Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Page 54
^62
Tilvera
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
DV
Mifunes
sidste sang
*** ||
Sann-
leikur-
inn er
sagna bestur -
stundum
Eftir að vera búin að horfa á mynd-
ina innan við fimmtán minútur varð
■ maður fyrir herfilegum vonbrigðum og
hugsaði með sér: „Enn ein skandinav-
íska há]f-klámmyndin“. En sem betur
fer var reyndin ekki sú. Heldur er hér á
ferðinni ágætis mynd um fólk og mis-
fellur í lífinu.
Faðir Krestens deyr og Kresten þarf
að skipuleggja jarðarfórina og fmna
æskilega manneskju eða heimili til að
annast þroskaheftan bróður sinn. Þetta
gerist strax daginn eftir brúðkaup
Krestens. Brúðurinn vill, sem eðlilegt
er, fara með nýbökuðum eiginmanni og
kynnast æskuslóðum hans. Ja, reyndar
eftir að hún var búin að jafha sig á að
faðir Krestens hefði verið lifandi allt
fram að brúðkaupinu. Kresten hafði ein-
faldlega afneitað fjölskyldu sinni og
neitað að hann ætti nokkra eftirlifandi
ættingja.
Leikurinn i myndinni er stórgóður og
efnið í senn sorglegt og fyndið. Myndin
fer hægt af stað og leiðir áhorfandann
hægt og sígandi að uppgjöri nokkurra
einstaklinga við sjálfa sig, lífið og aðra.
Einna helst þykir mér furðulegt að
myndin skuli vera flokkuð undir gam-
anmynd þegar efni hennar er í raun jafli
sorgleg og það er. Þó eru atriði sem eru
sérlega skondin og líklegast telst það
vega meira. Ég mæli með þessari mynd
fyrir fólk sem hefur þolinmæði fyrir
; áhugaverðar myndir.
Útgefandi: Góöar stundir. Leikstjóri:
Sóren Kragh-Jacobsen. Aöalhlutverk:
Anders W. Berthelsen, Iben Hjejle,
Jesper Asholt og Emil Tarding. Dönsk,
1999. Lengd: 101 mín. Bönnuö innan
16 ára.
Next Friday
★★★
Langt
síðan
maður
•hefur hlegið
svona innilega
Stundum eru myndir einfaldlega
fyndnar - það er ekkert flóknara. Þessi
mynd er vel heppnuð gamanmynd sem
fær jafhvel súrastu persónu til að
kiprast örlítið til í andlitinu. Ef ekki nú
þá er lítið hægt að gera í þvi máli.
Ofurtöffarinn Craig þarf bráðnauð-
synlega að komast tímabundið í burtu
úr hverfinu sínu. Þannig er mál með
vexti að Debo, sérlega fúllyndur og geð-
stirður náungi, hefur flúið úr fangelsi
og viil hefha sín á Craig. En Craig kom
honum upphaflega i fangelsið. Craig er
svo heppinn að fóðurbróðir hans býr í
flottu úthverfi og hann fær þar inni um
:stundarsakir. Fljótt kemst hann að raun
um að „frænka" hans, eiginkona fóður-
bróðurins, er vergjöm með meiru og
reynir stíft við hann. Craig hefur þó lít-
inn áhuga á að plægja þann garð auk
þess kemst hann að því að svaka skvisa
býr í svo til í næsta húsi.
Tónlistin er takmörkuð og kemur það
á óvart - yfirleitt eru svona tilbrigði af
„gangsta" myndum stútfullar af rappi
og annarri tónlist. Geiflur sumra leikar-
anna eru snilldarlegar. Ekki er um stór-
leik að ræða í dramatískum skilningi
heldur farsakenndan leik. I mótsögn við
það er t.a.m. Ice Cube sérlega þurr á
" mannin og skiptir, að manni finnst,
varla svip. Samanblanda þessara áhrifa
koma vel út og eftir situr skemmtileg af-
þreying. -GG
Útgefandl: Myndform. Leikstjóri: Steve
Carr. Aðalhlutverk: lce Cube, Mike Epps,
Justin Pierce og John Witherspoon.
Bandarísk, 1999. Lengd: 98 mfn. Bönn-
vuö innan 16 ára
Luis Bunuel:
Meistari súrrealismans
Tristana
(1970)
Catherine
Deneuve í
hlutverki sínu.
Hann hefur verið kallaður faðir súr-
realismans í kvikmyndum og var ætíð
umdeildur á tæplega hálfrar aldar ferli
sínum. Hann ýmist hneykslaði fólk
eða heiflaði það með óhugnanlegum
súrrealískum myndskeiðum og beitt-
um árásum á yfirvöld, trúarbrögð,
borgarastéttina og yfirleitt allt það sem
honum fannst rotið í samfélagi manna.
Mestallan feril sinn var hann útlægur
frá heimalandi sínu þrátt fyrir að vera
í hópi virtustu leikstjóra heimsins en
flestar myndir sínar gerði hann í
Mexíkó og Frakklandi.
