Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Qupperneq 48
56 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 DV fylgir Guðjóni Þórðarsyni eftir í erfiðum leik í London og á heimaslóðum í Stoke: Á The Den, leikvelli Millwall t London. Á myndinni eru stuðningsmenn Stoke City sem voru um 1.200 af 11.500 manns sem sáu ieikinn á laugardag. DV-mynd Óttar Þegar gengiö er inn í byggingu leikvangs Stoke finnst nánast strax hver þar ræður ríkjum - Guöjón Þóröarson. Þarna er m.a stór veitingastaöur, skrifstofur og fjöldi starfsfólks. DV-mynd Pjetur Við erum stödd í London á einu af átta Holiday Inn-hótelum risa- borgarinnar við ána Thames. Úti er hægur en napur breskur vetr- arvindur. Borgarbúar vöknuðu við þrumur og eldingar klukkan hálfsjö um morguninn. Með hagléli. En nú er orðið bjartara og komið hádegi, laugardaginn 22. janúar. Leikmenn Stoke City frá Staffordskíri eru að ljúka við pasta- og kjúklingahádegisverð eftir fund og morgungöngutúr með þjálfara sínum ofan cif Is- landi, Akurnesingnum Guðjóni Þórðarsyni. Hópurinn kom frá Stoke undir kvöld á fostudeginum eftir að rútan hafði tafist fyrst á hraðbrautinni þar sem umferðar- slys varð og síðan í gríðarlegri helgartraffíkinni i London. Það er talsverð spenna í loftinu fyrir mikilvægan deildarleik gegn Lundúnaliðinu Millwall. Völlur liðsins er skammt frá í hverfinu * Bermondsey. Stoke-leikmennirnir eru á leið til herbergja sína þar sem þeir slaka á áður en lagt verður að stað á völlinn klukkan hálftvö, einni og hálfri klukku- stund fyrir leik. Við ætlum að fara á leikinn. Leik á erfiðasta útivelli deildar- innar - The Den þar sem áhorf- endur storka bæði leikmönnum gestaliðsins og áhangendum sem fylgja þeim. Blaöamaður DV hittir þjálfar- ann inni á setustofu hótelsins. ' Hann er búinn að „afgreiða" leik- menn sína í bili og er að horfa á fótboltafréttir BBC í sjónvarpinu. Guðjón heilsar kumpánlega, tek- ur þétt í höndina á viðmælanda sínum og horfir hlýlega en ákveð- ið í augun á honum. Þetta er mað- ur sem gustað hefur um en hann er greinilega með sjálfstraustið í góðu lagi. Það á eftir að koma bet- ur í ljós á næstu tveimur dögum. „Jæja, hvernig leggst leikurinn í þig?“ spyr blaðamaður. Ja, ég er aldrei bjartsýnn. Mað- ur verður að halda sig á jörð- inni,“ segir Guðjón. Þeim var sagt að þeir gætu ekki neitt Eftir talsverðar umræður um fótboltann segir Guðjón um leik- menn sína, þ.e. þá bresku og írsku sem eru f liði hans: „Þessum strákum hefur ekki beinlínis verið leiðbeint áður. Þeim hefur bara verið sagt að þeir geti ekkert - þeir eigi bara að keyra þetta einhvem vegin áfram með látum.“ Guðjóni er alvara. Hann er að segja að nú sé hann að byggja sina menn upp. Efla sjálfstraust þeirra. Hafa trú á sjálfum sér. Segja þeim að þeir geti í vor - ef þeir sjálflr v vilji það - komist upp úr þriðju bestu deildinni í þá næstbestu. Leikurinn við Millwall skiptir miklu máli því það lið er í fjórða sæti deildarinnar en Stoke í því fimmta, aðeins stigi á eftir. En Guðjón er líka að spá og spekúlera. Skipta út leikmönnum, sérstaklega framlínuleikmönnum. Fá nýja í staðinn. „Er ekki nægur peningur í buddunni núna, t.d. söfnuðust hátt í hundrað milljónir króna í hluta- bréfakaupum heima á íslandi í síð- ustu viku?