Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Qupperneq 46
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 Guðbrandur Sigurðs- son, forstjóri ÚA: Mjög gott ár „Staða Útgerðarfélags Akureyr- ^inga er mjög sterk. Árið í ár hefur verið mjög gott og ég er bjartsýnn á að næsta ár geti orð- ið það einnig,“ segir Guðbrandur Sig- urðsson, forstjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa. „Við erum öflugir í veiðum og vinnslu á bolfiski sem geng- ur vel þessa stund- ina. Það er því ekki nein ástæða til annars en bjartsýni. L Hins vegar eru blikur á lofti og það gæti sett strik í reikninginn hjá okkur ef við fáum yfir okkur alvar- legar kjaradeOur með verkföllum. Slíkt gæti vissulega sett strik í reikninginn," segir Guðbrandur. Bjarni Hafþór Helga- son, framkvæmda- stjóri Útvegsmannafé- lags Norðurlands: Aðvörunarljós Guöbrandur Sigurösson. blikka „Það hefur margt ágætt verið að ' gerast i útgerðarmálum á Norður- landi, t.d. varðandi þorskinn. Hins vegar blikka aðvörunarljós sé horft til veiða á rækju og uppsjávarfiskum," segir Bjami Hafþór Heigason, fram- kvæmdastjóri Út- vegsmannafélags Norðurlands. „Norðlendingar hafa fengið þungt Bjarni Hafþór högg varðandi rækj- Helgason. una. Þannig er veið- in á úthafsrækju í ár aðeins 2/3 af meðaltali síðustu fimm ára og veið- in á innfjarðarrækjunni aðeins um 80%. Þetta er grafalvarlegt ástand og við bætist það ástand sem hefur verið með loðnuna," segir Bjami Hafþór. Jakob Björnsson, oddviti framsóknar- manna: Ekki hugað að framtíðinni „Árið hefur almennt séð verið ágætt fyrir Akureyringa, m.a. dreg- ið úr atvinnuleysi," segir Jakob Bjömsson, oddviti framsóknarmanna í minnihluta bæjar- stjómar Akureyrar. „Þótt það sé ánægjulegt að nóg sé að gera þá hefur núverandi meiri- hluti því mið ur steypt sér í slík- ar framkvæmdir að þær eru um- fram fjárhags- getu bæjarins og þarf því að fjár- .-magna með lán- tökum. Þetta er það eina sem meirihlutinn hefur gert. Það hefur hins vegar ekkert verið hugað að framtíðinni, t.d. varðandi stefnumót- unarvinnu sem unn- in var á síðasta ári og fram á þetta ár. Akur- eyrarbær hefur ekki gert þá niðurstöðu ^rsem þar fékkst að sinni, það er bara fram- kvæmt og framkvæmt en ekki hugað að framtíðinni," segir Jakob Björnsson. Jakob Björnsson. Iggj |g ©® ga m gg g| Horkudeilur um íþróttavöllinn á Akureyri „Þetta er algjört kjaftæði. Þetta hef- ur aldrei komið til tals og ég hef ekki gefið neitt undir fótinn sem gæti hafa komið þessum orðrómi af stað,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs í samtali við DV í upphafi árs- ins. Næstu mánuðir áttu eftir að sæta tíðindum í pólitíkinni á Akureyri eins og annars staðar eða fram að kosningum. í undirbúningi kosning- anna á Norðurlandi eystra var lang- fyrirferðarmestur sá ótrúlegi vand- ræðagangur sem var á Samfylking- unni í kjördæminu. Þegar talið var upp úr kjörkössum i prófkjöri Sam- fylkingarinnar á Akureyri kom í ljós að Sigbjöm Gunnarsson, sveitarstjóri í Mývatnssveit, hafði sigrað og við það sættu flestir aðrir fylkingarsinn- ar sig ekki. Endalok vandræðagangs- ins muna eflaust margir, þau að Sig- bjöm hrökklaðist af listanum og Svanfríður Jónasdóttir tók sæti hans. Deilumál ársins á Akureyri er án efa „íþróttavallarmálið" svokailaða, en í ársbyrjun lá fyrir hjá bæjaryfir- völdum umsókn Kaupfélags Eyfirð- ingá og Rúmfatalagersins um að fá að byggja verslunarmiðstöö á aðalí- þróttavelli bæjarins við Glerárgötu. Og þetta var of stór biti fyrir marga bæjarbúa að kyngja. Kröftug mót- mæli bárast víða að og m.a. var efht til borgarafundar í Sjallanum þar sem hart var tekist á um málið en þó var ljóst á þeim fundi að þeir vora mun fleiri sem vildu hafa íþróttavöllinn áfram á sínum stað. Miöbæjarkaupmenn reiðir Ýmsir kostir vora skoðaðir í þessu máli en niðurstaðan kom á haustdög- um en þá var tilkynnt sú viljayfirlýs- ing aðila að KEA og Rúmfatalagerinn keyptu fasteignir Skinnaiðnaðar hf. á Gleráreyram. Akureyrarbær kom að þessu máli með myndarlegum hætti svo úr þessu gæti orðið og liðkaði m.a. verulega fyrir svo Skinnaiönað- ur gæti flutt í nýtt húsnæði. Þama var sem sagt komin niðurstaða í hús- næðismál KEA og Rúmfatalagersins sem munu opna þama stórmarkað á næsta ári, og er reiknað með 20-30 öðrum verslunum og þjónustufyrir- tækjum í húsinu. Og þá var komið að kaupmönnum í mið- bænum, og víðar