Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Helgarblað I>v „Þegar hegðun farþega er komin algerlega úr böndunum hefur starfs- fólkið um borð, oft í samvinnu við farþega, getað yfirbugað far- þegann. Ekki er alltaf hentugur búnaður til þess um borð. Flugleiða- vél lenti í Keflavík fyrir rúmu ári með óðan farþega innanborðs. Hann var bundinn við sœtið með heymartólum og sveipaður teppi svo hann hrœkti ekki á alla sem gengu fram hjá. “ www.totil.com Flugfarþegar ærast í auknum mæli. Súrefnisskortur um borð talin ein helsta ástæðan: (G)óðir farþegar Fáum þykir gaman að fljúga og myndu ekki gera það ótilneyddir. Fyrir mörgum er ferðalag ef flugvél kemur við sögu samfelld keðja erf- iðra aðstæðna, hræðslu og óþæg- inda. Fólki er troðið saman í flugvél- ar sem verða sífeilt þrengri, í stöðugt minnkandi sætum, með minna rými fyrir fætur og farangur en áður og í meira návígi við ókunnuga en mörg- um finnst þægilegt. Maturinn er ekki góður, myndin leiöinleg og seinkanir daglegt brauð. Það þarf því ekki að koma á óvart að það færist stöðugt í vöxt að far- þegar gangi hreinlega af göflunum. Þeir grýta öllu lauslegu í samferða- menn sína og flugfreyjurnar, ráðast að því með óbótaskömmum eða of- beldi og í verstu tilvikunum stafar öryggi flugvélarinnar og þar með lífi og limum allra samferðamanna þeirra hætta af framferði þeúra. Berserksgangur farþega hefur orðið til þess að flugvélar hafa neyðst til að lenda á miðri leið, kveðja til lögreglu og láta fjarlægja viðkomandi. Slikt atvik gerðist í Keflavík fyrir fáum árum og var far- þegi erlends flugfélags fluttur með valdi frá borði og sprautaður niður. örvita og óðir farþegar hafa limlest og beinbrotið starfsfólk flugfélaga og samferðamenn sína. Þetta framferði sem á ensku er kallað „air rage“ eða flugæði fer mjög í vöxt og mörg erlend flugfélög hafa miklar og vaxandi áhyggjur af þessu. Mörg þeirra eru þó treg til þess að gefa upp nákvæmar tölur um fjölda tilvika en þó eru á því nokkr- ar undantekningar. Bandaríska flug- félagið United Airlines, sem flutti 614 milijónir farþega árið 1998, tiikynnti um 635 tilvik þar sem framferði far- þega fór úr böndunum. David Fuscus, talsmaður Samtaka flugfé- laga þar í landi, telur að raunveru- legur fjöldi tilvika í Bandaríkjunum sé í kringum 5000 árlega en einungis lítiU fjöldi þeirra komist á skrá. Á síðasta ári voru 200 farþegar handteknir í Bretlandi eftir að hafa ráðist á starfsfólk flugfélaga og er það gríðarleg aukning frá árinu áður. Hvaö er hægt aö gera? Þegar hegðun farþega er komin algerlega úr böndunum hefur starfs- fólkið um borð, oft í samvinnu við farþega, getað yfirbugað farþegann. Ekki er alltaf hentugur búnaður til þess um borð. Flugleiðavél lenti í Keflavik fyrir rúmu ári með óðan farþega innanborðs. Hann var bund- inn viö sætið með heymartólum og sveipaður teppi svo hann hrækti ekki á alla sem gengu fram hjá. Óðir drukknir írar voru settir i bönd yfir miðju Atlantshafi fyrir tveimur árum í breskri flugvél með atbeina glímuliðs sem fyrir tilviljun var í sömu flugvél. Farþegi ærðist fyrir tveimur ámm um borð í rúmenskri flugvél milli Bangkok og Búdapest. Farþeg- ar og starfsfólk yfirbugaði hann og læknir meðal farþega sprautaði hann með róandi. Síðan var milli- lent í Istanbul til að skilja farþeg- ann eftir en hann reyndist vera lát- inn við komuna þangað. Of hátt hlutfall róandi lyfja og áfengis varð honum að aldurtila. Hver ber ábyrgölna? Ástæðumar fyrir því að farþegar ganga af göflunum eru nokkrar og vega misjafnlega þungt. Mörgum finnst erfitt og stressandi að ferðast og þegar áfengisneysla, stundum í óhófi, fer saman við stress getur orðið eldfim blanda úr því. Flug- freyjur mega neita aö færa farþeg- um áfengi ef framferði þeirra ber með sér að nóg sé drukkið en það er ekki alltaf nægilegt því fólk getur auðveldlega borið með sér eigin birgðir. Einnig getur fólk verið und- ir áhrifum lyfia sem auka á hömlu- leysi við tiltölulega litla áfengis- neyslu. Þeir farþegar sem valda skemmdum á flugvélum og slysum á starfsfólki eru kærðir fyrir skemmdir og líkamsárás og dæmdir í sektir. Er loftleysi helsta ástæöan fyrlr flugæði? Margir telja að flugfélögin firri sig ábyrgð í þessum efnum því þau beri mesta ábyrgð á því hve tilvik- um flugæðis fer fiölgandi. Ástæðan er súrefnisskortur. Loftið í þeirri hæð sem flogið er í milli landa er of þunnt til þess að venjulegt fólk geti andaö