Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 16
16 iflteygarðshornið LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 DV Það eru mannréttindi að fá að tala bjagaða íslensku. Og þegar út- lendingar sem búsettir eru hér á landi segja opinberlega að þeir eigi undir högg að sækja vegna þess hvernig þeir tala er sjálfsagt að við frumbyggjarnir hugsum um það. Og sé það rétt sem heyrst hefur að nýbúar lendi sumir hverjir í auð- mýkjandi vandræðum i bönkum og opinberum stofnunum vegna tjáningarörðugleika ber yfirmönn- um þar að láta messa yfir starfs- fólki sínu um að sýna aðfluttu fólki þá virðingu sem því ber. Prestur innflytjenda hér á landi, Toshiki Toma, dregur fram kjama málsins í ágætri grein í Morgun- blaðinu síðasta þriðjudag þegar hann segir: „Maður sem talar fal- lega íslensku hlýtur að eiga skilið hrós. En það virkar ekki öfugt. Þó að maður geti ekki talað góða ís- lensku, verða mannkostir hans alls ekki verri.“ í grein sinni nefnir hann tvö dæmi um dómhörku íslendinga í garð þeirra útlendinga sem tala bjagað mál. Annars vegar þegar sagt var á útvarpsstöð aö „íslensk- ir áheyrendur þoli ekki að heyra útlending tala vitlausa íslensku“ og hins vegar hina makalausu ályktun heimdeUinga á Akureyri um að enginn megi búa hér á landi án þess að standast grunnskóla- próf í íslensku. Ég veit ekki hvort ástæða sé til að draga mjög víðtæk- ar ályktanir af þessum dæmum. *** Fyrra tilvikið kemur manni samt svolítið á óvart. Manni hefur satt að segja virst að íslendingar hafi einmitt nánast barnslega unun af því að hlusta á útlendinga tala íslensku og reki upp hrifning- aróp viö hverja rétta beygingu sem veslings útlendingurinn grísi á. Sjálflr ættu Islendingar að vita það manna best hversu erfitt mál is- lenskan er og kröfuhart, og hversu rótgróin sú hugmynd hér er að saman fari vandað mál og vönduð hugsun, vitlaust mál og vitlaus hugsun. Hins vegar held ég aö flestallir íslendingar geri greinar- mun á þeim sem hafa íslensku að móöurmáli og hinum sem annað móðurmál hafa og líti ekki al- mennt á útlending sem talar bjag- að mál sem vitleysing - heldur dá- ist þvert á móti að honum fyrir að leggja á sig þetta erfiði. Hitt dæmi Toshiki Toma er hins vegar einskær hálfvitagangur á Akureyri, og raunar miklu fróð- legra að íhuga eftirmál þessarar ályktunar en inntak hennar sjálfr- ar. Formaður SUS afneitaði snar- lega og af mikilli röggsemi hug- myndunum að norðan og á endan- um þurftu piltarnir að biðjast af- sökunar á blaðrinu og segja af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, slíka andúð vöktu hugmyndir þeirra bersýnilega inn- an flokksins. Sjálf ályktunin hljómaði eins og menntskælingar að mana einhvern dellugang hver upp í öðrum - það hefur löngum verið lenska hér á landi að menn- skælingar viðhafi flflskaparmál af þessum toga og ber ekki að taka al- varlegar en efni standa til, og alls ekki að reyna að rökræða það. *** Eru Islendingar rasistar? Ríkir kynþáttahatur hér á landi? Maður heyrir þetta stundum sagt en þegar dæmi þess eru tilgreind virðist manni óneitanlega sem verið sé að mála skrattann á vegginn. Algeng umkvörtun er að fólk af asískum uppruna verði fyrir því að íslensk böm fara að bulla á kínversku við þau - það er vissulega enn eitt átak- anlegt dæmið um það hversu illa upp alin og hortug börn okkar frumbyggjanna eru, en naumast annað eða meira. Fyrir utan ein- staklingsbundnar ryskingar í ölæði hafa