Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 46
%______ Tilvera LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 I>V Serengeti-sléttan Dýrin foröa sér á miklum hraöa þegar loftbelgur, fullur af feröa- mönnum, flýguryfir. Dýralífið skoðað úr loftbelg Loftbelguriim er eitt vin- sælasta samgöngutæki Tansaníu þegar ferðamenn eru annars vegar en boðið er upp á ferðir yfir Serengeti-þjóðgarðinn sem er á stærð við Belgíu. Þegar hafa um 15 þúsund ferðamenn prófað ^þennan einstæða ferðamáta. Það ' er líka eftir miklu að slægjast fyrir ferðamennina því talið er að um þrjár milljónir dýra búi á svæðinu. Sebrahestar, giraffar, fílar, apar og antilópur eru með- al þeirra dýra sem oftast ber fyr- ir augu. Flugfélög brjóta reglur Bandarísk flugfélög standa sig <. ►kki nógu vel þegar öryggisregl- ur eru annars vegar. Á síðasta ári var þeim gert að greiða rúm- ar níu milijónir dala fyrir brot á hinum ýmsu reglum en það er 80% aukning frá því árið áður. Um helmingur sektanna var vegna brota á öryggisreglum og 38% vegna skorts á viðhaldi. Flugfélagið Delta Airlines var oft- ast sektað á síðasta ári eða 177 sinnum. Forráðamenn flugfélags- ins sögðu það eðlilegt í Ijósi þess að þeir flyttu flesta farþega. Continental-flugfélagið stóð sig best og borgaði lægstu sekt allra. Skosku heiöarnar Hingaö berast engin óæskileg hljóö. ^Org - nei takk Samtök áhugafólks sem þolir ekki hávaða hófu nýverið að skrá niður alla þá staði á Bretlandi þar sem ferðamenn geta dvalið án þess að búa við hávaðameng- un. Samtökin, sem kalla sig Noise Network, voru stofhuð árið 1987 i þeim tilgangi að vara fólk við því tjóni sem mikil hávaða- mengun getur haft í för með sér. Innan tíðar ætla samtökin síð- an að gefa út bók þar sem hægt . verður að lesa tun alla þá staði á •Bretlandi þar sem hægt er að njóta orlofs í kyrrð og ró. Kröf- umar sem settar verða fram í bókinni eru þær að staðimir séu í lágmarksfjarlægð frá umferðar- götum, tónlist sé ekki leikin á göt- um úti og engir skemmtistaðir sem líklegir em til vinsælda séu í jJtrenndinni. Bókin er væntanleg á .narkað í byrjun næsta mánaðar. Ómar Banine landfræðingur segir frá dvöl sinni í Havana á Kúbu: Seiðandi og - en umfram allt skemmtileg borg Kúba hefur alltaf verið sveipuð dulúð í mínum augum, svona rétt eins og Sovétríkin áður en þau hrundu. Á ferð minni um Suöur- Mexíkó ákvað ég að láta gamlan draum rætast og skreppa yfir til Kúbu. Það tekur aðeins hálftíma að fljúga frá Cancun til Havana, höfuð- borgar Kúbu, og það var aldrei að vita nema ég sæi foringjanum bregða fyrir, þótt sú von væri auð- vitað veik. Flestir íslendingar og aðrir ferða- menn sem heimsækja Kúbu kaupa sér pakkaferð þar sem flug, gisting og oft á tíðum matur er innifalinn. Ferðamennimir dvelja í lokuðum strandbúðum töluverðan spöl fyrir utan Havana megnið af tímanum og fá þvi litla innsýn í kúbverskt þjóð- félag. Þegar fólk ferðast á eigin veg- um til landsins, eins og ég geröi ásamt mexíkóskum félaga mínum, Emilio Heredia, þá þarf auðvitað að hafa meira fyrir hlutunum, en það er hluti ánægjunnar. Það fyrsta sem mætir ferðamönnum