Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Síða 34
34
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
Qelgarviðtalið
að fór hrollur um alla
hestamenn landsins þeg-
ar þeir hlustuðu á fréttir
föstudagsmorguninn 4.
febrúar síðastliðinn. Þar var sagt
frá hesthúsbruna í Mosfellsbæ þar
sem eldur kom upp í hesthúsi
snemma morguns. 32 hross voru í
húsinu og sumum tókst að bjarga
en 19 hross brunnu inni. Þar á
meðal ómetanleg keppnishross og
efnilegur graðhestur. 11 hrossanna
voru í eigu Eliasar Þórhallssonar,
tamningamanns og knapa, en
hann og fjölskylda hans áttu hest-
húsið.
Elías stendur eftir nánast slypp-
ur og snauður þar sem hrossin
voru ótryggð en þau voru að kalla
aleiga hans af jarðneskum eigum.
DV fékk Elías til að ræða þessa
lífsreynslu og bað hann fyrst að
rifja upp þennan örlagaríka föstu-
dag.
Treysti már ekki að fara
„Ég vaknaði við símann um
klukkan hálfsex um morguninn.
Kunningi minn var í símanum og
sagði mér að hesthúsið stæði í
björtu báli. Hann býr rétt hjá hest-
húsunum og var búinn að fara nið-
ur eftir og gera sér grein fyrir að-
stæðum. Ég vissi strax að þetta gat
ekki þýtt nema eitt og það þyrmdi
yfir mig og ég treysti mér engan
veginn til þess að fara á staðinn.
Ég fór ekki niður eftir fyrr en um
hádegi og þá var búið að fjarlægja
hrossin. Ég er feginn að ég fór ekki
á staðinn um morguninn því fyrir
mér er þetta eins og að missa nána
ættingja og ég veit ekki hvort ég
hefði afborið það,“ segir Elias um
leið og hann fer í huganum yfir at-
burði og er þungur á svip.
Elías missti öll sín hross, 11 tals-
ins í brunanum en auk þess brunnu
inni hross sem fjölskylda hans átti,
hross sem hann var með í tamningu
fyrir aðra hestamenn, vini og kunn-
ingja. Þarna voru hestar sem Elías
hafði sjálfur átt frá þvi þau voru
folöld eða keypt og tamið. Þetta
voru skepnur sem hann hafði verið
samvistum daglangt árum saman.
Þar bar hæst keppnishestinn Vála
frá Nýjabæ sem Elías haíði lagt
mikla vinnu í að temja og þjálfa og
hafði ítrekað unnið til verðlauna og
var í úrslitum í A-flokki gæðinga á
síðasta landsmóti og hafði tvisvar
komist í A-úrslit á íslandsmóti.
Einstakur höfðingi
„Ég keypti þennan hest árið 1994,
þá sex vetra gamlan, og var búinn
að leggja griðarlega vinnu í að
temja hann og þjálfa. Þetta var ein-
stakur karakter, stórbrotinn í skapi,
gerði sér mikinn mannamun og var
eitt fallegasta hross sem maður sér.
Þetta var einstakur höfðingi og fer-
ill okkar saman var búinn að vera
skrautlegur og það hafði mikill tími
og orka farið í að vinna með hon-
um. Það mátti segja að hann væri
kominn á hátind ferils síns og ég
sakna hans mikið.“
Þó Elías segist sjá eftir öllum
hestunum sem fórust í brunanum
þá höfðu sum nokkra sérstöðu í
huga hans. Þannig var t.d. um fjög-
urra vetra stóðhest, Æsi, sem þarna
endaði líf sitt og Elías tregar mjög.
Alger gullmoli
„Þetta var alger gullmoli, svona
hestur sem maður bíður eftir alla
sína ævi. Hann var undan Hrynj-
anda frá Hrepphólum og Tinnu frá
Ljónsstöðum. Frændi minn á
þessa hryssu og ég fékk hana lán-
aða þegar ég eignaðist Æsi. Þetta
var einstaklega falleg skepna sem
átti að fara í dóm í vor. Ég hafði
aldrei látiö hann koma nálægt
hryssu en eftir að hann kom á hús
í haust fóru þegar að berast pant-
anir undir hann í sumar. Ég á
ekki einu sinni mynd af honurn,"
segir Elías.
