Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 I>V Tilvera Myndbandagagni Lucas heldur leik- stjóra- stólnum Upplýsingar í síma 550 5000 Victoria Abril: Hlaut frægð í mynd- um Almodo- vars Annað aðalhlutverkið í 101 Reykjavík leikur Victoria Abril sem er ein af þekktustu kvik- myndaleikkonum Evrópu, ekki síst vegna samstarfs hennar með samlanda sínum, kvikmyndasnill- ingnum Pedro Almodovar. Á yngri árum lagði hún stund á ballett en hún hlaut fyrst frægð fyrir framkomu sína i spænskum sjónvarpsþætti á áttunda áratugn- um. Hún lék fyrst í kvikmynd árið 1976 þegar Vincente Aranda fékk hana til þess að leika í Cambio de Sexo en það var byrj- unin á gifturíku samstarfi þeirra sem reis hæst árið 1991 1 losta- tryllinum Amantes (Elskendur). Fyrir Almodovar hefur hún leikið í þremur kvikmyndum, Kika, High Heels og Tie Me Up, Tie Me Down. Abril hefur hlotið fjölda verð- launa fyrir leik sinn en hún á meira en 60 kvikmyndir að baki. Hún fékk Silfurbjöminn á kvik- myndahátíðinni í Berlín fyrir leik sin í Amantes. Hún hefur tvisvar verið valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni i San Sebast- ian og árið 1996 fékk hún Goya- verðlaunin í Cannes fyrir leik sinn í Nadie hablará de nosotras cuando hayamos muerto (Um okkur mun enginn tala þegar við erum dauð). Victoria Abril fæddist 4. júli árið 1959 í Madríd. Hún er fráskil- in og á einn son. Á tuttugu og fimm ára ferli hef- ur Victoria Abril leikið í sjötíu kvikmyndum, flestar eru spænsk- ar en auk þess hefur hún leikið í frönskum myndum og einni bandarískri, Jimmie Hollywood, sem Barry Levenson leikstýrði. Þar voru mótleikarar hennar Joe Pesci og Christian Slater. í viðtali sagði hún það ekki hafa verið skemmtilega reynslu að leika í Hollywood-kvikmynd, eilíf bið og ekkert að gerast. Hún kann mun betur við sig í evrópskum kvik- myndum þar sem hún hefur öðl- ast sess í hópi þekktustu leikkvenna. .romeo.is Snævlþakinn Hlynur Iðjuleysinginn í heimskautaveöráttunni. Victoria Abril Dansari sem gerðist leikkona. Hlynur Seinheppin söguhetja í 101 Reykjavík. 101 Reykjavík frumsýnd á miðvikudag: Tilfinningalíf ungs iðju leysingja í Reykjavík Vinsælasta kvikmynd á síðasta ári var nýja Star Wars-myndin sem George Lucas framleiddi og leik- stýrði. Eins og fyrri serían eru þrjár myndir i þessari nýju seríu og höfðu flestir reiknað með þvi að Lucas leikstýrði aðeins fyrstu myndinni og afhenti síðan einhverj- um öðrum stjórnina. Það gerði hann í fyrstu seríunni. Hann fékk Irwin Kershner til að leika The Empire Strikes Back og Richard Marquand til að leikstýra Retum of the Jedi. George Lucas. Hefur hug á að leikstýra næstu Star Wars-myndinni. Það kom því mörgum á óvart þeg- ar tilkynnt var í vikunni að Lucas myndi sjálfur leikstýra öðrum hlut- anum í nýju seríunni sem enn hef- ur aðeins nafnið Episode II. Auk þess mun hann vera framleiðandi og skrifa handritið. Hörðustu aðdá- endur Stjörnustríðs-myndanna eru ekki alltof ánægðir með það að Lucas skuli skrifa handritið án að- stoðar enda var handritið einn helsti galli The Phantom Menace. Til að fmpússa handritið hefur Lucas fengið Jonathan Hales en fer- il hans í handritagerð má rekja til The Mirror Crach’d sem gerð var 1980. Episode II verður gerð í Ástralíu sem er að verða mistöð stórmynd- anna en nýverið var Mission Impossible gerð þar og Matrix- myndimar eru einnig gerðar þar. Áætlað er að hefja tökur síðla sum- ars. Stórglæsileg netverslun! Frábært verb! Ótrúleg tilboð! Mosfellsbær Blaðburðarfólk vantar í Teigahverfi í Mosfellsbæ. Næstkomandi miðvikudag verður frumsýnd nýjasta íslenska kvikmynd- in, 101 Reykjavík, sem Baltasar Kor- mákur leikstýrir. Myndin var fyrr í mánuðinum sýnd á kvikmyndahátíð- inni í Cannes og var góður rómur gerður af henni. Eins og nafnið bendir til gerist myndin í Reykjavík, borg sem er minni en flestir vilja játa og miðbær- inn beinlínis dvergvaxinn, en borgin bætir það upp með viiltu næturlífi á heimsmælikvarða. Þar sem maður er umkringdur fáklæddu holdi, reyk og hækkandi hitastigi er auðvelt að gleyma því að úti bíður heimskauta- veðráttan í póstnúmerinu 101 Reykja- vík. í 101 Reykjavík fer tilfinningalíf ungs iðjuleysingja í Reykjavík gersam- lega út um þúfúr þegar hann kemst að því að síðasta hjásvæfa hans er í raun ástkona móður hans og kann að bera bam hans undir belti. Hinn geðlausi Hlynur lætur sér í léttu rúmi liggja þó hann búi enn á Hótel Mömmu og þiggi skotsilfúr úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, enda líður honum best uppi í bæli með fjarstýringuna í annarri hendi. Þegar hann hættir sér út úr þessu vemdaða umhverfi fer hann enda aldrei út fyrir póstnúmerið 101 og hefúr ekki nema óljósar spumir af því að eitthvað sé fyrir austan Snorrabraut. En þrátt fyrir að hann streitist af alefli gegn því að fúilorðn- ast kemst hann að því að skapanom- imar em önnum kafhar við að spinna Flamenco Victoria Abril fyrir miöri mynd í heitum flamenco-dansi. honum annan örlagaþráð en hann hafði bundið sig við. Húmorinn í myndinni er oft á tíðum i kaldhæðn- ara lagi en þó er dregin upp raunsönn mynd af söguhetjunum og ekki síður þeirri æskumenningu sem þær aðhyll- ast. 101 Reykjavík er byggð á sam- nefndri metsölubók Hallgrims Helga- sonar en hún var tiinefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Leikstjóri 101 Reykjavíkur er Baltasar Kormákur. í helstu hlutverkum em Victoria Abril, fræg spænsk leikkona, Hilmir Snær Guðnason, sem er að verða okkar helsti kvikmyndaleikari, Hanna María Karlsdóttir, Baltasar Komiákur, Óafur Darri Ólafsson og Þrúður Vilhjáhnsdóttir. 5.r I I t m f J '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.