Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Qupperneq 18
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 TIV
i. fjölskyldumál
Unglingarnir og vímuefnin
Á hátíöarstundum (og fyrir kosn-
ingar!) tala menn gjarnan um æsk-
una sem á að erfa landið. Það kem-
ur alltaf vel út i ræðum. Á slíkum
stundum er enginn skortur á hug-
myndum um það hvemig hægt sé
aö hlúa að unglingunum okkar.
Allir vilja búa þeim hina bestu
vaxtarmöguleika. Hátíðarræöum-
ar og kosningaloforðin undirstrika
lika nauðsyn þess að við, þessir
fullorðnu, verðum að gera allt sem
í okkar valdi stendur til þess að
efla hag barnanna okkar og ung-
linganna. Og það er auðvitað hið
besta mál. Hver vill ekki búa vel aö
bömum og unglingum? Að minnsta
kosti opinberlega!
En raunveruleikinn vill oft ekki
verða jafn fallegur og hátíðarræð-
urnar og loforðin. Af og til gjósa
upp fréttir í fjölmiðlum af ung-
lingaofbeldi og vímuefnaneyslu
bama og unglinga, fréttir sem
alltaf virðast koma öllum jafnmik-
ið á óvart. Alla vega þeim sem hæst
töluðu á hátíðarstundunum. Þegar
fréttimar berast er rokið upp til
handa og fóta til aö „finna lausn á
vandanum“. Þess á milli er lítið tal-
að um málið og unglingamenning-
in mallar áfram, fram að næstu
stórfrétt.
***
Nú er auðvitað langt í frá að all-
ir unglingar séu einhverjir vand-
ræðagemlingar. Flestir eru ágætis-
fólk eins og gengur og gerist um
alla aldurshópa. En aftur á móti
eru unglingarnir i meiri hættu
heldur en aðrir aldurshópar. Þeir
lifa í veröld þar sem stööugt er ver-
ið að ýta að þeim vímuefnum og
það getur verið erfltt að segja nei.
Þegar ég segi vímuefni þá er ég að
tala um hvers konar vímuefni:
áfengi, kannabisefni og önnur það-
an af sterkari fíkniefni. Og hvers
vegna skyldu unglingamir nú vera
í meiri hættu gagnvart vímuefnun-
um en aðrir?
Jú, það er staðreynd að flestir
unglingar lenda í því að þurfa að
gera upp hug sinn til þessara efna,
hvort sem þeim líkar betur eða
verr. Það er verið að bjóða þeim að
prófa og oft er félagslegi þrýsting-
urinn mikill, sérstaklega hvað
varðar áfengið. Annars eru vímu-
efnin á sveimi allt í kringum ung-
lingana þrátt fyrir boð og bönn og
allt of margir unglingar verða þeim
aö bráð á einn eða annan hátt og
bíða þess seint eða jafnvel aldrei
bætur. Ég þarf ekki aö lýsa í smá-
atriðum hver áhrif vímuefnanna á
líf einstaklingsins em og hvemig
þau brjóta fólk og fjölskyldur nið-
ur. Flestir kannast við afleiðingar
þessara efna þvi vímuefnin snerta
við flestum fjölskyldum í landinu.
Þaö er varla til sú fjölskylda sem
ekki hefur fengið að kynnast þess-
um vágesti á einn eða annan hátt.
***
Ekkert foreldri vill að barnið sitt
leiðist út í vímuefnaneyslu og mik-
iö starf hefur fariö fram og fer fram
í þjóðfélaginu, bæði á vegum skóla,
félagasamtaka, lögreglu, foreldrafé-
laga og annarra aðila til þess að
koma í veg fyrir að unglingamir
leiðist út á braut vimunnar. En
spurningin vaknar þrátt fyrir allt
hvort ekki gæti ákveðins tvískinn-
ungs hjá okkur hinum fullorðnu
gagnvart þessum málum? Um leið
og allir segjast vilja vemda börnin
og unglingana þá virðast ungling-
amir hafa opin aðgang að áfengi og
vímuefnum, alla vega margir
hverjir. Samkvæmt skoðanakönn-
unum hefur komið í ljós að neysla
unglinga á vimuefnum hér á ís-
landi er mun algengari en áður var
talið. Sú neysla fer fram allt árið,
e.t.v. mest á útihátíðum sumarsins
þar sem „dauðatjöldin“ eru enda-
stöð margra. Hvaðanæfa að berast
fréttir af aukinni neyslu bama
Þórhallur Heimisson
undir lögaldri. Og sá hópur fer vax-
andi sem þarf á meðferð að halda á
unglingsaldri vegna fiknar í vímu-
efni. Þetta eru staðreyndir málsins.
En það skyldi þó ekki vera að rót
vandans sé að finna i „fulloröins-
menningunni" frekar en í „ung-
lingamenningunni"? Því það þarf
meira til en fallegar ræður hinna
„Annars eru vímuefnin
á sveimi allt í kringum
unglingana þrátt fyrir
boö og bönn og allt of
margir unglingar veröa
þeim aö bráð á einn eöa
annan hátt og bíöa þess
seint eöa jafnvel aldrei
bœtur. “
fullorðnu og loðin kosningaloforð
til að breyta þeirri „menningu"
sem ríkir. Það þarf raunverulegt,
markvisst átak, átak sem nær til
allra aldurshópa. Það er nefnilega
til lítils að lesa yfir börnunum um
skaðsemi vímuefnanna á meðan
þau hafa „fullorðinsmenninguna"
fyrir augunum eins og hún er.
fimm breytingar
* * i -----------
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur er
að gáð kemur í ljós að á myndinni
til hægri hefur fimm atriðum ver-
ið breytt.
