Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Qupperneq 24
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 33"V
24 %enning
- Jón Viðar Jónsson, refsivöndur ísiensks leikiistarlífs, segir skoðun
sína á íslensku leikhúsi og rifjar upp ferilinn
Jón Viðar Jónsson er sennilega
þekktasti leikhúsgagnrýnandi okk-
ar tima. Hann hefur starfað sem
gagnrýnandi bæði á blöðum, út-
varpi og sjónvarpi og það hefur jafn-
an staðið styr um skrif hans. Jón
var seinast í sviösljósinu sem leik-
húsgagnrýnandi Sjónvarpsins með
fasta pistla í Dagsljósi. Hann hætti
því vorið 1997 og síðan hefur rödd
hans sem gagnrýnanda ekki heyrst
opinberlega ef frá er talinn stuttur
tími 1998/99 þegar hann ritaði um
leikhús í tímaritiö Frjálsa verslun.
Um þessar mundir sinnir Jón
kennslu og rannsóknarstörfum en
hann er meðal þeirra íslendinga
sem best eru menntaðir á sviði leik-
húsfræða, er með doktorspróf.
Jón hefur aldrei hikaö við að
segja skoðun sína á íslensku leik-
húsi og síðast kvaddi hann sér
hljóðs opinberlega þegar hann, fyrir
skömmu, dró með formlegum hætti
umsókn sína um starf leikhússtjóra
Borgarleikhússins til baka.
Hörmulegt ástand
Hvers vegna gerði hann það?
„Mér finnst hörmulegt að horfa
upp á það sem er að gerast í Leik-
félagi Reykjavíkur. Með því að
stjómin ákveður að auglýsa stöðu
leikhússtjóra á þann hátt sem hún
gerir hefur hún beinlínis klofið fé-
lagið. Þetta eru afar sérstök vinnu-
brögð, svo ekki sé meira sagt. Það
er algerlega óviðunandi fyrir nýj-
an leikhússljóra að koma inn við
slíkar aðstæður og þurfa að byrja
á því að takast á við klofning.
Þetta er allt hið versta mál, bæði
fyrir Leikfélagið og ekki síður
leiklistina í landinu, og ég kærði
mig ekki um að verða bitbein í
einhverri valdabaráttu bak við
tjöldin," sagði Jón í samtali við
DV.
Skil ekki leyndina í
Listaháskólanum
Nú bíður leikhúsheimurinn eft-
ir því að önnur staða verði veitt en
það er staða deildarstjóra leiklist-
arsviðs Listaháskóla íslcuids sem
skal taka skal til starfa 1. mars nk.
Reiknað er með að undir sviðið
heyri meðal annars öll leiklistar-
kennsla. Jón er þar meðal um-
sækjenda en umsóknarfrestur
rann út í byrjun janúar.
„Ég verð að segja að ég á bágt
með að skilja þá leynd sem hvílir
yfir þessari ráðningu af hálfu skól-
ans. Þetta er mjög mikilvæg staða
í íslensku leikhúslífi og það kemur
öllum við hveijir gefa kost á sér í
hana.“
Þama vísar Jón til þess að ekki
hefur verið gefið upp af hálfu
Listaháskólans hverjir umsækj-
endur eru um stöðuna en þeir
munu vera sex talsins. Samkvæmt
bestu heimildum DV era auk Jóns
meðal umsækjenda þungavigtar-
menn úr íslensku leikhúsi eins og
Guðjón Pedersen, Kjartan Ragn-
arsson, Hlín Agnarsdóttir og Mar-
ía Kristjánsdóttir.
Var snemma illa tekið
FerOl Jóns sem gagnrýnanda
hófst þegar hann árið 1978 skrifaði
um leiklist í Þjóðviljann á móti
Sverri Hólmarssyni. 1979 hóf hann
að fjalla reglulega um leiklist í
pistlum i Ríkisútvarpinu í blönd-
uðum þætti um menningarmál og
markaði þar spor i íslenska leik-
listarsögu því Ríkisútvarpið hafði
ekki áður fiallað um leiklist með
gagnrýnum hætti.
„Þeirri umfiöllun minni var oft
mjög illa tekið,“ segir Jón og glott-
ir við tönn þegar hann rifiar upp
þessa tíma.
„Þá var Ríkisútvarpið eini fiöl-
miðillinn á sínu sviði og sumir
leikhússtjórar báru sig aumlega
undan þeim stóradómi sem þeir
töldu gagnrýni mína vera oft á tíð-
um. Annars hef ég alltaf haft
mikla ánægju af þvi að starfa sem
gagnrýnandi. Gagnrýni er vita-
skuld aldrei annað en skoðun eins
manns en hún verður að vera fag-
lega rökstudd, annars er hún
einskis virði. Leikhúsinu er það
mikils virði, eins og öðrum list-
greinum, að um starfsemi þess sé
lifandi og fiölþætt umræða borin
uppi af þekkingu og ást á listinni.
Það getur verið að þeim sem reka
leikhúsin sé ekki alltaf vel við
óþægilega gagnrýni en þá eru þeir
að horfa á stundarhagsmuni, ekki
það sem máli skiptir til lengri
tíma litið.“
Hvarf til fræðistarfa
Jón sinnti gagnrýnendastarfinu
ótrauður til 1982, eða um þriggja
ára skeið, en þá tók hann við starfi
leiklistarstjóra Ríkisútvarpsins og
gegndi því starfi allt til 1991 þegar
hann hvarf frá útvarpinu.
