfasta trú er að óbeit þeirra kvenna sem for- dæma kynsystur sinar fyr- ir lostadans kringum súlu stafi af niöurbældri löngun til að gera slíkt hið sama,“ segir Óli popp. Ekki stendur á Rós- manni að svara spuming- unni. Jón Rósmann Mýrdal í hlutverki frelsarans. „Aðalatriðiö er ekki hvað Pétri og Pálínu flnnst heldur hitt að listdans verði viðurkenndur sem atvinnu- grein og allir sem hana stunda njóti lögbundinnar vemdar og skili sínu til þjóðarbúsins. Um það eitt á um- ræðan að snúast,“ segir hann. Hvað er svo fram undan hjá Rembunum ? „Útgáfutónleikar i kvöld í Þjóð- leikhúskjallaranum þar sem ekkert verður til sparað, hvorki í fjöri né kynngi. Svo em upptökur hafnar á næstu plötu og á henni heilmikill rembingur þó annars konar sé,“ svara þeir félagar. Blaðamaður spurði svo húsráð- anda hvort mætti kveikja sér í sígarettu eftir allt málæðið. Lýður lítur flóttalega í kringum sig. „Þú verður að spyrja konuna mína að því,“ svarar hann eftir nokkra umhugsun. -GS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.