Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Síða 2
2 |ftéttir
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 I^"V
íslenskur embættismaður hneykslaður á framgöngu Spánverja í máli Janetar Grant:
Otrúlega ómannúðlegt
- sonurinn lagður í einelti af því hann er móðurlaus, ljóshærður og bláeygur
„Börnunum mínum llður mjög
illa, sérstaklega syni minum því
hann er lagður í einelti vegna þess
að hann er ljóshærður með blá augu
og hin börnin eru sífellt að spyrja
hann hvar mamma hans sé,“ segir
Janet Grant, sem rekin var frá
Spáni og neydd til að skilja þar eft-
ir sjö ára gamla dóttur sína og tíu
ára gamlan son. Janet hafði dvalist
á Spáni í sjö ár án þess að gæta þess
að hafa landvistarleyfi og hefur nú
verið bannað að stíga þar fæti í
frnim ár. Börn hennar eru ríkis-
fangslaus og mega ekki yfírgefa
Spán til fylgdar við móður sína.
Vilhjálmur Bjarnason:
Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreiö sinni á Gullinbrú í gærdag með þeim afleiöingum að bíllinn fór í gegnum
grindverk og endaði veltuna á toppnum á öfugum vegarhelmingi. Eldri maður var við stýri en hann var færöur á
slysadeild. Mikið snjóaði í gærdag og voru árekstrarnir orðnir 15 talsins sem lögreglan hafði vitneskju um seint í
gærdag. Engin alvarleg slys urðu þó á mönnum. DV-mynd S
Salmonellan á Ármótum:
Sama tegund og olli faraldri
Niðurstöður liggja nú fyrir um af
hvaöa tegimd salmonella sú er sem
fúndist hefúr í nautgripum að Ármót-
um. Um er að ræða sömu tegund og
greinst hefur í hrossum í Vetleifsholti,
Bjólu og fundist undanfarin ár niðri í
Landeyjum. Þessi sama tegund olli
miklum salmonellufaraldri fyrir u.þ.b.
tíu árum. Að sögn Katrínar Andrés-
dóttur héraðsdýralæknis smitast þessi
tegund auðveldlega með heyi og vatni,
auk þess sem húsdýr og menn geta bor-
ið smit með sér. Sýni úr nautgripunum
á Ármótum eru enn til athugunar til að
finna út tíðni smitsins í þeim.
Þá hefúr greinst salmonella i hross-
um á Ármótum í þrígang. Einnig mun
fyrirhugað að rannsaka tíðni smits í
þeim. Samhliða því verður hugað að að-
gerðum.
„Við reiknum með að þama séu mjög
margir heilbrigðir smitberar sem er
mjög algengt,“ sagði Katrín. „Það þýðir
að skepnumar em sýktar en ekki veik-
ar. Síðan getur það gerst ef ein skepnan
veikist og fer að magna upp smitið að
faraldur fari af stað.“ -JSS
deCODE þarf
aö skila 25
milljörðum
Þrátt fyrir að vera fædd og uppalin
á íslandi og ávallt litið á sig sem ís-
lending er Janet bandarískur ríkis-
borgari þar sem faðir hennar var
hermaður þaðan.
„Það er komið fram við mig eins
og íslending nema þegar ég hef
þurft á aðstoð að halda í þessu máli.
Ég veit ekki hvort ég er Bandaríkja-
maður með íslenska kennitölu eða
íslendingur með bandarískt vega-
bréf. Ég hef alltaf haft íslenskt nafn-
skírteini, lagst inn á spítala hér og
aldrei lent í svona,“ segir Janet,
sem er sár yfir takmarkaðri hjálp
íslenskra yflrvalda.
Spánverjarnir leysi máliö
„Eftir því sem við best vitum eru
börnin ríkisfangslaus enn þá. Hvað
spænsk yfirvöld hyggjast gera í því
vitum við ekki. Mér frnnst þaö frek-
ar líklegt, úr því Janet var leyft að
koma hingað, að bömunum hefði
verið leyft að koma líka ef Spán-
verjarnir hefðu sleppt þeim,“ segir
Stefán Skjaldarson, skrifstofustjóri í
utanríkisráðuneytinu.
Annar heimildarmaður DV í
stjómkerfmu segir stærsta vanda
Janetar þann að hún er bandarísk-
ur ríkisborgari.
