Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Qupperneq 11
11
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
DV Skoðun
Alvaldur í eldhúsinu
Laugardagspistill
„Hvað á ég að hafa í matinn í
kvöld?“ spurði meintur húsbóndi
konu sína sem var á hraðferð í
vinnuna á sama augnabliki og hann
kom frá vinnu síðdegis á rigningar-
degi í maímánuði. Hún leit á hann
með svip sem lýsti samblandi af
vorkunn og pirringi og sagði að
hann réði því sjálfur.
„Það er bæði hakk og fiskur í
frystinum og þú ræður hvort þú eld-
ar. Þú manst svo að sækja stelpuna
á leikskólann og baða hana i
kvöld,“ svaraði hún með þjósti þar
sem hurðin skall á hæla hennar.
Sem betur fer fyrir hann og heim-
ilisfriðinn náði hann ekki að spyrja
konu sína hvort ekki hefði verið
mögulegt að hún forsteikti kjötið
þannig að vinna hans yrði ekki eins
lýjandi að kveldi þessa vinnudags.
Hann hugsaði með sér hversu gíf-
urleg þjóðfélagsbreyting hefði orðið
á undanförnum áratugum. Sem
barn mundi hann ekki til þess að
faðir hans væri settur í þá stöðu að
elda mat eða stússast með böm.
Þvert á móti var verkaskipting á
heimilinu í fostum skorðum. Faðir-
inn aflaði en móðirin eyddi og
stofusófmn var hans við lok erfiðs
vinnudags. í þá tíð heyrði til stórtíð-
inda ef húsbóndinn skrældi svo
mikið sem eina kartöflu. í þá daga
var allt einfalt og enginn vafi lék á
því hver átti að gera hvað. Sjálfur
hafði hann með höndum það hlut-
verk á bemskuheimilinu að fara út
með ruslið endrum og eins.
Hann varð dapur í bragði við
þessar hugrenningar og minnstu
munaði að svartnætti hins heima-
vinnandi húsfoður næði yfirhönd-
inni. Síðan náði hann áttum og
ákvað að takast á við verkefnið af
karlmennsku og gekk ákveðnum
skrefum að frystinum. Hakk skyldi
það vera og hann fann pakkningu
sem bar þess öll merki að innihalda
þá vöru. Hann náði í matreiðslubók
í því skyni að tileinka sér rétta mat-
reiðslutækni. Nokkrum aðferðum
var til að dreifa og hann valdi þá
sem honum fannst líklegust til að
heilla böm hans og konunnar sem
skyldi hann eftir hjálparvana.
Sjókokkur
Sjálfur átti hinn hrjáði húsbóndi
að baki nokkra sögu sem sjókokkur
á árum áður. í upphafi þótti hann
hrösóttur og ýmis nýbreytni í
mataræði féll ekki í kramið hjá öll-
um þeim er voru kostgangarar hans
á Vestfjarðamiðum. Einhvern tím-
ann ákvað hann að elda steinbít,
sem er með ljótari fiskum þó ekki
væri nema vegna munnsvipsins
sem líkist einna helst kjafti á deyj-
andi ketti eða æfareiðri vampíru.
Aö hætti þeirra tíma matarhefðar
ákvað hann að steikja fiskinn og
í þvi skyni var honum velt upp
úr hveiti og kryddi. Eitthvað bar
út af því rafmagnssteikarpanna
sem ætluð var til verksins brást
og fiskur og hveiti rannu ekki
saman í eitt. Á ögurstundu þeg-
ar aðeins voru 15 mínútur í
matartímann ákvað hann að
breyta um matreiðslu og sjóða
fiskinn. Enginn tími var til að
flaka nýjan fisk og við lauslega
tilraun kom i ljós að ekki var
hægt að ná hveitinu af. Því var
allt látið gossa í pott með sjóðandi
vatni. Mannskapurinn var svangur
eftir að hafa staðið á dekki í hörku-
aögerð og það mátti greina tilhlökk-
un í hverju andliti þar sem kokkur-
til þess að vera alvaldur í eldhúsinu.
Hann var búinn að flaka fiskinn öðr-
um megin og vönum handtökum
velti hann honum yfir og byrjaði á
hinni í sömu andrá og hann sönglaði
Sjómannavalsinn. Þá dundi ógæfan
yfir og hann heyrði að baki sér and-
köf. Hann greindi að 12 ára barnið,
margbrennt af kúnstum hans og sér-
kennilegum uppátækjum, hafði kom-
ið auga á steinbítinn. „Pabbi, ertu
orðinn brjálaður. Á að láta okkur
borða steinbít," spurði hálfungling-
urinn þegar hann loks fékk mælt.
