Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 33
41
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000
T>'ST________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Jónas Franklín læknir
Jónasi var sagt upp störfum á kvennadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í vor eftir 18 ára starf. Hann telur gjörning þennan ólögmætan og hefur iagt
fram stjórnsýslukæru þar sem hann krefst þess að fá starfið aftur.
var staðið og krafðist þess að fá
skrifleg gögn málsins þegar í stað í
hendur. Þau bárust ekki frá Hall-
dóri Jónssyni fyrr en 25. febrúar
eða ríflega þremur vikum seinna. í
framhaldinu leitaði Jónas til lög-
mannastofunnar Logos í Reykjavík
sem hefur lagt fram stjórnsýslu-
kæru til heilbrigðisráðuneytisins
vegna þessa máls. í rökstuðningi
með kærunni er því haldið fram að
uppsögnin brjóti í bága við ákvæði
laga um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna, efnisleg skilyrði
hafi ekki verið til staðar og að baki
búi ómálefnaleg sjónarmið. Þess
vegna er þess krafist í kærunni að
ákvörðun forstjóra FSA verði ógilt
og Jónasi Franklín veitt starfið aft-
ur.
Kæran var ásamt fylgiskjölum
send ráðuneytinu 12. apríl sl. í lok
apríl voru afrit send stjóm FSA til
umsagnar og er úrskurðar ráðu-
neytisins að vænta eftir nokkrar
vikur héðan í frá.
Hvaö meö áminningarnar?
I rökstuðningi fyrir stjómsýslu-
kærunni kemur fram að Jónasi
höfðu verið veittar fjórar áminning-
ar í starfl hans sem læknis á
kvennadeild FSA.
Sú fyrsta er frá 14. febrúar 1989,
frá Halldóri Jónssyni, fram-
kvæmdastjóra FSA, og er Jónas
áminntur fyrir að stunda mæðra-
vemd á eigin vegum og vinna með
því gegn samningi Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri og FSA um
framkvæmd mæðravemdar.
„Það er að mínu mati alrangt að
ég hafi unnið gegn hagsmunum spít-
alans. Það er ekkert sem mælir í
raun gegn því að ég bjóði svipaða
eða sömu þjónustu og sjúkrahúsið
og veiti því þannig samkeppni," seg-
ir Jónas en um þetta mál urðu tals-
verðar deilur sem leiddu m.a. til
þess að Tryggingastofnun sagði upp
samningi sínum við Jónas í eitt ár.
Áminning númer tvö er veitt 14.
apríl 1992 vegna fjarveru frá vinnu-
stað á dagvinnutíma og áminning
vegna þess sama er veitt Jónasi í
bréfi frá framkvæmdastjóra FSA í
apríl 1996.
„Af þessum tveimur áminningum
er önnur frá árinu 1992. Þá þurfti ég
að fara af deildinni klukkan 15.00 og
klukkustundu síðar kom inn sjúk-
lingur sem ég hefði þurft að líta á en
gerði ekki fyrr en morguninn eftir.
Ég viðurkenni að þetta var ekki
nógu gott og hefði ekki átt að vera
svona.
Ég hef alltaf talið að ég mætti
sinna skyldum mínum utan sjúkra-
hússins við kennslu, rannsóknir og
á minni stofu án þess að það kæmi
niður á dagvinnuskyldu minni á
sjúkrahúsinu. Ég uppfyllti hana
með öðrum hætti, ég skrásetti t.d.
sögu deildarinnar, hannaði skrá-
setningarforrit fyrir tölvur okkar og
sitthvað fleira mætti tína til sem
var í þágu deildarinnar þó það væri
ekki unnið á staðnum á dagvinnu-
tíma.“
„Stolna" sónartækiö
Áminning númer fjögur er frá
24. júlí 1998, frá Vilhjálmi Kr.
Andréssyni yfirlækni, vegna notk-
unar Jónasar á ómtæki sjúkra-
hússins. Jónas hefur starfað á eig-
in stofu á Akureyri um árabil og
þegar sónartæki sem þar var í
notkun bilaði fékk hann lánað
sams konar tæki sem ekki var í
notkun á sjúkrahúsinu og hugðist
nota það meðan hans eigið tæki
væri í viðgerð. í stjómsýslu-
kærunni segir um þetta mál:
„Umbj. okkar hafði einungis hug
á að fá það lánað eða leigt f mjög
stuttan tima en ekki stela því eins
og yfirlæknir gefur í skyn í bréfi
sínu frá 24. júlí 1998.“
Jónas segir að þetta mál snúist í
raun ekki um það hvenær maður
stelur sónartæki og hvenær maður
stelur ekki sónartæki heldur snú-
ist það um átök milli hans og yfir-
læknisins. Þegar sónartæki á stofu
Jónasar bilaði á síðasta ári fékk
hann rafvirkja sjúkrahússins til að
hjálpa sér að flytja tæki sem staðið
hafði ónotað langa hríð á FSA.
