Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Side 36
48 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 ffirnn - með ítarlegri greiningu, segir Ámi Árnason. sjúkraþjálfari og íþróttakennari „Mikilvægt er fyrir þá sem verða varir við einkenni álagsmeiðsla að virða sársaukann. Menn verða að læra að hlusta á rödd líkamans en það er list sem ekki er öllum gefin,“ segir Árni Árnason MSc, sjúkraþjálfari og íþróttakennari. Meiðsl, meðhöndlun þeirra og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn meiðslum eru atriði sem eru ofar- lega i huga allra íþróttaiðkenda. Trimmsíðan leitaði ráðlegginga hjá Áma Ámasyni MSc, sjúkra- þjálfara og íþróttakennara hjá Gáska sjúkraþjálfun í Reykjavík. Árni á að baki umfangsmikla menntun í þessum fræðum. Hann lauk prófi i sjúkraþjálfun frá Há- skóla íslands og síðan prófi frá íþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni. Að loknu námi vann hann við fag sitt í tvö ár en síðan lá leið hans til Noregs í framhaldsnám í íþróttaháskóla í Ósló. Ámi lauk mastersprófi þaðan árið 1993 með íþróttameiðsl sem sérgrein. Árni er þegar byrjaður á doktorsnámi í sama háskóla í Ósló og ætlar sér 4 ár til þess. „Ég sé ekki fyrir endann á náminu þó að ég ljúki doktorsprófi. Nauðsyniegt er að halda sér við í þessu fagi og ekki um annað að ræða en bæta sí- fellt við þekkingu sína. Menn eru fljótir að staðna því það eru sífellt að koma fram nýjungar,“ segir Árni. Árni tók fram að meiðslum mætti skipta gróflega í tvennt, annars vegar svokölluð bráð meiðsl og hins vegar álagsmeiðsl. „Bráð meiðsl koma snöggt, t.d. við tognanir á liðböndum, vöðvatogn- anir, maráverka eöa beinbrot. Álagsmeiðslin eru oft töluvert erf- iðari viðfangs og byrja venjulega mjög hægt. Einkennin finnast oft fyrst í upphitun eða í sársauka- seyðingi eftir æfingar eða keppni. Álagsmeiðsl vilja ágerast smám saman og geta endað þannig að einstaklingurinn verður ófær til þess að æfa og eru oft mjög þrálát. Beinhimnubólga, sem flestir þekkja, er dæmigert álagsmeiðsl hjá trimmurum. Fjölmargir skokk- arar þekkja vandamál sem þeir fá undir iljamar sem oft eru tengd hælbeininu og geta verið ansi langvinn. Sum hnévandamál eru dæmigerð álagsmeiðsl, t.d. „runn- ers knee“ sem einkennast af óþæg- indum í utanverðu hnénu. „Jumpers knee“ eru önnur þekkt álagsmeiðsli i neðri brún hnéskelj- ar en þau eru algeng hjá íþrótta- mönnum í greinum sem byggjast á stökkmn. Álagsmeiðsl eru ekki að- eins bundin við fætur, þau geta einnig komið fram í baki og eru til dæmis algeng hjá skokkurum. Þau byrja oft sem smáseyðingur sem getur ágerst. Bakmeiðsl má oft rekja til skóbúnaðar, misbeitingar líkamans eða of mikils álags.“ Virða sársaukann „Mikilvægt er fyrir þá sem verða varir við einkenni álags- Hlaupadagskrá ársins 2000 Hlaupadagskrá ársins 2000 leit nýléga dagsins ljós. Að venju er þar hægt að velja úr ótrúlegu framboði hlaupa um land allt. Búast má við því að þátttaka verði óvenju góð i mörgum hlaupum ársins, enda vilja margir skokkarar efna heit sitt um þátttöku í hlaupum á árinu 2000. meiðsla að virða sársaukann. Menn verða að læra að hlusta á rödd líkamans en það er list sem ekki er öllum gefin. Gera