Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Page 46
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 Guðbrandur Sigurðs- son, forstjóri ÚA: Mjög gott ár „Staða Útgerðarfélags Akureyr- ^inga er mjög sterk. Árið í ár hefur verið mjög gott og ég er bjartsýnn á að næsta ár geti orð- ið það einnig,“ segir Guðbrandur Sig- urðsson, forstjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa. „Við erum öflugir í veiðum og vinnslu á bolfiski sem geng- ur vel þessa stund- ina. Það er því ekki nein ástæða til annars en bjartsýni. L Hins vegar eru blikur á lofti og það gæti sett strik í reikninginn hjá okkur ef við fáum yfir okkur alvar- legar kjaradeOur með verkföllum. Slíkt gæti vissulega sett strik í reikninginn," segir Guðbrandur. Bjarni Hafþór Helga- son, framkvæmda- stjóri Útvegsmannafé- lags Norðurlands: Aðvörunarljós Guöbrandur Sigurösson. blikka „Það hefur margt ágætt verið að ' gerast i útgerðarmálum á Norður- landi, t.d. varðandi þorskinn. Hins vegar blikka aðvörunarljós sé horft til veiða á rækju og uppsjávarfiskum," segir Bjami Hafþór Heigason, fram- kvæmdastjóri Út- vegsmannafélags Norðurlands. „Norðlendingar hafa fengið þungt Bjarni Hafþór högg varðandi rækj- Helgason. una. Þannig er veið- in á úthafsrækju í ár aðeins 2/3 af meðaltali síðustu fimm ára og veið- in á innfjarðarrækjunni aðeins um 80%. Þetta er grafalvarlegt ástand og við bætist það ástand sem hefur verið með loðnuna," segir Bjami Hafþór. Jakob Björnsson, oddviti framsóknar- manna: Ekki hugað að framtíðinni „Árið hefur almennt séð verið ágætt fyrir Akureyringa, m.a. dreg- ið úr atvinnuleysi," segir Jakob Bjömsson, oddviti framsóknarmanna í minnihluta bæjar- stjómar Akureyrar. „Þótt það sé ánægjulegt að nóg sé að gera þá hefur núverandi meiri- hluti því mið ur steypt sér í slík- ar framkvæmdir að þær eru um- fram fjárhags- getu bæjarins og þarf því að fjár- .-magna með lán- tökum. Þetta er það eina sem meirihlutinn hefur gert. Það hefur hins vegar ekkert verið hugað að framtíðinni, t.d. varðandi stefnumót- unarvinnu sem unn- in var á síðasta ári og fram á þetta ár. Akur- eyrarbær hefur ekki gert þá niðurstöðu ^rsem þar fékkst að sinni, það er bara fram- kvæmt og framkvæmt en ekki hugað að framtíðinni," segir Jakob Björnsson. Jakob Björnsson. Iggj |g ©® ga m gg g| Horkudeilur um íþróttavöllinn á Akureyri „Þetta er algjört kjaftæði. Þetta hef- ur aldrei komið til tals og ég hef ekki gefið neitt undir fótinn sem gæti hafa komið þessum orðrómi af stað,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs í samtali við DV í upphafi árs- ins. Næstu mánuðir áttu eftir að sæta tíðindum í pólitíkinni á Akureyri eins og annars staðar eða fram að kosningum. í undirbúningi kosning- anna á Norðurlandi eystra var lang- fyrirferðarmestur sá ótrúlegi vand- ræðagangur sem var á Samfylking- unni í kjördæminu. Þegar talið var upp úr kjörkössum i prófkjöri Sam- fylkingarinnar á Akureyri kom í ljós að Sigbjöm Gunnarsson, sveitarstjóri í Mývatnssveit, hafði sigrað og við það sættu flestir aðrir fylkingarsinn- ar sig ekki. Endalok vandræðagangs- ins muna eflaust margir, þau að Sig- bjöm hrökklaðist af listanum og Svanfríður Jónasdóttir tók sæti hans. Deilumál ársins á Akureyri er án efa „íþróttavallarmálið" svokailaða, en í ársbyrjun lá fyrir hjá bæjaryfir- völdum umsókn Kaupfélags Eyfirð- ingá og Rúmfatalagersins um að fá að byggja verslunarmiðstöö á aðalí- þróttavelli bæjarins við Glerárgötu. Og þetta var of stór biti fyrir marga bæjarbúa að kyngja. Kröftug mót- mæli bárast víða að og m.a. var efht til borgarafundar í Sjallanum þar sem hart var tekist á um málið en þó var ljóst á þeim fundi að þeir vora mun fleiri sem vildu hafa íþróttavöllinn áfram á sínum stað. Miöbæjarkaupmenn reiðir Ýmsir kostir vora skoðaðir í þessu máli en niðurstaðan kom á haustdög- um en þá var tilkynnt sú viljayfirlýs- ing aðila að KEA og Rúmfatalagerinn keyptu fasteignir Skinnaiðnaðar hf. á Gleráreyram. Akureyrarbær kom að þessu máli með myndarlegum hætti svo úr þessu gæti orðið og liðkaði m.a. verulega fyrir svo Skinnaiönað- ur gæti flutt í nýtt húsnæði. Þama var sem sagt komin niðurstaða í hús- næðismál KEA og Rúmfatalagersins sem munu opna þama stórmarkað á næsta ári, og er reiknað með 20-30 öðrum verslunum og þjónustufyrir- tækjum í húsinu. Og þá var komið að kaupmönnum í mið- bænum, og víðar