Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Síða 2
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 33 V
: tj fréttir
Hjálmar Jónsson um umboðssölu lögmanna fyrir almenning á sjúkraskrám til ÍE:
Ekkert rangt að
greiða fyrir sjúkraskrár
- þannig myndi arður ÍE ekki safnast á hendur fáum efnuðum peningamönnum
„Ég get vel hugsað mér að allur
almenningur hafi nokkuð fyrir sinn
snúð fyrir persónuuplýsingar sínar
í gagnagrunninn. Þannig myndi
arður íslenskrar erfða-
greiningar ekki safiiast á
fáeina peningamenn eða
fáeina menn sem eiga
nóga fjármuni fyrir. Því
sé ég ekkert siðferðilega
rangt viö að greitt sé fyr-
ir þessi verðmæti, jafnvel
með hlutabréfum í
deCODE genetics," sagði
Hjálmar Jónsson, þing-
maður Sjálfstæðis-
flokks.við DV.
Valdimar Jóhannesson
hefur birt sýnsihom af bréfi sem
boriö verður inn á íslensk heimili á
næstu dögum undir yfirskriftinni
„Réttlát gjaldtaka". Er þar vísað í
hóp manna sem vilja að íslensk
erföagreining greiði fólki fyrir að-
gang aö gögnum í sjúkraskrám þess.
Lögmannsstofa Jóns Magnússonar
hrl. mun taka að sér að semja við ís-
lenska erfðagreiningu en fyrr-
nefndu bréfi mun fylgja beiðni um
úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigð-
issviði og umboð til handa lögmönn-
um til að „gera sem mest úr þeim
verðmætum sem liggja í heimild
þinni til að veita aðgengi að upplýs-
ingum um þig“.
„Þetta er alveg nýr vinkill á mál-
ið,“ segir Hjálmar. „Enginn hefúr
neitt aö selja nema sá sem sagt hef-
ur sig úr grunninum. Því er nauð-
synlegt að vita um þessi
áform, t.a.m. hvaða lög-
menn eru þama á ferð-
inni. Er þetta ef til vill
hugsað til að tæla fólk út
úr grunninum? Það er
nauðsynlegt að fá svar við
því. Fyrr er ekki hægt aö
tjá sig fyllilega um málið.
Ég vil fyrir hvem mun
að sjúkraskýrslur um mig
og aðra íslendinga nýtist
til að þróa lyf og upplýs-
ingamar nýtist til meira
heilbrigðis, bæði hér og annars
staðar i veröldinni. Ég samþykkti
frumvarp til laga um gagnagrunn á
heilbrigðissviði eftir að svo var
búið um hnútana að tryggilega væri
gengiö frá persónuvemd og nær úti-
lokað að misnota upplýsingamar.
En allt gengur þetta fyrir fjár-
magni. Hér er um að ræða verð-
mæti sem einstaklingamir eiga
sjálfir. Vissulega kemur þjóðin til
með að njóta þess gegnum stóra
styrktarsjóðinn en hins vegar er
spuming hvort hluthafamir í
deCode eiga að græða út á sérstöðu
þessa litla samfélags sem íslenska
þjóðin í raun og vem er.
Jón Magnússon hrl.
Gefi ekki auðlindir
„Ég undirritaður hef tekiö að
mér að vera málsvari hóps fólks
sem hvorki er með eða á móti starf-
semi íslenskrar erfðagreiningar
ehf. en finnst óeðlilegt að einn aðili
skuli fá einokunarleyfi sér
nánast að kostnaðarlausu
(70 millj. á ári) samanbor-
ið viö þá milljarða hags-
muni sem að einokunar-
leyfið þýðir fyrir íslenska
erfðagreiningu ehf.,“ segir
í bréfi sem Valdimar Jó-
hannesson undirritar fyr-
ir hönd hóps er nefiiist
„Réttlát gjaldtaka".