er yfirheyrsla hjá tollvörðum; þeir vilja vita allt um fyrirhugaða ferð og ekki sist hvar menn ætla að gista. Sé það ekki ákveðið benda þeir á að hægt sé að panta gistingu á ákveðnum hótel- um. Emilio, sem hafði komið áður til Kúbu, var bú- inn að vara mig við því að gera það. Tollverðirnir væru sennilega á prósentum hjá viðkomandi hót- eli sem krefðist okurverðs fyrir en 150 dollarar var algengt verð fyr- ir nóttina. Auðvelda leiðin fram hjá tollinum er sú að gauka einhverju að þeim, svona 20 dollurum. Það var sú leið er við völdum. Þar sem Emilio hafði heimilis- fang hjá fólki er leigði ferðamönn- um gistiaðstöðu fyrir allmiklu minna en hótelin sem tollverðimir höfðu í huga, stórgræddum við að okkur fannst og 20 dollararnir stóðu því ekki í okkur. Vinur Emilios átti frænku á Kúbu sem hafði útvegað það heimil- isfang sem við vorum nú með. Frænkan var ekkert venjuleg mann- eskja á Kúbu. Hún var náin vinkona Kastrós. Faðir hennar var spænsk- ur en hafði flúið frá Spáni til Mexíkó á timum Francos. Hann efn- aðist þar mjög á viðskiptum og varð stórauðugur maður og studdi síðar Kastró þegar hann hóf baráttu sína. Okkur bar að garði um miðnætt- ið og vöktum við því húsráðanda sem var miðaldra kona. Hún tók á móti okkur með bros á vör og vísaði okkur inn í íbúð sem var eilítið öðruvísi en maöur átti að venjast hér á landi. íbúðin samanstóð af þremur herbergjum sem voru hvert inn af öðru. Mjög hátt var til lofts og svalir sneru út að sjónum og að göt- unni Malekon sem er ein best- þekkta gatan í Havana, líkt og Champs Elysées í París. Við vorum því á besta stað í borgiimi. Gisting á 875 krónur Morguninn eftir var iðandi mannlif fyrir neðan gluggann og sól skein í heiði. Bílar af öllum geröum og stærðum allt frá amerískum Chevrolet, sennilega frá 6. áratugn- um, upp í Benz af nýjustu gerð þeystu fram hjá. í fjarska mátti sjá virki sem Spánverjar höfðu á sínum tíma notað til að verjast enskum sjó- ræningjum. Nú hafði því að hluta til verið breytt í skemmtistað fyrir unga fólkið. Auðvelt var að fá gist- ingu næstu daga á hæðinni fyrir ofan. Okkur til mikillar undrunar Augljóst er að í Havana var mikiö ríkidæmi áður fyrr. Hvert glæsihýsið af öðru mátti sjá víða í borginni. Svo fögur voru mörg þeirra að maður gleymdi að þau voru ekki máluð. Yfir borginni er mikill „sjarmi", meiri en maður á yfir höfuð að venjast. var okkur boðin öll íbúðin. Hús- ráðendur, sem voru eldri hjón á eftirlaunum, hún lögfræðingur og hann verkfræðingur, fluttu til ættingjanna á meðan. Það er nú lítið mál sögðu þau og ekki í fyrsta skiptið. Fyrir þessa 3ja herbergja íbúð borguðum við 50 dollara fyrir 2 nætur sem gerir um 875 krónur á manninn fyrir nóttina. Hefðum við verið fleiri hefði þetta auð- vitað verið enn ódýrara. Vel sloppið skyldi maður ætla, fyr- ir íbúð í miðborg Havana. Lög- Næturlíf Nýtt líf færist yfir borgina þegar tekur aö rökkva og seiöandi tónar berast úr hverju horni. Flatmagað á ströndinni Fyrir utan Havana er aö finna margar skemmtilegar strendur. Draumastaður málarans Erfitt var að finna ódýran mat- sölustað með góðum mat. Ef maður