Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 47
r ID>"\T LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 bókarkafli Stokksnesið. Önnur kvennanna hefði komist af sjálfsdáðum í land. Nú var komin allt önnur staðará- kvörðun. „Þangað er 7 sjómílna sigling," sagöi ég við stjórnstöðina. „Við verðum 15-20 mínútur þangað,“ sagði ég og spurði út í strauminn. Þeir gáfu mér upp að þaö væri sterkt austurfall á þessum slóðum. Ég reiknaði þá með að konan hefði farið inn á Lónsvíkina. Ég setti á fulla ferð.“ Jónas Þorgeirsson var ekki af baki dottinn þótt hann væri orðinn mjög þreyttur: „Ég hljóp aftur af stað í þá átt sem konan hafði síðast bent. Ég fann að ég var búinn að taka vel á því þreki sem líkami minn bjó yfir. Ég hafði líka látið vita og talað í tal- stöðina á öllum hlaupunum til að miðla eins miklum upplýsingum frá konunni og mögulegt var. Menn áttu inn á milli erfitt með að skilja hvað ég var að segja þama á harða- hlaupum í íjörunni. En ég gat með engu móti séð neinn þama fyrir utan. Gríðarlegar höfuðkvalir Aftur fór ég til konunnar. Hún sagði mér nú að vinkona hennar hefði synt í sjónum. Ég ályktaði að fyrst ég sá hina konuna ekki strax úti á sjónum þá hlyti hana að hafa rekið til austurs. Nú kallaði ég í félaga minn á Ratsjárstöðinni og bað hann að hringja í björg- unarsveitina. Nú gat ég gefið betri ábendingar um líklegan nauðlendingar- stað flugvélar- innar. Ég var farinn að finna fyrir þungum höfuð- verk. Ég var hjá konunni og ákvað að snúa mér að því að reyna að róa hana - koma henni í betra skjól. Ég fór úr flíspeysunni minni og brá henni utan um konuna. Ég reyndi að halda í hönd hennar og spjalla við hana, spurði hvað hún héti og ýmislegt annað. Konan hriðskalf. Ég spurði hvort henni væri mjög kalt. „Nei, mér er ekki kalt,“ svaraði hún. Geðshræring hennar var svo mik- il að hún virtist ekki skynja eigin kulda. Nú fór ég að fínna fyrir gríðarleg- um höfuðverk, alveg eins og ég væri sleginn harkalega í höfuðið. Ég reyndi að leiða hugann frá kvölunum og einbeita mér að því að róa konuna. Ekki vildi ég láta bera á því að ég væri haldinn einhverri vanlíðan. Við vorum farin að tala um daginn og veginn, allt og ekki neitt. Helst vildi ég reyna að dreifa huga konunnar. Ég sagði henni að ég væri í hjálparsveitinni. Þetta færi nú vonandi allt vel. Björgunarsveitarmenn frá Höfn komu brátt á staðinn til okkar. Nú var þessi kona úr mínum höndum. Aðrir tóku við. Ég benti björgunar- sveitarmönnunum á þann stað þar sem ég taldi að flugvélin hefði farið í sjóinn. Konan sagðist ekki treysta sér til að standa upp. Tekið var undir handleggina á henni og hún studd áfram. Hún var örmagna eftir slysið og sundið.“ Einhver verður að finna Lidiu! Effie hafði þótt gríðarlegu fargi af sér létt er hún kom auga á mann- inn: „Um leið og ég sá manninn jókst skjálftinn um allan helming, eins og ég gæti ekki lengur haldið aftur af líkamanum. Það var yndislegt að vita til þess að nú myndi hann ann- ast mig en allt frá því að ég náði að klettunum hafði ég vitað að mér væri borgið. Ég þurfti bara að slaka á. Ég var ekki lengur í hættu, en það var Lidia. Ég reyndi að segja honum það. Hann krafðist þess að fá að hjálpa mér að ná í mig hita. Ég hugsaði með mér: „Mér er ekki kalt! Mér hefur verið kaldara á fótunum eftir að ganga í snjó! Einhver verð- ur að flnna Lidiu!“ Þá tók ég eftir að hann var með talstöð og var að tala í hana. Hann hljóp í átt að klettunum. Ég var of þreytt til að elta hann. Ég vissi að þetta var úr mínum höndum núna. Skömmu síðar kom bíll og tveir menn stigu út úr honum. Þeir réttu mér tvær flöskur með heitu vatni.