verður greinarmun á meiðslum og venju- legum stífleika að loknum erfiðum æfmgum. Munurinn á því tvennu lærist ekki nema með tilfinning- unni. Rétt greining er mikilvægust þegar bera fer á álagsmeiðslum. Þó að einkennin sem slík séu með- höndluð koma þau strax aftur ef orsökin er enn fyrir hendi. Ein- kennameðferð á álagsmeiðsl geng- ur mjög sjaldan ef orsökin er ekki upprætt um leið. Taka má einkenni beinhimnu- bólgu sem dæmi. Þegar einstak- lingur kemur í meðferð við henni er mikilvægt að byrja á itarlegri greiningu, skoða fætur, stöðu, hugsanlegt misvægi líkamans, skekkju eða snúning á fæti. Ef við- komandi er skokkari er hlaupalag- ið grannt skoðað, skóbúnaður vendilega athugaður, hugsanlega með tilliti til innleggs, á hvernig undirlagi er hlaupiö, hvort æfinga- álagið er hóflegt og hvernig æfing- um er háttað. Þegar þessi þekking- arbanki er kominn er fyrst hægt að finna út orsakir og taka á vandamálinu. Oft má rekja álagsmeiðsl tO margra samhangandi þátta. AI- gengt er að vandamál finnist sem geta síðar orðið orsök álags- meiðsla. Fyrirbyggjandi aðferðum er oft hægt að beita með því að nota skó með góðum stuðningi eða jafnvel innlegg ef skómir duga ekki til. Það telja margir að kaup á dýrum skóbúnaði sé trygging gegn álagsmeiðslum en svo þarf alls ekki að vera. Dýrasti búnaðurinn er ekki alltaf sá besti. Skóval er verulega einstaklingsbundið og verður að skoða með tilliti til hvers og eins. Þeim sem glíma til dæmis við skekkju í fótleggjum dugar oft best að fá mjög stöðuga skó, frekar en kaupa einhverja rándýra skó með mikilli dempun. Álagsmeiðsl eru oft ansi þrálát, til dæmis bólgur í sinum, undir il, í hásinum eða beinhimnubólga. Þegar íþróttamenn finna fyrir ein- kennum álagsmeiðsla er mikil- vægt að reyna að halda góðum hita á viðkomandi svæðum. Þeir sem glíma við beinhimnubólgu ættu til dæmis að nota legghlífar meðan á æfingu stendur. Skokkar- ar með aumar hásinar ættu að leggja sérstaka áherslu á að nota hlýja sokka. Að loknum æfingum er mikilvægt að kæla aum svæði til að minnka hólgur," segir Ámi. Fyrirbyggjandi aðgerðir Ámi tók fram að áðurtöldum at- riðum geti einstaklingar sinnt sjálfir en ef þær dugi ekki ættu menn að leita sér frekari aðstoðar. „Því lengur sem glímt er við vandamálin án aðstoðar, þeim mun erfiðari verða þau í meðferð. Hægt er að gera margt til að fyrir- byggja meiðsl og einungis spum- ing um hve langt menn vOja ganga í þeim efnum. Það er algert grund- vaOaratriði að hita vel upp fyrir æfingar. Þeir sem eru byrjendur í einhverri íþróttaiðkun ættu að byrja rólega á æfingum. Áldrei verður lögð of mikO áhersla á að gera teygjur að lokn- um æfingum. Teygjur hjálpa tO við slökun vöðvanna og lengingu stuttra vöðva. Það skaðar engan að hafa sérfræðing með í ráðum. TO eru aðferðir sem ganga beinlín- is út á leit að orsakaþáttum meiðsla. Viðkomandi er tekinn í kerfisbundna skoðun og leitað að þáttum sem eru ávísun á meiðsl. Þar eru skoðaðir hlutir eins og lið- leiki, styrkur, styrkhlutföO, hlaupagreining, fótleggir, bak, hlaupalag myndað og rannsakað vel í tölvu. Þannig er oft hægt að sjá fyrir skekkjur í líkamanum sem geta valdið meiðslum. I þannig greiningu