Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 DV bókarkafli Á hælum löggunnar. Sveinn Þormóðsson blaðaljósmyndari í hálfa öld: í nýútkominni œvisögu Sveins Þormóðssonar blaðaljósmyndara, Á hœl- um löggunnar, sem skrif- uð er af Reyni Trausta- syni, lýsir Sveinn á bráð- lifandi hátt lífinu þegar hann er að alast upp á kreppuárunum í Reykja- vík. Hann bregður upp myndum af eftirminnileg- um samferðamönnum og kynlegum kvistum í bæjarlífinu. Hann segir frá sam- skiptum sínum við breska hernámsliðið, en hann starfaði sem túlkur á veg- um þess, aðeins jjórtán ára. Sextán ára stofnaði hann, ásamt unnustu sinni, heimili í bragga á Skólavörðuholti og börn- unum fjölgaði ört. Fjöl- skyldan fiutti bragga úr bragga og um tíma bjó hún í því frœga hverfi Kamp Knox. Meóal ná- granna Sveins þar var fólkið sem síðar varð fyrirmyndir persóna í sögum Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna. Mannlíf- ió í braggahverfunum einkenndist af rótleysi, íslendingar voru á fleygi- ferð inn í nútímann og því fylgdi óregla hjá mörgum. Sjálfur átti Sveinn við drykkjuvandamál að stríða um margra ára skeið og lýsir hann þeirri baráttu af hreinskilni í œvisögu sinni. Sveinn hóf að taka blaðaljós- myndir snemma á 6. áratugnum og starfaði lengst af á Morgunblaðinu og DV en þar er hann enn. Fullyrða má að enginn íslendingur hefur komið að fleiri slysum og stórbrun- um en Sveinn. En sem betur fer á lífið sér þó fleiri hliðar og ósjaldan hefur Sveinn orðið vitni að skondn- um og skemmtilegum atvikum. Bretinn hernemur ísland Sveinn er vitni aö því er breska hernámsliöiö gengur á land í seinni heimsstyrjöld. Þann 10. maí 1940 bregöur Reykvíkingum illa þegar floti herskipa siglir viöstööulaust inn aö bryggju. Hermenn, gráir fyrir járnum, ganga fylktu liöi á land og skelfa íbúana sem fœstir vita framan af hverrar þjóðar þeir eru. Hann seg- ir af kynnum sínum af hermönnun- um en unglingurinn fær þann starfa aö vera túlkur eins yfirmanna hers- ins. Bœjarbragurinn í Reykjavík gjörbreytist þennan dag og tyggjó, ávextir og annaö þaó sem fram aö því haföi talist munaöarvara veröur á boöstólum í meiri mœli en áöur hafói sést. Við pabbi vorum að labba niður Hverfisgötuna klukkan að ganga 6 um morguninn þegar Bretinn kom. Þegar við komum niður Amarhól- inn sáum við herskip sigla á fullri ferð inn í höfnina og fleiri í fjarska. Ég spurði þá pabba hvað væri um að vera og sá að honum var brugð- ið: „Nei, nei, eru ekki Þjóðverjarnir komnir?" Hann sagði þetta vera svo Banaslys varð í Hvalfirði árið 1989 þegar bíll steyptist fram af hömrum með þeim hörmulegu afleiðingum að hjón fórust. Hér er þyrla Landhelgisgæslunn- ar að sveima yfir flakinu. stór skip að það hlytu að vera Þjóð- verjar. Ég spurði hann hvort við ættum ekki að fara heim aftur en hann sagði að við skyldum bíða og sjá. Herskipin lögðust síðan að bryggju þar sem nú er Miðbakki. Hermennirnir gengu skipulega í land og héldu fylktu liði upp á Tún- götu og niður á símstöö. Þeir voru auðsjáanlega með ailt þaulskipulagt og þeir skiptu liði og dreifðu sér á helstu staði. Við feðgamir horfðum stónun augum á fylkingamar. Mér leist ekkert á alla þessa hermenn með þennan aragrúa af byssum en fram að þessum tima hafði ég að- eins séð einstaka haglabyssu sem svo sannarlega voru ekki notaðar gegn fólki. Þeir voru auðvitað hver með sína byssu en síðan voru byss- ur á hjólum einnig með í for. Pabbi róaði mig og sagði að við skyldum bara haga okkur eins og við væmm vanir. Við vorum að ná í fiskvagn- inn hans og létum eins það væri eðlilegt ástand að bærinn væri full- ur af hermönnum. Við litum því hvorki til hægri né vinstri en héld- um okkar striki og yrtum ekki á hermennina framan af. 14 ára túlkur Þrátt fyrir að mér hefði brugðið óskaplega í fyrstu þá komst liflð fljótlega í sinn venjulega farveg og hemennirnir uru nánast eðlilegur hluti af tilverunni. Síðar kom á dag- inn að ég átti eftir að hafa mikil samskipti við hermennina. Hemám- inu fylgdi mikil vinna og peningar í þeim mæli sem fólk hafði ekki séð áður og ég fékk fljótlega vinnu, framan af við almenn verkamanna- störf. Um hríð