Yngra barnið brast í grát og kom
hlaupandi til feðganna. „Ekki
stemmbít," æpti hún með örvænt-
ingu og fékk ekkakast.
Húsfaðirinn fór yfir stöðuna í hug-
anum þar sem hann reyndi að hugga
barnið. Honum varð smám saman
ljóst að ekkert var til ráða annað en
söðla algjörlega um og þar sem sonur
hans rétti honum símann hringdi
hann með vélrænni fmgrasetningu
og bar tólið upp að eyranu. „Eina
sextán tommu pitsu og brauð-
stangir. Sjávarrétti á helming-
inn og..."
Steinbíturinn var settur í
plastpoka og inn í frysti
við hliðina á hakkinu.
Kvöldmáltíðin fór
friðsamlega fram og
börnin mauluðu pits-
una glöð á meðan faðir
þeirra nartaði annars
hugar i sneið af sjáv-
arréttahelmingnum
og hugsaði með sér
hve gaman hefði
verið að hafa á
borðum steinbít
með gráðosti.
„Pabbi, ertu orðinn brjál-
aður. Á að láta okkur
borða steinbít, “ spurði
hálfunglingurinn þegar
hann loks fékk mælt.
sem hálfgapti svo skein í ógurlegar
vígtennurnar. „Ég er hrædd,“ sagði
bamið og byrjaði að kjökra. Faðirinn
tók barnið í fang sér og veitti áfalla-
hjálp á sama tíma og hann reyndi aö
upphugsa ráð til að koma steinbítn-
um heim án þess að barnið uppgötv-
aði að þetta væri kvöldmaturinn.
Hann sneri þvi baki við fisksalanum
og dreifði athygli barnsins með því
að tala um bUana fyrir utan. Þetta
tókst og fisksalinn, sem skynjaði
vandræði hans, pakkaði óvættinum
vandlega inn svo hvorki sást haus né
sporður. Hann borgaði og saman
héldu feðginin áleiðis heim með
kvöldmatinn i poka.
Þegar heim kom ákvað hann að
hlífa barninu við frekara áfalli og
hann laumaðist með steinbítinn svo
hún sá ekki. Síðan tók hann tU gráð-
ost og annað sem þurfti tU að hin
veglegasta máltíð yrði að veruleika.
Bamið hjalaði afsíðis við dúkkur sín-
ar og hann
inn kom með fat með rjúkandi fiski.
Það var ekki fyrr en herlegheitun-
um var slengt á borðið að það rann
upp fyrir mönnum að ekki var allt
með feUdu. Slepjan á fatinu var
engu því lík sem sægarpamir höfðu
áður séð.
„Hver andskotinn er þetta,"
spurði bátsmaðurinn sem hafði að
því er talið var séð aUt undir sól-
inni. Kokkurinn reyndi að bera
hönd fyrir höfuð sér með því að út-
skýra að Vestfiröingar hefðu lifað á
steinbíti frá því sögur hófust og
þarna væri eingöngu um að ræða
nýja matreiðsluaðferð sem hugsan-
lega ætti erindi í matreiðslubækur.
Ekki varð útskýring hans tU að slá
á það ógeð sem var allsráðandi við
matarborðiö. Þjáningarsvipur
mannanna og harkaleg viðbrögð
urðu tU þess að hann tók fat
hins rjúkandi fiskréttar og
gekk með það sömu leið til
baka inn í eldhúsið. Máltíð-
inni var svo bjargað með því
að hann bauð upp á brauð,
epli og komfleks og það sem
eftir lifði af matsveinsferlin-
um reyndi hann aldrei að
elda steinbit.
Stemmbítur
Eftir að hafa horfið um stund
á vald minninganna ákvað hann
að nú væri ranninn upp sá tími
að hann sannaði getu sína í eld-
húsinu. Nú var ekki við að eiga
togaraáhöfn heldur tvo barnunga
sem gerðu ábyggUega litinn greinar-
mun á steinbíti eða ýsu svo framar-
lega að ekki væri verið að veifa fisk-
inum framan í þau áður en hann
yrði matreiddur. Hann tók á sig rögg
og með fyrirlitningarsvip henti hann
hakkinu aftur inn í frysti. Síðan sótti
hann yngra bamið á leikskólann og
ók beinustu leið í næstu fiskbúð. Þar
sem hann stóð andspænis fisksalan-
um sagði hann ákveðinn: „Ég ætla að
fá einn steinbít."