Hórö viðbrögö
Luis Bunuel fæddist inn í nýja öld
22. febrúar árið 1900. Foreldrar hans
voru spænskt millistéttarfólk sem setti
hann í strangan Jesúítaskóla (sem
margir telja uppsprettu uppreisnar-
gimi hans og óbeitar á trúarsetning-
Luls Bunuel
Umdeildur snill-
ingur sem oft var
kallaður faðir
súrrealismans í
kvikmyndum.
um). Hann fór síðan í háskólann í Ma-
dríd þar sem hann vingaðist við súrr-
ealíska listmálarann Salvador Dali.
Þar kviknaði áhugi hans á kvikmynd-
um og hann ákvað að fara til Parísar
að læra kvikmyndafræði. Eftir útskrift
vann hann ýmiss konar verkefni við
kvikmyndagerð í París áður en hann
gerði sína fyrstu mynd. Hann fékk lán-
að fé hjá móður sinni og gerði 17 mín-
útna langa stuttmynd í slagtogi með
vini sínum, Salvador Dali. Myndin
nefhdist Un chien andalou (1929) og
kom óþægilega við kaunin á fólki með
súrrealískum myndskeiðum af sund-
urskomum augum, dauðum ösnum á
píanói og slíku. Súrrealistaelítan tók
honum opnum örmum og gerði hann
að boðbera sínum í kvikmyndagerðar-
listinni.
Fyrsta kvikmynd hans í fúUri lengd
var L’age d’or, sem vakti hörð við-
brögð, sérstaklega hjá kaþólsku kirkj-
unni sem þótti leikstjórinn viðhafa
gróf helgispjöll í myndinni sem var
bönnuð hvarvetna. í næstu mynd
sinni, Las hurdes (1932), réðst hann á
fátæktina og volæðið í spænskum
sveitaþorpum. Þegar hér var komið
sögu var orðiö afar erfitt fyrir hann að
fjármagna myndir sínar og svo virtist
sem ferillinn væri á enda eftir aðeins
tvær myndir í fullri lengd. Hann var
þó að vinna að þeirri þriðju, pólitískri
mynd í miðri spænsku borgarastyrj-
öldinni, en þurfti að hætta við þegar
fylgismenn Francos unnu. Slyppur og
snauður hrökklaðist hann til New
York þar sem hann vann við Nútíma-
listasafhið. Þar gerði hann mynd fyrir
safnið um Vatíkanið, einu myndina
sína á fimmtán ára tímabili, frá 1932 til
1947 þegar hann gerði fyrstu mynd
sína í Mexíkó, Gran Casino, en þangað
hafði hann flutt búferlum árið áður.
Engínn er spámaöur í sínu
fööurlandi
Næstu þrettán árin gerði Bimuel
alls 19 myndir í Mexíkó, margar þeirra
fyrir afar lítið fé, og aðeins örfáar náðu
einhverri athygli út fyrir spænsku-
mælandi lönd. Hann fékk þó leik-
stjómarverðlaun á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes 1951 fyrir Los Olvidados.
Árið 1960 bauð spænska herstjómin
honum að koma heim og gera kvik-
mynd í heimalandi sínu. Bunuel þakk-
aði pent fyrir sig og gerði Viridiana
(1961), gráglettna háðsádeilu á trúar-
brögð og staðnað spænskt þjóðfélag.
Myndin vann Gullpálmann í Cannes,
en var umsvifalaust bönnuð á Spáni og
Bunuel virtist smellpassa í orðtækið
að enginn verði spámaður i sínu fóður-
landi. Nú var hann hins vegar orðinn
heimsfrægur á ný og hófst nú blóma-
skeið hans sem kvikmyndagerðar-
manns. Myndir eins og Le joumal
d’unne femme de chambre (1964), Belle
de jour (1967), Le Charme discret de la
bourgeoisie (1972) og síðasta myndin
hans, Cet obscur objet du desir (1977),
sköpuðu honum sess sem einn af
merkustu kvikmyndagerðarmönnum
20. aldar.
í Le fantome de la liberte (1974) er
atriði þar sem kviðdómur dæmir
morðingja til dauða. Handjámin em
þá tekin af honum, hann kveður lög-
fræðing sinn með handabandi og geng-
ur út úr dómsalnum frjáls maður án
þess að nokkur stöðvi hann. Þetta at-
riði er dæmigert fyrir þennan meist-
ara súrrealismans. Stundum kom súr-
realisminn fram í stuttiun atriðum
sem þessu, stundum gerði hann heilu
myndimar sem súrrealískar æfingar,
svo sem E1 angel exterminador (1962)
þar sem gestir geta ekki yfirgefið veisl-
una sem þeir em í þótt enginn viti
hvað það er sem stöðvar þá í að labba
bara út. Bunuel notaði súrrealismann
til að deila á félagslegar stofiianir eins
og ríki og kirkju, en einnig var hann
mjög upptekinn af borgarastéttinni
sem hann sjálfur tilheyrði. Femando
Rey lék í mörgum mynda hans og lék
jafhan fágaðan herramann sem við
nánari skoðun reynist rotinn að innan.