“ spyr blaðamaður. „Jú, en ég get ekki bara keypt eitthvað. Ég verð að vera ánægður með leikmann sem ég kaupi. Hann verður að vera betri en þeir sem ég hef fyrir. Ef þú ætlar að kaupa góðan leikmann er hann farinn að kosta meira en hundrað milljónir króna. Síðan þarf að selja aðra,“ segir Guðjón og útskýrir að góðu bitarnir séu hvorki of margir né yflr höfuð á lausu. íslendingurinn hugsar með sér: „Hvílíkir pening- ar - bara fyrir einn leikmann - og þetta er þriðja besta deildin í land- inu.“ „Já,“ segir Guðjón. „Svona er þetta. Ef menn standa sig ekki er ekki hægt að halda þeim. Þetta er ekkert elsku mamma.“ Við gefum Guðjóni Tröllatópas að heiman til að taka með sér á varamannabekkinn með von um að hann noti nammiö sem mest. Hann er kvaddur í bili og óskað góðs gengis. Við erum að fara á leikinn. Stærri en Frakkaleikur- inn hár heima Gamaldags svarti „skápaleigu- bíllinn“ nálgast leikvöll Millwall, The Den. Þegar stigið er út, meira en klukkutima fyrir leik, sér mað- ur alvöruna. Lögreglumenn með hjálma á hestum, lögreglumenn með talstöðvar hér og þar, úti um allt. Fólk streymir á völlinn. Hér er stórviðburður á feröinni miðað við íslenskar aðstæður. Búist er við 11 þúsund áhorfendum. Til samanburðar voru nákvæmlega 10.382 á stórleik íslands og heims- meistara Frakka á Laugardalsveil- inum i september 1998. Já, það fer að renna upp fyrir manni að þriðja besta deildin í Bretlandi er meira en maður geröi sér grein fyrir. Ekki síst eftir milljónatalið í Guðjóni okkar Þórðarsyni skömmu áður. Uppi á 5. hæð I suðurbyggingu leikvallarins er boðið upp á leik- skrár og te fyrir blaðamenn og sjónvarpsfólk - samtals á þriðja tug manna og kvenna. M.a. frá Daily Mail, Sky Sport, Sentinel í Stoke, og The Daily Express. „Hello there, are you from Iceland?" heyrist kallað skyndi- lega. Þetta er snaggaralegur mað- ur á sextugsaldri. Hann býður DV sæti og er strax byrjaður að tala. „Eruð þið að koma frá íslandi? Gott hjá ykkur. Hvemig líst ykkur á leikinn? Þetta er erfiður útivöll- ur,“ segir maðurinn. Hann heitir Joe Broadfoot, fyrrum úrvalds- deildarleikmaður með Millwall og Ipswich: „Ég lék meira en fimm hundruð leiki með þessum liðum og skoraði 67 mörk,“ segir Joe. „Ég lék á móti öllum þeim bestu, George Best, Bobby Charlton og Dennis Law,“ segir hann. „Og Gordon Banks hjá Stoke líka, er það ekki?“ spyr blaðamaður. „Jú ég lék lfka á móti honum þegar hann var með Leicester," segir Joe og færist all- ur í aukana. Hann er í blaða- mannaherberginu með syni sínum sem er blaðamaður. „Hann talar bara og ég skrifa. Það er gott að hafa hann,“ segir sonurinn. „ís- land er búið að leika vel í heims- meistarakeppninni," segir pabbi Broadfoot. „Hvað eruð þið eigin- lega mörg þarna á íslandi - 5 millj- ónir?