Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 26
26
lk
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
... í prófíl
Anna tók ömmu sína sér til fyrirmyndar þegar hún fékkst viö húsmóöurhlutverkið í listsköpun sinni.
Ég og kýr eigum vel saman
- Anna Líndal myndlistarkona segir frá kúabúskap og girðingarvinnu
í dag fer fram í Menningarmið-
stöðinn Gerðubergi Sjónþing Önnu
Lindal, þar sem verk myndlistar-
konunnar verða rædd, auk þess sem
reynt verður að varpa ljósi á þau og
túlka. í kjölfarið verður opnuð yfir-
litssýning á
verkum Önnu
þar sem gest-
um og gang-
andi gefst
kostur á að
kynnast
breiddinni i
verkum henn-
ar.
Fæstir vita
hins vegar að
listakonan
sleit barns-
skónum í
sveitasælunni
fyrir norðan.
Þegar Anna
er innt eftir þessu kemst hún svo aö
orði: „Ég er borinn og bamfæddur
Húnvetningur og ólst upp á bænum
Lækjamóti í Víðidal. Við erum
fimm systkinin, þar af tvö hálfsystk-
in, og er ég yngst. Foreldrar minir,
Elín og Sigurður Líndal, voru með
búskap á Lækjamóti en bærinn er
upphaflega landnámsjörð og hefur
verið í eigu fjölskyldunnar síöan
1835. Faðir minn var hreppstjóri og
mikill athafnamaður. Þar var alltaf
nóg af fólki, bæði vinnumönnum,
sumarbömum, Grænlendingum og
öðrum gestrnn og gangandi. Það má
segja að Lækjamót hafi legið i alfar-
arleið. Hér var pósthús, reyndar fyr-
ir minn tima, og síðan var hér sím-
stöð sem við systkinin störfuðum
við um tima. Þetta var blandað bú
með u.þ.b. 450 kindur, 12 mjólkandi
kýr og 70 hross,“ segir Anna um leið
og húri hugsar til baka og rifjar upp
bemskuárin.
Heilagar kýr
Anna segist hafa umgengist dýrin
á bænum riiikið og hafi oft verið í
hlutverki kúasmalans og sótt kým-
ar. Það hafi þó gegnt sama máli um
kýmar eins og mannfólkið að sum-
ar skepnumar hafi verið dyntóttar
og einungis hlýtt þegar ákveðinn
aðili átti í hlut.
„Það er mikið mýrlendi í Húna-
vatnssýslu. Ég átti það stundum til
að fara úr sokkum og stígvélum og
vaða í mýrinni á sumrin þegar ég
var að sækja kým-
ar. Það var gott að
finna volga mýrina
milli tánna. Ég hef
reyndar aUtaf litið svo á að kýr séu
gáfaðar og glæsilegar skepnur. Á
námsárum mínum í Myndlista- og
handiðaskólanum urðu kýmar mér
oft innblástur í verk mín. Ég og kýr
höfum alltaf átt vel saman og ég
minnist þess að ein kýrin á bænum
hafi ekki tekið annað i mál en að ég
mjólkaöi hana, þá var ég aðeins
þrettán ára.
Lækjamót mikið
menningarsetur
Anna segir náttúruna í Vfðidal að
vísu ekki hafa orðið henni að sér-
stöku myndefni eða innblæstri í
verkum sínum. En miklu fremur
væri það menningin í sveitinni sem
orðið hefði fyrir valinu í verkum
hennar. Anna tekur þó skýrt fram
að ólíkt rómantískum hugmyndum
borgarbúa tun sveitina, sé sveitalíf-
ið fyrst og fremst hörð barátta fyrir
sæmilegum kjörum og afkomu.
„Frá mínum bæjardyrum séð var
lífið í sveitinni fyrst og fremst
spuming um það hvort nægt fóður
væri til fyrir dýrin, hvort sláttur og
þurrkur héldust i hendur og hvort
vélamar gengju. Hitt er svo annað
mál að á Lækjamóti var alltaf blóm-
leg menning og bærinn mikið
menningarsetur. Það er umfram allt
þessi þáttur sveitalífsins sem hefur
orðið mér innblástur í verk mín.“
Anna nefnir hér til sögunnar
ömmu sína, Jónínu Sigurðardóttur,
sem reit Heimilishandbókina, en á
þeim tíma var starfræktur hús-
mæðraskóli á bænum. „Ég datt nið-
ur á bókina hennar ömmu á sínum
tima og hún varð mér
hugleikin þegar ég
fékkst við húsmóður-
hlutverkið í listsköpun
minni. Ég get líka bætt
þvi við að mamma var
mjög ljóðelsk, það var
mikið sungið á bænum
og pólitískar umræður
daglegt brauð. Þetta sit-
ur auðvitað í manni."
Hekla gýs
Anna segir frá þegar hún vann
sumarlangt uppi á heiði við að
reisa girðingu frá Miðfirði að Arn-
arvatni. „Ég var i girðingarvinnu-
flokki, átta manna hópi sem vann
við að koma upp girðingu vegna
sauðfjárveikivarna. Þaö var vot-
lent þama uppi á heiðinni og því
ekki hægt að koma neinum farar-
tækjinn við og því nauðsynlegt að
flytja girðingarstaurana á hestmn.