reyndar, að verða reiðir. Þeim fannnst það ekki ná nokk- Hús Skinnaiðnaðar á Gleráreyrum. Þarna verður stórmarkaðurinn ,sem tekist var á um á Akureyri meginhluta árs- ins, en ekki á íþróttavellinum. DV-mynd gk urri átt að bærinn væri að moka pen- ingum í þetta dæmi enda myndi þessi „minikringla" ganga endanlega af miðbænum dauðum. En bæjaryfir- völd standa við sitt, og nú er unnið hörðum höndum að því einnig að teikna miðbæinn upp á nýtt, þ.e. göngugötuna i Hafharstræti og Ráð- hústorgið, og á m.a. að hleypa bílaum- ferð á götuna að nýju. Oflugar háskólaframkvæmdir Þorsteinn Gunnarsson rektor og ráðherramir Bjöm Bjamason og Geir H. Haarde undirrituðu samning um byggingaframkvæmdir við Háskól- ann á Akureyri til ársins 2003. Fram- kvæma á fyrir 414 milijónir króna og hófust framkvæmdimar strax sl. vor. Akureyrarbær hafði smátt og smátt verið að selja hlut sinn i Út- gerðarfélagi Akureyringa. Duglegast- ir við að kaupa vora Burðarásmenn og áttu þeir sl. vor orðið ríflega 30% í fyrirtækinu og þar með ráðandi hlut. I bæjarstjóm Akureyrar ræddu menn hins vegar fiárhagsáætlun bæjarins og sagði Kristján Þór Júlíusson bæj- arsfióri við það tækifæri: „Staða Ak- ureyrarbæjar er afskaplega traust." Þetta endurtók hann við gerð fiár- hagsáætlunar fyrir árið 2000 nú fýrir Áramót Gylfi Kristjánsson skömmu. Akureyringar fylgjast vel með „menningunni" og á vormánuðum flutti Bemharð Steingrimsson inn fyrstu nektardansmeyjamar til bæj- arins. „Vargurinn" tók þessari ný- breytni vel og era nú þrir slíkir stað- ir reknir á Ak- ureyri, umtals- vert fleiri en í ___________________ höfuðborginni sé miðað við höfðatöluna frægu. Kristján stórtenór Jó- hannsson hélt hins vegar tvenna tónleika í heimabæ sínum og sagði i samtali við DV að hann myndi syngja talsvert hér á landi á næsta ári. Þá hafði hann bent þjóðleikhús- stjóra á „létta“ ópera, „The Golden Girl of The West“ sem hann vildi gjaman syngja í með listamönnum á borð við Halla og Ladda og Bubba. SH lokaði SH lokaði skrifstofu sinni á Akur- eyri en opnun hennar var einn liður- inn i því að SH fékk að halda áfram með afurðaviðskipti hjá ÚA. „Það hvarflaði aldrei að mér að Sölumið- stöðin myndi ekki halda úti skrifstofú hér nema í 3 ár, það lagði enginn þann skilning í málið á sínum tíma,“ sagði Gísli Bragi Hjartarson, fyrrver- andi bæjarstjómarmaður. Allir kennarar Tónlistarskólans sögðu upp og vildu sams konar launa- hækkanir og grann- skólakennarar höfðu fengið umfram um- samdar launahækk- anir. Bæjarstjóm varð við þeirri beiðni, og fengu bæjarfúfltrú- ar síðan 40% hækkun á sín laun í haust. Undir lok ársins sagði deildarstjóri rannsóknarlögreglunnar á Akureyri frá geysilegri aukningu í fikniefna- málum í bænum. Mun fleiri hafa ver- ið teknir vegna slíkra mála en áður, málin era miklu fleiri og aldur þeirra sem við sögú koma færist sífellt neð- ar. Eini stórbruni ársins á Akureyri varð þremur dögum fyrir jól þegar þriggja manna fiölskylda missti aflt sitt í eldsvoða í fiölbýlishúsi við Tjamarlund. Söfnun til hjálpar fiöl- skyldunni hófst þegar og hefúr geng- ið mjög vel en söfnunin stendur enn yfir. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri: Hér er kominn kraftur í gangverkið „Árið sem senn er á enda hefur verið mjög gott fyrir okkur hér á Akureyri að flestu leyti og borið okkur Kristján Þór Júlíusson: „Ætlum okkur að gera stóra hiuti.“ DV-mynd gk fram á veginn," segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Hann segir mikinn kraft einkenna atvinnulífið í bænum og ástæða sé til að líta með bjartsýni fram á veginn. „Hér er fullt af hlutum í gangi og mikið hefur verið gert. Þrátt fyrir þaö bíða okkar ýmis óleyst verkefni sem betur fer og við munum takast á við þau með bjartsýni á næsta ári. Við ætlum okkur að gera stóra hiuti hér í bænum.“ Kristján segist ekki sjá fyrir sér neinar breytingar á ágætu at- vinnuástandi í bænum á næstunni, minna sé um atvinnuleysi í bænum en verið hafi um ára- bil og mikið um framkvæmdir. „Við erum m.a. í byggingarframkvæmdum við skólamannvirki, framkvæmdir við viðbyggingu Amtsbókasafnsins eru fram undan, einnig fram- kvæmdir við íþróttamannvirki og áfram væri hægt að telja. Það bíða okkar ærin verkefni. Hér er kominn kraftur í gangverkið og ég er þess fullviss að hann mun áfram verða til staðar,“ segir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.