vann ég við að bera sekki inn í birgðageymslu her- námsliðsins þar sem þeim var stafl- að í háar stæður. Birgðageymslan var í Þjóðleikhúsinu, í stóra saln- um, og þetta vann maður við frá sjö á morgnana og fram á kvöld. Á kvöldin gat ég oft varla staðið í ekki að vera laxerolía heldur mætti nota bragðminna meðal. „Good idea, good idea,“ hrópaði hann upp yfir sig. Klósettin voru uppi á gangi og hann setti þar vakt og viti menn, þarna voru sjö menn fískaðir upp með niðurgang og sett var undir lekann. Ég bað hann um að reka þá ekki þar sem þeir væru fátækir og þyrftu á vinnunni að halda.... Luther var mjög hrokafullur við undirmenn sina en mér sýndi hann alltaf betra viðmót og var hinn al- mennilegasti. „Come here, boy,“ var viðkvæði hans og hann kailaði mig aldrei annað en boy. Hann ók mér oft heim eftir vinnu en aðeins einu sinni fékkst hann til að koma inn. Þá var pabbi fyrir utan þegar við komum og bauð honum kaffi. Mamma bar á borð fyrir hann kök- ur sem hann gerði góð skil. Þegar hann var búinn úr kaffibollanum vildi hún láta hann vita að nóg væri til á könnunni. Hún var, eins og svo margir á þeim tíma, með afar tak- markaða enskukunnáttu og sagði við hann: „Nóg, koffi, nóg koffi.“ Luther rak upp stór augu en stóð svo upp og þakkaði fyrir og fór. Ég fann þó ekki á honum að hann væri áberandi móðgaður og svo virtist sem hann hefði skilning á því að móðir mín ætti „no coffee". Skólaus á haugunum Það bárust af því fréttir inn á DV að til stæði að urða mikið af kjöti. Jónas Kristjánsson ritstjóri var mjög áhugasamur um að ná af þessu mynd og sýna þannig neyt- endum svart á hvítu hvað væri í gangi. Hann vildi því láta vakta haugana en menn voru lítt ginn- keyptir fyrir að fara þangað í alla þá pest sem þar var og bíða eftir ein- hverju sem engar staðfestingar voru á hvenær myndi gerast. Það varð úr að ég sló til og fór í þetta mál. Þeg- ar á haugana kom þvertóku karl- arnir fyrir að til stæði að henda kjöti. Ég sá út undan mér jarðýtu og Það var fleira urðað en kindakjöt. Þannig var gripið til þess af grænmetis- framleiðendum að henda vörunni í því skyni að hafa áhrif á framboð. Hér náði Sveinn að mynda tómata sem fleygt hafði verið í tonnatali. hann hirti nokkra kassa og fjölskyldan borðaöi myndefnið með bestu iyst. vissi allt um þetta mál og að þarna var hópur íslendinga sem fór reglu- lega niður til að sjússa sig. Þeir pössuðu sig yfirleitt á því að verða ekki áberandi drukknir en voru alltaf mildir. Það kom þó fyrir að sumir urðu draugfullir en þeim tókst þó að leyna því fyrir Bretan- um. Rommið var geymt í kössum og í hverjum kassa voru tveir gallon- brúsar eða sem nemur tveimur fjög- urra og háifs lítra brúsum. Hann fór með mig niður og sýndi mér að nokkrir kassar voru opnir. Ég sagð- ist vita þetta og þá leit hann á mig og spurði með þjósti hvort ég væri með í þessu. Ég sagðist vera alsak- laus enda smakkaði ég ekki vín. Hann sagðist þá verða að stöðva þetta en vissi ekki hvemig. Liðið laxerar Ég sagði honum þá að það hlytu að vera til ráð til þess og benti hon- um á þann möguleika að setja maga- mixtúru út í rommið í opnu brúsun- um og sjá hvað gerðist. Það þyrfti lappirnar fyrir þreytu. Það lá það orð á Bretavinnunni að þar væri illa unnið og verkamenn sifellt að slæpast. Það var öðru nær þama í birgðageymslunni og þrotlaus vinna við að stafla sekkjum og öðm sem til féll allt upp í 22 hæðir. Þegar ein- hverju þurfti að moka voru notaðar litlar skóflur, svokallaðir presta- spaðar. Ég talaði mikið við Bretana og tók ömm framfömm í enskunni. í þann tima var sjaldgæft að íslend- ingar töluðu ensku. Það var einna helst að menn kynnu að segja yes, money og alright.... Rommið hverfur Það var allt á fullu í kringum her- inn og íslendingarnir reyndu hver sem betur gat að skara eld að sinni köku. Dag einn spyr Luther mig hvort ég viti nokkuð hvemig standi á þeirri miklu rýrnun sem orðið hefði á rommi sem geymt var niðri í kjallara Þjóðleikhússins. Mér leist ekki á það þegar hann vildi fá mig til að ljóstra upp um landa mína. Ég Skólaus á öskuhaugunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.