Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Qupperneq 58
66
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
Helgarblað
I>V
As
Ao
bdullah U Jórdaníukonung-
ur og Rania drottning eru i
Lopinberri heimsókn á ís-
landi nú um helgina.
Abdullah varð konungur Jórdaniu
þann 7. febrúar 1999, daginn sem fað-
ir hans, hinn vinsæli Hussein
Jórdaníukonungur, lést.
Ahdullah var vandi á hönd-
um að taka við konungdóm
inum og hafði afar stuttan
aðlögunartíma. Hann
hafði verið krónprins
fyrstu þrjú ár ævi sinnar
en þá útnefndi faðir
hans yngri bróður sinn,
Hassan prins, krón-
prins og það stóð þar
til örfáum dögum fyr-
ir andlát Husseins.
Flestum ber saman
um að eftir rúmt ár
hafl Abdullah
sannað að hann
var traustsins
verður og má
ekki síst
þakka
vin-
Heimsókn Abdullah Jórdaníukonungs
og Raniu drottningar:
Glæsileg
konungshjón
ungshjónanna hinni fógru og vel-
menntuðu Raniu drottningu.
AbduUah er fæddur árið 1962.
Hann er elsti sonur Hussein Jórdan-
íukonungs og breskur í móðurætt.
Hann er menntaður í alþjóðastjóm-
málum og hemaði og var á frama-
braut í her Jórdaníu þar til hann tók
við konungdómi. Áhugamál konungs-
ins era mörg, m.a. köfun, fallhlífar-
stökk og kappakstur en hann var
áður Jórdaníumeistari í
rallakstri.
Glæsileg drottn-
ing
Abdullah konung-
ur kvæntist Raniu
drottningu þann 10.
júní 1993. Rania er
fædd í Kúveit árið
1970. Fjölskylda
hennar er jór-
dönsk og af palest-
inskum upprana.
Yngsta og feg-
ursta drottning
heims
Rania drottning
stendur á þrítugu
og hefur veriö
líkt viö Díönu
Dublin á íslandi
Lagersala
ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN
Hún er með háskólapróf í viðskipta-
fræði og starfaði fyrst í fjármálageir-
anum en færði sig yfir á upplýsinga-
tæknisviðið þar sem hún var á frama-
braut þegar hún giftist Abduilah.
Börn konungshjónanna era Hussein
prins, fæddur 1994, og Iman
prinsessa, fædd 1996. Rania er mála-
manneskja og talar undurfagra arab-
ísku og lýtalausa ensku. Meðal
áhugamála hennar era bókmenntir,
hlaup og matargerð.
Abdullah konungur leggur mikla
áherslu á hlutverk Raniu. Hann segir
álagið á þau mikið en jafhvægi Rainu
sé ótrúlegt þrátt fyrir að hún þurfi
bæði að bera ábyrgð á bömum þeirra
hjóna og honum sjálfum og hafi
þannig á vissan hátt meiri skyldum
að gegna en hann. Hann segir að fað-
ir hans, Hussein Jórdaníukonungur,
hafi alltaf sagt þeim að bera höfuðið
hátt, horfa fram á veginn og ganga til
móts við ljósið. „Ég er hamingjusam-
ur yfir að hennar hátign hefur verið
þess megnug að standa við hlið mér.
Ég veit að það hefur verið henni erfitt
á stundum en hún hefur verið stór-
kostlegur maki og stórkostlegur vin-
ur“
Klæðist dulargervi
Konungshjónin hafa alþýðlegt yfir-
bragð og era afar vinsæl. Abduilah
hefur tekið upp þann sið að fara út á
meðal fólksins í dulargervi. Hann býr
sig upp eins og fullorðinn alþýðumað-
ur og fer á m.a. á sjúkrahús og í opin-
berar stofnanir og ræðir við fólk um
landsins gagn og nauðsynjar. Eitt af
því sem hann spyr iðulega um er
hvemig fólki líki við konunginn.