Tveim dögum síðar fékk hann bréf
frá yflrlækni sem krafðist þess að
fá tækið aftur sem Jónas varð við
þegar i stað. Tækið hélt áfram að
standa ónotað og í október sl. fékk
Jónas það aftur flutt á stofu sína og
nú með munnlegum samningi við
yflrlækni um að tækinu yrði skil-
að þegar sjúkrahúsið þyrfti á því
að halda.
„Tækið var hjá mér fram til loka
janúar. Ég fékk skilaboð frá yflr-
lækni 25. janúar um að skila tæk-
inu þar sem ætti að selja það. Ég
var á leið úr landi og hafði ekki
tök á að skila því samdægurs. Þeg-
ar ég kom aftur til vinnu eftir ferð-
ina var fundurinn þar sem mér var
sagt upp fyrsta mál á dagskránni.
Ég fékk bréf frá yflrlækni 2. febrú-
ar þar sem ég var áminntur um að
skila tækinu sem ég gerði samdæg-
urs. Þegar ég lét af störfum í lok
mars grennslaðist ég fyrir mn tæk-
ið sem þá stóð ónotað bak við hurð
á sjúkrahúsinu eins og það hafði
lengi gert. Ég tel að í þessu máli
sjáist glöggt óvild yflrlæknis í
minn garð og veit að hann hefur
lengi stefnt að því að losa sig við
mig.“
Enn einn liður i rökstuðningi
FSA skv. bréfl forstjóra frá 17. febr
sl. með uppsögn Jónasar er að
hann hafi sýnt óviðunandi fram-
komu í garð yfirmanna sinna og
staðið að baktali og rógi. Jónas seg-
ist ekki skilja þessar fullyrðingar.
„Ég er ekki alltaf sammála yfir-
mönnum mínum og ligg ekkert
sérstaklega á þeim skoðunum enda
teldi ég það óeðlilegt. Það voru
gerðar skipulagsbreytingar á deild-
inni sem ég var afar ósáttur við og
taldi að hefði átt að standa öðru-
vísi að. Ég lýsti þeim skoðunum
rnínmn við samstarfsmenn og
aðra. Ég hef ekki talið það róg eða
baktal að tjá skoðanir sínar. Ég hef
aldrei fengið neina skýringu á því
hvað nákvæmlega er átt við með
þessu og hlýt að visa þessu á bug.“
Allir gera mistök
í rökstuðningi stjórnar er minnst
á „ófullnægjandi árangur í starfl“.
Þama er vísað til mistaka i starfl en
tvisvar sinnum á ferlinum hafa slík
mistök, þar sem Jónas átti hlut að
máli, verið kærð og i annað skiptið
var sjúkrahúsið dæmt til að greiða
sjúklingi bætur.
„Það gera allir mistök. Ég tel að
ég hafl ekki orðið fyrir slíkum áföll-
um oftar en aðrir sérfræðingar
nema síður sé.“
í stjórnsýslukærunni er því hald-
iö fram að engar af þessum áminn-
ingum uppfylli skilyrði sem sett eru
í lögum um slíkar áminningar og
því hafi þær engin réttaráhrif. Því
er haldið fram aö uppsögnin sé ólög-
mæt vegna þess að Jónasi hafi ekki
verið gefmn kostur á neyta and-
mælaréttar né að bæta ráð sitt áður
en til uppsagnar kom. Einnig er því
haldið fram að Halldór Jónsson, for-
stjóri FSA, hafl brotið meðalhófs-
reglu 12. gr. stjómsýslulaga. Að lok-
um er þess krafist að Jónasi Frank-
lín verði þegar heimilað að hefja
störf aftur við Fjórðungssjúkrahús-
ið á Akureyri.