ætlaði að fá góðan mat var um tvennt að velja. Fara á eitthvert af dýru hótelunum og borga ofljár eða fá heimatilbúinn mat. Við völdum seinni kostinn og húsráð- andi okkar reyndist prýðiskokkur. Havana ætti að vera drauma- staður iðnaðarmannsins, þá sér- staklega málarans, því þegar geng- ið er um borgina er það nánast hending ef maður sér málað hús. Pensli hefur varla verið dýft I síðan fyrir byltingu. Borg- in ber því með sér grámósku- brag, svona rétt eins og margar rússneskar borgir. Þar með lýk- ur samlíkingu Havana og rúss- neskra borga. Byggingarstíllinn er, svo ég noti nú nútímaorð, meiri háttar. Hann er auðvitað mikið til í spænskum stil þar sem gætir svo aftur áhrifa frá Márum, síöan þeir réðu Spáni. Augljóst er að í Havana var mikið rfkidæmi áður fyrr. Hvert glæsihýsið af öðru mátti sjá víða í borginni. Svo fogur voru mörg þeirra að maður gleymdi að þau voru ekki mál- uð. Yflr borginni er mikill „sjarmi", meiri en maður á yfir höfuð að venjast. Til að kynnast borginni er auðvitað best að hafa heima- mann við höndina. Á öðrum degi rákumst við á Nelson 45 ára leigubílstjóra, verkfræðing og fyrrverandi kaftein í hemum. Betra tækifæri til að kynnast hugarheimi heima- manna er varla hægt að fá. Nelson talaði rússnesku reiprennandi, hafði barist í Angóla og verið yfir- maður 1 kúbverska hernum. Við vildum vita af hverju hann væri leigubílstjóri. Svarið var einfalt. Sem leigubílstjóri erlendra feröa- manna fékk hann 25-30 dollara á dag, jafnmikið og hann fékk í mán- aðarlaun sem verkfræðingur. Laun verkfræðings duga einfaldlega ekki til framfærslu 5 manna fjöl- skyldu. „í dag höfum við góða al- menningsskóla sem eru ókeypis, allt frá grunnskólum upp í há- skóla. Heilbrigðiskerfiö er gott og læknishjálp ókeypis. Áður fyrr var þetta ekki svona. Hvað með laun- in? Auðvitað er slæmt að þurfa að vinna sem leigubílstjóri með verk- fræðingsmenntun. Nelson viður- kenndi að það væru gallar á kerf- inu: En hvaða kerfi er gallalaust? Viðskiptabannið háir okkur en þetta mun lagast. Ég hef trú á því fræðingurinn Octavia vissi töluvert um ísland, m.a. að Reykjavík væri höfuðborgin. Spurði hún einnig hvort forsetinn væri enn kona. Octavia hafði ferðast töluvert um A- Evrópu þegar samskiptin við Rússa voru upp á það besta. Ég tjáði henni að ég hefði nú alveg eins bú- ist við því að hún hefði ekki hug- mynd um hvar ísland væri á hnett- inum. Á ferðalögum mínum um heiminn hefði fólk víða ekki vitað mikið um ísland. Oktavía tjáði mér að almenn menntun væri mjög góð á Kúbu miðað við þennan heims- hluta og þó víðar væri leitað. Ólæsi fyrirfinnst ekki og stórt hlutfall ungs fólks fer í háskóla sem taldir eru nokkuð góðir. Mjög vel væri fylgst með fréttum og því sem væri að gerast í heiminum. Einnig horfði fólk töluvert á erlendar sjónvarps- stöðvar. Ein milljón manna býr í Havana Kúba er þéttbýlt land, svipaö aö flatarmáli og ísland, meö tíu milljón íbúa. Havana er svipuö aö stærö og Kaupmannahöfn. Draumastaöur iðnaöarmannsins Þegar gengiö er um Havana er nán- ast hending aö sjá málaö hús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.