því að sér. Sérstakur tækja- búnaður dælir lofti inn í vélina en þjappar því fyrst saman til að gera það neysluhæft fyrir farþegana. Til þess að spara fé er síðan því lofti sem fyrir er í vélinni blandað sam- an við. Að auki eru allar flugvélar með súrefnishylki til að hækka súr- efnishlutfallið í loftinu inni í vél- inni. Súrefni er dýrt og auðvelt að spara það með því að reiða sig á blöndu af þjöppuðu lofti og því sem fyrir er. Á sérstakri vefsíðu sem fiaflar um flugæði og heitir flyana.com er fuflyrt að í flestum flugvélum starfi loftskiptabúnaður aðeins á 2/3 af mögulegri getu til þess að spara orku og fé fyrir flugfélögin. Þetta er fullyrt að sé höfuðástæðan fyrir flugæði. Þegar drukknir og stressað- ir farþegar fara í ofanálag að anda að sér lofti sem inniheldur ekki nægilegt súrefni er voðinn vís. Þessi vandi hefur enn aukist siðan reykingar voru almennt bannaðcir í millilandaflugi því eftir það er enn minni þörf á loftskiptum og álag vegna nikótínskorts gerir suma far- þega enn veikari fyrir. Umsjónarmenn áðumefndrar net- síðu vísa í vísindamenn máli sínu til stuðnings og benda enn fremur á að tíðni flugæðis hafi einmitt byrjað að aukast um likt leyti og flugfélög- in fóru að nýta þjappað loft í stað súrefnis á kútum til að halda fersku Hrikaleg dæmi L.; Bankastjóri aö nafni Gerard Finner- an æröist á fyrsta farrými hjá United Airlines fyrlr fáum árum á leiö frá Buen- os Aires til New York. Hann réöst á flugfreyju og beinbraut hana og hægöi sér síöan á matarvagninn. Hann steig síöan í hauginn og þrammaöi eftir endi- langri flugvélinni. Ástæöan var sú aö flugfreyjan vildi ekki færa honum meira áfengi. Ung kona sem var á ferö meö United Airlines var meö tvö börn meö- ferðis. Hún rétti flugfreyjunni saman- vaföa bleiu, sem hún var nýbúin aö fjar- lægja af ööru barninu, og heimtaöi aö hún fjarlægöi hana þegar í staö. Hug- freyjan var aö bera fram mat og baö konuna aö bíða þangað til síöar. Konan æröist og grýtti bleiunnl í andlit flug- freyjunnar og stökk síðan á hana og reyndi aö kyrkja hana. Ungur maöur á leiö frá Miami til Puerto Rico geröi sér aö leik aö hlaupa eftir endilöngum ganginum og berja far- þegana í höfuöið um leiö. Þegar reynt var aö hefta för hans beit hann flugþjón í handlegginn og misþyrmdi farþega. Þegar tilkynnt var um seinkun vegna veöurs á flugvelli í Texas reis ung kona úr sæti sínu, gekk aö flugfreyjunni og baröi hana í andlitið svo hún nefbrotn- aöl. w Ungur Breti stangaði og beinbraut flugfreyju sem baö hann aö slökkva á fartölvu sem hann haföi tengt viö Net- iö. 9 Ung kona sem var á leiö til Dan- merkur meö Hugleiðum nýlega átti mjög erfitt og hreytti stööugt skömm- um í flugfreyjumar. Þegar þær færöu henni matarbakka henti hún honum upp í loftiö svo maturinn fór yfir far- þega í næstu sætum. lofti inni í vélinni. Einnig er bent á að flesta aðra þætti sem eigi þátt í flugæði megi rekja til minni þjón- ustu og sparnaðarráðstafana félag- anna sjálfra og því sé ábyrgðin þeirra. Á vefsíðunni er farþegum ráðlagt að biðja um aukið súrefni ef þeir finna minnstu einkenni um súrefnis- skort en þau geta verið kaldur sviti, höfuðverkur, einbeitingarskortur og ógleði þótt ókyrrð sé engin. Hvað gera Flugleiðir? Þórmundur Jónatansson, starfs- maður í kynningardeild Flugleiða, sagði að ekki væri litið á berserks- gang farþega sem verulegt vanda- mál hjá félaginu en umræða hefði mjög aukist um aukna tiðni flugæð- is og varnir. Hann sagði að ekki lægju fyrir tölur sem sýndu aukningu en vitað væri um nokkur tilvik frá síðustu misserum en slíkt væri þó sýnu fá- tíðara í áætlunarflugi en leiguflugi. „Það hefur verið ákveðið að fella inn í þjálfun áhafna sérstaka kennslu í þvi að fást við farþega í uppnámi og verður það hluti af námsefni áhafna okkar í haust þeg- ar þjálfun leiðbeinenda er lokið.“ Erlendu flugfélögin hafa sum hver bætt við handjámum um borð í flugvélar fyrir áhafnir að grípa til. Þórmundur vildi ekkert segja um þær öryggisráðstafanir sem beitt yrði í vélum Flugleiða. „Við vonum að aukin fræðsla til áhafnanna dugi til að stemma stigu við þessu. -PÁÁ Hvar eru upplýslngar? Netiö er mikil uppspretta allskyns upplýs- inga um fyrirbærið sem hér hefur veriö kallaö, flugæöi, sem er þýöing á „air rage". Eftirfar- andi slóðir eru mjög fróðlegar: www.aloha.net/~dyc/alrrage.html www.flyana.com www.skyrage.org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.