Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Page 33
33
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
PV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Sigurður Kári Kristjánsson, formaöur SUS, þekkir belgíska bjórinn vel af eigin raun þar sem hann bjó í Belgíu part úr sínum námsárum. Hann heldur mestu
upp á Chimay.
EM 2000 í Hollandi og Belgíu í sumar:
s
inn er rétt fyrir utan Brussel og þó
lögfræðinámið hafi tekið sinn tíma þá
var Sigurður einnig duglegur við að
kynna sér belgíska bjórmenningu.
„Belgískur bjór er mjög góður og
úrvalið ótrúlegt. Þeir brugga allt frá
veikum lagerbjór upp í rótsterkan
þykkan bjór sem er allt að 15% sterk-
ur.“
Blanda bjór með kók
Það er alls ekki aUar bjórtegimd-
imar sem bragðast vel en það er þó
þess virði að hafa prófað banana-,
hvítlauks- eða chilibjór. í Belgíu er
einnig að frnna bjór úr sólberjum og
hindberjum, og jafnvel einnig úr
ferskjum. „Þeir eru mjög duglegir
við að nota krydd og ber til að
bragðbæta bjórinn og það er alveg
ótrúlegt hvað þeir ná fram góðu
bragði," segir Sigurður Kári og upp-
lýsir að það sé einnig mjög vinsælt
hjá heimamönnum að blanda bjór
tÚ helminga annaðhvort með sprite
eða kóki. Sjálfur heldur hann mest
upp á tegundina Chimay. „Hann er
sterkur og með þéttu bragði en samt
laus við það að vera rammur,“ seg-
ir Sigurður og mælir einnig með
tegundinni Delerium tremes sem
hefur margoft verið valinn besti
bjór í heimi.
Hver tegund með sitt glas
Ef þú ert einn af þeim sem safnar
bjórglösum þá kemstu virkilega í feitt
á heimsmeistaramótinu. Hver belgísk
bjórtegund á nefhilega sitt eigið glas
sem tegundin á að berast fram í. Á
hollenskum krár er bjórinn yfirleitt
borinn fram í litlum glösum. Af
hverju? Jú, svo allir hafi efni á því að
splæsa einni umferð á borðið án þess
að fara á hausinn. Hægt er að mæla
sérstaklega með versluninni Beer-
mania í Brússel þar sem hægt er að
kaupa bjór í metravís. Einnig er íjöld-
ann allan af bjórsöfnum að finna í
báðum löndunum sem vert er að
heimsækja. -snæ
A eftir bolta
kemur bjór
Það styttist í Evrópumeistaramót-
ið í knattspymu sem fram fer í
Hollandi og Belgíu dagana 10. júní
til 2. júlí. íslenskir fótboltaáhuga-
menn sem hafa hugsað sér til hreyf-
ings hafa meira en bara keppnina
að hlakka til. Löndin eru nefnilega
þekkt fyrir bjórframleiðslu og það
verður litið vandamál að viðhalda
sigurgleðinni eða deyfa sorgir yflr
ósigrum í belgískum eða hollensk-
um bjór.
900 bjórtegundir
Amstel og Heineken eru vel þekkt
hollensk merki sem og belgisku bjór-
arnir Chimay og Leffe, en það er nóg
af öðrum freistandi tegundum á
boðstólnum. Úrvalið er ótrúlega gott
bæði í Hollandi og Belgíu og gæti
reynst erfitt að ætla sér að smakka á
öllu því sem í boði er. í staðinn fyrir
að halda sig við þessi klassísku merki
sem seld eru hér á íslandi ættu menn
að nota tækifærið og prófa eitthvað
nýtt. „Ég held að það séu um 900 bjór-
tegundir sem bruggaðar eru í Belgiu.
Hver krá er yflrleitt með sinn eiginn
bjór í ámum í kjallaranum," segir lög-
fræðingurinn Sigurður Kári Krist-
jánsson, sem bjó í bænum Leuven i
Belgíu brot af sínum námsárum. Bær-
Þessi gullmoli, Ford Thunderbird ‘64 er til sölu, innfluttur
nýr, rafmagn í öllu, allur orginal. Sjón er sögu ríkari
Verð kr. 1.500.000
© BOSCH
Alvöru
áhöld
Þjónustumlðstöð í hjarta borgarlnnar
BRÆÐURNIR
Lágmúla 9 • Sími: 530 2800
www.ormsson.is
BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
Verkfærin frá Boseh
hafa fylgt okkur
hjá Bræörunum Ormsson
frá því viö munum eftir okkur
og hafa margsannað sig
í höndunum á íslenskum
afreksmönnum
til sjávar og sveita.
Þetta eru alvöru áhöld,
á fínu verði, sem er ætlað
að endast þér vel og lengi.
Upplýsingar í síma 555 0755