Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 48
______ Tilvera LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 I>V Möndlur sósur og pottrétti. Þær eru líka töluvert notaöar í austurlenskri matargerö og þá oftast í bragðsterkum réttum. Þá gegna möndlur lykilhlutverki í bakstri og þær eru eins og flestir vita uppistaöan í marsipani. Möndlur eru oftast flokkaðar með hnetum en þær eru í raun af sama meiði og ferskjur, apríkósur, nektarínur og kirsuber. Saga möndlunnar nær langt aftur en þær voru ræktaðar í Tyrklandi fyrir tíu þúsund árum. Það var síðan ekki fyrr en í byrjun 19. ald- ar að möndlurnar bárust í einhverju mæli til Vesturheims en þá hófu munkar úr reglu heilags Fransiskusar að rækta þær í Kali- forníuríki í Bandaríkjunum. Enn þann dag í dag eru bændur í Kaliforníu umsvifamiklir í ræktun mandla. Möndlur geta verið bæði sætar og beiskar en þær síðar- nefndu eru sjaldgæfari. Beiskar möndlur innihalda blá sýru og þær eru aldrei borðaðar hráar heldur þarf að rista þær til að ná sýrunni burt. Sætar möndlur, heil- ar eða í duftformi, eru aftur algengar í evrópskri matargerðarmenningu. Þær þykja góðar með fiski og vel til þess fallnar til að þykkja og bragðbæta Marsipan Marsipan er búið til úr möndl- um eins og flestir vita. Til þess að búa til 450 grömm af marsip- ani þarf að gera eftirfarandi. Setjið 225 g af muldum möndl- um í skál ásamt 100 g af flór- sykri og 100 g af strásykri. Hræriö út eitt egg og eina eggjarauðu ásamt smáslettu af sítrónusafa. Blandið síðan öllu saman með skeið. Setjið flórsyk- ur á borðplötima og hnoðið deig- ið. Pakkið í plastfilmu og geymið á köldum stað þar til á að nota marsipanið. Silungur Pönnusteiktxu- silungur með möndlum þykir mikill herra- mannsmatur. Silungurinn er skorinn í sneiðar og velt upp úr þveiti, því næst er hann steiktur á pönnu þar til hann er tilbúinn og settur upp á disk. Þá er sítrónusafa hellt á pönnuna og öllu saman síðan hellt yfir fisk- inn. Á annarri pönnu er niður- skomar möndlur steiktar í smjöri þar til þær eru orðnar ljósbrúnar. Möndlunum er hellt yflr silunginn. Möndlusnakk Möndlm’ em til margra hluta nýtilega og til að mynda er hægt að búa til ágætis snakk úr þeim. Setjið 1 msk af olíu á pönnu og ristið um 225 g af möndlum þar þær em gullnar. Þá er 1 tsk af chilidufti, nýmöluðum svört- um pipar og salti stráð yfir. Hristið pönnxma og látið möndlum- ar kólna áður en þær em bomar fram. Best er að geyma möndlum- ar í loftþéttu íláti. Þorskur meö sinnepsmöndluhjúp og sætri kartöflumús verða alltaf að vera til í eldhúsinu. Ég nota kannski ekkert rosalega mikið af þeim en þær geta hentað við ólíklegustu tæki- færi. Þær fara mjög vel með ý um fiskréttum og reyndar kjöti líka. í baksturinn eru þær svo auðvitað mikið notaðar. Ég hef alltaf verið hrifinn af möndlum; þær hafa sætt og gott bragð,“ segir Einar Geirs- son, landsliðs- maður og kokk- ur á Lækjar- brekku, að- spurður um möndlur. Einar stóðst heldur ekki mátið og gefur lesendum hér uppskrift að gómsætum Kokkurinn þorski með Einar Geirsson er möndlusinn- í landsliöi kokka ephjúp. auk þess aö elda ofan í gesti Lækjarbrekku. Næringarinnihald Möndlur em afar kaloríuríkar, 612 í 100 