Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Síða 11
]D' V LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
11
„Súlumeyjar skemmtu skólapilt-
um.“ Þessa sakleysislegu fyrirsögn
mátti lesa yfir
t
Degi fyrr í vikunni. Þar var fjallað
um úrsúlur þær sem glatt hafa
karlkyn þessa lands undanfarin
misseri, innfluttar nektardans-
meyjar meö fjölskrúðugu litarafti
frá ýmsum löndum. Prúðir en rjóð-
ir skólapiltarnir nutu þessarar
skemmtunar á báti sem gerður er
út frá Reykjavík. Ekki kom fram
hvort hafskipinu var siglt út úr
höfninni og vafasamt að skólapilt-
ar hefðu tekið eftir því. Öruggara
hefur án efa verið að halda skipinu
bundnu við bryggju. Ætla má að
sveinamir, í árshátíðarstemningu
og hormónalosti, færu sér síður að
voða í höfninni en úti á bugtinni.
Dagur greindi raunar frá því,
sem varla kemur á óvart, að
ekkert hefði verið til sparað í
drykkjarföngum en enginn
hefði dottið í sjóinn. Þá var
þess getið að sveinarnir
hefðu gengið stillilega frá
borði, vel uppaldir og þjóð
sinni til sóma í hvívetna.
i massavis
Talnaglöggir landsmenn hafa
lengi haft gaman af að skoða töl-
ur um inn- og útflutning. Með
útflutningi á fiski, áli og hug-
viti margs konar eignast þjóð-
arbúið gjaldeyri til þess að
standa undir innflutningi á
nauðsynjavörum, matvæl-
um, vélum og öðrum bún-
aði. En þar er fleira for-
vitnilegt að sjá. Ríkislög-
reglustjórinn sagði frá
því i Mogga, daginn
eftir að Dagur greindi
frá sjóferð skólapilta
og súlumeyja, að inn-
flutningur á berum konum
væri orðinn veigamikill þátt-
ur í innflutningi landsmanna.
Lögreglustjórinn hafði það eft-
ir sérfræðingum innan lögregl-
unnar að um 500 stúlkur heföu
verið fluttar irm til þess að sýna
nektardans. Þetta taldi ríkislög-
reglustjórinn varlega áætlað.
Nær lagi væri að súlumeyjar
þær sem nutu gistivináttu hér á
landi á liðnu ári hefðu verið
800-900. Ef marka má öra fram-
þróun í listgreininni verður að
ætla að á þessu ári verði þær
vel á annað þúsund.
Hér er því upp risinn atvinnu-
vegur sem er farinn að skipta
mikiu sé litið á þjóðhagstærð-
ir. Hver úrsúla má dvelja hér-
lendis í fjórar vikur í senn.
Ekki er óvarlegt að gera ráð
fyrir því að tekjur hverrar og
einnar nemi svo sem eins og
tvennum ráðherralaunum. Þá
skiptir innflutningur þessi ekki
iitlu fyrir flugfélagið sem flytur
varninginn heiman og heim.
Vera kann að meyjarnar komi
hingað til lands í almenningi en
þær sætta sig varla við minna
en Saga Class á útleiðinni.
Holdið er veikt viðar en
meðal rjóðra skólapiitanna
og flestir eru talsvert fjáð-
ari en þeir.
Mislitt hörund
ærislegt eftir að listakonurnar voru
orðnar berrassaðar. Þá voru hlé
þessi í besta falli pínleg en það lag-
aðist fljótt er stúlkumar náðu takti
á ný.
Fyrir alla
aldurshópa
Brjóstin á ljósu stúlkunni héldu
þó illa takti og þurfti ekki glöggan
mann til þess að átta sig á því að
hún hafði fengið lýtalækni til að-
stoðar. Svo var að sjá sem brjóst
konunnar lifðu sjálfstæðu lífi, án
sérstaks tillits til líkamans sem þau
tilheyrðu. Þau vísuðu beint út og
eiginlega í austur og vestur þannig
að breiður dalur skildi þau að.
Brúna stúlkan var eðli-
Vinir okkar á Degi eru glöggir á
ýmis smáatriði. Þeir tóku til dæm-
is eftir því að skólapiltarnir í bátn-
um völdu sér aðra úrsúluna ljósa á
hörund en hina dekkri. Með því
náðu sveinarnir fjölbreytni i hinn
listræna dans. Þar sem pistilskrif-
ari hefur ekki haft dug í sér til
heimsókna á súlnastaði borgarinn-
ar hefur hann enga tiltæka tölfræði
um skiptingu kynþátta i listdansin-
um. Þar gætu komið til aðstoðar
fyrrgreindir sérfræðingar ríkislög-
reglustjóraembættisins.