reyndar, að verða reiðir. Þeim fannnst það ekki ná nokk- Hús Skinnaiðnaðar á Gleráreyrum. Þarna verður stórmarkaðurinn ,sem tekist var á um á Akureyri meginhluta árs- ins, en ekki á íþróttavellinum. DV-mynd gk urri átt að bærinn væri að moka pen- ingum í þetta dæmi enda myndi þessi „minikringla" ganga endanlega af miðbænum dauðum. En bæjaryfir- völd standa við sitt, og nú er unnið hörðum höndum að því einnig að teikna miðbæinn upp á nýtt, þ.e. göngugötuna i Hafharstræti og Ráð- hústorgið, og á m.a. að hleypa bílaum- ferð á götuna að nýju. Oflugar háskólaframkvæmdir Þorsteinn Gunnarsson rektor og ráðherramir Bjöm Bjamason og Geir H. Haarde undirrituðu samning um byggingaframkvæmdir við Háskól- ann á Akureyri til ársins 2003. Fram- kvæma á fyrir 414 milijónir króna og hófust framkvæmdimar strax sl. vor. Akureyrarbær hafði smátt og smátt verið að selja hlut sinn i Út- gerðarfélagi Akureyringa. Duglegast- ir við að kaupa vora Burðarásmenn og áttu þeir sl. vor orðið ríflega 30% í fyrirtækinu og þar með ráðandi hlut. I bæjarstjóm Akureyrar ræddu menn hins vegar fiárhagsáætlun bæjarins og sagði Kristján Þór Júlíusson bæj- arsfióri við það tækifæri: „Staða Ak- ureyrarbæjar er afskaplega traust." Þetta endurtók hann við gerð fiár- hagsáætlunar fyrir árið 2000 nú fýrir Áramót Gylfi Kristjánsson skömmu. Akureyringar fylgjast vel með „menningunni" og á vormánuðum flutti Bemharð Steingrimsson inn fyrstu nektardansmeyjamar til bæj- arins. „Vargurinn" tók þessari ný- breytni vel og era nú þrir slíkir stað- ir reknir á Ak- ureyri, umtals- vert fleiri en í ___________________ höfuðborginni sé miðað við höfðatöluna frægu. Kristján stórtenór Jó- hannsson hélt hins vegar tvenna tónleika í heimabæ sínum og sagði i samtali við DV að hann myndi syngja talsvert hér á landi á næsta ári. Þá hafði hann bent þjóðleikhús- stjóra á „létta“ ópera, „The Golden Girl of The West“ sem hann vildi gjaman syngja í með listamönnum á borð við Halla og Ladda og Bubba. SH lokaði SH lokaði skrifstofu sinni á Akur- eyri en opnun hennar var einn liður- inn i því að SH fékk að halda áfram með afurðaviðskipti hjá ÚA. „Það hvarflaði aldrei að mér að Sölumið- stöðin myndi ekki halda úti skrifstofú hér nema í 3 ár, það lagði enginn þann skilning í málið á sínum tíma,“ sagði Gísli Bragi Hjartarson, fyrrver- andi bæjarstjómarmaður. Allir kennarar Tónlistarskólans sögðu upp og vildu sams konar launa- hækkanir og grann- skólakennarar höfðu fengið umfram um- samdar launahækk- anir. Bæjarstjóm varð við þeirri beiðni, og fengu bæjarfúfltrú- ar síðan 40% hækkun á sín laun í haust. Undir lok ársins sagði deildarstjóri rannsóknarlögreglunnar á Akureyri frá geysilegri aukningu í fikniefna- málum í bænum. Mun fleiri hafa ver- ið teknir vegna slíkra mála en áður, málin era miklu fleiri og aldur þeirra sem við sögú koma færist sífellt neð- ar. Eini stórbruni ársins á Akureyri varð þremur dögum fyrir jól þegar þriggja manna fiölskylda missti aflt sitt í eldsvoða í fiölbýlishúsi við Tjamarlund. Söfnun til hjálpar fiöl- skyldunni hófst þegar og hefúr geng- ið mjög vel en söfnunin stendur enn yfir. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri: Hér er kominn kraftur í gangverkið „Árið sem senn er á enda hefur verið mjög gott fyrir okkur hér á Akureyri að flestu leyti og borið okkur Kristján Þór Júlíusson: „Ætlum okkur að gera stóra hiuti.“ DV-mynd gk fram á veginn," segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Hann segir mikinn kraft einkenna atvinnulífið í bænum og ástæða sé til að líta með bjartsýni fram á veginn. „Hér er fullt af hlutum í gangi og mikið hefur verið gert. Þrátt fyrir þaö bíða okkar ýmis óleyst verkefni sem betur fer og við munum takast á við þau með bjartsýni á næsta ári. Við ætlum okkur að gera stóra hiuti hér í bænum.“ Kristján segist ekki sjá fyrir sér neinar breytingar á ágætu at- vinnuástandi í bænum á næstunni, minna sé um atvinnuleysi í bænum en verið hafi um ára- bil og mikið um framkvæmdir. „Við erum m.a. í byggingarframkvæmdum við skólamannvirki, framkvæmdir við viðbyggingu Amtsbókasafnsins eru fram undan, einnig fram- kvæmdir við íþróttamannvirki og áfram væri hægt að telja. Það bíða okkar ærin verkefni. Hér er kominn kraftur í gangverkið og ég er þess fullviss að hann mun áfram verða til staðar,“ segir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.