Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 I>V Milosevic formælt Námsmenn í Belgrad efndu til mót- mæla gegn stjórnvöldum í gær. Þúsundir náms- manna krefjast afsagnar Slobod- ans Milosevics Rúmlega fimm þúsund náms- menn í Belgrad fóru í mótmæla- göngu í gær og kröföust afsagnar Slobodans Milosevics Júgóslavíu- forseta og stjórnar hans. Þá kröfö- ust námsmenn þess að stjómvöld létu af ofsóknum sinum á hendur stj ómarandstæðingum. í borginni Nis í sunnanverðri Serbíu stöðvaðist öll umferð um tíma þegar sjö þúsund manns efndu þar tU mótmælaaðgerða. Námsmennimir í Belgrad hvöttu leiðtoga stjórnarandstöðunnar til að móta árangursríkari stefnu í baráttunni gegn Milosevic. Stjóm- arandstöðuleiðtogamir hittust í ráðhúsi Belgrad til aö undirbúa mótmælaaðgerðir gegn stjórn landsins síðdegis í dag. Mútur í líkhúsum danskra spítala Danska lögreglan hefur upplýst að starfsfólk á líkhúsum nokkurra sjúkrahúsa hefur þegið mútur fyrir að mæla með sérstökum útfararstof- um viö ættingja látinna sjúklinga. Starfsfólk líkhússins á Bispebjerg sjúkrahúsinu hefur til dæmis þegið mútur 50 til 100 sinnum. Tveir starfsmenn likhússins á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmanna- höfn misstu vinnuna vegna þessa í vikunni, að sögn danska blaðsins Politiken. Málið nær aftur tO ársins 1997 þegar útfararstjóri sem nýlega hafði tekið til starfa borgaði fyrir aö fá upp gefin nöfn aðstandenda látinna. Elian hjá pabba Kúbudrengurinn Elian Gonzaiez áttar sig á aö móöir hans er látin. Elian viðurkennir lát móður sinnar Kúbverski drengurinn Elian Gonzalez er nú loks búinn að átta sig á því að móðir hans lést við flóttatilraun þeirra frá Kúbu til Bandaríkjanna í nóvember síöast- liðnum, að sögn fjölskylduvinar. Elian var bjargað úr sjávarháska og komið fyrir í umsjá ættingja sinna á Flórída sem neituðu síðan að afhenda drenginn foður hans. Lögreglan fjarlægöi Elian með valdi fyrir fimm vikum og hefur hann siðan dvalið með föður sinum sem kom til að sækja hann. Að sögn er Elian nú farinn að tala um dauða móður sinnar við foður sinn. Fulltrúi SÞ við landamæri Líbanons og ísraels: Skil gleðina yfir frelsun landsins Terje Röd-Larsen, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna í Mið-Austur- löndum, stóð við landamæri Lí- banons og ísraels í gær og sagðist skilja gleði Líbana við frelsun landsins eftir 22 ára hersetu ísraela. Hundruð íbúa líbanska bæjarins Marwa hylltu norska stjómarerind- rekann ákaft þegar hann fylgdist með starfsmönnum SÞ, hermönn- um, landmælingamönnum og korta- gerðarmönnum, við mælingar sem staðfestu að ísraelar hefðu skilað aftur alþjóðlegum landamærum ríkjanna. „Ég skil mjög létti og gleði líbönsku þjóðarinnar yfir því að rétt landamæri hafa loks verið endur- heimt og að land þeirra hefur verið frelsað,“ sagði Röd-Larsen og horfði yfir til ísraels í aðeins um eitt hundrað metra fjarlægð. Röd-Larsen fór um svæði sem Gæsluliöar SÞ á ferð írskir friöargæsluliöar SÞ í eftirlits- ferö í Suður-Líbanon í gær. friðargæsluliðar SÞ höfðu ekki get- að farið um þar til í þessari viku þegar vopnaðar sveitir bandamanna ísraels í Suður-Líbanon leystust upp og ísraelski herinn flýtti heimferð sinni um sex vikur. Leiðtogi Hizbollah skæruliða- hreyfmgarinnar, Hassan Nasrallah sjeik, krafðist þess í gær að ísraelar fylgdu eftir brottflutningi hersveita sinna frá Suöur-Líbanon og færu einnig frá umdeildu fjalllendi nærri Golanhæðunum, á landamærum Sýrlands og ísraels. Þá krafðist Nasrallah þess einnig að ísraelar létu alla líbanska fanga lausa. Skæruliðar hafa hótað að berjast áfram nema ísraelsk stjórnvöld gangi að þessum kröfum. Nasrallah sagði að sigurinn væri allra Líbana og hvatti múslima og kristna tO að sameinast en krafðist refsingar yfir bandamönnum ísraela. Sandskúlptúrar í Singapore Galvaskir námsmenn frá Singapore reyna sig í sandskúlptúragerð á sumarleyfiseyjunni Sentosa úti fyrir ströndum landsins. Rúmlega tuttugu áhugamenn alls staöar aö úr heiminum hafa keppst við aö búa tii sem fallegasta skúlptúra