Hitt veit sá hinn sami skrifari að
fleiri en skólasveinar sækjast eftir
listdansi meyja með mislitt hörand.
Þannig þáði ég boð ágæts góðgerð-
arfélags karla
á liðnu hausti,
til styrktar
góðu málefni
að sjálfsögðu.
Þar var boðið
upp á fjöl-
breyttan mat-
seðil í tilefni
hátíðarinnar,
ræðuhöld, tón-
list og önnur
skemmtiat-
riði. Var ekki
annað að sjá
en félags-
menn, karlar
á öllum aldri,
skemmtu sér
hið besta. í eft-
irrétt, svona
rétt áður en
liknarfélag-
arnir héldu
hver til síns
heima, var
hins vegar á
dagskránni listdans. Eftir að það
skemmtiatriði var kynnt birtust
tvær stúlkur, léttklæddar en þó
innan siðferðismarka, og hófu dans
í takt við tónlist, leikna af plötu-
spilara félagsheimilis góðgerðarfé-
lagsins.
Hlé á dansi
Saklaus gesturinn stóð í þeirri
trú að sýna ætti suður-ameríska
dansa þar til stúlkumar tóku að
hátta sig. Þá var eins og skepnan
skildi, líkt og segir i kvæðinu, þótt
ekki væri kominn háttatími. Sam-
kvæmið hófst nefnilega með hádeg-
isverði. Konurnar, önnur björt á
hörund, hin dökk, dönsuðu innan
um líknarfélagana þar sem þeir
sátu mettir við borð sín. Þær tóku
sér rúman tíma til að afklæða sig
og biðu gjaman eftir nokkurri líkn
frá félögunum í formi upprúllaðra
fimmhundruð- eða þúsundkalla.
Þeim var í góðgerðarskyni stungið
að meyjunum.
Plötusnúður félagsheimilisins
var greinilega ekki vanur eða svo
heillaður af listsköpuninni að hann
gleymdi sér. Hann skipti þvi um lög
eins og gerist í venjulegu partíi
þannig að hlé varð á tónlistinni
milli laga, stundum drjúgt. Þegar
það henti hættu meyjamar dansi
sinum þar sem þær voru staddar.
Það var í lagi meðan fötin skýldu
nekt þeirra en var, ef segja á hverja
• sögu eins og hún gekk, fremur hall-
legri í laginu og and-
litsfríðari. Þó var ekki
svo að líknarfélagarnir
væru beinlínis að spá í
byggingu kinnbeina,
nefs og höku á stúlkun-
um. Annað vakti meiri
athygli og einkum á
borði ungsveina sem
kölluðu dansmeyjarnar
þráfaldlega til sín og
styrktu þær fjárhags-
lega. Hormónaflæði
þeirra hefur líklega
verið svipað og skóla-
piltanna hafsæknu.
Veraldarvanar dans-
meyjarnar létu unglið-
Laugardaqspistill
-----=------———----------- komnar til þess að
l' ■■ ij skemmta öllum aldurs-
Jonas HaraldSSOn hópum. Það matti líkn
aístoSarritstjóri arfélagi, líklega um sjö-
tugt, reyna. Þar sem
engar súlur voru í fé-
lagsheimilinu varð að gripa til
heimatilbúinna skemmtiatriða. Sú
ljósa, með sjálfstæðu brjóstin, sett-
ist klofvega á hinn aldraða heiðurs-
mann. Sá prúði maður vissi ekki
hvar hann átti að hafa hendurnar
og því síður fætuma. Gleraugun
hrukku af nefinu við atganginn og
gott ef tennur hreyfðust ekki úr
stað. Góðgerðarmanninum brá illa
en hann liföi þetta af. Sennilega er
hann svo heppinn að vera með
sterkt hjarta. Þessi sérstaka út-
færsla stúlkunnar á listdansi hefði
gert út af við hjartveikan mann á
þessum aldri. Svo mikið er víst að
ekki var um suður-amerískan dans
að ræða.
Dæmi hver fyrir sig
Svona er ísland í dag, líkt og seg-
ir í sjónvarpinu. Dansinn er allra
meina bót eða svo má lesa úr inn-
flutningsskýrslum og yfirliti lög-
regluembætta. Hormónarnir era á
ferð og flugi í skjóli Páls félags-
málaráðherra frá Höllustöðum en
hann veitir innflutnings- og at-
vinnuleyfin. Að visu mun ráðherr-
ann efast eitthvað um listrænt gildi
dansins en eftir hvaða stöðlum á að
meta það? Víst má telja að skóla-
piltarnir í skemmtibátnum hafa
gefið sýningunni um borð hæstu
einkunn en svolítið má efast um
dóm þess sjötuga eftir að gleraugun
skekktust á nefinu.
Það er ekki víst að hann sé svo
vanur silíkoninu.
Til styrktar
góðu málefni