Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 29
JO’V LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 %riðs!jós » Tálkvendið Soon-Yi Það ætlar ekki af þeim hjóna- kornum Woody Allen og Soon-Yi að ganga en sögur af samlífi þeirra virðast enn skjóta upp kollinum með reglulegu millibili. Samkvæmt nýlegri bók um ævi leikstjórans á Soon-Yi að hafa lagt á ráðin um að komast yflr Allen og reka fleyg milli leikstjórans og Miu Farrow. Á hún að hafa kynnt sér tilburði og hegðan móður sinnar gagnvart Woody mjög gaumgæfilega og leikið þá eftir. Er haft eftir höfundi bókarinnar að Soon-Yi hafi fengið áhuga á körfu- bolta og með þeim hætti fengið Woody til að fara með sig á leiki og enn fremur valið sér háskóla í grennd við heimili hans svo hún gæti með auðveldu móti skotist úr skólanum og heim til leikstjórans í tima og ótíma. Segir þar einnig að hún hafl tamið sér þá kurteisi aö hlæja að öllum bröndurum hans og skjaila hann á ólíka vegu. Þegar Mia gat sér loks til um hvað lá að baki náins sambands Woodys og Soon-Yi á Soon-Yi að hafa svarað um hæl að sá ætti í sambandi við hann sem svæfi hjá honum. Atök á Bráiavaktinni Hinn vinsæli sjónvarpsþáttur, Bráðavaktin, er oft vettvangur átaka um líf og dauða. Það á ekki aðeins við um veruleikann á skján- um því samkvæmt nýjustu fréttum er ekki síður tekist á bak við tjöld- in. Eftir að George Clooney hvarf úr þáttunum fannst mörgum kven- kyns áhorfendum vera skarð fyrir skiidi. Þetta fannst framleiðendum einnig og nú er búið að ráða nýja karlstjörnu, leikarann Goran Visnjic, til að fylla skarð Cloones. Visnjic þessi er ekki beinlínis heimsfrægur og því er brugöið á það ráð að leyfa stjörnu hans að skina skært í nokkrum þáttum til að festa hann í sessi í vitund áhorf- enda. Þetta feliur þeim stjömum sem fyrir eru í garði ekki sérlega vel. Sérstaklega mun Eriq La Salle vera í uppnámi vegna þessa. Hann leikur hinn þeldökka og þumbara- lega Benton sem hefur oft verið í sviðsljósinu. LaSalie taldi eðlilegt að þegar Clooney hyrfi á braut yrði hans hiutverk þyngra á metunum {og fengi meira rými í sögunni. Þetta hefur ekki gengið almenni- lega eftir og LaSalle mun vera afar . v --ií* '"'i'-v 2 -..r.y. .«■ .■. óánægður með þessa framvindu mála. Sumum finnst reyndar að LaSalle ætti að vera ánægður með kauphækkun sem hann fékk ný- lega þegar hann samdi um að leika í þáttunum í þrjú ár í viðbót og fékk 2 milljarða íslenskra króna í staðinn. Hann er ekki sá eini sem er fúll því Noah Wylie, sem leikur hinn unga og efnaða doktor Carter í þáttunum, er sagður vera hundfúll yfir þeirri athygli sem Visnjic fær um þessar mundir. Grjólháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 ...sem lagar sig að þínu aksturslagi Renault Clio fæst með skynvæddri Pro-Active sjálfskiptingu sem lagar sig að þínu aksturslagi til að spara emi meira bensín. 1 þessari útgáfu er Renault Clio með einstaklega kraftmikilli 90 liestafla 1600 vél. Þegar við þetta bætist ótrúlega ríkulegur staðalbúnaður; 4 loftpúðar, ABS, fjarstýrð hljómtæki og samlæsingar er augljóst að Renault Clio er bíll sem þú átt að prófa. RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.