Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 35
H>’V LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 %ilgarviðtalið Eltas Þothallsson. tamningamaöur og knapi, missti alla bestu vini sína þegar hesthús fjólskyldu hans brann til kaldra kola i Mosfeltsbæ og 19 hross brunnu þar inni. Pai á meöal öli hross Elíasar. ið missa alla vini sína - Elías Þórhallsson tamningamaður missti aleiguna í hesthúsbruna í Mosfellsbæ em drapst í brunanum. „Stórbrotinn í lund og einstakur höfðingi" eru eftirmælin ilías og Váli saman á sigurstundu í A-flokki gæðinga á móti hjá Herði í Mosfellsbæ DV-myndir GVA um og þaö hefur tilheyrt mér síð- an,“ segir Elías sem stóð uppi foð- urlaus fjórtán ára með mikla ábyrgð. Hann telur það mikla gæfu fyrir sig að árið eftir, 1985, kynntist hann Eiríki Guðmunds- syni hestamanni, sem var um 10 árum eldri og varð hans læri- meistari og vinur í hestamennsk- unni. r Aföll og vinamissir „Eiríkur kenndi mér flest af því sem ég kann í hestamennsku. Hann var ótrúlega næmur og snjall hestamaður. Það má segja að hann hafi hugsað eins og hross og það var ótrúlegt að sjá hve góðu sambandi hann náði við hrossin. Hann var mesti snillingur og mesti reiðmaður sem ég hefi kynnst. Hann var mikill maður og ég sakna hans mikið.“ Eiríkur Guðmundsson lést á sviplegan hátt fyrir aldur fram fyr- ir tveimur árum og var öllum sem þekktu hann harmdauði. Elías tók fráfall hans mjög nærri sér og seg- ir að það hafl haft djúp áhrif á sig. En mótlæti og áfoll höfðu ekki sagt skilið við Elías þegar hér var kom- ið sögu því hann slapp naumlega við stórmeiðsl í bílslysi á Vestur- landsvegi síðastliðinn vetur. „Ég og mágur minn vorum að flytja varning upp í hesthús á tveimur bílum. Hann ók á undan á pallbíl og ég á eftir á jeppa. Á leið- inni upp eftir fauk drasl af pallin- um hjá honum og við stoppuðum til að tína það upp og ganga frá því á pallinum. Bíllinn stóð úti í kant- inum og þar sem við stöndum þarna upp við hann kemur allt í einu bfll út úr kófinu og það skipt- ir engum togum að hann ekur á okkur. Ég fékk hornið í mig og kastaðist frá og slapp með skrám- ur en mágur minn klemmdist milli bflanna og brotnaði mjög illa á báðum fótum. Það voru óbæri- lega langar mínútur sem ég sat með hann í fanginu þarna á Vest- urlandsveginum í gersamlega brjáluðu veðri og við biðum sam- an eftir sjúkrabflnum." Þessi mágur Elíasar missti ann- an fótinn í kjölfar slyssins og er í dag með gervifót en talinn á nokk- uð góðum batavegi. Árið 1991 missti Elías einnig góðan vin og félaga í hestamennsk- unni þegar Sigurður Heiðar Valdi- marsson fórst í bílslysi. Á síðustu árum hafa þvi örlögin lagt ýmsar byrðar á herðar Elíasi Þórhafls- syni og nú síðast missir allra hest- anna. Hvernig hefur hann mætt þessum áfóllum? Lífið er dýrmætt „Það þýðir ekkert annað en að trúa þvi að með þessu sé verið að reyna mann og það eina sem mað- ur getur gert er að reyna að læra af þessu og verða þroskaðri og betri maður á eftir. Það þýðir ekki að leggja árar í bát svo mikið er víst. Mótlæti og sorg breyta lífsvið- horfum manns. Maður skynjar hve lífið er dýrmætt og hve verald- leg gæöi og verðlaunapeningar skipta í rauninni litlu máli í sam- anburði við mannslífin.“ Elías segist hafa farið „langt niður“ eins og hann orðar það í kjölfar brunans en sé nú kominn á fullt ásamt fjölskyldunni við að endurbyggja hesthúsið. En hann er vel meðvitaður um nauðsyn þess að huga að sálarheill sinni og hefur rætt við sálfræðing sem hann þekkir vel og hefur í hyggju að leita til hans innan skamms. „Mér hefur ekki liðið neitt sér- staklega vel og finnst að það hafi ekki verið mikið tfl að brosa yflr að undanfornu en lífið verður að halda áfram.“ En hvað tekur við í hesta- mennskunni hjá Elíasi á næst- unni? „Hestaeign mín er um þessar mundir slík að ég á tvær gamlar merar og önnur þeirra er með fyli. Það er kannski ekki björguleg hrossaeign en það er ómögulegt að segja hvað kemur út úr þessu. Strax og hesthúsið fer að komast upp þá fer ég að taka við hrossum í tamningu og held áfram þar sem frá var horfið og reyni að byggja mig aftur upp.“ -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.