Leikskólabarnið stóð við hlið
fóður síns og spurði með
undrun: „Hvað er stemm-
bítur?" Faðirinn lét sem
hann heyrði ekki
spuminguna en
barnunginn fylgd-
ist grannt með
þar sem fisksal-
inn brá plast-
smokk á
höndina og
teygði sig
inn í fisk-
borðið og
greip
utan
um
gráan
fisk
Emmmm.
Nýir vendir sópa best
„Ahmed Necdet
Sezer, sem nýlega
sór embættiseið
sem forseti Tyrk-
lands, getur veitt
landi sínu tæki-
færi tU að ástunda
lýðræðislegri
stjórnarhætti en
stjómvöld þar
hafa hingað tU
vUjað hætta á. Nýi forsetinn, sem er
fyrrum yfirdómari við æðsta dóm-
stól Tyrklands, hefur lítil formleg
völd en hann situr á stóli sem ekki
er hægt að reka hann úr nema með
mjög harkalegum aðgerðum, ólíkt
því sem gerist með aðra kjörna
stjórnmálamenn. Nokkur vel valin
orð frá honum gætu mjakað þing-
mönnum til að veita kúrdíska
minnihlutanum takmarkað menn-
ingarlegt sjálfsforræði og aflétt tak-
mörkunum á málfrelsi. Það gæti svo
aukið líkurnar á aðUd Tyrklands að
Evrópusambandinu."
Úr forystugrein Washington Post
25. mai.
Undarlegur er heimurinn
„Hann er undarlegur heimurinn
þar sem annars vegar er rekinn
áróður fyrir jafnrétti kynjanna,
kynþáttanna, trúarbragðanna og
sem hins vegar sættir sig við klám-
iðnaðinn þar sem konur eru undir-
gefin verkfæri oft grófrar kynfýsnar
karlmanna. Hann er einnig undar-
legur heimurinn þar sem baráttan
gegn fikniefnum, vopnasölu og öðr-
um glæpum fær mikið fé og mann-
afla, á sama tíma og aUt að 500 þús-
und konur eru fluttar frá Austur- tU
Vestur-Evrópu, þar sem margar
stunda vændi eða önnur þrælastörf.
Loks er það undarlegt að jafnvirt
stofnun innan SÞ, vinnumálastofn-
unin ILO, skuli hafa mælt með að
veltan í kynlífsiðnaðinum væri
reiknuð sem hluti af þjóðarfram-
leiðslunni, á sama hátt og önnur
mannanna störf.“
Úr forystugrein Aktuelt 26. maí.
Ótryggt ástand á ný
„Venjulega er
ástæða til að
fagna endalokum
hernáms. Það á
einnig við nýjasta
tilvikið: Brottfor
ísraels frá svæði i
S-Líbanon sem
ísraelar hafa hald-
ið sem „öryggis-
svæði“ síðan 1978.
Það hefur gengið á ýmsu með örygg-
ið, bæði á hemámssvæðinu og á
landamærasvæðinu í N-ísrael. En
ísraelar biðu ekki eftir að líbönsk
yfirvöld gætu fyllt tómarúmið eða
að aiþjóðlega samfélagið gæti byggt
upp herafla sem gæti haft eftirlit
með ástandinu. Þegar lásinn var
hengdur á landamærahliðið höfðu
aðeins liðið sex klukkustundir frá
því að Ehud Barak forsætisráðherra
hafði skipað fyrir um brottför. Þar
með eykst óöryggið í Miðaustur-
löndum, eins og það séu ekki næg
vandamál fyrir á svæðinu."
Úr forystugrein Aftenposten
25. mai.
Andlýöræðisleg stefna
„Samtímis því
sem Bill Clintdn
Bandaríkjaforseti
undirbýr heim-
sókn til Moskvu í
næsta mánuði eru
blikur á lofti um
að nýr forseti
Rússlands, Vla-
dimir Pútín, stýri
Kreml í andlýð-
ræðislega átt. Skyndileit stjórnar-
innar hjá einkareknum fjölmiðli
fyrr í þessum mánuði og heimsókn
varnarmálaráðherra Júgóslavíu,
sem hefur verið ákærður fyrir
striðsglæpi, gefa til kynna fyrirlitn-
ingu á lýðræðislegum gildum sem
Clinton og aðstoðarmenn hans
verða að hafa í huga þegar þeir
skipuleggja leiðtogafundinn í
Moskvu."
Úr forystugrein New York Times
23. mai.