árekstrar ekki tíðkast hér milli þjóðarbrota og þótt íslendingar séu nú einu sinni þaxmig gerðir að þeir þurfa að gera gys að öllu og öllum þá ber það ekki vott um aðra for- dóma en þá að sérhver íslendingur er fullur fordóma gagnvart öllu - og mest þó sjálfum sér. Rasismi er hér á landi ekki annað en einstaklings- bundið vandamál sem einstaka maður kann að eiga við að stríða og ber að líta á eins og hverja aðra geð- fótlun, og aumka. *** Grein Toshiki Toma (sem heföi sennilega þurft að taka sér nafnið Þorsteinn Tumi þar til fyrir nokkrum árum til að fá að búa á íslandi) í Morgunblaðinu var vönduð og vel hugsuð áminning til okkar um að þótt við höfum í heiðri tungu okkar og menningar- arf þá skyldum við líka sýna þeim íslendingum virðingu sem alist hafa upp við annað tungumál, og nota það enn í sinn hóp fremur en íslenskuna. Umræðan sem fylgdi í kjölfar greinarinnar var hins veg- ar að klassískum íslenskum hætti, það er að segja meira og minna út í hött. Allt í einu var hún farin að snúast um það hvort hér væri nas- ismi að skjóta rótum - og út- varpskonan góðkunna Anna Kristine Magn- úsdóttir þurfti að afneita því í blöðum að hún væri nasisti. Samskipti hópa af ólíku þjóð- emi í einu og sama landinu geta verið við- kvæmt mál og það verður að fara varlega í umræðu um þessi mál. Og hér var svo sannarlega hrapað að öflum álykt- unum og stokkið yfir mörg þrep í röksemdafærslum. Þótt Anna Kristine hafi ekki viljað tala við Toshiki Toma í þætti sínum - og notað til þess afar hæpin rök, svo ekki sé meira sagt - þá er hún alveg áreiðan- lega ekki útlend- ingahatari, og hvað þá nasisti. Það væri gaman að heyra þau tala saman um þetta. Sjálf - ekki í gegnum ill- kvittna blaða- menn sem sér- hæfa sig í því að leggja presta í einelti. Sjálfum finnst mér jap- anskur prestur búsettur á ís- landi mjög áhugaverð persóna að kynnast og myndi hlusta ef Anna Kristine fengi hann til sín í þátt. Rasismi er hér á landi ekki annaö en einstaklingsbundið vandamál sem ein- staka maöur kann aö eiga viö aö stríöa og ber að líta á eins og hverja aöra geöfötlun, og aumka. dagur í lífi Fór í kettina - Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafálagsins, lýsir degi í lífi sínu Miðvikudagur. Dagurinn hjá mér byrjaði þannig að ég fór á fæt- ur eftir andvökunótt út af dýrum sem stendur til að svæfa. Ég mætti klukkan hálftíu í Kattholt og þar hafði meindýraeyðir komið með átta merkta heimilisketti. Ég byrj- aði á því að skoða þá, strjúka þeim og kynnast þeim. Þar næst leit ég yfir svæðið og athugaði hvort allt væri í lagi varðandi hreinlæti og umhirðu dýranna. Ég fór á skrif- stofuna og hafði samband við eig- endur merktra katta, tilkynnti þeim að gæludýr þeirra væru í góðum höndum og þeir gætu sótt þau sem aflra fyrst. Þegar því var lokið hélt ég áfram að hringja á nokkra staði, s.s. á borgarskrifstof- ur vegna byggingarstyrks og í nýj- an heilbrigðisfulltrúa borgarinnar sem ég bind góðar vonir við og sem ætlar að heimsækja Kattholt og skoða dýrin. Ég hringdi líka í meindýraeyðana og í formann Dýraverndunarfélags Reykjavík- ur, Sigríði Ásgeirsdóttur. Þessum brýnu erindum mínum, ásamt mörgum öðrum, var þó fljót- lega lokið þar sem afgreiðsla Katt- holts er opnuð snemma dags og ég varö aö mæta reiðum kattaeigend- um og útskýra fyrir þeim að félag- iö stóð ekki fyrir því að handsama kettina heldur hlúa að þeim og hýsa uns þeir væru sóttir. Hins vegar má bæta