Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Side 36
36 Helgarblað LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 DV - sem heilsaöi lífinu á miöjum ah Hallur Hallsson yfirgaf öruggt starf fyrir fimm árum og gékk út í lífið án þess að hafa hugmynd um hvað tœki við. Síðan hefur allt leikið í höndunum á hon- um og starf hans verið ein allsherjar sigurganga - með einni undantekningu. „Þetta er spuming um að þora að taka áhættu, segja upp starfi sem fullnægir manni ekki, ganga út í lífið og segja: Hér er ég! í raun og veru vissi ég ekkert hvort nokkur hefði áhuga á mér eða starfskröftum mínum,“ segir Hall- ur HaHsson fyrrum sjónvarps- fréttamaður og teygir úr sér á skrifstofu sinni hjá Frjálsum fjar- skiptum sem stefnir að því að gera ísland að miðstöð fyrir alþjóðlegt GSM-símanet með tUheyrandi fjárfestingum í samvinnu við símafyrirtækið MintTelecom sem hefur höfuðstöðvar sinar í Lund- únum. „Hér eru möguleikarnir í framtíðinni og ég verð stundum að klípa mig í handlegginn tH að vera viss um að þetta sé aUt satt,“ segir HaUur sem hefur ásamt fé- lögum sínum sótt um skráningu á flmm milljón símanúmerum með íslensku landsnúmeri til að láta drauminn rætast. Þá sér hann fram á að Frjáls ijarskipti verði komin með mörg hundruð manns í vinnu eftir nokkur ár. Galdurinn er að gera sem minnst en koma öllu í verk Sjálfur er Hallur með höfuð- stöðvar sínar við Skúlagötuna þaðan sem hann gerir út og er með fleiri jám í eldinum en tölu verður á komið í fljótu bragði. Auk þess að gegna stjómarfor- mennsku í Frjálsum fjarskiptum rekur HaUur almannatengslafyrir- tækið Menn og málefni og bókaút- gáfuna Vöxt: „Galdurinn er að gera sem minnst en koma öUu í verk þannig að starf manns verði eins og óstöðvandi elfur,“ segir HaUur, mjúkri og hálfhvíslandi röddu sem gerði hann að góðkunningja þjóðarinnar á meðan hann starf- aði sem sjónvarpsfréttamaður. Þegar hann talar er eins og yflr Kelkó Það var mikill happafengur fyrir Hall þegar höfrunginn heimsfræga rak á fjörur hans. honum hvHi dulúð, jafnvel trúar- festa enda er hann með stóran guUkross um hálsinn: „Konan mín gaf mér krossinn fyrir 25 árum. Hann kemur starfi 'mínu ekki við,“ segir HaUur sem verður flmmtugur á næsta ári og viður- kennir aðspurður að líklega hafi hann þroskast seint - en vel. Fréttastjóradraumurinn sem varð að engu Þegar Hallur yfirgaf fréttastofu Stöðvar 2 fyrir fimm árum eftir 20 ára blaðamennskuferU var ástæðan einföld. Hann sá ekki fram á að verða fréttastjóri A þrátt fyrir langan starfsald- ur og mikla reynslu og fram undan var ekkert annað en að hjakka i sama farinu og enda á eft- irlaunum með höfuðið fuUt af draumum sem ekki höfðu ræst. Þá stóð hann upp og heilsaði heiminum í annað sinn. „Ég byrjaði vel þegar ég gaf út metsölubókina Karlmenn eru frá Mars - konur eru frá Venus. Sú bók hitti beint í mark og það sama má segja um Lögmálin 7 um vel- gengni eftir Deepak Chobra, í þýðingu Gunn- ars Dal, bók um Díönu prinsessu, aðra um móð- ur Theresu, svo og met- sölubók Jónasar Jónas- sonar, Náðuga frúin frá Ruzomberok," segir HaUur sem þama skaut stoðum undir heimUis- fjárhaginn og gat farið að sinna öðru. HaUur gerðist sérstakur um- boðsmaður Keikós hér á landi, sameinaði sveit- arfélög á Austurlandi sem aUir töldu vonlaust verk, skipulagði heim- sókn HiUary Clinton hingað tU lands, kom Haraldi Erni á norður- pólinn og á kvöldin sat hann við skriftir og reit sögu Olíu- verslunar Islands: Hvaft heffti gerst ef Keikó heffti drepist og Haraldur Orn aldrei komist á norftur- pólinn? „Það fylgir því ákveðin áhætta að taka að sér svona verkefni. Hver hefði orðstír minn og fyrir- tækis míns orðið ef Keikó hefði drepist í kvínni í Vest- mannaeyjum eða Haraldur Örn aldrei komist á norðurpólinn? Maður verður aUtaf að vera sigurliðinu til að geta haldið áfram og ég hef svo sannarlega neitað verkefnum sem ég hef ekki haft trú á. Erflð- ast i þessu er að sjá at- burðarásina fyrir. Strax og maður ger- ir einhver mistök stöðvast flæðið og hlutimir verða flóknir. Á meðan maður hefur yfirsýn og byggir á réttum ákvörðunum gengur þetta upp. Þá verður maður líka að halda sig við heUdarmynd- ina og láta aðra um smáatriðin. Þvl er mik- ilvægt að vinna með góðu fólki sem maður treystir," segir HaUur og dregur ekki diU á að Keikó hafi orðið honum mikiU happafengur þegar höfrunginn heims- m - ss mt í-í.- 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.