Hann segir að ef hann klæddist ekki
dulargervi í þessum ferðum sínum
segði fólk honum bara það sem það
héldi að hann vildi heyra. Hann forð-
ast eins og heitan eldinn að einangr-
ast á konungsstóli. Þegar Abdullah
hafði setið ár á konungsstóli var eftir
honum haft að hann ætti konu og tvö
böm en nú ætti hann til viðbótar fjöl-
skyldu sem teldi nær 5 milljónir
manna og það væri gríðarleg breyt-
ing.
Rania þykir einkar giæsileg. Hún
mun vera yngsta drottning heims og
haft hefur verið á orði að hún sé arf-
taki Díönu prinsessu í heiminum.
Hún er fogur eins og Díana heitin og
áhugasvið hennar er svipað. Hún hef-
Glæsileg konungshjón
Abdullah konungur og Rania drottn-
ing hafa notiö vaxandi vinsætda síö-
an Abdullah varö konungur
í febrúar á síðasta ári.
ur sinnt góðgerðarmálum, einkum og
sér í lagi þeim sem snúa að bömum.
Einnig þykir hún bæði manneskjuleg
og alþýðleg og haft er eftir henni að
áður en hún varð drottning hafi hún
verið eiginkona AbduUah prins og
þar áður hafi hún verið manneskja
eins og aUir aðrir. Henni finnst ekki
að hlutimir eigi aö breytast þótt eig-
inmaður hennar sé orðinn konungur
Jórdaníu.
Þau hjónin leggja mikið upp úr fjöl-
skyldulíii en eftir að Abdullah varð
konungur gefst honum þó minni tími
tU samvista með Raniu og bömunum
tveimur. Ef hjónin eiga lausa kvöld-
stund segjast þau elda sér góðan mat
og setja góða bíómynd í vídeótækið
eða horfa á gamanþætti en þátturinn
Vinir er í miklu uppáhaldi þeirra.
Fejrðir konungshjónanna
á Islandi
AbduUah konungur og Rania
drottning komu tU landsins skömmu
fyrir hádegi í gær. Konungurinn
ræddi við forseta íslands, hr. Ólaf
Ragnar Grímsson, á Bessastöðum í
gær, kynnti sér hátæknifyrirtæki og
hitti erlenda sendiherra en Rania
ræddi við Braga Guðbrandsson, for-
stöðumann Barnahúss. Um kvöldið
var boðið tU hátíðarkvöldverðar á
Bessastöðum.
f dag fara konungshjónin í Bláa
lónið og halda svo áfram ferð sinni tU
Bandaríkjanna en AbduUah hyggst
ræða við BUl Clinton Bandaríkjafor-
seta um friðarferlið í Miðausturlönd-
Ljósakrónur, skermar, lampar og veggljós,
enn meiri verðlækkun, nú 50% afsláttur.
Vatteruð rúmteppi, single, double og king size, nú aðeins 1499 kr.
Pottaþurrkur með ýmsum myndum, aðeins 125 kr.
Bollar frá 50 kr.
Hnífapör, 16 stk., á aðeins 550 kr.
Frábært úrval af nælonsokkabuxum og sokkum
á 60% afslætti
Sokkabuxur nú frá 50 kr., sokkar frá 30 kr.
Polo-bolir á 299 kr.
Thermal og bómullarundirföt fyrir börn og fullorðna á hreint ótrúlegu verði.
Allar herrabuxur, nú á 999 kr.
Ekki bara þetta, margt fleira. Kíkið til okkar og sjáið sjálf. Opið mán - fim 10-18 föstucl 10-19 laugard 10-18 sunnud 13-17
Dublin á íslandi • Faxafeni 10 • sími 553 1381
Abdullah Jórdaníukonungur
og Rania drottning ásamt börnunum, Hussein prins og Iman prinsessu.