“ ■ Effie þákkaði Guði fyrir að búið var að finna hana. Hún var yfir sig glöð en hafði miklar áhyggjur af Li- diu. Nú var allt undir heimafólki komið um björgun vinkonunnar. Effíe var ekið áleiöis inn í Horna- fjarðarbæ. Hún fékk sér heitt að drekka og fór að hressast. Þorvarður og Þorvaldur Mágamir á Gústa í Papey voru famir að nálgast Stokksnesiö og þann stað sem kom til greina að hol- lenska flugvélin hefði nauölent á. Þar var sterkur straumur og mikil kvika. Lidiu hafði rekið talsvert langa leið á þeim tæpu tveimur klukkustundum sem liðnar voru frá nauðlending- unni. Klukkan var farin að halla í níu að kvöldi. Þorvarður var við stýrið á bát sínum: „Þegar við frum að nálgast fór Valdi út til að skyggnast um. Ég tók stefnuna á Stokksnes. Ég reiknaði með að konuna hefði rekið austar og grynnra en gef- ið hafði verið upp. Við sigldum upp að Stokks- nesinu eins grunnt og mögu- legt var fyrir brotum og inn á miðja Homsvíkina. Við fómm alveg upp undir brot. Við sáum alltaf vél Flugmála- stjómar og björgunarsveitarmenn í fjörunni. Okkur hafði verið sagt að það væri austurfall og reiknað með að konuna hefði rekið inn vík- ina og áfram austur úr. Við keyrð- um því áfram austur úr, með fram brotunum." Sástu eitthvað? Þorvaldur v£ir úti að skima milli aldnanna: „Ég stóð fyrir aftan stýrishúsið hjá veiðarfærum bátsins. Við Þor- varður höfðum spáð í strauminn og hvort verið gæti að flugvélin hefði lent þarna. Straumurinn var í aust- ur. Ég sá allt í einu eitthvað á sjón- um en var ekki viss hvað það var. „Beygðu í bakborða," kallaði ég til Þorvarðar sem var inni í stýris- húsinu. Hann beygði og stöðvaði vélina. „Sástu eitthvað?" spurði hann. „Ég er ekki viss. En ég held ég hafi séð mannveru,“ svaraði ég. öldugangurinn var svo mikill aö maður sá bara tiplandi öldutoppa. Allt í einu sá ég eitthvað skjótast upp. Þetta var mannshöfuð á sjón- um fram undan. „Tuttugu gráður í bakborða,“ kaUaði ég. Við brunuðum af staö beinustu leið að konunni. Þorvarður sló af þegar við nálguðumst. Nú var orðið örstutt eftir í konuna. Hún sneri hnakkanum í okkur. Mér fannst hún ekki verða okkar vör. „Er hún meðvitundarlaus?“ hugsaði ég og fannst þetta einkenni- legt. Einhver í lífshættu sem reynir ekki að láta bera á sér. Það boðar ekki gott.“ Jónas Þorgeirsson lagði svo hart að sér við björgunarstörfin að hann endaði í sjúkraflugvélinni. íslenska á sunnudögum . Sjötíu og fimm ára Vestur-íslendingur í fyrsta sinn á Fróni Nú á morgun verður sýnt í 'fjarnar- bíói leikritið „In the wake of the storm“ eftir Laugu Geir sem er Vestur- íslendingur, búsett í íslendingabyggð í North Dakota, nánar tiltekið í Mounta- in. Af því tilefni er stór hópur Vestur- íslendinga staddur hér á landi og með- al þeirra er Eggert Einarsson sem er alíslenskur að uppruna. Hann er 75 ára bóndi, fæddur 1922 í North Dakota og er búin að vera á leið- inni heim í mörg ár. Nú loksins er hann kominn og sagði að tilflnningin að lenda í Keflavík hefði verið mjög spennandi en hann hefur alltaf litið á sig sem íslending. Lærði ekki ensku fyrr en hannvar sexára „Ég kom sl. sunnudag. Flugferðin tók 6 tíma og var mér hugsað til þess á leiðinni að afi minn og amma ferðuð- ust þessa leiö með skipi og tók sú ferð 2 mánuði. Þau lögðu mikið á sig til þess að komast á leiðarenda og þama var ég að ferðast þetta eldsnöggt um borð í flugvél." „Foreldrar mínir töluðu alla tíð ís- lensku og var ég alinn upp við það. í rauninni lærði ég ekki stakt orð í ensku fyrr en ég var orðinn sex ára og byijaði í skólanum. Það var mjög erfltt fyrir kennarana þar sem kennsla var ekki eins þróuð og hún er í dag en þetta blessaðist allt að lokum. Ég byij- aði fyrst á því að hugsa það sem ég ætl- aði að segja á íslensku og þýða svo yfir á ensku. Seinna hætti ég smám saman að tala íslensku jafnmikið en hún var Eggert með ættartölu frá öðrum langafa sínum en hann myndi vilja vita meira um hinn afa sinn einnig. DV-mynd E.ÓI. alltaf töluð í mat hjá mömmu og pabba á sunnudögum og ég talaði alltaf við frændur mína á íslensku, í raun má segja að ég hafi talað mína bestu ís- lensku fyrir u.