Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Qupperneq 31
IJV LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
tölvur
Er þetta tölva sem ég tala við?
- tölvur notaðar í ríkara mæli í mannlegum samskiptum
Þegar við tökum upp símann og
hringjum og Kolbrún Halldórsdóttir
svarar og segir: Annaðhvort getur
verið slökkt á farsimanum eða hann
er utan þjónustusvæðis þá vitum
við vel að við erum ekki að tala við
manneskju heldur tölvu sem styðst
við innlestur Kolbrúnar.
Það sama á við t.d. um þjónustu-
linur bankanna. Þótt Bjami Vest-
mann þylji stirðri röddu nákvæm-
lega innstæðuna á reikningnum þá
þýöir það ekki að hann sé að snuðra
í reikningunum heldur las hann inn
á tölvukerfið sem síðan tínir út rétt
orð úr safninu svo hann nefni alltaf
rétta tölu. Þetta vitum við og ótt-
umst því ekki. Við viljum alltaf vita
hvort það er maður eða tölva sem
við erum að tala við.
Þetta er sjálfvirkur
símsvari
Þegar stór þjónustufyrirtæki
voru að taka þessa tækni í þjónustu
sína fyrir nokkrum áratugum voru
stunduð sett vamaðarorð inn í lest-
urinn til að tryggja að hlustandinn
eða notandinn gerði sér grein fyrir
því að hann væri ekki að tala við
manneskju heldur vél eða upptöku.
Af slíkum misskilningi spruttu síð-
an gamanþættir eins og af mannin-
um sem ræddi lengi dags við fröken
klukku og skildi ekkert í því hvað
hún var alltaf þurr á manninn.
Þetta er mjög algengt enn í dag að
innlesið svar hefjist á orðunum:
Þetta er sjálfvirkur símsvari.
Tölvupósturinn vinsæli
í nútímanum er tölvupóstur eitt
vinsælasta og mest notaða sam-
skiptaformið og fer mjög vaxandi.
Rétt eins og fólk notar tölvupóst sín
á mUli í stað bréfa og símtala hafa
stór fyrirtæki og stofnanir í vaxandi
mæli samskipti við viðskiptavini
sína gegnum Netið og þá jafnan með
tölvupósti. Margir þekkja t.d. net-
verslanir eins og Amazon sem send-
ir viðskiptavinum ábendingar í
tæki, sem stunda mikil viðskipti á
Netinu, tekið í notkun afar fullkom-
in tölvubúnað til þess að lesa og
flokka tölvupóst sem berst til fyrir-
tækisins. Öfugt við frumherjana
sem settu inn vamaðarorðin um að
þú værir að hlusta á upptöku þá
gæta fyrirtækin þess að viðskipta-
vinurinn verði þess ekki var að
hann sé að fá tölvupóst sem tölva
hefúr sent honum.
Tölvan sár um svörin
Gott dæmi um þetta er embætti
forseta Bandaríkjanna, Hvíta húsið.
Þangað berst gríðarlegt magn af
tölvupósti, ætlað forsetanum og
embætti hans með fyrirspurnum af
ýmsu tagi. Það er tölva sem les all-
an póstinn og flokkar eftir inni-
haldi. Siðan velur tölvan staðlað
svar úr safni svara sem starfsmenn
Hvíta hússins hafa skrifað og send-
ir um hæl. Þetta er hugbúnaður sem
var hannaður af rannsóknarstofu
Massachusetts Institute of
Technology sem fæst sérstaklega
við gervigreind. Það er síðan einn
starfsmaður sem situr við og fylgist
með að kerfið starfi eðlilega og tek-
ur sýnishom af svörunum annað
veifið.
Nú kynni einhver að segja að
þetta væri í rauninni aðeins nú-
tímaútgáfa af því að senda stöðluð
svarbréf við algengum fyrirspum-
um og má það rétt vera. Kerfið stíg-
ur hins vegar skrefi lengra því það
fylgist með því hver oft viðkomandi
hefur skrifað til Hvíta hússins og
gætir þess að hann fái ekki sams
konar bréf tvisvar í röð. Þannig er
reynt að halda uppi þeirri tálsýn að
sendandi standi í raunverulegum
samskiptum við Hvita húsið þegar
raunveruleikinn líkist því að talað
sé við sjálfvirkan símsvara.
Tölvan sendi viðvörun
í janúarhefti Techology Review,
sem MIT gefur út, er fjallað um
slíka tölvuvædda póstþjónustu sem
getur stigið skrefi lengra. Þetta er
Hvernig getum við veriö viss um aö þaö sé ekki tölva sem viö erum að skipt-
ast á tölvupósti viö?
tölvupósti um nýjar bækur eða
geisladiska sem þeir kynnu að hafa
áhuga á að er ábendingin þá byggð
á fyrri viðskiptum viðkomandi við
fyrirtækið. Það er mjög líklegt að
mannshöndin komi þar hvergi ná-
lægt heldur sé það fullkomið hug-
búnaðarkerfi sem sér um útsending-
ar og gætir þess að réttir viðskipta-
vinir fái réttan póst.