grömmum. Möndlur eru fitumiklar en góðu fréttimar em að fitan er af stómm hluta í formi einómettaðra fitusýra. Það er ekkert kólesteról í möndlum og þær eru auðugar af trefjum, hvítu, kalki, magnesíum, jámi, Bl, B2 og E vítamíni. M öndlur OV-MYNDIR: PJETUR Fyrir Jjóra 800 g þorskur grófkoma sinnep (dijon) möndlur salt og pipar Þorskurinn er skorinn í fjóra bita, 180 til 200 g, kryddaður með salti og pipar og síðan smurður með sinnepinu. Að lokum er honum velt upp úr möndlunum. Sætt kartöflumauk 3-4 sætar kartöflur salt og pipar smjörklipa Kartöflumar eru soðnar og síðan maukaðar. Síðan er kryddi og smjörklípunni bætt út í. Ratatouille 1 eggaldin 1 kúrbítur 3 tómatar, saxaðir 2 rauðar paprikur 1 rauðlaukur, saxaður 2-3 hvítlauksrif timian basilikum salt og pipar olía parmesanostur Paprikan er pensluð með olíu og bökuð i ofni við 180° C, þangað til skinnið fer að losna. Þá er hún tekin og hreinsuð. Eggaldinið og kúrbíturinn er skorið í sneiðar og steikt á pönnu. Tómötunum er dýft í sjóð- andi vatn í fimm sekúnd- ur og síðan settir í vatn með klaka. Þá eru þeir afhýdd- ir og kjamhreinsaðir og skomir í báta. Þá er grænmetinu raðað í form eftir lögum og kryddað með hvítlauknum, timian, basilikum, salti og pipar. Að lokum er parmesanost- ur settur ofan á og bakað í ^ ofni við 180° gráður C i ca 12 A til 15 min. I 100 grömm af möndlum innihalda: 612 kaloríur 18 g prótín 50 g fitu 15 g kolvetni Quiche með lauk og sveppum Fyrir 6 Botn 3 dl hveiti 120 g smjör 2 msk. mjólk 1 eggjarauða Fylling 3 sneiðar beikon 2 laukar 200 g sveppir 150 g rifinn ostur (26%) 3 stk. egg 2 dl rjómi 50 g smjör salt og pipar Setjið hveitið á borð og myljið smjörið saman við. Bætið í mjólk og eggjarauðu. Hnoðið uns deigið verð- ur þjált. Pakkið inn i plastfilmu og látið bíöa í kæli í 1 klst. Fletjið síð- an deigið út og setjið í bökunar- form, þrýstið vel að köntunum. Pikkið í botninn með gafíli. Leggið smurða örk af álpappír ofan á og þrýstið vel að köntunum. Bakið við 200’C í 10-15 mínútur. Takið álpapp- írinn af. Saxið lauk og sveppi og skerið beikonið í litla bita. Steikið allt saman á pönnu, hellið á böku- botninn. Hrærið saman rjóma, egg og rifinn ost i skál, kryddið með salti og pipar (helst nýmöluðum svörtum). Hellið yfir fyllinguna í botninum. Bakið við 180’C í 35-40 mínútur. Berið fram heitt eða volgt með salati. Grafin heiðagæs með bláberjaedikssósu Fyrir 6 2 heiðagæsabringur (má nota grágæs) 3 msk. salt 1 msk. sykm- 1 msk. timjan 2 msk. villijurtablanda 1 msk. steinselja 1 tsk. nýmalaður pipar 1 tsk. rósapipar 2 msk. bláberjasulta 1 msk. sítrónusafi 1 dl ólffuolia 22 tsk. balsamic edik 1 dl fersk bláber salt og pipar Hreinsið bringumar. Blandið öllu kryddinu saman og veltið bringun- um upp úr. Setjið á fat, stráið kryddblöndu yfir og látið standa í kæli í 2 sólarhringa. Skerið í þunn- ar sneiðar og berið fram með laufsalati og bláberjavinaigrette. Bláberjaedikssósa (vínaigrette) Merjið helminginn af berjunum. Blandið hinum helmingnum saman við önnur hráefni í sósuna og bragð- bætið með ögn af salti og pipar. Hollráð: Hægt að grafa bringuna og geyma í frysti. Nykaup Þarsem ferskleikinn b\'r Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.