Segir að alþingismenn
hafi sennilega ekki áttað
sig á þeim miklu verðmætum sem
væra fólgin í „einokunarréttinum “.
Síðan segir:
„Finnst þér eðlilegt að fyrirtæki
fái vegna vangár alþingismanna og
ríkisstjómar tugi milljarða að gjöf?
Verðmæti einokunarleyfisins, sem
felst í aðgengi að mikilvægustu
upplýsingum um þig, er taliö nema
verulegum fjármunum fyrir
hvem einasta íslending,
jafnvel hundraðum þús-
unda króna. Er ekki fráleitt
að deCode og/eða íslensk
erfðagreining ehf. fái alla
þessa peninga gefins? Er
ekki rétt að íslendingar
njóti ávaxta af þeim auð-
lindum og þeim eignum
sem þeir eiga en gefi þær
ekki? ...eigum við venjuleg-
ir íslendingar nú aðeins
einn kost, að sameinast um að segja
okkur úr miölægum gagnagrunni á
heilbrigðissviði með skipulegum
hætti?“ -hlh
Valdimar
Johannesson.
Ný sjónvarpsstöð í vor:
Þessi verður
ekki til sölu
- segir stofnandi SkjásEins
„Þessi stöð verður ekki til
sölu. Hún verður skemmti-
leg og býður ekki upp á ann-
að en erlent efiii - gaman-
myndir fram eftir kvöldi, þá
kvikmyndir og svo spennu-
myndir undir svefiiinn og
allt verður þetta áhorfend-
um að kostnaðarlausu,"
sagði Hólmgeir Baldursson,
stofnandi sjónvarpsstöðvar-
innar SkjárEinn, sem
hyggst stofha nýja sjón-
varpsstöð, Stöð 1, og koma í loftiö um
miðjan maí. Hólmgeir seldi sem
kunnugt er SKjáEinn eftir tiltölulega
stuttan rekstur. „SkjárEinn sýndi
okkur aö þaö er hægt að reka ókeyp-
is sjónvarpsstöðvar hér á landi. Á
Stöð 1 ætlum við að nýta nýj-
ustu tækni við dreifingu
sjónvarpsefnis og ná þannig
til sem flestra landsmanna,
auk þess að nýta okkur þær
dreifingaraðferðir sem þegar
tíðkast," sagði Hólmgeir.
Stöð 1 hefúr þegar tryggt
sé sýningarrétt á fjölmörgum
gamanmyndaflokkum sem
landsmönnum eru að góðu
kunnir, eins og Löður, Dísa í
flöskunni, Benson og Get
Smart.
„Þetta kostar mikla peninga en
þeir eru þegar til í kassanum. Viö
veröum til húsa í Engihjalla 8 þar
sem Poptíví var áður,“ sagði Hólm-
geir Baldursson. -EIR
m Tg
- 1
Hólmgeir
Baldursson.
Hjálmar Jónsson getur hugsað sér að allur almenningur hafi nokkuð fyrir
sinn snúb fyrir persónuupplýsingar sínar í gagnagrunninn.
í sjálfu sér sé ég ekkert rangt við
að sérhver íslendingur fái greiðslu
fyrir sínar skýrslur. Þær eru hans
persónulega eign,“ sagði Hjálmar
Jónsson.