“ spyr hann. „270 þúsund,“ svörum við. Nú kemur smáhik á karlinn en hann stoppar ekki og segir: „Þetta er ótrúlegt hvað lítil þjóð kemur miklu í verk í knatt- spyrnu." Brynjar á fullt í fangi með... Leikurinn er að byrja. Við for- um út úr blaöamannastofunni. Göngum upp á sjöundu og efstu hæðina og förum þar út og síðan niður „bekkjabrattann". Hávaðinn í Millwall-áhorfendunum er gríð- arlegur og stemningin góö. Um 1.200 áhorfendur frá Stoke láta líka í sér heyra. Einangraðir af lögreglumönnum í austurenda vallarins. Heimamenn benda í átt að þeim og baula - þeir eru byrjað- ir að storka gestunum. Leikurinn er hafinn. Guðjón Þórðar er með gráu Stoke-húfuna fyrir neðan og Tröllatópasið er í úlpuvasanum. Áfram, Stoke! Okk- ar maður, KR-ingurinn Brynjar Björn Gunnarsson, metsamnings- maðurinn hjá Stoke, er í byrjunar- liðinu. Var seldur til Staffordskír- is eftir áramót fyrir meira en 70 milljónir. Þessi jaxl á fullt í fangi með Millwall-menn sem margir eru vaxnir eins og rugby-leikmenn og tækla óhikað með takkana upp í loft. Og dómarinn leyfir þetta. Hvílík harka. Hér er ekkert gefiö eftir. Þetta eru meiri líkamleg átök en maður átti von á. Ákveðnin er gríðarleg hjá fótboltamönnunum sem eru að berjast fyrir því að eiga vel fyrir salti í grautinn. Einn leikmaður Millwall kemst í færi og skýtur rétt yfir. Áhorfendur reka upp ofsaroku. Leikmenn Stoke eiga í vandræðum. Þeir eru ekki alveg með í bili. Um miðjan hálfleikinn er Stoke i sókn. Heimamenn ná boltanum og renna honum upp hægra megin við vítateig Stoke. Brynjar var næstum því búinn að stöðva sókn Millwall en heimamenn halda áfram. Það er stórhætta upp við vítateiginn. Varnarmanni mis- tekst að hreinsa og það er geflð fyrir markið. Boltinn berst yfir til vinstri. Þar er sóknarmaður gjör- samlega frír. Hvar er bakvörður- inn sænski, Michael Hansson sem Guðjón keypti til Stoke í nóvem- ber? Hann náði ekki að fyigja til baka og passa stöðuna sína. Sókn- armaður Millwall hefur nægan tíma og spymir fast í fjærhornið. Ward markmaður á ekki séns. Nei, djö. ... Mark! Úff. Þetta verður erfitt. Við vorum teknir í bólinu! Stoke, svonefndir Potters, taka sig saman í andlitinu og reyna að komast inn I leikinn. Það er kom- inn hálfleikur. Við forum úr kuld- anum og aftur inn í hlýtt blaða- mannaherbergið. Blaðamaður frá The Daily Express spyr blaða- mann DV hvernig honum finnist leikurinn. Bretinn kveðst verða að vera búinn að skrifa grein sína rétt eftir að leiknum lýkur - fyrir 1 milljón kaupenda blaðsins. í síðari hálfleik hefst bardaginn á ný. Bæði lið eiga góð færi. írinn Graham Kavanagh, sem er pottur- inn og pannan í leik Stoke, leikur sig „hálfrían" í tvö skipti en tekst ekki að skora þrátt fyrir góða til- burði. Hinum megin á Millwall dauðafæri og enn fleiri færi. Þeg- ar leikurinn er flautaður af fagna Millwallarar gríðarlega. Blaðamaður The Daily Express kveðst búinn að skrifa um leikinn - blaðið hans er farið í prentun: „Ég sagði i greininni að Millwall hefði verið nær því að skora tvö til þrjú núll frekar en að Stoke næði að jafna.“ Við förum á blaðamannafund eftir leikinn. Guðjón Þórðarson kemur upp en þjálfari Millwall er hvergi sjáanlegur. Hann kemur Guöjón ræöir viö aðstoðarþjálfara sinn á Britannia í vikunni. Leikmenn skokka löturhægt í nokkra hringi á léttri æfingu eftir erfiöan leik í London. DV-mynd Óttar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.