Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Síða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 I>V Útgáfufélag: Frjáls fjölmiWun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Ríkisverzlun fíkniefna Mafíur komust til áhrifa í Bandaríkjunum á bannár- unum fyrir stríð. Gróðann notuðu þær meðal annars til að grafa undan þjóðskipulaginu og setja sig i stað ríkis- valdsins. Mörgum áratugum eftir afnám vínbannsins lifa mafíurnar góðu lífi á verzlun fíkniefna. Það, sem gilti þá um vinbann, gildir núna um fíkni- efnabann, ekki aðeins í Bandarikjunum, heldur um all- an hinn vestræna heim. Á svarta markaðinum græðast miklir fjármunir, sem eru meðal annars notaðir til að hefja mafíur nútímans yfir lög og rétt landsins. Andstæðingar þjóðfélagsins eiga auðveldari leik nú en þá, því að fíkniefni eru minni að fyrirferð og auð- veldari i flutningi en áfengi. Enda ná yfirvöld aðeins tangarhaldi á litlu broti ólöglegra fíkniefna og allur þorri glæpamanna á því sviði gengur laus. Þeir, sem nú hafa verið leiddir fyrir rétt í stærsta fíkniefnamáli íslandssögunnar, bera aðeins ábyrgð á litlum hluta fíkniefnasölu í landinu. Ekki eru nein merki þess, að fíkniefnum hafi fækkað í umferð. Þvert á móti hefur offramboð lækkað markaðsverð þeirra. Vandamál þjóðfélagsins af fíkniefnum eru einkum tvenns konar. Annars vegar eru örlög einstaklinganna, sem ánetjast fikniefnum og kostnaður við tilraunir til endurhæfingar þeirra. Hins vegar er hnignun margvís- legra innviða, sem halda uppi þjóðfélaginu. Þau fíkniefni, sem hafa verið lögleidd, skaða fíkla og valda miklum kostnaði, en þau grafa ekki undan sjálfu þjóðskipulaginu, af því að ekki myndast neinar mafíur umhverfis þau. Áfengi og prozak grafa ekki undan lög- um og rétti á sama hátt og hass og maríjúana. Þjóðfélagið hefur sjálft yfirtekið heildverzlun og smá- sölu áfengis og falið læknastéttinni að skammta aðgang að fíkniefnum á borð við prozak. Þannig takmarkar það bölið við fíknina eina og afleiðingar hennar og ver sig gegn valdasamkeppni af hálfu forhertra mafia. Um nokkurt skeið hafa lærðir menn leitt þung rök að þvi, að afnema beri bann við sölu fíkniefna og flytja söl- una inn í gegnsætt viðskiptakerfi uppi á borði. Tímarit- ið Economist hefur hvað eftir annað gengið fram fyrir skjöldu í baráttu fyrir því, að fikniefni verði leyfð. Markmiðið er að ná tökum á mafíum heimsins og hindra þær í að grafa undan lögum og rétti með mútum og ógnunum, sem hafa áhrif á lögreglumenn, saksókn- ara, dómara, fréttamenn, stjórnmálamenn og aðra þá, sem koma einna mest að rekstri þjóðskipulagsins. Ef gróðinn er tekinn úr höndum mafíanna og færður í hendur ríkisvaldsins, losnar það við hættulegasta keppinautinn og fær tækifæri til að stýra verðlagi og hafa áhrif á neyzlu fikla, auk þess sem það dregur úr glæpum, sem fíklar fremja til að fjármagna neyzlu. Leiddar hafa verið líkur að því, að fíklum muni flölga við lögleiðingu fíkniefna, þótt sumir vefengi raunar algerlega, að svo muni verða. Alltjent þarf að fara fram einhvers konar mat á misjöfnu vægi vanda- mála við svartan markað og gegnsæja verzlun. Hingað til hafa slíkar hugleiðingar verið gargaðar niður og svo verður enn að þessu sinni. Hitt má ljóst vera, að dag hvern er svarti markaðurinn að grafa und- an þjóðskipulaginu jafnt á íslandi sem annars staðar á Vesturlöndum og sífellt sígur á ógæfuhliðina. Ríkisverzlun fikniefna kemur fyrr eða síðar. Því fyrr, sem þjóðfélagið tekur lifibrauðið af mafíum, þeim mun traustari verða hornsteinar laga og réttar í landinu. Jónas Kristjánsson ESB og NATO Sú ákvöröun Evrópusambandsins (ESB) 1 lok síðasta árs aö efla hern- aðarmátt sinn með því að koma upp 60 þúsund manna herliði árið 2003 hefur komið miklu róti á öryggis- málaumræðu í Bandaríkjunum og Evrópu. ESB hefur þegar komið á fót stjómmála- og hermálastofnun- um og er ljóst að það mun taka við hlutverki Vestur-Evrópusambands- ins. Á utanríkisráðherrafundi NATO í Flórens í vikunni var lýst yflr stuðningi við áform ESB. Það breytir því ekki að þetta evrópska frumkvæði hefur valdið spennu innan NATO og getur haft veruleg áhrif á samskipti Bandaríkjanna og Evrópu þegar til lengri tíma er litið. Stofnanarígur? Ágreiningurinn hefur einkum snúist um eðli stofnana ESB í her- málum og tengsl þeirra við NATO. Bandaríkjamenn hefðu kosið að styrkja Evrópustoðina innan NATO fremur en Evrópusambandsins til að tryggja eigin áhrif og koma í veg fyrir samkeppni milli þessara stofn- ana. Þeir óttast einnig að