Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 Fréttir Tekið a handrukkurum - segir dómsmálaráðherra sem vill líka efla lög- og tollgæslu vegna flkniefnamála Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra segir að fólk muni fljótlega geta notiö vitnaverndar í handrukkaramálum. DV-mynd Teitur Eftir mikla uppskeru á síðustu vik- um og mánuöum er fíkniefnalögreglan meö griöarleg frágangs- og yfirheyrslu- verkefni á boróum sinum gagnvart á annan tug sakborninga, mörgum tug- um vitna og svo gagnaöflunar heima og erlendis. Menn segja aö nú sé enginn tími fyrir fámennt liö til aö „vera á frekari veiðum“ - fiknó þarfnist meiri mannafla. Er ekki rétt aöfjölga i þess- um brýna lögregluflokki? „Lögreglan á hrós skilið fyrir vel unnin verk undanfarið. Mál eins og þau tvö sem komu upp í haust kalla á gríðarmikinn undirbúning, þrot- lausa vinnu, m.a. með eftirliti með grunuðum mönnum og langvarandi samskiptum við erlend lögregluyfir- völd. Lögreglan hefur að undan- fórnu líka lagt hald á ætlaðan gróða í flkniefnaviðskiptum sem er nýr og mikilvægur þáttur til að uppræta skipuleg fikniefnaafbrot af hálfu fólks sem jafnvel er ekki sjálft í neyslu. Þessar aðgerðir hafa kostað milljónir. Lögreglan í Reykjavík hefur leitað til dómsmálaráðu- neytisins af þessum sökum. Við höf- um nú óskað eftir sérstakri fjárveit- ingum á fjáraukalögum til að geta staðið undir þeim mikla kostnaði sem hefur hlotist af málunum tveimur. í nefnd á vegum ríkis- stjórnarinnar hefur ráðuneytið lýst yfir vilja sínum til að efla fikniefna- löggæsluna verulega - bæði varð- andi fjölgun í lögregluliðum á suð- vesturhorninu og hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra sem rannsakar m.a. peningaþvætti og einnig er þörf á betri tækjabúnaði. Varðandi fjölgun er tómt mál að tala um fjölgun lögreglumanna nema að efla lög- regluskólann. Við þurfum vel menntað og þjálf- að fólk til starfa. Þarna vil ég byrja, þetta er grundvall- aratriði. Ég hef í þessu sambandi rætt við Janet Reno, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, um að efla samstarf ríkjanna um þjálfun okkar lögreglumanna - hún tók mjög vel í þá beiðni.“ Fylgjast þarf með 30 höfnum og 17 flugvöllum Fólkinu í landinu hefur veriö talin trú um aö verja skuli milljarói ífikni- efnamál á kjörtimabilinu. Hvernig sérð þú fjármunum rikissjóös best varió i þennan málaflokk? „Ég held að við verðum að hafa í huga að þjóðfélagið hefur breyst mjög mikið á síðustu árum. Innflutningur fikniefna hefur stóraukist, m.a. vænt- anlega vegna þess að breytingar í heiminum gera að verkum að það eru auðveldari leiðir fyrir fíkniefni til að koma hér inn. Það er greinilega verið að leita nýrra markaða. ísland er komið á kortið. Það eru áhrif hér frá skipulagðri glæpastarfsemi í öðrum löndum. Því er fyllsta ástæða tU að hafa áhyggjur af þessari þróun. Hér skiptir líka máli að litið sé tU for- varna- og meðferðarúrræða. En ég tel brýnt í dag að efla löggæslu og toll- gæslu. Við erum líka aö undirbúa samstarf um Schengen með öðrum Evrópuþjóðum. Þar munum við vænt- anlega fá mjög mikUvægar upplýsing- ar tU að verjast afbrotum. Ég er bjart- sýn á að við náum árangri í þessum málum. En það eru engu að síður 30 hafnir og 17 flugveUir á íslandi sem fylgjast þarf með.