því við að ég er önnum kafln og svo mjög hefur vinna mín í Kattholti aukist með tilkomu átaks hreinsunardeildar- innar aö ég kemst ekki yflr alla mína vinnu. Ég fæ um það bil 40 símtöl á símatímanum milli klukkan 14 og 17. Hingað hringja eigendur sem finnst að kettirnir þeirra megi fá að ganga lausir eins og þeim hentar og eins eigendur sem vilja hafa áhrif á mitt starf sem talsmann katta. Auk þess verð ég að sinna hinum daglegu símtölum er varða tilkynningar um tapaða og fundna ketti á höfuð- borgarsvæðinu og víðar. Ég get ómögulega talið upp öll þau vanda- mál sem eru leyst og sem upp koma á einum degi í Kattholti. Fólk hringir reyndar alls staöar að af landinu, ýmist til þess að til- kynna eða spyrjast fyrir um alls- konar ráðleggingar í sambandi við kattahald. Daglega er hringt alls staöar að með fyrirspumir og pantanir á plássi í hótelgæslunni okkar. Þegar símaviðtölum var lokið var mál til komið að fylla út ýmis eyðublöð varðandi ketti sem höfðu tapast og aðra sem voru fundnir. í Kattholti eru starfsstúlkur í sam- tals einu og hálfu stöðugildi auk mín en þar sem svo mikið hefur verið að gera að undanfömu varð ég að hlaupa undir bagga með pappírsvinnu. Þegar því var lokið var klukkan langt gengin í sex og tími til kominn að halda heim. Þegar heim var komið byrjaði ég að venju á því að heilsa köttun- um mínum, gefa þeim og þrífa undan þeim. Ég á ansi marga ketti, reyndar svo marga að eng- inn kann tölu á öllum þeim íjölda nema ég sjálf. Þetta er mitt prívat leyndarmál. Þegar ég haföi sinnt köttunum mínum sneri ég mér að mannfólkinu og sinnti því. Að því búnu fór ég að sinna öflum þeim fjölda fyrirspuma sem mér berst að jafnaði á kvöldin. Fólk hefur þá upp á farsímanúmerinu mínu og hringir i mig þegar heim er kom- iö. Þetta em ýmiss konar mál, m.a. frá fólki sem býr í öðrum hverfum en þeim sem hreinsanimar fara fram í. Fólk er þá með áhyggjur yfir því hvort kettimir þeirra hafi viflst inn í önnur hverfi og síðan ratað i Kattholt eftir að hafa verið fangaðir af meindýraeyðum borg- arinnar. Þessu átti ég í fram eftir kvöldi og það var ekki fyrr en laust eftir miðnætti að ég lagðist á koddann. Á meðan ég komst í ró hugleiddi ég atburði dagsins og átök komandi daga. Ég held að fæstir viti það en þetta starf tekur ótrúlega á mann og ekki bara á mig heldur líka á aðra starfsmenn Kattholts. Það er ósjaldan sem ég hef hugsað sem svo að ég þyrfti að komast út úr þessum bransa. Ég hef meira að segja stundum haft á orði að ég hafi farið í kettina, ekki hundana, þegar ég ákvað að fara út í þetta starf til að byija meö. Þó er þaö nú þannig eins og með allt annað að það eru gleðistundimar sem gefa starfinu tflgang, sú sælu- stund þegar þegar ketti frá okkur hefur verið fundið nýtt heimili. Að lokum vil ég beina tilmælum mínum til kattaeigenda að virða reglugerð borgarinnar og bíða og sjá til með framvindu þessara mála. Mín skoðun er sú að lausa- ganga katta sé of mikil. Fólk vinn- ur mikið og kettimir ráfa þar af leiðandi einir um og leita inn til annars fólks þar sem þeir eru miklar félagsverur. Ég vil einnig taka það fram að ef kattaeigendur vilja í raun bæta aðbúnað katta og tryggja réttindi þeirra verða aflir kattaeigendur að bindast samtök- um og ganga í Kattavinafélagið. Aðeins með því móti getum við myndað nógu stóran og heilsteypt- an þrýstihóp til aö koma fram og krefjast bóta. -KGP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.