Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Helgarblað DV Naomi Campell Með töskuna fulla af kjólum í viðtali sem John Casa- blancas, fyrrverandi forstjóri Elite-módelskrifstofimnar, veitti nýverið í tilefni af starfs- lokum sínum ljóstraði hann því m.a. upp af hveiju fyrir- sætan Naomi Campbell sagði skilið við fyrirtækið árið 1993. „Það var mér mikil ánægja að reka hana. Hún var í einu orði sagt hræðileg,“ sagði Casa- blancas. „Hún fór út á hverju kvöldi með handtöskuna fulla af kjólum og kom ekki heim fyrr en imdir morgun og þá með einhverri Mike Tyson- týpu af kærasta." Naomi man hins vegar söguna öðruvísi og segist hafa hætt hjá Elite af því að þeir uppfylltu ekki skyldur sínar gagnvart henni. Segir hún Casablancas sjálfan hafa grátbeðið sig um að snúa aftur en hún staðið fast á sínu. Þegar Casablancas var spurður út í fullyrðingar Naomi á hann á hinn bóginn að hafa sagt að aumingja stúlkan væri bara á einhverju afneitunarskeiði. Naomi Campell „Hún fór út á hverju kvöldi meö handtöskuna fulla af kjólum og kom ekki heim fyrr en undir morgun og þá meö einhverri Mike Tyson-týpu af kærasta, “ segir John Casa- blancas um drottninguna. Ragnheiður Skúladóttir flytur leiklistarnám á íslandi á háskólastig: Geri þetta ekki ein Ragnheiður Skúladóttir ólst upp í Reykjavík, fyrst við Háaleitisbraut- ina en síðan í Þingholtunum og lang- aði alltaf til að verða leikkona. Hún fór í Verslunarskólann og gekk þar alveg sérlega vel að læra hagfræði sem Tómas Bergsson.kenndi henni. Samt hætti hún eftir fjórða bekk og flutti sig yfir í Kvennaskólann og varð stúdent af félagsfræðibraut 1986. „Kennurum og skólastjóra í Kvennó tókst að mynda skapandi og hvetjandi andrúmsloft án sam- keppni." Ragnheiður daðraði við leiklist- argyðjuna á þessum árum með því að sækja margvísleg námskeið í Kramhúsinu með fLeiri verðandi leik- urum. Eftir Kvennó settist Ragnheiður á skólabekk i félagsfræði í Háskóla ís- lands, flutti að heiman, stundaði Kaffi Hressó og fannst háskólalífið ósköp notalegt. En listagyðjan lá í leyni og eftir stuttan námsferil gekk Ragnheiður á fund fóður síns, Skúla Pálssonar hæstaréttarlögmanns, og játaði fyrir honum að hún vildi hætta í Háskólanum og læra að verða leikari. „Við mamma þin höfum alltaf vit- að þetta,“ var svarið við yfirlýsingu hennar. Feitt fólk í köflóttum fötum Ragnheiður sótti um inngöngu í Leiklistarskóla ríkisins um vorið og komst í 32 manna úrtakshóp en ekki lengra. Hún fór um haustið til náms við The Naropa Institute í Boulder í Colorado sem var lítill einkaskóli sem lagði áherslu á listnám. „Ég vissi ekkert um Ameríku. Ég hélt aö þar byggi feitt fólk í köflótt- um fótum sem æti hamborgara." Ragnheiður reyndist vera eini nemandinn sem var eingöngu í leik- list við Naropa Institute. „Það var ágætt. Ég fékk að leika Fröken Júlíu.“ Ragnheiður reyndi aftur við inn- töku í Leiklistarskólann vorið eftir og komst nú skrefi lengra eða í 16 manna úrtak en með þeim hópi er unnið í heila viku áður en átta nemendur eru valdir úr hópnum en hún var ekki þar á meðal. Áttum ekki samleið „Þá ákvað ég að við Leiklistar- skólinn ættum ekki samleið. Ásgeir | Sigurvaldason kunningi minn benti : mér á Iowa University og þangað ; fór ég í leiklistamám næstu þrjú ' árin og lauk BA prófi.“ Ragnheiður naut vistarinnar 1 Jjj Iowa og sótti tíma í fjölbreyttum fogum sem tengjast leiklistinni og tók þátt i þeirri tilraunastarfsemi af listrænum toga sem blómstraði við skólann. í Minnesota University í Minnea- polis var Ragnheiður fyrst útlendinga við masters- É nám í leiklist í þrjú ár Löggilt gamalmenni Rétt að gera lítillega grein fyrir sér, eins og siðaðra manna er háttur. Segja frá heilsu og högum, stétt og stöðu. Ég er löggilt gamalmenni og á þess vegna áreiðanlega ekki langt eftir frekar en aðrir á mínu reki. Þrjú hundruð sextíu og fimm sinnum á ári vakna ég heima hjá mér í sama her- berginu, sama rúminu hjá sömu konunni og á sama tíma. Ég er að vona að þetta haldist svona þar til yfir lýkur, því ég á orðið erfitt með að afbera breytingar í lífi mínu. Og svo er guði fyrir að þakka að fyrstu andartök dagsvökunnar eru eigin- lega alltaf eins. Þegar ég er að losa svefninn á morgn- ana er ég undantekningarlaust í mjög af- gerandi svartsýniskasti. Ég er með þaö pollklárt og á hreinu að allt sé komið til helvítis. Tekur því varla aö opna augun enda andskotans nógu gott að taka sólar- hæðina í sálarlífinu með lokuð augu. Allt er sótsvart - ekki glæta. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að ég sé kominn á hausinn - orðinn fallítt. - Og með þvi að ég heyri konu mína raula gamlan slagara frammi í eldhúsi dreg ég þá ályktun að hún sé orðin mér afhuga út af einhveijum öðrum yngri, skemmtilegri og sprækari. Þá slæ ég því föstu að börnin mín og bamabörnin séu komin í rennu- steininn, bíllinn minn, býlið, hestarnir og hundurinn allt komið á uppboð og skatt- stjórinn búinn að komast að hinu sanna tíu ár aftur í tímann. Síðan leiði ég hugann að því að maginn, lifrin og nýrun séu að grotna innan í mér og brisið, sem framleiðir að því er mér skilst meltingarvökva, sé farið að melta sig sjálft. Já, á þessum blíða vetrarmorgni í fögr- um dal undir Snældubjörgum undrast ég það stórlega að ég skyldi ekki hafa orðið bráðkvaddur áður en ég álpaðist til að vakna. Betra að þessu hefði lokið í nótt. Og í svefnrofunum hugsa ég sem svo: Til hvers að vera að opna augun. Ef ég geri það verður það áreiðanlega til þess að ég fer fram úr rúminu, klæði mig, fer út úr húsinu, lendi undir veghefli eða jarðýtu og verð lamaður og fatlaður til æviloka, ef ég verð þá ekki svo stálheppinn að drepast samstundis. Eða þá að ég dett i bæjarlæk- inn og drukkna sem er auðvitað mesta sví- virða sem hugsast getur því allir botna í bæjarlæknum nema ég, þessi álappalegi dvergur, afturkreistingur og fituhlunkur. Og þegar konan mín kemur framan úr eldhúsinu og verður vitni að þessari of- boðslegu sálarangist minni bregður hún fyrir sig þeim huggunarorðum sem oft hafa gefist svo vel: - Flosi minn. Þú ert nú hvorki sköllótt- ur eða að norðan. Og við þetta skeður fyrsta undur hins rísandi dags. Svartsýnin sópast eins og hendi væri veifað út úr hausnum á mér og ég skynja að það er ekkert að. Allt er í himnalagi. Ég er ekki fallítt, heldur fjáður, konan er mér ekki afhuga út af neinum öðrum en mér sjálfum, ef hún er mér þá nokkuð afhuga, krakkarnir eru ágætlega lukkað- ir og engin líkindi til að ég verði undir jarðýtu eða veghefli. Sem sagt sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni. Og í gerbreyttu sálarástandi og sól- skinsskapi ákveð ég að fara fram úr rúminu. Og hvernig? - Finna upp á ein- hverju reglulega skemmtilegu til að lífga upp á tilveruna. Verða ekki þræll van- ans. Fara nú ekki endilega fram úr eins og venjulega. Gera fiff, breyta til. Um- fram allt að auka á fjölbreytnina. Vanalega fer ég fram úr með þeim hætti að ég sting vinstri fæti undan sænginni og fram af rúmstokknum. Síðan fylgir hinn. Svo húki ég svolitla stund á rúm- stokknum áður en ég stíg endanlega fram úr. Nú ákveð ég hins vegar að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og vera svolítið djarfur, svo ég velti mér á grúfu og fer fyrst fram úr með hægri fót- inn og síðan með þann vinstri, ekki ósvipað að ég sé að fara af hestbaki. Þessi bráðskemmtilega tilbreyting kemur mér í alveg dæmalaust gott skap og ég finn að dagurinn í dag á eftir að færa mér mikla gæfu. Nú geng ég aftur fyrir rúmgaflinn og spegla mig í stórum spegli sem þar er til að spegla sig í honum. Og sem ég virði fyrir mér spegilmynd mína hugsa ég sem svo: - Hér stendur mikill listamaður og þjóðskáld, hár og grannur, með heilsuna í toppstandi og umfram allt afskaplega vel lukkaður, bjartsýnn og brosmildur þó hann sé orðinn löggilt gamalmenni. Já, fljótt skipast veðrið á rúmstokkn- um. Flosi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.