Grátt svæöi, segir Össur
„Eignarhald á þessum upplýsing-
um er á gráu svæði. Það er fúUkom-
lega eðlilegt að menn leiti réttar
síns í þessu efni. Ég er hins vegar
sannfærður um að af þessu hljóti að
rísa mál þar sem útkljáö verður fyr-
ir dómstólum hvar hið raunvera-
lega eignarhald liggur. Löggjafinn
talar ekki skýrt í þessu máli. Við
höfum rætt þetta á Alþingi. Þar var
niðurstaðan ekki klár,“ sagði Össur
Skarphéðinsson um sölu einstak-
linga á sjúkraskrám til ÍE. -Ótt
Fólk átti fótum fjör ab launa f óveðrinu sem skall á < gær. Myndin er tekin í
Lækjargötu og glittir í Stjórnarrábib í baksýn. DV-mynd Teitur
stuttar fréttir
Kemur ekki til greina
Kári Stef-
ánsson, for-
stjóri íslenskr-
ar erfðagrein-
ingar, segir að
ekki komi til
greina að ÍE
muni greiöa
fólki fyrir að
veita upplýsingar í gagnagrann á
heilbrigðissviði. Hann segir hý-
enur og hælbíta veitast aö félag-
inu. Rikissjónvarpiö greindi frá.
Tákn nýrra tíma
Markaöslaunakerfi VR er tákn
nýrra tíma, sagði varaformaður
félagsins í samtali við fréttastofú
Bylgjunnar og vísar aðfinnslum
formanns Sambands íslenskra
bankamanna á bug.
Sendinefnd tll Rússiands
Tuttugu manna sendinefnd,
sem í verða fulltrúar 16 íslenskra
fyrirtækja, mun fylgja Halldóri
Ásgrímssyni til Rússlands i byij-
un mars. Tilgangur ferðarinnar
er fyrst og fremst að efla við-
skiptatengsl. Bylgjan greindi frá.
Dole sendi Davíö bréf
Á ríkisstjómarfundi í gær var
samþykkt að veita tveggja milij-
óna króna styrk vegna starfa
Evu Klonowski réttarmannfræð-
ings í Bosníu.
Stefna aö netverslun
ÁTVR opnaði í gær nýja
heimasíöu þar sem birtast m.a.
fregnir um verðbreytingar, sölu-
tölur, ýmsar tilkynningar, auk
almennra frétta sem snerta fyrir-
tækið. Vísir.is greindi frá.
Hækkar vexti
Bankastjóm
Seðlabanka ís-
lands hefúr
ákveðið að
víkka vikmörk
gengisstefn-
unnar um 3% í
hvora átt frá
mánudeginum
14. febrúar 2000. Bankasijóm
Seðlabanka íslands hefur einnig
ákveðið að hækka vexti bankans
um 0,3 prósentustig.
Wesley Clark tll íslands
Wesley K. Clark, yfirmaður
Evrópuherstjórnar Atiantshafs-
bandalagsins, SACEUR, kemur í
kveðjuheimsókn til Islands á
mánudag.
40 ára
Um þessar mundir fagnar Fé-
lag heymarlausra 40 ára afinæli
sínu. I tilefiii af þessum tímamót-
um verður haldin afmælishátið í
Miðbergi í dag. Vísir.is greindi
frá.
Jaröskjálftar
Jarðskjálfti upp á 3,2 á Richter
varð 17 km vestur af Kópaskeri
klukkan átta á fimmtudagskvöld.
Mikil fjölgun ökutækja
Áætlaöur fjöldi skráðra bif-
reiöa á höfuöborgarsvæðinu,
Suðumesjum og Vesturlandi
eykst um 42,3% frá 1994 til 1. júlí
2000 samkvæmt upplýsingum
sem ríkislögreglustjóri hefur afl-
að vegna væntanlegrar Kristni-
tökuhátíðar á Þingvöllum. Á höf-
uðborgarsvæðinu einu er áætiuð
Öölgun 45,1%. Vísir.is greindi
frá.
Farmiöalaust Flugfélag
Flugfélag íslands hættir með
öllu aö gefa út farmiða.
Grétaf hlátri
Bók Einars
Kárasonar,
Heimskra
manna ráö,
hefúr hlotið
frábæra dóma
í Þýskalandi.
Þannig segist
einn gagnrýn-
andi hafa grátið af hlátri og ann-
ar kallar bókina „lestrarunað,
skáldsögu í hæsta bókmennta-
lega gæðaflokki." Vísir.is greindi
frá.
-AA