Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 Fréttir I>'Vr Formaöur Karlakórsins Heimis segir sér hafa verið bolaö út: Hallarbylting gerð í frægu m karlakór - meöferö áfengis í kórferöum ásteytingarsteinn, segir formaöurinn bvTSAUÐARKRðKI: ~ Þorvaldur (L Óskarsson, sem gegndi starfi formanns Karlakórs- ins Heimis í samfellt 28 ár, er í dag maður í sárum. Hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða hvort hann léti af formannsstarfinu í haust en verið að hugleiða að gefa kost á sér eitt ár í viðbót þar sem töluverð vinna sé fram undan við gerð nýs geisladisks. Þeirri vinnu hefði hann gjaman viljað ljúka áður en hann léti af störfum. En á síðasta stjómarfundinum í haust fyrir aðal- fundinn tilkynntu samstarfsmenn Þorvalds i stjórninni að þeir stæðu ekki lengur að baki honum, þrátt fyrir að sumir þeirra hefðu sagt honum annað skömmu áður, og mætti hann búast við mótframboði byði hann sig fram. Þungt var i Þor- valdi vegna þessara málaloka, þegar blaðamaður DV ræddi við hann á dögunum. Þegar Þorvald- ur hafði spurnir af þvi að til stæði að heiðra hann á einhvem hátt á þrettánda- skemmtuninni nú eftir áramótin fannst honum það ekki koma til greina eftir það sem á undan var gengið, enda þrir menn ennþá í stjórn af fyrrverandi stjórn. Eflaust hefur einhver skuggi hvílt yfir starfi Heimis að undanförnu vegna þessa, þrátt fyrir að eining ríki um nýjan formann, Pál Dag- bjartsson, en Páll, sem var utan stjórnar áður, varð við beiðni Þor- valds að verða eftirmaður hans í formannssætinu. Þorvaldur segir alveg ljóst að það hafi verið samantekin ráð hjá ungu mönnunum í stjórninni að koma sér frá og hann hafi viljað komast hjá þvi að þeir gerðu meiri vitleysu með mótframboði og klyfu þannig kórinn í herðar niður. Þorvaldur kveðst þess fullviss að ef hann hefði haft með sér gamlan félaga úr stjórninni, Pétur Pétursson, hefði þetta ekki farið svona, öldumar hefðu verið lægðar. Vitaskuld hafi sér alltaf verið ljóst að hann sé ekki allra, enda vandi að gera svo öllum líki í svo fjölmennu félagi sem kór- inn er. En það sé illt að þola það að nokkrir menn ráði ferðinni, meiri- hlutinn fái ekki að ráða eins og á að vera þegar formaður er kosinn. Aðspurður hvað haíi valdið því að meirihluti stjómarinnar stóð ekki lengur að baki honum segist hann gruna að eitt tiltekið mál hafi fyllt mælinn. Þorvaldur kveðst alltaf hafa viljað leggja mikla áherslu á að kórinn kæmi óaðfinn- anlega fyrir og vissulega væri hegð- un langflestra kórmanna til mikill- ar fyrirmyndar. Honum hafi þó fundist örfáir menn ekki fara nógu gætilega með áfengi í kórferðum og hafi viljað setja strangar reglur þar um. Kannski hafi það verið þetta sem fyllti mælinn. Þorvaldur segist vita til þess að þessi endalok hafi valdið bæði nú- verandi og fyrrverandi kórfélögum leiðindum og margir hafi haft við sig samband. Sjálfur sé hann mjög sár vegna þessa og geti ekki hugsað sér að starfa með þeim mönnum sem að þessu stóðu. Því sé staðan þannig í dag að hann sé hættur í Heimi. Þetta séu sár sem seint