í Bandaríkjunum hafa stór fyrir-
hugbúnaður sem heitir Echo Mail
og gegnir líku hlutverki og því sem
lýst er í Hvíta húsinu en Echo Mail
er einkum notað af stórum fyrir-
tækjum.
Meðal þeirra sem nota Echo Mail
er bandarisku stórfyrirtækin J.C.
Penney og Nike. Echo Mail les allan
tölvupóst og beinir honum til réttra
deilda eftir því hvort um að ræða
pantanir, kvartanir eða eitthvað
Áöur fyrr mátti treysta því að í samskiptum viö stórfyrirtæki og stofnanir væri alltaf mannvera á hinum endanum á
línunni. í dag gegna tölvur vaxandi hlutverki í mannlegum samskiptum og á köflum getur veriö erfitt aö greina mun-
inn á henni og manninum.
annað og sendir svör. Kerfið metur
innihald skeytanna og „viðhorf"
sendandans.
J.C. Penney var um tíma kostun-
araðili eða „sponsor" á vinsælli
sjónvarpsþáttaröð sem heitir Ellen
og margir íslenskir áhorfendur
kannast við. Það vakti mikla athygli
i Bandaríkjunum þegar aðalleik-
kona i þáttaröðinni fjallaði opinber-
lega um samkynhneigð sína, þ.e.
„kom út úr skápnum“ eins og það
mun vera kallað. í kjölfarið fjölgaði
mjög tölvuskeytum til J.C. Penney
þar sem greina mátti andúð í garð
fyrirtækisins vegna þessa. Echo
Mail gerði þegar stað viðvart með
því að senda eftirlitsmanni keríls-
ins tölvupóst þar sem vakin var at-
hygli á tölfræðilegri íjölgun skeyta
með slíkum undirtóni og það tengt
við sjónvarpsþáttinn. I kjölfarið
ákvað J.C. Penney að hætta stuðn-
ingi við þáttaröðina.
kunnugt um að slík forrit væru í
notkun á íslandi hjá hérlendum fyr-
irtækjum.
„Viö munum fylgjast grannt með
þessari þróun því þetta er þjónusta
sem við viljum geta boðið viðskipta-
vinum okkar upp á. Mér finnst
þetta mjög spennandi tækni en við
förum oft varlega í að taka í sölu
glænýjan hugbúnað fyrr en við
erum vissir um að búið sé að full-
þróa hann og losna við villur."
-PÁÁ
Toyota
Nissan
Range Rover Ford
Chevrolet
Suzuki
Cherokee
JeepWillys
Land Rover
Musso
Isuzu
S (M)
ALLT PLAST
Kænuvogi 17 • Sími 588 6740
Framleiðum brettakanta. sólskyggni og boddíhluti á flestar gerðir jeppa,
einnig boddíhluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmíði og viðgerðir.
Ertu maður eða tölva?
í nettímaritinu Salon Magazine
var nýlega fjallað um þetta og bent
á þá möguleika sem felast i því að
láta tölvu í raun dulbúast sem mað-
ur og koma þannig auglýsingaskila-
boðum á framfæri eins og um skila-
boð frá „kunningja" væri að ræða.
Þannig sæju stórfyrirtæki leið til að
komast fram hjá auglýsingapósti
sem netverjar hata meira en allt
annað.
í Salon er dregin upp sú framtíð-
arsýn að i netsamræðum framtíðar-
innar verði allir „menn“ með sér-
staka kennitölu eða auðkenni sem
þeir geti notað til að sanna að þeir
séu menn en ekki tölvur.
filboð óskast / bein sala
Hino KL-645, árgerð 1981.
Eigin þyngd 4550 kg,
burðargeta 4950 kg.
Heildarþyngd 9500 kg.
Ekinn 394.804 km.
Nissan Patrol, árgerð 1987
dísil
ekinn 373.343 km.
Bíllinn er grár að lit
og þarfnast lagfæringa
Bíllinn er gulur að lit
og þarfhast lagfæringa.
r
Ahugaverð þróun
Halldór Hafsteinsson, markaðs-
stjóri netþjónustu Nýherja, sagði í
samtali við DV að sér væri ekki
Báðar bifreiðamar hafa verið í notkun og viðhaldi hjá verkstæði V&Þ.
Ofangreindar bifreiðar eru til sýnis og sölu hjá Vélum og Þjónustu hf.,
sími 5-800-200, Gunnar Már (upplýsingar) eða Stefán (verðtilboð).