Það var þessi fágaða úrkynjun sem
Bunuel taldi einkenna borgarastéttina
og sjálfan sig, en þessar persónur
hlutu jafhan ill örlög sökum veikleika
sinna. Ádeilur Bunuels vom því bæði
persónulegar og félagslegar, en hann
gerir ekki fleiri slíkar, því hann lést i
Mexíkó árið 1983. Nafn hans mun þó
ávallt lifa í kvikmyndasögunni.
Pétur Jónasson
Myndbandagagnryni
★★★<
Viridiana
Árás á trúarbrögð og þjóðfélag
Virldlana
Óskammfeilin háösádeilan er krydduð meö illkvittnum
gálgahúmor og myndin nær að halda fersku yfirbragði sínu
þótt 40 ár séu liðin frá gerð hennar.
Eftir 25 ára útlegð sneri Luis Bunu-
el heim til Spánar til að gera Viridi-
ana. Herforingjastjóm Franco vildi
sýna lit í menningarmálum og bjóða
merkasta kvikmyndagerðarmanni
Spánar að gera sína fyrstu mynd í
heimalandinu í 25 ár. Bunuel þáði boð-
ið og launaði þeim greiðann með því
að gera Viridiana, óskammfeilna
ádeilu á kaþólska trú og stöðmmina í
spænska þjóðféiaginu. Myndin var
aldrei sýnd á Spáni. Um leið og klipp-
ingum lauk var hún send á kvik-
myndahátíðina í Cannes þar sem hún
vann Gullpálmann 1961. I kjölfarið
bönnuðu spænsk stjómvöld myndina.
Viridiana er ung nunna sem er í
þann veg að fara að strengja sín heit og
loka sig þar með algjörlega frá um-
heiminum. Fyrst verður hún þó að
fara í nokkurra daga heimsókn til
frænda síns og velgjörðamanns, sem
hefur borgað fyrir uppihald hennar, og
votta honum þakklæti sitt. Frændi
hennar reynist vera aldraður herra-
maður sem tekur vel á móti henni en
undir niðri liggur kynferðisleg þrá-
hyggja og hann hefst handa við að
spilla sakleysi hennar og hreinleika.
Það endar með ósköpum en þá er þó
aðeins fyrri hluti myndarinnar að baki
og við tekur súrrealísk háðsádeila á
kaþólsku kirkjuna þar sem nunnan
unga safnar að sér betlurum og úti-
gangsfólki með góðverk í huga en fólk-
ið notfærir sér
bamalega góð-
semi hennar á
aflan möguleg-
an hátt. Gegn
þessari mis-
heppnuðu góð-
gerðarstarf-
semi teflir leik-
stjórinn
praktískri
skynsemi
nýrra tíma í
formi atorku-
mikils sonar
herramanns-
ins sem ræðst í
nytsamar
framkvæmdir
á býlinu og
bjargar að lok-
um nunnunni
frá skjólstæð-
ingum hennar.
Ekki veit ég alveg hvað spænsk
stjómvöld vom að hugsa að bjóða þess-
um umdeilda leikstjóra, sem var
þekktur fyrir hneykslunaráráttu og
harða þjóðfélagsgagnrýni, aftur heim.
Ritskoðunamefndin samþykkti hand-
ritið með aðeins einni breytingu og
virðist hreinlega ekki hafa áttað sig á
táknrænum árásum á spænska þjóðfé-
lagsskipan og kaþólska trú fyrr en of
seint. Myndin er full af þessu táknsæi
og eitt þekktasta atriðið er þar sem
rumparalýðnum er stillt upp við
veisluborð eins og í málverki Leon-
ardo da Vinci af síðustu kvöldmáltíð
Krists. Skemmtilegast fannst mér þó
lítið atriði þar sem lítil stelpa er að
leika sér með þymikórónu. Hún sker
sig á einum þyminum og hendir kór-
ónunni umsvifalaust í eldinn. Þetta er
einfalt en beinskeytt tákn um bjart-
sýna von leikstjórans um að næsta
kynslóð Spánverja átti sig á göllum
kaþólskunnar og kasti af sér hlekkjum
hennar. Óskammfeilin háðsádeilan er
krydduð með illkvittnum gálgahúmor
og myndin nær að halda fersku yfir-
bragði sínu þótt 40 ár séu liðin frá gerð
hennar.
Pétur Jónasson
Fæst í AöalvTdeóleigunni. Leikstjóri: Luis Bunu-
el. Aðalhlutverk: Silvia Pinal, Francisco Rabal
og Femando Rey. Spænsk/mexíkönsk, 1961.