„Þetta var á heildina litið
skemmtilegur tími og margt
spennandi að fást við. Ég stýrði
verkefhavali leiklistardeildar en
kom einnig að hinu listræna
starfi, bæði sem þýðandi og leik-
stjóri. Þama fékk ég tækifæri til
vinna með nokkrum bestu leikur-
mn þjóðarinnar sem mér fannst
einkar dýrmætt. Þeir kenndu mér
margt sem ég mun alltaf búa að
meðan ég fæst við þessa hluti. En
hugur minn stóð til þess að sinna
rannsóknar- og fræðistörfum á
sviði leiklistarsögunnar og að
þeim sneri ég mér þegar ég hafði
lokið mér af á Útvarpinu. Meðal
þeirra verka sem ég hef haft einna
mesta gleði af fást við var heildar-
útgáfa á leikritum Jökuls Jakobs-
sonar, nú er ætlunin að gera Guð-
mundi Steinssyni sömu skil. Nú
síðustu ár hef ég fengið góða
styrki, einkinn úr Vísindasjóði og
Launasjóði rithöfunda.
Það er mikið starf óimnið við
rannsóknir á íslenskri leiklistar-
sögu og íslenskri leikritun. Ég
verð að segja að mér finnst sorg-
legt hve Háskóli íslands sinnir því
lítið að efla rannsóknir á þessu
sviði. Það vantar tilfinnanlega i ís-
lenskt leikhús eðlilega tengingu
mflli fræðilegrar umræðu og leik-
hússtarfs og fyrir þetta liður öll
listgreinin meira en menn gera sér
almennt grein fyrir. En nú horfír
maður mjög til ListaháskólEms í
þessum efnum og ég hefi fundið að
margt leikhúsfólk bindur við hann
miklar vonir.“
Meiri menningarvitar
Jón Viðar sinnir einnig
kennslu áhugamanna um leikhús
á ýmsan hátt og um þessar mimd-
ir era tvö námskeið í gangi. Ann-
ars vegar er námskeið sem ber yf-
irskriftina: Að njóta leikhúss. Það
er haldið á vegum Félags háskóla-
kvenna en er opið öllum áhuga-
mönnum um leikhús. Það nám-
skeið sem nú er i gangi er i sam-
starfi við Þjóðleikhúsið og fiallar
um íslenska leikritun og beinir
sérstaklega sjónum að þeim ís-
lensku leikritum sem þar eru á
fiölunum eða verða færð upp í
vetur.
„Þjóðleikhúsið hefur sinnt ís-
lenskri leikritun nokkuð vel að
undanfornu og það er mikils vert
að draga fram þessi gömlu leikrit
okkar. Einkum finnst mér svið-
setning Hilmis Snæs á Gullna
hliðinu ánægjulegur viðburður,“
segir Jón sem fer með nemendur
sína baksviðs á leiksýningum og
fær leikstjóra i heimsókn í tím-
ana sem sitja þá fyrir svörum um
galdurinn sem knýr leiklistina
áfram.
En þýðir stuðningur Félags há-
skólakvenna að einungis konur
sæki námskeiðin?
„Vissulega hafa konur verið í
meirihluta með nokkram undan-
tekningum. Þetta þarf raunar
ekki að koma á óvart, konur era
einfaldlega meiri listnjótendur en
karlamir. Þetta á við um fleiri
listgreinar og er alls ekki sérís-
lenskt fyrirbæri."
Tilraun til menntunar
Hitt námskeiðið er nýbreytni en
það vinnur Jón Viðar í samvinnu
við Ingu Bjamason leikstjóra. Það
er ætlað byrjendum og lengra
komnum sem hafa áhuga á að
stíga á svið og spreyta sig á leik-
listinni. Þetta er sem sagt leiklist-
amámskeið þar sem farið er í
grunnatriði leikrænnar tjáningar
eins og framsögn, líkamsbeitingu
og fleira. En skýtm- ekki skökku
við að doktor í leikhúsi skuli eyða
tíma sínum í kenna áhugamönn-
um leiklist?
„Það tel ég ekki vera. Atvinnu-
leikhúsið er sprottið upp úr þeim
jarðvegi sem áhugaleikhúsið skap-
aði i upphafi og er enn í dag alltaf
að skapa. Þegar Bandalag ís-
lenskra leikfélaga, sem hefur unn-
ið ómetanlegt starf í þágu leiklist-
arinnar, var t.d. stofhað fyrir ná-
kvæmlega fimmtíu árum vora það
vel menntaðir leikhúsmenn eins
og Ævar Kvaran og Lárus Sigur-
björnsson sem þar voru meðal
helstu hvatamanna. Það er þrosk-
andi fyrir hvern mann að koma
fram á sviði þótt þeir leggi ekki
leiklistina fyrir sig sem ævistarf.
Þar fyrir utan skortir hér mjög
forskóla fyrir þá sem hyggja á fag-
legt leiklistarnám. Enginn tónlist-
Jón hefur aldrei veriö feiminn viö aö segja skoöun sína á íslensku leikhúsi og segir aö þaö sé hörmulegt aö horfa
upp á þaö sem er aö gerast f Borgarleikhúsinu.
DV-myndir Hilmar Þór