Finnir þú
þessi
fimm at-
riði
skaltu
merkja
við þau
Vi með
krossi á
myndinni til hægri og senda okk-
ur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfii sigur-
vegaranna.
1. verðlaun:
United-sími með
símanúmerabirti frá
Sjónvarpsmiöstöðinni,
Síðumúla 2,
að verðmæti kr. 6.990.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti
kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og
Kólibrísúpan eftir David Parry og
Patrick Withrow.
Vinningarnir veróa sendir heim.
Merkið umslagið með Iausninni:
Finnur þú fimm
breytingar? 551
c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavik
Finnur þú fimm breytingar? 551
Hvaö gerist ef þú þarft svo aö pissa?
Nafn:___________________________________________
Heimili:________________________________________
Vinningshafar fyrir getraun
númer 550 eru:
Vigdís Siguröardóttir, Borgum, 681 Þórshöfn.
Bima María Þorbjörnsdóttir, Steinum, Grímsnesi, 801
Selfossi.
BRETLAND
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Tom Clancy: Rainbow Six.
2. Danlelle Steel: The Klone and I.
3. Dick Francis: Reld of Thirteen.
4. Ruth Rendell: A Sight for Sore
Eyes.
5. Sebastian Faulks: Charlotte Grey.
6. James Patterson: When the Wind
Blows.
7. Elvi Rhodes: Spring Music.
8. Charlotte Blngham: The Kissing
Garden.
9. Nicholas Evans: The Loop.
10. Jane Green: Mr Maybe.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
1. Amanda Foreman: Georgina,
Duchess of Devonshire.
2. Chris Stewart: Driving over
Lemons.
3. Tony Adams o.fl.: Addicted.
4. Anthony Beevor: Stalingrad.
5. Frank McCourt: Angela's Ashes.
6. Bill Bryson: Notes from a Small
Island.
7. John Gray: Men Are from Mars,
Women Are from Venus.
8. Rlchard Branson: Losing My
Virginity.
9. Slmon Winchester: The Surgeon
of Crowthome.
10. Tony Hawks: Around Ireland with
a Fridge.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. Dick Francis: Second Wind.
2. Thomas Harris: Hannibal.
3. Danlelle Steel: Granny Dan.
4. Roddy Doyle: A Star Called Henry.
5. Penny Vincenzl: Almost a Crime.
6. Ruth.Rendell: Harm Done.
7. laln Banks: The Business.
8. Jlll Cooper: Score!
9. Kathy Relchs: Death Du Jour.
10. Ellzabeth George: In Pursuit of
the Proper Sinner.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Alex Ferguson: Managing My Life.
2. John Humphrys: Devil's Advocate.
3. Simon Singh: The Code Book.
4. Bob Howitt: Graham Henry;
Supercoach.
5. Brian Keenan o.fl.: Between
Extremes.
6. Lenny McLean: The Guv'nor.
( Byggt á The Sunday Times)
BANDARÍKIN
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Anlta Shreve: The Pilot’s Wife.
2. Tom Clancy: Rainbow Six.
3. Penelope Fltzgerald: The Blue
Rower.
4. Arthur Golden: Memoirs of a
Geisha.
5 Judy Blume: Summer Sisters.
6. Patricia Cornwell: Point of Origin.
7. Rebecca Wells: Divine Secrets of
the Ya-Ya Sisterhood.
8. Margaret Truman: Murder at
Watergate.
9. Sldney Sheldon: Tell Me Your
Dreams.
10. Taml Hoag: Still Waters.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins’ New
Diet Revolution.
2. Frank McCourt: Angeia's Ashes.
3. John Berendt: Midnight in the
Garden of Good and Evil.
4. Michael R. Eades o.fl.: Protein
Power.
5. John E. Samo: Heaiing Back Pain.
6. Jared Diamond: Guns, Germs and
Steel.
7. Sebastlan Junger: The Perfect
Storm.
8. Adellne Yen Mah: Falling Leaves
9. Wllllam L. Ury: Getting Past No.
10. Gary Zukav: The Seat of the
Soul.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. Patricla Cornwell: Black Notice
2. Thomas Harris: Hannibal.
3. Meilssa Bank: The Girl's Guide to
Hunting and Rshing
4. Jeffery Deaver: The Devil's
Teardrop.
5. Tlm F. LaHaye: Assasins.
6. Catherine Coulter: The Edge.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Suzanne Somers: Suzanne
Somers'Get Skinny on Fabulous
Food.
2. Mltch Albom: Tuesdays with
Morrie.
3. Christopher Andersen: Bill and
Hillary: The Marriage.
4. Bill Phllips: Body for Life.
5. H. Lelghton Steward o.fl: Sugar
Busters.
6. Sally Bedell Smlth: Diana, in
Search of Herself.
(Byggt á The Washington Post)