Elías hefur haft framfæri sitt af
hestamennsku frá því að hann var
19 ára gamaR. Um það leyti lagði
hann endanlega á hilluna áætlanir
um flugnám og sneri sér aö hesta-
mennskunni sem hafði fylgt hon-
um frá barnæsku.
Þeir sem eru hestamenn að at-
vinnu fást einkum við að temja
hross fyrir aðra og stunda járning-
ar. Þeir kaupa og selja hesta, þjálfa
og keppa á sínum eigin hrossum.
Þetta er sá heimur sem Elías lifir
og hrærist í ásamt nokkrum tug-
um annarra hestamanna sem
stunda hestamennsku eingöngu.
Tengslin verða sterk
„Þetta er ekki vinna sem maður
stundar frá 9-5. Þetta snýst um að
vera í hesthúsinu eða á hestbaki
aUa daga frá morgni til kvölds og
dögum saman hittir maður varla
annan mann heldur talar bara við
hrossin. Þarna myndast miklu
sterkari tengsl en fólk sem ekki á
hesta getur áttaö sig á. Þetta eru
lifandi dýr sem verða bestu vinir
manns,“ segir Elías þegar hann
reynir að lýsa reynsluheimi hesta-
mannsins fyrir blaðamanni.
Nokkuð hefur verið fjallað um
Fjölskylda Elíasar hefur verið lengi í hestamennsku og fjölskyldan stendur saman í því að endurbyggja hesthúsið.
Með Elíasi á myndinni eru systur hans, Þórhildur og Hrafnhildur.
eldsupptök í brunanum í MosfeUs-
bæ og mikil umræða um trygg-
ingamál hrossaeigenda og öryggis-
mál í hesthúsum hefur fylgt i kjöl-
farið. En hver voru eldsupptökin?
Eldur í spónum
„Það kviknaði í útfrá ljósi í
spónageymslu sem hefur kviknað
á af einhverjum ástæðum sem eng-
inn veit um,“ segir Elías. Verið
var að blása spónum inn í geymsl-
una kvöldið fyrir brunann, langt
fram á nótt. Við það virðist hafa
kviknað á vinnuljósi, svoköRuðum
hundi í spónageymslu.
Elías segir að það sé rangt sem
kom fram í fyrstu að upptökin
hefðu verið útfrá rafmagnstöflu.
Hann gagnrýnir harkalega Bjarna
Mathiesen, starfsmann Eldvarna-
eftirlitsins sem fjallaði um brun-
ann á opnum fundi í MosfeUssbæ.
„Þessi maður fór með tómt fleip-
ur. Hann talaði um að kviknað
hefði í útfrá töflunni sem er al-
rangt. Hann sagði að rými sem
ætlað var undir kaflistofu hefði
verið fuUt af spónum sem er alger-
lega ósatt og hann hélt því fram að
eldvarnaveggur hefði verið ófuU-
nægjandi. Þetta var líka rangt og
það er sorglegt að maður í hans
starfi skuli fjalla af slíku gáleysi
mn þetta á opinberum vettvangi.
Þetta var aUt rekið ofan í hann á
fundinum i MosfeUsbæ en mér
skilst að hann hafi farið með sömu
vitleysurnar á fundi hjá Fáks-
mönnum," segir Elías og er tals-
vert niðri fyrir.
En hvernig stóð á því að hest-
arnir voru ótryggðir?
„Ég skipti um tryggingafélag
fyrir skömmu og þá ræddi ég mik-
ið við þá um tryggingar hrossa og
iðgjöld af þeim. Ef ég hefði gengið
að þeim skUmálum sem þá buðust
hefði ég þurft að borga mörg
hundruð þúsund krónur í iðgjöld á
hverju ári.
Síðan þegar fulltrúar trygginga-
félaganna mættu á almennan fund
með hestamönnum á dögunum eft-
ir brunann þá var komið annað
hljóð í strokkinn og þeir voru að
bjóða mönnum miklu aðgengUegri
og er hann númer' 10.000.
