Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Síða 26
26 Helgarblað LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 I>V Sviðsljós____________ Bjórinn er ódýrastur á Nelly’s Cafe: Heygarðshornið Styðjum við íslenska b j órmenningu - segir rekstrarstjórinn, Brynjólfur Þór Hilmarsson Að vera mjólkurfræðingur Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblað DV. Maður ímyndar sér kafíipásu í ein- hverju mjólkurbúinu upp úr áramót- um og þessar venjulegu samræður sem fara af stað við slíkar aðstæður. „Hvað á að gera í sumar?“ segir einn: „Á að fara eitthvað?" Smáþögn og svo kemur dálitið dræmt svar:„Nja ég veit það ekki - ætli maður reyni ekki að komast eitthvað í verkfall." Mjólkurfræðingamir kinka allir kolli hver við sitt borð og verða svolítið angurværir á svipinn: „Það er náttúrlega rosalega langt síðan maður hefur nokkuð komist í verkfall," tautar ein- hver: „Ekkert síðan í fyrra eða hitteðfyrra." árlega að upplifa þá spennu og það fjör sem fylgir vellukkaðri kjara- deilu. Það er vel þekkt að þegar 00- 4 ííndanrpnna-A- 13 04 Samkvæmt frétt í DV meðan verkfaíl stóð enn snerist þrefið í raun ekki um það að mjólkurfræð- ingar vildu fá meiri launhækkanir en aðrir. Ásteytingarsteinninn var víst einkum sá að menn gátu ekki komið sér saman um lengd kjara- samningsins. Mjólkurfræöingar gátu með öðrum orðum ekki hugsað sér að semja nema til tveggja ára. Það var þeim óbærileg tilhugsun að kom- ast ekkert i verkfall næstu fjögur árin. Hvers vegna? Kannski er þetta orð ið að nokkurs konar lífsmáta, að fá jlndafflenna * k menn komast í sviðsljós fjölmiðla eiga þeir erfítt með að sætta sig við að hverfa úr því aftur, finnst líf sitt snautt og dapurt. Af einhverj- um ástæðum hafa mjólkurfræðingar orðið að verkfallastétt í vitund þjóð- arinnar - og sjálfra sín. Þeir skynja sig sem slíka. Það að vera mjólkur- fræðingur er að vera alltaf í verkfalli" Það sem er ógeöfelld- ast við þessar baráttuað- ferðir hinnar fámennu stéttar er vitaskuld að þetta er hernaður gegn bömum landsins. Nú er það að vísu umdeilt hvort börn og fullorðnir þurfa að svolgra öll þau ókjör af kúamjólk sem landsmenn láta í sig - lækniririnn frá Seltjarnamesi heldur því fram að það sé beinlínis hættulegt, en hann sagði líka fólki að setja hvítlauk á bak við eyru barna með eymabólgur með kunnum afleiðingum. Flestir sem vit hafa á telja hins vegar að mjólk sé börnum nauð- synleg vegna kalks og ann- arra efna en mjólkurþamb fullorð- inna kann hins vegar vel að vera þjóðarböl. Kannski er það ekki einu sinni aðalatriðið hversu holl eða óholl mjólkurdrykkjan er börnum, heldur hitt hvernig þessi stétt fólks reynir að hagnýta sér ár eftir ár ótta foreldra við að bömin fái ekki þá næringu sem þau þurfa. Reynt er að terrorisera heimili landsins í kjara- Það er vel þekkt að þegar menn komast í sviðsljós fjölmiðla eiga þeir erfitt með að sœtta sig við að hverfa úr því aftur, finnst líf sitt snautt og dapurt. Af einhverjum ástæðum hafa mjólkur- frœðingar orðið að verk- fallastétt í vitund þjóðar- innar - og sjálfra sín. Þeir skynja sig sem slíka. Það að vera mjólkurfrœðing- ur er að vera alltaf í verkfalli“ bótaskyni. Slíkar aðferðir em ekki til þess fallnar að auka fólki samúð og skilning með kjörum, sem í tilviki mjólkurfræðinga eru eflaust ágæt, eins og raunar flestra landsmanna, enda eru íslendingar á fyrsta farrými heimsins. Af hverju fer fólkið hjá Kók ekki frekar í verkfall? Þá myndi þjóðin komast að því að hún getur vel án þess fíkniefnis verið, hún myndi grennast og skapið batna til muna. Þróunin hefur orðið sú að það fólk sem helst hefði ástæðu til að fara i verkfall hér verður alltaf fyrst til að semja „á hófsamlegum nótum“ eins og það er kallað. Með öðrum orðum: hér fara allir í verkfall nema þeir sem ættu að fara í verkfall. Lágu launin hér em of lág og háu launin of há. Eitt af því sem gert hefur Island geðslegra samfélag en mörg önnur undanfarna áratugi er tiltölulega minni launamunur en tíðkast víða um heim. Nú er hins vegar engu lík- ara en að stofnað hafí verið stéttarfé- lag forstjóra, því ekki er einleikið hvemig launahækkanir í þeirri stétt hafa verið undanfarin ár, og einatt meö þeim vafasömu rökum að ella myndi verða hér landauðn af hæfi- leikafólki. Nú