„Málið er á engan
hátt íslenskt því
hvorki hún né
bömin hafa is-
lenskt ríkisfang
og börnin eru
óskráð þótt son-
ur hennar hafl
fyrir mistök
fengið banda-
rískt vegabréf
sem síðan var
dregið til
baka. Börnin
eru klárlega
bæði Spán-
verjar
hefðu þau
verið rétt
skráð,“
segir
hann.
Hvor-
ugt
barna
Janetar er hins
vegar spænskir ríkisborgarar
frekar en þegnar nokkurs annars
lands og komast hvorki lönd né
strönd. í ljósi þess virðist refsing
Janetar ómannúðleg og bitna hart á
bömum hennar. Langur
tími getur lið-
ið þar til börn
Janetar fá
spænskan ríkis-
borgararétt.
Janet getur sótt
um undanþágu
frá banninu við
að koma til Spán-
ar en hefur ekki
ráð á nauðsynlegri
lögfræðiþjónustu.
„Þetta er gríðar-
lega þung refsing
fyrir móður sem
virðist ekki hafa
drýgt annan glæp en
að dveljast ólöglega í
landinu, að vera að-
skilin frá bömum sín-
mn. Vonandi átta Spán-
verjarnir sig á þessu og
veita börnunum þann
spænska ríkisborgara-
rétt sem þau eiga rétt á
og aflétta banninu á Janet
þannig að hún geti búið
með börnum sínum í
þeirra fóðurlandi," segir embættis-
maðurinn í íslenska stjómkerfinu.
-GAR
Vilhjálmur Bjamason, rekstrar-
hagfræðingur og háskólakennari,
gagnrýnir í Viðskiptablaðinu harð-
lega viðskipti íslenskra verðbréfa-
sala með hlutabréf í deCODE genet-
ics og segir
verðlagningu
bréfa fyrirtæk-
isins óskiljan-
lega. Vilhjálm-
ur segir að mið-
að viö núver-
andi markaös-
verðmæti
deCODE og
Vilhjálmur ávöxtunarkröfú
Bjarnason. til áhættuíjár-
festingar þurfi
fyrirtækið að skila 20 tO 25 milljarða
króna hagnaði fyrir skatta á hverju
ári um ókomna tíð. Hagnaðarkrafan
hækkar hins vegar ört með hverju
árinu sem líður. „Ef árangurinn
skilar sér ekki fyrr en eftir 15 ár
hækkar krafa um hagnað í 150 til
180 milljarða króna á ári um
ókomna tíð.“
Vilbjálmur segir engar upplýsing-
ar hafi komið frá deCODE eða ís-
lenskri erfðagreiningu, sem leggja
megi til grundvallar verðlagningu
hlutabréfanna.
Mistökin í kok almennings?
Vilhjálmur segir tilboð starfs-
manna Búnaðarbankans í útboði á
hlutabréfum í bankanum álitaefni í
ljósi eignar bankans í deCODE.
„Eftir stendur spuming um það
hvort Búnaðarbankinn og einstakir
starfsmenn hans hafa hagsmuni af
því að knýja upp verð á hlutabréf-
um í deCODE genetics,“ segir Vil-
hjálmur og spyr fyrir hönd fjárfesta:
„Em miklar verðhækkanir á hluta-
bréfum knúnar áfram af viðskiptum
i verðbréfafyrirtækjanna sjálfra og
einkaviðskiptum starfsmaima
þeirra? Verður mistökunum aö lok-
um troðíð i kokið á almennum við-
skiptamönnum?" -GAR
mmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmm
Opnunardagur Reykjavíkur menningarborgar Evrópu áriö 2000:
Stjörnuleikur menningarborgar
- og margt, margt fleira
Mikið verður um að vera í
Reykjavík í dag í tilefni þess að
menningarborgin opnar formlega í
dag. Á annað hundrað viðburðir
verða á 80 stöðum um alla borgina.
í tilefni dagsins verður sérstakur
stjörnuleikur víða um borgina en til
að taka þátt i honum þarf að verða
sér úti um stjörnukort og fara á
fimm af tíu stjörnustöðum og fá
stjörnu í kortið. Hægt er að nálgast
kortið m.a. í Ráðhúsinu, Kringl-
unni, Korpúlfsstöðum, Hinu húsinu,
Árbæjarsafni, Kjarvalsstöðum,
Landsbókasafninu, sundlaugum
Reykjavíkur, skiptistöðvunum á
Hlemmi og
Lækjartorgi
og Stálsmiðj-
unni á Mýrar-
götu. Kortinu
þarf að skila
fyrir klukkan
sex i dag en
þá geta þátt-
takendur átt
von á vegleg-
um vinning-
um. Hægt er
að skila kort-
inu í Kringl- Guðni Franzson leikur á klarínett í menningarborgarlegu
unni, Árbæj- umhverfi á kynningarfundi í desember.
arsafni og Ráðhúsinu.