“ Lögreglan nýti gæsluheim- ildir eins og kostur er Handrukkarar vaóa uppi eins og upplýst hefur verið. Limlesta fólk, loka þaó inni í skotti bifreiða, hóta m.a.for- eldrum og börnum þannig að skelfing gripur um sig mánuöum saman svo ekki sé meira sagt. Lœknir á Vogi segir aó sjúklingum þar sé ekki vœrt i meðferð út af handrukkurum sem eru m.a. aö hóta börnum þeirrafyrir utan. Lögreglan hvetur hrœdda þolendur til aö kœra - foreldra sem borga jafnvel börn sin út úr skuldum við handrukkarana. Hvaó hyggst þú taka til bragós sem yfirmaóur dómsmála? „Alvarlegast er að hræðsla fólks sem í þessu lendir við að kæra er mikU - enda fylgja hótanir um hefnd verði kært tU lögreglu. Hand- rukkarar eru að sögn lögreglu oft á tíðum síbrotamenn þar sem kærur hrannast upp áður en hægt er að ákæra í máli. Að mínu mati á lögreglan að reyna á heimildir til að óska eftir gæsluvarð- haldi á grundvelli þess að síbrotagæsla sé nauðsynleg yfir slíkum mönnum. Ég hef i hyggju að ræða þetta mál sérstak- lega við ríkissaksóknara og lögregl- una. Alls hafa 8 kærur borist tU lög- reglu á landinu í tengslum við hand- rukkara, þar af 5 i Reykjavík. En það gefur væntanlega ekki rétta mynd þar sem aðeins hluti mála er kærður. Lögregla erlendis hefur oft þurft að veita sérstaka vernd vegna ótta um hefndaraðgerðir. Vitna- vernd er meðal þeirra úrræða sem nauðsynlegt getur verið að grípa tU. í dómsmálaráðuneytinu eru nú í undirbúningi breytingar á almenn- um hegningarlögum til að hægt sé að efla vitnavernd. Ég tel að það sem mestu skipti í þessu máli séu skjót viðbrögð lög- reglu þegar henni berst kæra - sér í lagi ef um er að ræða hótanir um enn frekara ofbeldi þegar brotaþolinn kærir. Að síðustu verður að eyða þeim misskilningi að skuld sem tengd er sölu á fíkniefnum sé réttmæt krafa. Peningar sem koma fyrir fíkni- efni eru ólöglegir. Engin lögvarin né siðferðUeg krafa getur því stofnast í slíku „viðskiptasambandi". Þess vegna er ekki hægt að ganga t.d. að foreldrum unglings sem hefur fikni- efnarukkara á hælunum." Trúi að dómsvaldið taki ákveðið á þessum málum Telur þú dómskerfiö taka nœgilega hart á handrukkurum sem einskis svifast? Nú eru lagaheimildir fyrir hendi en taka dómarar nœgilegt mið af þeim gagnvart refsiramma? „Handrukkunarmál eru tiltölu- lega ný af nálinni. Forsendan er auðvitað að fólk kæri tU að málin fari inn í kerfið - þess vegna er það svo mikUvægt. Ég hef fuUa trú á að lögregla og dómsvaldið taki mjög ákveðið á þessum málum. Eins og þú bendir á eru allar lagaheimildir fyrir hendi. Lögreglan hefur lika verið í samvinnu við fólk eins og DV hefur fjaUað um, t.d. á Sauðár- króki.