frum- kvæði Evrópuríkjanna muni beina evrópsku fjármagni á sviði hermála til ESB á kostnað NATO. Banda- ríkjastjórn vill koma í veg fyrir að ESB-ríkin í NATO komi fram sem hagsmunablokk Evrópusambands- ins á þeim vettvangi. Enda mundi það gera ákvarðanatöku bandalags- ins erfiðari og gefa þeim ESB-ríkj- um, sem ekki eiga aðild að NATO, tækifæri til að útvatna stefnuna. Á hinn bóginn hefur bilið milli Banda- ríkjanna og Evrópu í hernaðar- tækni aukist sífellt frá því að kalda stríðinu lauk. Meðan Bandaríkja- menn eru að auka framlög til her- mála eru Evrópuþjóðirnar að minnka þau. Þvi draga sumir bandarískir embættismenn í raun í efa að ESB sé fært um að koma sér upp Evrópuher, vegna þess að bandalagsríkin muni ekki leggja af mörkum nægt fé til þess eða ráðast í nauðsynlegar breytingar á skipu- lagi herja sinna í samræmi við breyttar hernaðarforsendur. Þessi sjónarmið endurspegla þá tvíræðu Evrópustefnu sem Bandaríkjamenn hafa fylgt allt frá því á 6. áratugn- um: Annars vegar styðja þeir aukið samstarf Evrópuríkjanna á sviði hermála og hvetja þau til að leggja meira af mörkum til þess mála- flokks. Hins vegar vilja þeir ekki að aukið vægi Evrópuríkjanna í NATO stefni áhrifum þeirra í hættu. Afstaða Evrópuríkjanna Frakkar hafa lengi haft það á stefnuskrá sinni að gera Evrópu óháða Bandaríkjunum. Þeir vilja Spenna hefur aukist í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu i kjölfar þeirrar ákvöröunar Evrópusambandsins að koma sér upp eigin herliöi til aö bregðast viö hættuástandi í Evrópu án þátttöku Bandaríkjanna eöa NATO. Myndin er frá utanríkisráöherrafundi NATO í Flórens í vikunni. því sem minnst utanaðkomandi af- skipti af Evrópuhernum. Gildir þá einu hvort um er að ræða NATO eða þau evrópsku NATO-ríki sem ekki eiga aðild að ESB. Bretar höfðu lengi vel staðið í veginum fyrir slík- um tilraunum en árið 1998 söðlaði Blair-stjórnin um og studdi hug- myndina um að gera ESB kleift að grípa inn í með hervaldi ef tak- mörkuð átök brytust út í Evrópu, þar sem NATO og Bandaríkjamenn hefðu ekki beinna hagsmuna að gæta. Með þessu útspili vildu Bret- ar augljóslega efla áhrif sín í Evr- ópu í hermálum, þar sem þeir eru í forystu ásamt Frökkum, til að vega upp á móti minni áhrifum innan ESB á öðrum sviðum eins og efna- hagsmálum. Hin hliðin á málinu er þó sú að stefnubreyting Breta getur hæglega grafið undan NATO. Þau evrópsku NATO-riki sem ekki eiga aðild að Evrópusambandinu og nefnd hafa verið „þriðju löndin" (Noregur, ísland, Tyrkland, Tékk- land, Pólland og Ungverjaland) hafa barist fyrir því með mismiklum þunga að fá að taka þátt í ákvarð- anaferli þeirra öryggismálastofnana sem komið hefur verið á fót innan ESB. Helsta samningavopn þeirra Valur Ingimundarson stjórnmála- sagnfræöingur Erlend tiðindi hefur verið að öll NATO-ríkin þurfa að samþykkja aðgang ESB að bún- aði og liðssafnaði NATO. Nú hafa ESB-ríkin fallist á að koma upp formlegu samráðsferli en útfærsl- an er enn óljós og málið því óleyst. Þau ESB-ríki sem ekki eru i NATO, eins og t.d. Svíþjóð og Finn- land, vilja ekki að „þriðju ríkin“ hafi bein áhrif á öryggismála- stefnu ESB. Finnsk og sænsk stjómvöld hafa auk þess fært gaml- ar kaldastríðskenningar um „nor- rænt valdajafnvægi" í nýjan bún- ing. Þau hafa ítrekað að ekki standi til að ganga í NATO á þeirri forsendu að það geti dregið úr stöð- ugleika i Evrópu með því að styggja Rússa og aukið þrýsting á Eystrasaltsríkin. Slíkur málflutn- ingur er ekkert út i hött en auðvit- að er þetta ekki meginástæðan. Með því að ganga í Evrópusam- bandið hurfu Svíar og Finnar frá þeirri stefnu að tengjast ekki póli- tískum hagsmunabandalögum með beinum hætti. Staðreyndin er sú að hin pólitiska stétt í þessum ríkjum hefur engan áhuga á því að hefja baráttu fyrir því að ganga í NATO vegna þess að hún veit að það mundi mæta andstöðu heima fyrir. Eins og sjá má er þetta mjög flókið samspil þar sem verið er að reyna að samræma ólíkar stefnur og hagsmuni Evrópuríkjanna. Enn á eftir að koma í ljós hvort hið evr- ópska frumkvæði muni leiða til þess að vægi NATO í evrópskum öryggismálum minnki eða hvort hér er um að ræða enn eina mis- heppnaða tilraun til að gera Evr- ópu óháðari Bandaríkjunum. Mannréttinctamál í Kína hagnast á sölu meiri fætnlMMaMr Þannig komast þau í sambaná við umheiminn í gegn um síma og Netið Hvernig gagnar það þeim sem eru hanáteknir og pyntaðir? R\,f| Það verður hægt að horfa áþáá Netinu fl/ fll Ékm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.