grói enda megi segja að hann og kona hans hafi nánast iagt lífsstarfíð í að starfa fyrir Karlakórinn Heimi. -ÞÁ , Þorvaldur G. Óskarsson, fyrr- verandi formað- ur Heimis. Tj örublæðing Norðurlandsvegarins: Vegagerðin leitar upplýsinga erlendis „Malbikið varð ægilega lint og varð bara að drullu, og þegar við keyrðum í þetta byrjaði bíllinn all- ur að hristast og manni fannst bíll- inn vera bara að hrynja," sagði Al- exander Stefánsson, flutningabíl- stjóri hjá Alla Geira hf. á Húsavík. Alexander var farþegi hjá félaga sínum og samstarfsmanni þegar þeir lentu í tjörublæðingu á vegin- um frá Holtavörðuheiði í Borgar- nes á miðvikudagskvöldið. Tjaran settist í raufarnar á hjólbörðum farartækja sem áttu leið um veg- inn og kastaðist síðan af hjólbörð- unum. Að sögn lögregiunnar í Borgar- nesi bárust tiikynningar um skemmdir á tveimur farartækjum. Bíll félaga Alexanders var útatað- ur í tjöru og brettin brotnuðu und- an honum. Að sögn Ingva Árnasonar, deild- arstjóra framkvæmdadeildar Vega- gerðarinnar, er ekki alveg ljóst af DV-MYND HARI Tjara safnaöist á bíla Alexander Stefánsson var farþegi í vöruflutningabíl á leið suður á Norður- landsveginum í fyrrakvöld þegar vegurinn tók að blæöa tjöru. hverju tjörublæðingin verður, en talið er að hún standi að einhverju leyti í tengslum við saltnotkun á vegum. Rannsóknarhópur á vegum Vegagerðarinnar er nú að leita upp- lýsinga um fyrirbrigðið erlendis frá, meðal annars frá Svíþjóð. Ingvi sagði mest hafa verið um blæðinguna á miðvikudag en lítið hafi borið á henni síðan. „Það beinast öll spjót að Holta- vörðuheiði og Norðurárdal, en í raun og veru getur þetta alveg eins átt sér stað á allri leiðinni frá Borg- amesi og norður undir Blönduós. Það sér ekkert á slitlaginu sjálfu, það er eins og yfirborð vegarins mýkist eða þynnist vegna efnafræði- legra aðstæðna og nái þá að safnast á löngum kafla á dekk bíla, sérstak- lega stóru bílanna," sagði Ingvi. „Þegar þeir byrja að þeyta þessum uppsöfnuðu tjöruklumpum af dekkj- unum geta þeir verið komnir langt frá upptökunum." -SMK Hæstiréttur íslands. i Fimm konur og tveir karlar sóttu um : stöðu hæstaréttardómara, en staða losnar 1. mars næstkomandi. Staða hæstaréttardómara: Fimm konur og tveir karlar sóttu um Sjö umsóknir bárust um embætti hæstaréttardómara sem losnar hinn 1. mars næstkomandi þegar Hirti Torfasyni verður veitt lausn frá störf- um. Umsóknarfrestur rann út á fimmtudag. Fimm konur og tveir karlar sóttu um embættið, en í dag er aðeins ein kona af níu hæstaréttar- dómendum. Guðrún Erlendsdóttir : hæstaréttardómari er jafnframt eina konan sem hefur verið skipuð hæsta- j réttardómari, en auk hennar hefur Ingibjörg Benediktsdóttir verið settur ; hæstaréttardómari til skamms tima. Sólveig Pétursdóttir dóms- og ! kirkjumálaráðherra mun skipa í stöð- j una. Þeir sem sóttu um eru: Dögg Páls- j dóttir, hæstaréttarlögmaður; Hjördís 1 Björk Hákonardóttir, héraðsdómari; Ingibjörg Benediktsdóttir, héraðs- dómari; Ingibjörg Þórunn Rafnar, hæstaréttarlögmaður; Jakob R. Möll- er, hæstaréttarlögmaður; Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari; og Sig- I urður G. Guðjónsson, hæstaréttarlög- maður. -SMK Reykjavík: Reyksprengja í Réttarholtsskóla Heimatilbúin reykbomba var j sprengd í Réttarholtsskóla um hádeg- isbilið í gær. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í skáp í skólanum þar sem hún sprakk. Nemendur og kenn- j arar skólans yfirgáfu skólann eftir að I sprengjan sprakk og slökkviliðið og 1 lögreglan voru kölluð á staðinn. Slökkviliðið þurfti þó ekki að I reykræsta því það nægði að opna : glugga og um klukkutíma eftir að j sprengjan sprakk var kennsla hafin á ný í skólanum. Ekki er vitað hver kom sprengjunni fyrir. -SMK Veðrið í kvöld 0» ? <v jt; o (e ..;vc^Vy \v WX éQ i : * Jt -•X ' Sp ' S t X , k r, .f6 V Norðan- og norðaustanátt Norðan- og norðaustanátt, 13 til 15 m/s noröan til á Vestfjöröum en 8 til 10 m/s annars staöar. Slydda eöa snjókoma meö köflum austanlands og dálítil él norðanlands en annars léttskýjaö. Hiti 0 til 4 stig á láglendi. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17.00 16.31 Sólarupprás á morgun 10.19 10.19 Síðdegisflóó 20.26 00.59 Árdegisflóö á morgun 08.42 13.15 Skýringar á voðurtáknum ^VINDATT 10V-HITI lö -10° •V ra„„ HEIOSKIRT xFR0ST 'VINDSTYRKUR I metrum á sokúndu LÉTTSKÝJAÐ HALF- SKÝJAD W: RIGNING Xý-i SKÚRIR skýjað alskyjað \ 3 . SLYDDA SNJÓKOMA & "i" ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- VEÐUR RENNINGUR Urkomulaust sunnanlands Á morgun veröur norölæg átt, 5-10 m/s um land allt. Dálítil él noröanlands en víða úrkomulaust syðra. Frost veröur um allt land, á bilinu 0 til 5 stig. Mánudagur | Þriöjudagur l7MW.IiiV..if Vindur: vAy 5-8 irt/s Hití3°tii-4° Vindur; Hiti3° til-4" ' Vindun 10-13 m/s1 ' Hitir «16° w Suöaustan 10 til 13 m/s Austlæg átt, víöast 5 til 8 Austlæg átt, víöast 5 tll 8 og rigning eöa slydda m/s. Skúrir eöa slydduél m/s. Skúrlr eöa slydduél sunnan og vestanlands en vlö suöurströndina en vlö suöurströndlna en úrkomulítiö á Norö- annars úrkomulaust og annars úrkomulaust og austurlandi. Hiti 1 til 6 víöa bjart veöur. víöa bjart veöur. stig. Veðrið mm AKUREYRI snjókoma 0 BERGSSTAÐIR skýjaö 0 BOLUNGARVÍK snjóél 0 EGILSSTAÐIR 0 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 2 KEFLAVÍK úrkoma 2 RAUFARHÖFN rigning 0 REYKJAVÍK skýjaö 1 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 4 BERGEN skúrir 3 HELSINKI alskýjaö 2 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 4 ÓSLÓ rigning 3 STOKKHÓLMUR þokumóöa 3 ÞÓRSHÖFN léttskýjað 6 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 6 ALGARVE alskýjaö 14 AMSTERDAM skúrir 5 BARCELONA hálfskýjaö 11 BERLÍN léttskýjaö 7 CHICAGO skýjað -5 DUBLIN léttskýjað 5 HALIFAX léttskýjaö -9 FRANKFURT skúrir 7 HAMBORG skúrir 6 JAN MAYEN þokumóöa 1 LONDON hálfskýjaö 8 LÚXEMBORG skúrir 3 MALLORCA skýjaö 14 MONTREAL -9 NARSSARSSUAQ snjókoma -9 NEWYORK heiöskírt -6 ORLANDO heiöskírt 2 PARÍS skýjaö 7 VÍN rigning 4 WASHINGTON heiöskírt -8 WINNIPEG þoka -8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.