Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Side 22
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 13 "V
Guöjón og Þorgeir Andrésson saman á æfingu á Aidu.
Guðjón er ungur skrifstofumaður
hjá Námsgagnastofnun ríkisins að
loknu námi í sögu og heimspeki.
„Ég fór með vinnufélögum mín-
um niður á Gauk á Stöng eitt
kvöldið. Þar var glaumur og gleði
eins og endranær og meðal gesta
var Guðbjöm Guðbjörnsson tenór-
söngvari. Hann tekur nokkrar
strófur fyrir félaga sina og það
verður til þess að félagar mínir,
sem höfðu heyrt mig syngja
hnippa í mig og hvetja mig til að
láta í mér heyra. Ég gaf frá mér
nokkra tóna, hann svaraði og fljót-
lega upphófst þama nokkurs kon-
ar söngeinvígi milli bassa og ten-
órs og skapaðist mikil stemning
þar sem gestir klöppuðu fyrir okk-
ur á víxl.
Á eftir tókum við tal saman og
þá kom í ljós að hann hélt að ég
hefði lært að syngja sem var ekki
rétt. Hann hvatti mig óspart og
sagðist ætla að hringja í menn sem
hann þekkti. Ég tók þetta mátu-
lega alvarlega en daginn eftir
hringdi Ragnar Bjömsson, skóla-
stjóri Nýja tónlistarskólans, í mig
og bað mig að mæta daginn eftir í
prufu hjá Sigurði Demetz. Það
gerði ég og var sagt eftir prufima
að mæta í fyrsta tímann daginn
eftir.
Það var mín gæfa að lenda í
höndunum á manni eins og Sig-
urði.“
Guðjón segir að áður en þetta
gerðist hafi hann haft talsverðan
áhuga á tónlist og hlustað á gæða-
DV-mynd Teitur
tónlist af ýmsu tagi en hafði eigin-
lega aldrei leitt hugann að því að
gerast söngvari og aldrei komist í
tæri við söngkennara.
Síðan vék vinnan smátt og
smátt fyrir söngnáminu og eftir
sýninguna á Tosca fékk Guðjón til-
boð frá Óperunni í Ósló og var ráð-
inn á staðnum.
„Það var mjög dýrmæt reynsla
og ég tel á að á þessum árum í
Ósló hafði ég breyst úr efnilegum
söngnemanda í atvinnumann á
mínu sviði. Ég mæli með því við
unga söngvara að þeir fastráði sig
við óperuhús því þar gefst svo fjöl-
þætt reynsla sem endist manni til
æviloka." -PÁÁ
„Það vill svo skemmtilega til að
hlutverk konungsins, D Re, í Aidu
er fyrsta hlutverkið sem ég söng
þegar ég var að stíga mín fyrstu
spor á sviði hjá Óperunni í Ósló.
Það var gaman að rifja upp kynnin
við hann,“ segir Guðjón Óskarsson
bassi sem tekur þátt í uppfærslu
Sinfóníuhljómsveitar íslands á Aidu
í Laugardalshöll. Frumsýning var á
fimmtudagskvöld en seinni sýning-
in er í kvöld.
„Það var mikil stemning á frum-
sýningu eins og alltaf þegar er fullt
hús. Það var mjög skemmtilegt aö
syngja þarna og viðtökur góðar.“
Guðjón segir að sá mikli áhugi
sem sýningin vekur og sú erfiða að-
staða sem hljómsveit og söngvurum
er búin í Laugardalshöll sé holl
áminning um aö hér vanti tilfmnan-
lega tónlistarhús sem standi undir
nafni.
„Gamla bió var ágætt en þessi
sýning hefði aldrei komist þar inn.
Þetta er áreiðanlega fjölmennasta
óperuuppfærsla sem gerð hefur ver-
ið á íslandi. Þetta er „grand opera“
eins og Verdi er þekktastur fyrir og
nýtur mikilla vinsælda. Það er
brýnt fyrir tónlistina á íslandi að
hér rísi tónlistarhús. Þó reynt sé að
gera það besta úr aðstæðum i Laug-
ardalshöli þá er þetta auðvitað ekki
boðlegt aðstaða.“
Fluttur heim
Guðjón flutti aftur heim til ís-
lands árið 1997 eftir um það bil sjö
ára útlegð, fyrst við söngnám á ítal-
íu og síðan sem fastráðinn söngvari
við Óperuna í Ósló í sex ár, frá
1990-96. Hann er með umboðsmann
á sínum snærum og hefur næg
verkefni.
„Fyrir utan einstaka konserta þá
fer ég til Dresden í maí að syngja í
Daphne eftir Richard Strauss og
verð síðan þrjá mánuði í Salzburg í
Austurríki í sumar að syngja í óper-
um eftir Berlioz og Wagner.“
Guðjón hefur áður sungið með
ýmsum þeim sem taka þátt í upp-
færslunni á Aidu. Hann og Kristján
Jóhannsson sungu saman í Tosca í
íslensku óperunni fyrir mörgum
árum og Garðar Cortes þandi radd-
böndin í hlutverki Radamesar á
móti Guðjóni í Aidu í Ósló fyrir
nokkrum árum. Guðjón þekkir
einnig karlakórixm Fóstbræður frá
fomu fari.
Söng með Fóstbræðrum
„Það var árið 1987, þegar ég var
alger græningi, nýbyijaður að læra
söng, að ég söng einsöng með kóm-
um á vortónleikum. Ég lærði söng
við Nýja tónlistarskólann sem
Ragnar Bjömsson, þáverandi stjóm-
andi Fóstbræðra, rak.
Það er gaman að hitta þá aftur,
enda em þeir í góðu formi. Erlendu
einsöngvaramir era sérlega hrifnir
af kóranum og hljómsveitinni sem
taka þátt í þessari uppfærslu og
segja að þeir séu framúrskarandi
góðir.“
Örlagaríkt kvöld á
Gauknum
Það er til skemmtileg saga af því
hvemig það vildi til að Guðjón lagði
fyrir sig söngnám. Hann segist oft
hafa sagt hana áður en lætur til
leiðast. Þessir atburöir gerast þegar
Guöjón Óskarsson bassasöngvari syngur konunginn í Aidu. Hann var upp-
götvaöur á Gauki á Stöng. DV-mynd E.OI.
Uppgötvaður á Gauknum
- Guðjón Úskarsson bassi er konungur í Aidu
múla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is