„Ég veit ekkert um þetta mál
annað en komið hefur fram. Ég er
afskaplega þakklátur öUum þeim
sem sýnt hafa mér stuðning í
þessu máli, bæði fólki og fyrir-
tækjum. Það má koma fram að
hestabúðirnar, Töltheimar,
Ástund og MR-búðin hafa aUar gef-
ið okkur búnað og fatnað tU að
byrja aftur og fyrir það er ég mjög
þakklátur. Sá stuðningur og
hvatning sem ég hefi mætt hefur
náð mér aftur upp úr þeirri lægð
sem ég lenti í fyrst á eftir.“
Elías lærði ungur að þekkja fal-
lega hesta þegar hann sér þá.
Hann ólst upp í Kópavoginum og
fór snemma að fylgja föður sínum
í hesthúsin hjá Gusti en faðir
hans, ÞórhaRur Karlsson, flug-
maður var mikiU hestamaður.
„Ég man fyrst eftir mér á hest-
baki í kringum fimm ára aldurinn
en fyrsta sinn sem ég keppti var á
Landsmóti i Skógarhólum 1978. Þá
keppti ég í flokki 10-12 ára á hesti
sem mamma átti og hét Geisli. Þá
var ég reyndar aðeins átta ára en
það var látið gott heita. Ef ég man
rétt þá komst ég i verðlaunasæti,
númer átta. „
Síðan hefur Elías keppt á fleiri
mótum en talin verða upp og gerði
tUraun til að komast á heims-
meistaramótið, síðast þegar það
var haldið. Hann komst nálægt því
að komast í landslið í það skipti.
„Maður stefnir að því. Það geng-
ur bara betur næst.“
ÞórhaUur og fjölskylda fluttu
bækistöðvar sínar úr Gustshverf-
inu 1981 og byggðu fyrsta hesthús-
ið við KjóaveUi þar sem þau voru
í mörg ár. ÞórhaUur var þyrluflug-
maður hjá Landhelgisgæslunni og
það varð fjölskyldunni mikið áfaU
þegar hann fórst ,með þyrlunni
Rán í Jökulfjörðum árið 1984.
„Ég var 14 ára þegar þetta var
og má segja að ég hafl tekið viö
hesthúsinu að föður mínum látn-
Átta ára á landsmóti
Tók við 14 ára
tryggingar sem kostuðu ekki næst-
um því eins rnikið."
Rúmar sex milljónir
En hve mikið var tjón Elíasar?
„Það er auðvitað aldrei hægt að
meta hesta nákvæmlega tU fjár.
Það þekkja aUir sem hafa staðið í
viðskiptum með hross að verðið er
ekki endanlegt fyrr en peningarn-
ir liggja á borðinu. Ég fór í gegn-
um skUnað fyrir skömmu og þá
gerðum við samkomulag um að ég
tæki með mér aUar skuldir heimfl-
isins en fengi hrossin í staðinn. Þá
var giskað á að verðmæti þeirra
væri rúmar sex miUjónir. Nú á ég
bara skuldirnar eftir.
Þar fyrir utan voru í hesthúsinu
mikil verðmæti í dýrum reiðtygj-
um, búnaði sem fylgir hesta-
mennsku, fatnaði og fleiru. Verð-
mæti þess hefur sennUega verið
nokkur hundruð þúsund. En þetta
tjón verður í raun aldrei bætt þó
ásættanlegt verð fáist fyrir hest-
húsið sjálft sem var eðlilega
tryggt."
Þakklátur fyrir stuðning
Elías er vel kynntur í heimi
hestamennskunnar og félagar
hans og nágrannar í MosfeUsbæ
hafa efnt tU söfnunar tU styrktar
honum við þessar erfiðu aðstæður.
Stofnaður hefur verið reikriingur í
Búnaðarbankanum í MosfeUsbæ
Þetta er Váli frá Nýjabæ, eftiriæti Elíasar s
sem hann fær frá eigandanum. Þarna eru E
árið 1997.
J