má reyndar deila um hæfileika manna sem spegla sig um- fram allt i jeppum og í Noregi hefur þessi græðgi þeirra ríku nú orðið til þess að almenningur hefur skyndi- lega fengið nóg og þar er skollið á allsherjarverkfall. Haldi þróunin hér áfram er þess skammt að bíða að slíkt skelli hér á - og njóti stuðnings. Myndin af Jude Law Jude Law er án efa einn af hæfí- leikarikustu leikurum sinnar kyn- slóðar og býr yfir óvenju seiðandi aðdráttarafli. Hann hefur leikið í fjölda afbragðsmynda og oft er hann í hlutverki persóna sem eru á ein- hvern hátt afskaplega uppteknar af sjálfum sér. Mætti hér tína til Bosie í Wilde (1997), jafnvel Jerome í Gattaca (1997), Billy í Midnight in the Garden of Good and Evil (1997) og Dickie í The Talented Mr. Ripley (1999). Eitthvað virðist Jude vera að smitast af breyskleikanum sem þessar mögnuðu persónur eiga sam- eiginlegan - sjálfsdýrkuninni. Hann og kærastan, Sadie Frost, voru að flytja um daginn og náöi blaöasnáp- ur ljósmynd af stórri portrettmynd af parinu - sem væntanlega skipar veglegan sess á heimili þeirra. Kem- ur upp í hugann saga Wildes (en Jude lék kærasta hans í samnefndri mynd), Myndin af Dorian Gray, þar sem málverk af aðalpersónunni gleypir i sig hégóma hennar og síð- ar alvarlegri glæpi. Þótt engin ástæði sé til að gera of mikið úr myndinni hans Judes kemur mér enginn leikari í hug sem ætti betur heima í hlutverki Dorians en einmitt hann. Sama gildir reyndar um Byron lávarð, sem sumir segja fyrstu súperstjömuna, og Jude var orðaður við um tíma en ekkert virð- ist ætla að verða úr - því miður. Hátt verðlag hérlendis hefur lengi ergt landann. Þó þykir sumum sem að víða horfi til betri vegar. Verðið á bjómum er þó ævinlega jafn- hátt og þykir erlendum gest- um ekkert langsóttara en verð hans á kaffihúsum og krám sem er allajafna ekki undir 500 krónum - oftast hærra. Einn er þó sá staður í miðborginni sem stærir sig af öllu lægra verði en það er Nelly’s Cafe við Þingholts- stræti. Þar er hægt að fá stóran bjór á 290 kr. DV spurði rekstrarstjórann, Brynjólf Þór Hilmarsson, sem er sjaldnast kallaður annað en Binni, um hvemig staðurinn héldi verðinu niðri. „Við gerum það einfald- lega með magninnkaupum. Þessi rekstur er háður alveg sömu lögmálum og hver annar. Því meiri sem salan er því lægra verð er hægt að bjóða. Og það er svo sem ekki bara bjórinn sem er á lægra verði hér því einnig er alltaf hægt að finna sterka drykki á tilboðum. Og á há- tíðum seljum við jafnvel alla drykki á hálfvirði." Rétt er að nefna að eftir klukkan eitt um helgar er verðið sambærilegt og á öðrum stöðum. Binni réttlætir það með því að þá sé Nelly’s búinn að veita ódýra drykki í langan tíma. Eflaust þurfa þeir eins og aðrir að hala inn á mesta annatímanum. Um úrvalið segir hann síðan: „Það er McEwan’s sem er ódýrastur hjá okkur en hann kostar 290. Síðan eru nokkrar tegundir eins og Fost- er’s og Beck’s á rétt rúmlega 300. Við erum með alls átta tegundir á krana auk fjölda flöskubjóra. Með þessu erum viö að styöja íslenska bjórmenningu og í raun eini staður- inn sem gerir það.“ Spurður að því hvort hið lága verð drægi ekki til sín drykkjumenn sem eru oft illa liðnir á öðrum stöðum svarar hann: „Hingað eru allir velkomnir og eng- um meinaður aðgangur, nema þá hann sé búinn að fá sér of marga eða sé í annarlegu ástandi. Gestirn- ir verða auðvitað að vera húsum hæfir. Þá kemur hingað töluvert af ferðamönnum og öðrum útlending- Binni rekstrarstjóri Nelly’s Cafe „ Wð trúum ekki á þetta háa verðlag. “ um. Þeir eiga það sameiginlegt með öðrum gestum að ásælast ódýran bjór.“ Binni harðtekur fyrir það að staðurinn sé illa liðinn af öðrum vegna bjórverðsins og segir engin leiðindi vera í bransanum. Nelly’s Cafe er á þremur hæðum og segir Binni að þegar taki að fjölga á staðnum um helgar raði fólk sér á hæðirnar eftir aldri. Þvi yngra þvi ofar - en á efstu hæðinni er dansgólfið. Annars segir hann ald- urshópinn mjög breiðan, eða frá 22 árum upp í sjötugt: „Eldri gestimir eru yfirleitt áberandi um daginn en unga fólkið er í miklum meirihluta er kvölda tekur.“ Að lokum lofar Binni því að verðið verði ekki hækkað og heitir nægum uppákom- um í sumar. Skál fyrir því. -BÆN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.