Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Qupperneq 27
JL^"V LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
27
Guömundur Ágúst Pétursson og Bergur Steingrímsson framkvæmdastjóri
með laxinnsem veröur í veiðihúsinu við Norðurá í Borgarfirði.
DV-mynd FF
Norðurá:
Laxinn verður settur
a ■ VI A 1
i veiðinusio
„Það er rétt að ég afhenti stjórn-
inni laxinn uppstoppaðan fyrir
skömmu. En hann verður settur
upp í veiðihúsið í Norðurá í Borgar-
firði enda veiddist fiskurinn í
ánni,“ sagði Guðmundur Ágúst Pét-
ursson í samtali við DV í vikunni
en hann veiddi 8,6 kg hæng á
Bryggjunum í Norðurá í júlí. „Þetta
var skemmtilegur fiskur og hann á
heima á veggjum veiðihússins við
Norðurá," sagði Ágúst enn fremur.
Dorgveiði:
Veiddu vel á Másvatni
„Ég hef verið rosalega rólegur í
dorginu í vetur, enda hefur tíðarfarið
ekki verið gott fyrir dorgveiðina.
Margir sem hafa reynt hafa fengið
ágæta veiði,“ sagði Björn G. Sigurðs-
son á Hauganesi við Eyjaíjörð er við
spurðum um stöðuna í dorgveiðinni.
En tíðarfarið hefur ekki verið gott fyr-
ir dorgveiðimenn í vetur, stöðugleik-
inn i veðrinu hefur ekki verið mikill
og ekki mikill kuldi.
„Best hefur veiðin verið á Másvatni
en það vatn er á Mývatnsheiði. Veiði-
menn hafa verið að fá stærst 4 punda
urriða og bleikjur. Það er mikil fiskur
í vatninu og hann er vænn, enda hef-
ur vatnið verið grisjað verulega hin
síðari ár. Ég frétti líka af veiðimönn-
um sem voru að koma úr Reyðarvatni
sem er inni á Holtaafrétti, upp af
Skagaíirðinum. Þama voru veiði-
menn úr Skagafirði sem farið þama
inn eftir og þeir veiddu vel en mest
vora þetta fiskar frá einu upp í tvö
pundin. Það er víst mikill fiskur í
þessu Reyðarvatni. Það fylgir víst
vötnum sem heita þessu nafni. Ann-
ars er nú víst betra að fara varlega við
vötnin núna, ísinn er ótryggur á þeim
mörgum".
Hvað er að frétta af íslandsmótinu í
dorgveiði, Björn? Hvar verður mótið
haldið þetta árið?
„Það er ekki búið að ákveða það
enn þá en við erum að leita að stað
núna. Það var haldið á Laxárvatni í
fyrra, seinsnar frá Blönduósi, en við
erum búnir að halda þetta í átta ár.
Við getum alveg auglýst eftir stað hér
og nú. Við vomm að spá í að vera ein-
hvers staðar fyrir sunnan núna,“
sagði Bjöm enn fremur.
Það er víða hægt að frnna vötn á
landinu sem gætu gefið góða veiði,
vötn sem ekki eru mikið stunduð dags
daglega. Og fiskurinn getur verið
grimmur að taka agn veiðimanna,
hitti maður á hann í tökustuði.
Veiðieyrað
Stefán Á. Magnússon, fyrrverandi
stjómarmaður í Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur, vinnur víst þessa dag-
ana að því að koma á samstarfi milli
Norðurlanda og íslands í veiðiskap
unglinga. Gæti þetta samstarf orðið
farsælt ef það kemst á en víða eru
ungir veiðimenn sem hafa gaman af
að renna fyrir fiska þegar færi gefst.
Utsala
á meðan birgðir endast
Ekta síðir pelsar frá kr. 95.000
Síðir leðurfrakkar
Handunnin húsgögn, 20% afsl.
Árshátíðar- og fermingardress
Handunnar gjafavörur
Opið
virka daáa 11-18,
laugara. 11-15
Sigurstjarnan
í bláu húsi við Fákafen.
Sími 588 4545.
WMSÍsSÍ
Uisölulok
Götu ma r kaðsstem m n i ng
frá föstudegi til sunnudags.
Allar verslanir opnar.
UPPLÝSINGnSIMI 5 B B 7 7 B B 5KRIFSTÐFUSÍMI 5 B fl 9 2 B B