Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Qupperneq 48
56 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 Helgarblað Barcelona: Sigrar McLaren aftur? - Coulthard og Hakkinen verða að sigra tvöfalt á ný Nú er komið að fimmtu keppni ársins sem haldin verður í sólinni á Spáni. Það má búast við því að að- stæður þar verði talsvert betri fyrir áhorfendur en var á Silverstone fyr- ir hálfum mánuði þar sem fólk þurfti að vaða leðju upp að hnjám til að komast fleiðar sinnar. For- múla 1 hefur verið viðloðandi Spán í mörg ár þrátt fyrir að hafa ekki átt reglulega ökumenn í greininni. Heimamaðurinn Pedro de la Rosa er því góð undantekning og segist hann vera undir verulegri pressu frá heimamönnum og styrktaraðil- um um að skila sem bestum ár- angri. Circuit de Catalonya er við Barcelona og hefur verið notuð fyr- ir spænska kappaksturinn síðan 1991 en þá börðust Aryton Senna og Nigel Mannsell hart þar til sá enski hafði betur. Tímatakan mikilvæg Eftir svarta sunnudaginn 1. maí 1994, þegar Senna lést á Imola, var mörgum brautum breytt, þar á meðal þessari, og var bætt á hana „hraða- hindrunum" (lykkjum) td að minnka hraðann i beygjunum. Til dæmis var Elf-beygjunni bætt við eftir beina kaflann en í henni hafa oft orðið vandræði eftir ræsingar því hún er kröpp og auðvelt að nudda saman bíl- unum í baráttunni um sætin á fyrstu metrunum. Tímatakan er mjög mikil- væg fyrir þessa keppni því möguleik- ar á framúrakstri eru mjög fáir og er helsti möguleikinn að gera betur í góðri ræsingu og í gegnum keppnis- áætlun og taka snögg þjónustuhlé. Búast má við að sem fyrr á þessu ári verði flestir á einu til tveim stoppum en hingað til höfum við ekki séð neinn aka á þriggja stoppa áætlun- um. Gott grip er mjög mikilvægt í löngum og aflíðandi beygjum, eins og Renault og New Holland, þar sem jafn auðvelt er að tapa tíma eins og að ofgera bílnum og missa hann út af. Sennilega aka flestir á mýkri gerð Bridgestone-hjólbarðanna. Tvöfalt hjá McLaren Síðastliðin tvö ár hefur McLaren Mercedes verið allsráðandi í Barcelona og kláraði með fullt hús og Hakkinen og Coulthard voru i fyrsta og öðru sæti bæði árin. Nú stefna þeir á að endurtaka leikinn, nema hvað David Coulthard, sem er nýsloppinn úr mannskæðu flug- slysi, ætlar sér sigurinn í þetta sinn. Coulthard sigraði sem kunn- Barcelona: 7. maí 2000 -----------------] Lengd brautar: 4.766 km / Eknir hringir: 65 hringir New Holland Svona er lesið. Hraði —i i- Banc Sabadell Þyngdarafl Tímasvæði La Caixa Tími innan íoa oi svæðis* SamanlagðugQoO-oj *Byggt á tímatökum '99 Nissan Campsa Repsol Renault Gögn koma frá Benetton Formuta 1~ Grafík© Russell Lewis 1 i í Staðreyndir f Vangaveltur um keppnisáætlun Yfirborö brautar Slétt Veggrip Mikið Dekkjaval Mjúk Tekkjaslit Mikið Álag á bremsur Lítið Full eldsneytisþörf 58% (úrhring) Eldsneytiseyðsla Meðal 1 IVidgerdaráætlun t Mika Hákkinen (1)1 2 David Coulthard (3) 3 Michael Schumacher (4) 4 Eddie Irvine (2) 5 Ralf Schumacher (10) 6 Jarno Trulli (9) (Rásröð keppenda) —1 Hraðasti keppnishringur Michael Schumacher (lap 29) : 1 m24.982 / 200.287 km/klst 1 Mika Hákkinen u&smssM 2 Eddie Irvine 3 David Coulthard 4 Michael Schumacher 5 Jean Alesi 6 Jacques Villeneuve COMPACL yfirburðir TæKnÍVal ......... ugt er í síðustu keppni og er annar í stigakeppni til meistara en þó heil- um 20 stigum á eftir Michael Schumacher sem vann þrjár fyrstu keppnir ársins. Hakkinen, sem á tit- il að verja, hefur hins vegar ekki enn sigrað á árinu og er farið að hungra í einhverja velgengni og er ekki ósennilegt að hann verði fremstur í rásröðinni á morgun því McLaren MP4-15 bíll hans er snið- inn fyrir aðstæður Barcelona-braut- ar. Gott jafnvægi í beygjum og hraði á beinu köflunum er mikilvægara hér en á mörgum örðum stöðum. Má ekki vanmeta getu Mc- Laren Michael Schumacher á mjög góð- ar minningar frá Circuit de Cata- lonya, því þar vann hann sinn fyrsta sigur fyrir Ferrari árið 1996 með glæsilegum akstri í úrhellis- rigningu, þó svo að vél hans gengi aðeins á 8 strokkum í stað þeirra 10 sem fyrir voru. Seinni árin, 97-99, hafa Ferraribilarnir ekki hentað fyrir brautina og árangur Ferrari ekki verið góður undanfarin þrjú ár. í prófunum á brautinni í síðustu viku var Schumacher þó fljótastur dag eftir dag og er því vongóður um að Fl-2000 sé hentugur fyrir aUar gerðir kappakstursbrauta. Þó for- __________________________________________________________________ David Coulthard tók af fullum krafti þátt í æfingaakstri á Montmelo brautlnni í Barcelona. Coulthard sem náöi fimmta besta tímanum á æfingunni í gær, skoöar hér tíma sinn en hann var næstur á undan heimsmeistara síöasta árs og félaga sínum hjá McLaren, Mika Hakkinen. skot hans sé mikið i stigakeppninni má hann ekki sofna á verðinum og verða of öruggur með sig því getu McLarens má ekki vanmeta og er öruggt að þar gera menn allt til að halda meistaratitlinum þriðja árið í röð og eiga að hafa allt til þess: öfl- uga vél, frábærlega hannaðan bíl og tvo góða ökumenn. Annar er þó ívið betri og talar finnsku í þokkabót. Jagúar enn án stiga Eftir að tvö fljótustu liðin hafa komið öllum sínum mönnum í mark, en það hefur ekki gerst enn þá að allir Ferrari- og McLaren- menn klári sömu keppni, eru tvö sæti eftir sem gefa stig. Gerist það verður hörð barátta milli Jordans og Williams um 5. og 6. sætið og jafnvel hugsanlegt að Jagúar klári sína fyrstu keppni á stigum. Eddie Irvine ræsti á öðrum fremsta rás- stað í Barcelona í fyrra og kann því vel við sig á brautinni. Keppnin í fyrra var kosin sú leiðinlegasta á mótaröðinni því yflrburðir Mc- Larens voru of miklir. í ár má hins vegar búast við harðari keppni milli Ferrari og McLaren um efstu sætin og síðan enn harðari keppni milli minni liðanna um næstu sæti á eft- ir. -ÓSG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.