í sandinn á eyjunni í þeirri von aö hreppa tíu þúsund doliara fyrstu verötaun. Rússlandsforseti fær falleinkunn: Pútín klúðraði síðasta stóra njósnaverkefninu Vladímír Pútín Rússlandsforseti klúðraði heldur betur síðasta stóra verkefninu sinu sem útsendari sov- ésku leyniþjónustunnar KGB í Austur-Þýskalandi og upp komst um njósnahring sem hann setti á laggimar. „Hann var ekki mjög góður. Eftir því sem við vitum best gekk honum ekki vel. Honum varð alvarlega á í messunni," segir Johannes Legner, talsmaður þýskrar stofnunar sem hefur umsjón með skjölum austur- þýsku leyniþjónustunnar Stasi. Pútin starfaði sem njósnari KGB í Dresden á árunum 1984 til 1990, áð- ur en hann klifraði upp metorða- stigann í rússneskum stjómmálum eftir fall kommúnismans. Hann hef- ur orð á sér fyrir að vera skilvirkur og koma hlutunum í framkvæmd. Engu að síður virðist hann hafa Ekki góður njósnari Vladímír Pútín Rússlandsforseti þótti ekki standa sig of vel hjá KGB. klúðrað síðasta verkefhinu svo um munaði. Legner segir að eftir hrun Berlínarmúrsins hafi Pútín fengið þaö verkefni að stofha hring njósn- ara sem átti að halda áfram að vinna fyrir Sovétmenn eftir yfirvof- andi hrun Austur-Þýskalands. Pútín sneri sér til fyrrum liðs- manna Stasi en ekki viidi betur til en að höfuðpaurinn gekk til liðs við þýsku gagnnjósnastofnunina tveim- ur mánuðum síðar og kjaftaði frá. Nokkrir menn vom handteknir í kjölfarið. Pútín sneri aftur heim og nokkrum árum síðar varð hann yf- irmaður FSB, arftaka KGB. „Vandinn er að stjóm okkar viU ekki gera neitt í þessu,“ segir Legner. „Svo lengi sem hann er svona mikilvægur vilja þeir ekki spilla samskiptunum með þetta gömlum sögum.“ Stuttar fréttir Blair situr heima Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, ætlar ekki að mæta á ráðstefnu leiðtoga helstu rikja heimsins í Berlín í næstu viku. Þess í stað ætlar hann að sitja heima yfir litla syni sínum Leo sem fæddist fyrir viku, eða svo. Prestastríð í Klakksvík Undirskriftasöfnun er hafin meðal sóknarbarna í Klakksvík í Færeyj- um til að mótmæla því að prestar bæjarins hafa neitað að biskupinn af Víborg í Danmörku prédiki þar á kristnitökuafinælinu í sumar. Danska þingið setur met Þingmenn á danska þinginu slógu eigið met i fiýtimeðferð í gær þegar þeir áttu að afgreiða 78 fmmvörp fyrir sumarfrí. Danir gætu losnað Danir gætu sagt sig úr myntsam- starfi Evrópusambandsins ef það gerðist þannig að ESB skaðaðist ekki. Þetta segir Romano Prodi í viðtali við breska tímaritið Specta- tor. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður í Danmörku í haust um hvort taka eigi upp evruna, mynt ESB. Til hjálpar flóttamönnum Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins ætlar að leggja til rúmlega þrjá mUljarða króna til að aðstoða flóttamenn frá Bosníu að snúa aftur til síns heima. Komið aftur í janúar BiU Clinton Bandaríkjaforseti segist ekki vera far- inn að ihuga af neinni alvöra hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur þegar hann yfirgef- ur Hvíta húsið í janúar á næsta ári. Ef einhver reyn- ir að brydda upp á þessu við hann, segir hann hinum sama að koma aftur að finna sig i janúar. Eþíópar sækja fram Hersveitir Eþíópa sóttu lengra inn í Erítreu í gær, þrátt fyrir yfir- lýsingar óvinanna um að þeir ætl- uðu að kalla allar sveitir sínar burt frá umdeildum landamærasvæðum. Amnesty gagnrýnir Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational segja að ekkert lát verði á mannréttindabrotum i Si- erra Leone fyrr en bundinn verði endi á þá stefnu að gefa stríðandi fylkingum upp sakir fyrir stríös- glæpi og mannréttindabrot. Biðlar til kaþólikka George W. Bush, forsetaefni repúblik- anaflokksins í Banda- ríkjunum, biðlaði í gær til kaþólskra kjósenda og lýsti yfir stuðningi sínum við að Páfagarður fái áheymarfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum. Prinsinn í flugskóla Friðrik krónprins af Danmörku hefur flugmannsnám hjá danska flughemum í ágúst í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.