“ Veröur ekki aö koma til móts við óttaslegna borgara sem þora ekki aö kcera - verður lögregla ekki aó sýna frumkvœöi lika? „Ef margar ábendingar berast um aðUa sem hefur mörg mál á sér þá tel ég að grípa eigi til síbrota- gæslu - menn séu teknir úr umferð og þeim gert ókleift að fylgja eftir hefndarhótunum sínum." - Hver þekkir ekki þessi orð úrfrétt- um; „maóurinn viðurkenndi verknaó sinn en var svo sleppt"? Þetta á oft við um grófa ofbeldismenn ogfikniefna- smygiara - harösviruðustu afbrota- mennina. Er ekki kominn tími til að setja svona fólk strax inn meö hliðsjón af almannahagsmunum - afgreiða svona mál jafnvel með dómi innan viku - þar sem þau teljast þegar upplýst? „Það verður alltaf að leggja áherslu á vandaða málsmeðferð fyrir dómi. En ég get verið sam- mála þér í því að fólk hefur af þessu áhyggjur. Ég held á hinn bóginn að óhætt sé að segja að málsmeðferð hér taki orðið skamman tíma. Við höfum náð mjög góðum árangri í þeim málum og það snertir svo sannarlega réttaröryggi einstaklinga. Ungir af- brotamenn þurfa að mínu mati að fá dóm eins fljótt og hægt er tU að þeir tengi saman afbrotið og refs- inguna en fái síðan tækifæri tU að bæta sig.“ Mál nektardansstaða ber að taka föstum tökum Erlendir gestir sem til Reykjavíkur koma að nœturlagi um helgar sjá gríó- arlegtfyllirí ogfjölda nektardans- staóa. Er þetta í lagi? í höfuðborg íslands? „Þetta er stór spurning. Ég held að ástandið hafi þó lagast i miðborg Reykjavíkur. Þó er það svo að vafa- laust er ástæða tU að efla þar eftir- lit enn frekar. Ég hef lagt ríka áherslu á að lögreglan þurfi að vera sýnileg. Ég tel að slíkt leiði tU að- halds og fækkunar afbrota í mið- bænum. Mjög fuUkomnar eftirlits- myndavélar lögreglu hafa verið í miðbænum undanfarið ár, bæði tU að spoma við afbrotum og tU að afla sönnunargagna. Ég hef áhuga á að efla grenndarlöggæslu. Þannig tek- ur lögreglan upp samvinnu viö heimUi og skóla og hefur verulegt forvarnargUdi gagnvart því að börn og unglingar leiðist út í neyslu fikniefna eða aðra brotastarfsemi." - Hvernig hyggst þú beita þér gagn- vart nektardansstöóunum? „Það ber að taka mál þessara staða föstum tökum þó um vand- meðfarin mál sé að ræða. Hér getur verið um dulda brotastarfsemi að ræða. Ég tel fyUstu ástæðu tU að fylgjast grannt með þróun þessara mála, ekki síst eftir að fuUtrúar er- lendra rikja, bæði forseti Lettlands og ræðismaður Ungverjalands á ís- landi, hafa lýst áhyggjum sínum yflr því að konur frá Austur- Evrópuríkjunum komi hingað til lands tU að dansa á nektarstöðum og séu jafnvel þvingaðar til að stunda vændi. Samráðsnefnd á veg- um dómsmála-, félagsmála- og sam- gönguráðuneytanna og Reykjavík- urborgar hefur skUað tillögum m.a. um að breyta lögum um atvinnu- réttindi útlendinga. Það er ljóst að taka þarf upp ný vinnubrögð við eft- irlit áður en fólk kemur til landsins. Ég er einnig fylgjandi því að lögregl- an fari í reglubundið eftirlit inn á þessa staði.“ VIIRHtYRSlA r Ottar Sveinsson Chiropmctic eru einu heilsudýnurnar sem eru þróaðar og viðurkenndar af amerísku og kanadísku kírópraktorasamtökunum. Yfir 32 þúsund kírópraktorar mæla því með Chíwpractic þar á meðal þeir íslensku. Gerðu vel við þig og þína fyrir hátíðirnar. Hjá okkurfærðu úrval vandaðra og heilsusamlegra jólagjafa.^.^^ ^Aví k - aklj & CHIROPRACTIC eru einu helleudýnumar aem eru þróafiar og vlðurkenndar af amerfaku og kanadfaku kfrópraktoraaamtökunum * D L i $ t h ú s i n u L « u jj a r d a I, s i ni i 5 8 1 2 2 3 3 a I s h r a ii t 1 , A k ti r e y r i , s i m i 4 6 1 115 www.svefnogheilsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.