„í byrjun árs 1997 þótti
ástandið vera orðið svo
slœmt að Högni Óskars-
son geðlceknir og Hulda
Guðmundsdóttir félags-
ráðgjafi voru fengin til
þess að halda fundi með
starfsfólki og bceta
starfsandann. Þau héldu
fjóra fundi á 12 mánaða
tímabili og skiluðu
skýrslu þar sem fram
kemur það álit þeirra að
Jónas eigi verulegan þátt
í slcemum starfsanda og
best vceri ef deildin gceti
„losað“ sig við hann.“
Jónas segir að af sinni hálfu sé
enn sáttavilji fyrir hendi og nokkurt
svigrúm til þess ef vilji sé fyrir
hendi af hálfu stjórnar sjúkrahúss-
ins, sem reyndar hefur lýst því yfir
við Jónas að hún vilji ekkert skipta
sér af þessu máli. Það sama hefur
læknaráð FSA gert.
Synjaö um aöstööu
En hvað verður um Jónas
Franklín? Verður honum kleift að
starfa áfram á Akureyri eftir þetta
áfall?
„Ég sendi skömmu eftir upp-
sögnina beiðni til stjórnar sjúkra-
hússins þar sem ég fór þess á leit
að mér yrði veitt leyfi til að vinna
ferliverk á sjúkrahúsinu. Þessari
beiðni hefur framkvæmdastjórn
sjúkrahússins hafnað þó nokkur
fordæmi séu fyrir því að læknar
sem ekki eru starfandi við sjúkra-
húsið geri þar aðgerðir. Með þessu
dregur talsvert úr möguleikum
mínum á að starfa á Akureyri og
þetta eru mér talsverð vonbrigði.
Ég hef íhugað þann möguleika
að flytja frá Akureyri en einnig
kemur til greina að starfa að hluta
í Reykjavik á stofu þar. Þessar erf-
iðu ákvarðanir verða að bíða þar
til ljóst er um afdrif stjórnsýslu-
kærunnar."
Þegar Jónas hafði lokið við gerð
greinargerðar sinnar, sem var lát-
in fylgja stjórnsýslukærunni,
leyfði hann samstarfsfólki sínu að
lesa hana. Þetta barst stjórn
sjúkrahússins til eyma sem kærði
atvikið til landlæknis sem áminnti
Jónas fyrir að hafa sýnt samstarfs-
fólki sínu gögn sem innihéldu
trúnaðarmál.
„Mér finnst þetta einkennilegur
rökstuðningur, sérstaklega í ljósi
þess að í lögfræðilegum skilningi
eru þetta orðin opinber gögn þar
sem greinargerðin fylgir
kærunni."
Klúbbur safnar undirskriftum
Skömmu eftir að heyrinkunnugt
varð um uppsögn Jónasar voru
settir af stað undirskriftalistar þar
sem skorað var á stjórn FSA aö
draga uppsögnina til baka þegar í
stað. Listamir vom látnir liggja
frammi i nokkrum verslunum á
Akureyri og líkcunsræktarstöðv-
rnn. Tæplega 400 manns rituðu
nöfn sín á listana, nær eingöngu
konur, og hafa þeir veriö afhentir
forstjóra sjúkrahússins og afrit
sent heilbrigðisráðherra.
„Þessi hugmynd kom upp í sauma-
klúbbnum okkar og við ákváðum að
láta til skarar skríða. Jónas er okkar
læknir og hefur verið lengi og við
viljum hafa hann áfram,“ sagði Sess-
elja Einarsdóttir, kaupmaður í versl-
uninni Ynju á Akureyri, í samtali við
DV, en hún var meðal hvatamanna
þess að listinn varð til.
Segjum ekkl orö
Forsvarsmenn Fjórðungssjúkra-
húss Akureyrar, þeir Halldór Jóns-
son forstjóri og Bjarni Hjarðar
stjómarformaður, vörðust allra
frétta um þetta mál þegar DV hafði
samband við þá. Halldór Jónsson
sagðist ekki ræða atriði málsins í
fjölmiðlum að svo komnu þar sem
starfsmannamál væru bundin frið-
helgi. -PÁÁ
„Sama dag og mér er tilkynnt um uppsögnina er allt
starfsfólkið kallað á fund. Þar tilkynnir yfirlceknir
kvennadeildar því að mér hafi verið sagt upp störf-
um. Engar frekari útskýringar voru gefnar af hálfu
hans og starfsmannastjóra en sagt að þeir vildu mín
vegna ekki rekja ástceður uppsagnarinnar. Þetta var
það versta sem þeir gátu gert því fólk fór strax að
gera sér í hugarlund að ég hefði brotið stórkostlega af
mér. Þetta barst síðan um allan bce. “