Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Blaðsíða 56
68
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 J>"V
tytótgæðingur vikunnar
Nýkaup
Þa r sen i ferskleikim i b\r
Y
Peruterta
Tekur dálitinn tíma
2 stk. brúnir botnar
140 g sykur
4 egg
80 g hveiti
2 msk. kartöflumjöl
1 msk. kakó
1 tsk. matarsóti
Frómas
2 eggjarauður
40 g sykur
6 blöð matarlím
150-200 suðusúkkulaði
2 dl rjómi
1 dl rjómi
Þeytið sykur og egg mjög vel
saman (ca 10-13 mín.) sigtið þurr-
efnin saman við og blandið var-
lega saman með sleikju. Bakið
við 220° C í 8-9 mín. í tveimur
fromum, 26 cm. Þeytið rauður og
sykur vel saman, leysið matar-
límið upp og blandið perusafa
saman við. Blandið matarlíminu
saman við þeytinguna, hellið svo
bræddu súkkulaðinu saman við,
blandið vel saman, blandið svo
þeytingunni saman við þeyttan
rjómann, raðið perum á botninn
og setjið frómasinn yfir, skreytið
meö perum og súkkulaði. Kælið í
ca 3-6 tíma.
Jarðarber og
hindber
„Sabayon"
Handa flórum
2 öskjur jarðarber, fersk
2 öskjur hindber, fersk
Sabayonsósa
4 eggjarauður
3 dl eplacider
2 msk. sykur
1 dl léttþeyttur rjómi
Skolið berin vandlega og snyrt-
ið. Setjið í djúpa diska eða skál-
ar. Hellið sósunni yfir.
Sabayonsósa Setjið eggjarauð-
ur, sykur og eplacider í pott og
þeytið saman yfir hita í 2 mínút-
ur. Þegar sósan er orðin vel
freyðandi er léttþeyttum rjóma
bætt saman við. Hrærið saman j
og hellið yfir berin.
Hollráð
í þessa sósu má einnig setja jj
líkjör eftir smekk eða freyðivín.
Vanilluís gefur réttinum enn
betri blæ.
I
Uppskriftirnar eru fengnar frá
Nýkaupi þar sem allt hráefni í
þær fæst.
... ......................;.:z.íc:í:-Æ
mmm
Að hætti Magneu:
ítalskt pasta og
frönsk lauksúpa
- og Ijúffengur ávaxtadesert með súkkulaðikurli
Það er Magnea Sif Agnarsdóttir
sem er matgæðingur vikunnar að
þessu sinni. „Þessir réttir eru alltaf
efst á lista hjá mér þegar ég er í
átaki. Lauksúpan er hrein og bein
snilld, bragðmikil og góð og er í
miklu uppáhaldi hjá mér. Pastað er
létt og sérlega gott, mér fannst þetta
tilvalinn réttiu- að koma á framfæri,
þar sem helmingur okkar íslend-
inga er í átaki. Að vísu verðum við
jú alltaf að fá að láta eitthvað eftir
okkur og þar kemur að desertinum
sem er vægast sagt algjört sælgæti,
en auðvitað er það dagamunur
hvort samviskan leyfir okkur svona
kaloríubombu. Ég persónulega ætla
að geyma hann í ca tvo mánuði, en
hvort það stenst verður timinn að
leiða í ljós,“ sagði Magnea Sif, mat-
gæðingur vikunnar að þessu sinni.
Frönsk lauksúpa
Fyrir 4
4 stórir laukar
1 púrrulaukur
8 sveppir (meðalstórir)
1/2 1 kjötsoð
4 þykkar hveitibrauðsneiðar
ostur, rifinn (magn eftir smekk)
salt
pipar
blandað grænmetiskrydd
1 nautakjötsteningur
1 grænmetisteningur
Aðferð:
Leggið brauðsneiðamar í botninn
á 4 eldfostum súpuskálum. Skerið
púrrulaukinn og sveppina í þunnar
sneiðar og dreifið yfir brauðið. Setj-
ið kjötsoðið i pott og látið sjóða með
kryddinu meðan þið léttsteikið
laukinn. Setjið laukinn út í soðið,
látið malla í eina til tvær mínútur,
hellið í skálamar, setjið ostinn yfir
og látið í ofn við 170 C, þar til ostur-
inn hefur brúnast.
ítalskt pasta
11/2 pakki ferskt pasta, tortilini
4 harðsoðin egg
1 rauðlaukm-
1/2 iceberg
2 tómatar
1/2 agúrka
2 dósir túnfisk í vatni
1 dós grænar ólífur
1/2-1 dós feta-ostur
1 dós af grænu pestó
Aðferð
Brytjið grænmetið niður og seijið
í skál. Hitið pastanúðlumar í 3 mín-
útur. Blandið saman og látið standa
í minnst 20 mínútur áöur en borið
er fram.
Kampavínslegnir ávextir
1 peli rjómi
1 tsk. vanillusykur
hesilhnetm-
jarðarber
bláber
epli
mandarinur
súkkulaðispænir
Aðferð
Blandið saman rjómanum og
vanillusykrinum og þeytið. Ávext-
imir em skomir niður og látnir
liggja í sykri í ca 2 klst. Síðan settir
í skál og rétt áður en desertinn er
borinn fram er örlitlu freyðivíni
hellt yfir eftir smekk. Rjóminn fer i
sér skál og súkkulaðispænirinn yfir
hann.
Ég skora á Hannes Jónsson
„frægðarljóma" sem matgæðing
næstu viku.
Nykaup
Þar semferskleikinn bfr
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar sem allt hráefni í þær fæst.
Appelsínuís með
marsipanskál
Tekur smátíma en er ein-
staklega bragðgóður og mjúk-
ur.
4 eggjarauður
75 g sykur
appelsína, bæði safi og börkur
60 g sykur
2 msk. vatn
' 5 dl rjómi
Marsipanskál
400 g marsi
150 g flórsykur
suðusúkkulaði
Setjið SEunan appelsínusafann
og börkinn, sykurinn og vatnið
og sjóðið rólega í 5-7 min., þeytið
á meðan sykur og eggjarauður,
sigtið safann og hellið út i þeyt-
inguna þegar hún er tilbúin.
Þeytið áfram í ca 1-2 mín., bland-
ið svo rjómanum varlega saman
við með sleikju. Frystið, berið
fram meö súkkulaðisósu og
marsipanskál ef vill.
Vinnið saman marsann og
flórsykurinn, fletjið út deigið
og skerið út hring (fyrir 3 kúl-
ur er hringurinn eins og undir-
skál). Penslið súkkulaðið yfir
og brjótið upp á. Gott er að
geyma skálina yfir glasi meðan
súkkulaðið er að stífna.
Carpaccio
Fyrir 6
400 g hráar nautalundir (eiimig
1 má nota file eða innra læri)
2 stórar sítrónur
fínt salt
nýmalaður svartur pipar
1/2 dl ólífuolía (extra virgin)
parmesanostur
Kjötið er skorið í þunnar sneið-
ar, u.þ.b. 25 g hver. Sneiðarnar
eru flattar út með spaða þar til
þær eru örþunnar. Því næst eru
þær settar yfir á matardisk. Hent-
ugt er að leggja plast ofan á og
renna fingri eftir þvi til aö jafna
kjötið á diskinum. Ólífuoliunni er
smurt yfir. Kryddið síðan með
salti og pipar. Að lokum er
sítróna kreist létt yfir kjötið og
nýrifnum parmesanosti stráð
yfir. Skreytt með steinselju.