finnast oft tveir eða fleiri þættir sem benda á einn ákveðinn stað líkamans. Þá er það hlutverk leiðbeinandans að setja upp sérstakar æfingar, breyta skó- búnaði eða gera aðrar breytingar," segir Árni. -ÍS Fram undan... Febrúar: 29. Hlaupárshlaup Hreyfingar Hefst kl. 18.30 við gatnamót I Miklubrautar og Réttarholtsveg- | ar. Hlaupið fer fram í 3. sinn ; (fyrst 1992). Vegalengdir: 4,5 km og 9 km með tímatöku. Flokka- | skipting ákveðin síðar. AOir sem ljúka hlaupunum fá verðlauna- j pening. Verðlaun fyrir 1. sæti . karla og kvenna í báðum vega- I lengdum. Útdráttarverðlaun. ; Skráning í Hreyfingu frá kl. j 12.00. Upplýsingar á skrifstofu | Hreyfingar í síma 568 9915. Mars: 25. Marsmaraþon Hefst kl. 09.30 við Ægisíðu, | Reykjavík (forgjafarhlaup, skrán- ing þarf að berast viku fyrir hlaup). Vegalengd: maraþon með tímatöku. AOir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Upplýsingar: Pétur I. Frantzson í síma 551 4096, símboða 846 1756 og hlaupa- | siðu Félags maraþonhlaupara. I Apríl: 18. Flóahlaup UMF Samhygðar Hefst kl. 14.00 við Félagslund, Gaulverjabæjarhreppi. Vega- lengdir: 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 14 ára og yngri (3 km), kon- | ur 39 ára og yngri, 40 ára og eldri : (5 km), opinn flokkur kvenna (10 : km), karlar 39 ára og yngri, 40-49 ára, 50 ára og eldri (10 km), opinn flokkur karla (5 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu i hverjum flokki. Upplýsingar Markús ívarsson í síma 486 3318. 20. Víðavangshlaup ÍR og Elkó Hefst kl. 13.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd: 5 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. | Keppnisflokkar í sveitakeppni eru íþróttafélög, skokkklúbbar og : opinn flokkur. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Verð- laun fyrir 1. sæti í hveijum ald- I ursflokki. Boðið verður upp á kaffihlaðborð eftir hlaup. Skrán- ing í Ráðhúsinu frá kl. 11.00. Upp- lýsingar Gunnar Páll Jóakimsson I í síma 565 6228, Kjartan Ámason í sima 560 5536 og ÍR-heimilið við Skógarsel i síma 587 7080. 20. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Hefst kl. 13.00 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Vegalengdir: 1 km, 1,4 km og 2 km með tímatöku og s flokkaskiptingu, bæði kyn: 5 ára ■J og yngri (200 m), 6-7 ára (300 m), 8-9 ára (400 m), 10-12 ára (1 km), j 13-14 ára (1,4 km), 15-18 ára, 19-29 ára, konur 30 árá og eldri, í karlar 30-39 ára, 40 ára og eldri (2 km). Sigurvegari í hverjum r flokki fær farandbikar. Upplýs- ingar Sigurður Haraldsson í sima 565 1114. 20. Víðavangshlaup Vöku Upplýsingar: Fanney Ólafs- dóttir í síma 486 3317. Maí: 1.1. maí hlaup UFA Hefst kl. 13.00 við Sportver. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku og flokkaskiptingu, 3 bæði kyn: 6 ára og yngri (1 km), j 7-9 ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára (2 km), 17-39 ára, 40 ára og eldri (4 km eða 10 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í öllum flokkum og allir sem ljúka keppni fá verð- launapening. Útdráttarverðlaun. Skólakeppni. Upplýsingar: Sig- urður Magnússon í síma 898 0468 og 461 1150.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.