Þetta var mjög frumstætt. Við gist-
um i kofum og unnum i tiu daga
skorpum. Mér er enn þá í fersku
minni miðnætursólin, lyktin og
umfram allt kyrrðin sem var ótrú-
lega mikil.“
En það eru ekki eingöngu ljúfu
stundimar sem koma upp þegar
hugsað er til baka. Anna rifjar upp
minnisstæða atburði úr æsku. „Ég
minnist þess þegar ég var á ung-
lingsárum að Hekla gaus eitt sum-
arið. Ég hef kannski verið þrettán,
fjórtán ára. Þetta var um það leyti
sem sauðburður fór fram, það var
mikið öskufall í sveitinni og við
þurftum að gefa lömbunum úr
pela þar sem æmar misstu mjólk-
ina. En það var ekki allt og sumt.
Kindumar drápust þó svo þær
væru á húsi og því ekki annað að
gera en að hirða dauðar rollumar
Synti mikið
Hannes Ingvar
25 ára
sálfræðinemi
Hann heitir Hannes
Ingvar og hans heitasta
ósk er að verða frægur,
hann er sálfræðinemi í
Háskóla Island. Hann seg-
ist vera þessi dæmigerði
meðalmaður og finnst
súrt að „venjulegt fólk“
eins og hann komist
aldrei í blöðin.
Fullt nafn: Hannes Ingvar
Jónsson.
Fæðingardagur og ár: 29.
júní 1974.
Maki: Trúðurinn Sigríður.
Böm: Engin.
og dysja. Ég tók þátt í þessu og það
er nokkuð sem ég gleymi aldrei."
Anna riíjar upp skólagönguna
íbyggin á svip. „Ég var í heimavistar-
skóla á Reykjum í Hrútafirði til sext-
án ára aldurs. Það voru einungis tvö
helgarfrí á ári, eitt fyrir jól og eitt eft-
ir jól. Þetta gerði það náttúrlega að
verkum að ég varð snemma að taka
ábyrgð á sjálfri mér, varð sjálfstæð,
vonandi á jákvæðan hátt,“ segir Anna
og skellir upp úr.
„Mér þótti alltaf mjög gaman í
skóla. Eins þótti mér gaman í íþrótt-
um og stundaði þær af kappi. Það er
góð sundlaug að Reykjum o'g og því
synti ég eðlilega mjög mikið. Þegar ég
kom til Reykjavíkur fór ég einnig að
æfa júdó, þar er hins vegar spmning
hvort sú ástríða tengist sveitinni."
í þjóðbraut
Anna segist fara reglulega á
heimaslóðimar í Víðidal. Systir
hennar sé tekin við búi af föður
þeirra og mikill kærleikur milli
fjölskyldnanna. Aðspurð um það
hvort margt hafi breyst frá fyrri tíð,
er hún var að alast upp á Lækja-
móti, segir Anna bæinn hafa staðist
timans tönn.
„Það hefur aldrei neinu verið
breytt þar. Lækjamót er og verður
alltaf homsteinn fjölskyldunnar.
Það er sama hvað maður hefur ferð-
ast erlendis, ég hef alltaf átt heim að
sækja.“ Anna segir þó að þar sé
mun færra fólk á sumrin frá því
sem áður var. Landbúnaðurinn hafi
átt á brattann að sækja um árabil og
viðhorf til landbúnaðar hafi al-
mennt verið mjög neikvætt meðal
landsmanna. Þó sé það svo að margt
hafi breyst til batnaðar. Mennta-
kerfið sé mun betra í dag miðað við
þá og eins séu samgöngumar miklu
betri.
„Héma áður fyrr gat tekið tutt-
ugu tíma að aka til Reykjavíkur. Nú
er þetta hins vegar ekki nema
þriggja tíma akstur, jafnvel tveir og
hálfur fyrir vanan mann.“
Skemmtilegast: Að spila í
PlayStation.
Leiðinlegast: Skúra.
Uppáhaldsmatur: Jóla-
kalkúnn.
Uppáhaldsdrykkur: RC-
cola.
Fallegasta manneskja:
Segjum Julia Ormond.
Fallegasta röddin: Röddin
Björns Jörundar bræðir
mig.
Fallegasti líkamshluti:
Rass (en þó ekki á Bimi Jr.)
Hvaða hlut finnst þér
vænst um? Homið á sæng-
urverinu mínu.
Hvaða teiknimyndaper-
sóna myndirðu vilja vera?
Viggó viðutan.
Uppáhaldsleikari: A1
Pacino.
Uppáhaldstónlistarmað-
ur: Trini Lopez.
Sætasti stjórnmálamaður:
Össur Skarphéðinsson.
Uppáhaldssjónvarpsþátt-
ur: McCallum.
Leiðinlegasta auglýsing-
in: Sjónvarpshandbókin.
Besta kvikmyndin: Shaws-
hank Redemption.
Sætasti sjónvarpsmaður-
inn: Elín Hirst.
Uppáhaldsskemmtistað-
ur: Dubliners.
Besta „pikk-öpp“-línan:
Hæbb!
Hvað ætlaðir þú að verða?
Roger Moore.
Eitthvað að lokum: Hvað
er þetta Tema teater sem
. allir eru aö tala um?