í samtali við Skúla Helgason,
framkvæmdastjóra innlendra við-
burða hjá menningarborginni, hvet-
ur hann alla borgarbúa til þess að
taka þátt í stjörnuleiknum og koma
við á sem flestum stöðum í borginni
í dag en ókeypis er á alla viðburði
dagsins.
Almenningi verður m.a. boðið í
sundlaugar Reykjavíkur og strætis-
vagna í tilefni dagsins og geta sund-
laugargestir horft og hlustað á tón-
listarviðburði í sundlaugunum. Þá
verður kátt í strætisvögnum borgar-
innar. -hól
stuttar fréttir
Tölvupóstur villtist
Verslunar-
menn leggja
Iáherslu á
markaðslauna-
kerfi í kröfu-
gerð sem
kynnt var at-
Ivinnurekend-
um í gær.
Tölvupóstur frá samtökum versl-
unarinnar, þar sem fram kemur
að verslunarmenn verði ekki
fremstir í röð þeirra sem samið
verður við, vekur hörð viðbrögð
( hjá Magnúsi L. Sveinssyni, for-
I manni VR, en tölvupósturinn
var fyrir slysni sendur á röng
netfóng.
Leggja niður vinnu
Sjúkraliðar á ríkisspítölunum
i ætla að leggja niður vinnu á
þriðjudag til að mótmæla launa-
í kjörum. RÚV greindi frá.
Spáír vaxtahækkun
Landsbankinn spáir því að
Seðlabankinn hækki vexti um
hálft prósentustig innan tveggja
mánaða.
Irving kveikir neista
Síðustu daga hefur lesendum
| Vísis.is gefist kostur á að svara
því hvort þeir telji að innflutn-
| ingur fyrirtækisins Irving-olíur
; á íslandi muni hafa áhrif á verð-
lagningu á olíuvörum. 891
J greiddi atkvæöi og töldu 694
| þeirra, eða 77%, að tilkoma Irv-
ing-olía myndi leiða til lækkun-
J ar á olíuvörum hérlendis. Vís-
| ir.is greindi frá.
Áfrýjar ekki
Séra Torfi
Hjaltalín Stef-
ánsson, prest-
ur að Möðru-
völlum í Hörg-
árdal, sem
ákærður var
fyrir líkams-
árás á konu í
sumarbústaö, hefur ekki í
hyggju að áfrýja dómi Héraðs-
J dóms. Bylgjan greindi frá.
Hætta rekstri boðkerfls
ILandsslminn hefur tilkynnt
Póst- og fjarskiptastofnun að
rekstri boðkerfis fyrirtækisins
verði hætt 31. janúar árið 2001.
Mbl. greindi frá.
Braut samkeppnislög
Samkeppnisráð telur að bygg-
ingavöruverslunin Byko hafi
brotið samkeppnislög með aug-
lýsingum sínum um svokölluð
( „Bestukaup“.
Óheimilt lágmarksgjald
Isafiarðarbæ er óheimilt að
skylda húseigendur til að greiða
lágmarksholræsagjald sam-
kvæmt áliti umboðsmanns Al-
; þingis.
Viðurkenndir bókarar
Viðurkenndir bókarar voru
útskrifaðir í fyrsta sinn i gær.
Fjármálaráðherra, Geir H. Haar-
de, afhenti þeim sem lokið hafa
prófi viðurkenningarskírteini
sín. Vísir.is greindi frá.
Sækir um lóð
Kanadíska olíufyrirtækið Irv-
ing Oil hefur sótt um stóra lóð
við Kópavogshöfn og þar hyggst
fyrirtækið reisa 3500 fermetra
stálgrindarhús. Málið var rætt á
fundi bæjarstjómar Kópavogs í
gær en var vísað áfram tU hafn-
l aryfirvalda. RÚV greindi frá.
Orgelkonsert
Meðal þess
sem boðið
verður upp á í
tilefni af þús-
und ára landa-
fundum Leifs
y Eiríkssonar í
Cleveland í
Bandaríkjun-
um er flutningur Björns Steinars
Sólbergssonar organista á orgel-
konserti Jóns Leifs. Tónleikarn-
ir munu fara fram 30. janúar
næstkomandi. Vísir.is greindi
’ frá.
-ja