þ.b. 50 árum. Þá var meira um að fólk í byggðinni talaði ís- lensku og auðvitað voru mállýskur út frá því þar sem enska og íslenska blönduðust saman“ Enstaklega fallegir vegir á íslandi Var mikil islensk hefð hjá fjölskyld- unni? „Já, við töluðum íslensku og mamma bakaöi islenskar kökur, t.d. vínarbrauð. Enn þann dag í dag reyki ég oft hangi- kjöt og bý til rúllupylsu. Þetta var mjög íslenskt samfélag og fólk hélt fast í ís- lenska siði og menningu. Mamma og pabbi töluðu alltaf mikið um ísland og þá sérstaklega man ég eftir því hvað þeim þótti Gullfoss fallegur. Ég er að vonast til að geta nýtt ferðina til að láta gamlan draum rætast og sjá hann með eigin augum. Einnig hefur mig alltaf Eggert og fjölskylda hans voru hissa þegar þau sáu að á íslandi snjóaði í logni. Þeim fannst fögur sjón að sjá snjóinn safnast á trén í skammdeginu. DV-mynd E.ÓI. langað til að sjá íslenskan hest.“ Hann hefur lesið margar íslendinga sögur og segir sér hafa þótt þær allar áhugaverðar en það sé svo langt síðan að hann muni ekki lengur eftir neinni sérstakri sem hafi staðið upp úr. Spurður um hvað honum hefúr þótt merkilegast hér segir hann að vegimir okkar séu sérlega fallega lagðir. Hann vann við vegagérð i 30 ár áður en hann sneri sér aftur alfarið að bygg- og hveitirækt og er vegagerð honum því ofarlega i huga. f Islendingabyggð að líða undir lok Eins og áður sagði voru það amma hans og afi sem komu fyrst úr hans fjöl- skyldu til vesturheims en þau fóru með skipi fyrst til Ontario, svo til Gimli og settust loks að í Mountain í North Dakota. í dag eiga Eggert og eiginkona hans Betty bamaböm og bamabama- böm, fjölskyldan hefúr því stækkað töluvert þama úti og er núna fimmti ættliðurinn að hefja ævi sína í Banda- rikjunum. Þau segja samt að íslendingabyggðin þama sé svolítið farin að sundrast þar sem unga fólkið dreiflr sér meira nú tfl dags, það flytur til stórborganna í stað þess að halda til í sveitinni. Hefðin sem hefúr skapast í Mountain er þó svo mik- il að lítil hætta er á að uppruninn gleymist. Þama er hjúkrunar- og elli- heimflið Borg sem var stofnað af íslend- ingum fyrir íslendinga, en Einar faðir Eggerts var einmitt í nefndinni sem stofnaði heimflið. Einnig er Iœland state park þama, sem er helst hægt að líkja við Árbæjar- safh hér heima en þangað hefúr verið flutt ein af sjö upprunalegum kirkjum sem íslendingar byggðu og Eggert og Betty giftu sig í, ásamt timburkofa, skólahúsi og samkomuhúsi, svo eitt- hvað sé nefnt. Reynt var eftir bestu getu að líkja eftir upprunalega þorpinu og -+ leit.is og þér munuð finna... ...yfir 300.000 íslenskar vefsíður. hvemig lifið gekk fyrir sig hjá innflytj- endunum og vom öll húsin gerð upp í samræmi við það. Þama em lika ís- lensk rit og þýðingar á þeim tfl sýnis. Hver er þessi Keikó? Með í forinni til íslands er svo f Connie, dóttir Eggerts og Bettyar, en hún segist hafa boðið sjálfri sér með þar sem hana hefúr alltaf langað að koma tfl íslands. Og hvemig list þér svo á? „Þetta er æðislegt. Ég hlakka mikið til að sjá íslenska hesta og skoða mig betur um héma. Við erum að fara tfl Skagafjarðar á morgun en langafi var þaðan.“ Hún segist mest hissa á hvað trúin sé Htfll hluti af lífi Islendinga almennt þar sem forfeður hennar sem komu vestur byggðu alltaf kirkju þar sem þeir sett- ust að. Upphaflega vom þær sjö á litlu svæði í nágrenni við Mountain og er trúin enn stór hluti af lífi fólksins þar. Ein spuming að gamni í lokin, hvað finnst ykkur um heimkomu Keikós? „Hver er það?“ Free Willy „Já, er hann hér? Við vissum að hann hefði verið fluttur frá Bandaríkj- unum með miklu pompi og prakt en ekki hvert var farið með hann.“ -KT SICRÆNA Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn eðaltré, í hæsta gæðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. ;■«. 10 ára ábyrgð *■ Eidtraust *■ 10 stærðir, 90 - 370 cm » Þarfekki að vökva *■ Stálfótur fylgir *■ íslenskar leiðbeiningar í* Ekkert barr að ryksuga *■ Traustur söluaðili * Truflar ekki stofublómin * Skynsamleg fjárfesting rp BANDALAG ÍSLENSKSA SKÁTA ®SD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.