Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 18
18
Helgarblað
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001
DV
Brunáhanar,
Hitler og
Mussolíni
- sextíu ár frá andláti
Ferdinands , Jelly Roll“ Mortons!
Ég tók eftir honum daginn sem ég
flutti yflr á 107undu götu. Hita-
mælirinn á apótekinu sýndi ábyggi-
lega rúmlega 36 gráður á Celcius en
það gerði hann að visu oftast nær,
bæði sumar, vetur, vor og haust!
Hitinn var næstum því óbærilegur.
En þarna var hann, eldri maður
með skrúflykil, að rembast við að
skrúfa frá brunahananum.
Hann var klæddur í fölbleika
skyrtu við röndótt jakkafötin. í
kringum hann var hópur af krökk-
um úr hverfinu sem biðu eftir bun-
unni. Hann skildi skrúflykilinn eft-
ir þegar bunan þeyttist úr hanan-
um, greip töskuna sína og hélt bros-
andi í áttina að söbbanum. Krakk-
amir böðuðu sig í bununni þar til
löggan kom og skrúfaði fyrir. Þetta
var stutt bað.
Vatnsbunuleikur á götum New
York á heitum sumardögum er eins
gamall og borgin sjálf. Þess vegna
kemur löggan og skrúfar fyrir án
þess að sekta einn eða neinn. Stund-
um fara löggurnar meira að segja
sjálfar undir bununa áður en þær
skrúfa fyrir.
Maðurinn meö klarínettið
Það kom í Ijós nokkrum dögum
seinna að maðurinn með töskuna
var enginn annar en Omer Simeon,
einn virtasti klarínettleikari New
Orleans djassins, virðulegasti íbú-
inn á hundraðogsjö, predikari í
sunnudagaskóla St. Agnesar niðri
við Riverside Drive og einleikari
með hljómsveit de Paris-bræðra,
Wilburs og Sidneys, bandinu sem
hélt djassklúbbi Condons gangandi í
nokkur ár. Simeon var alvöruklar-
ínettleikari. Hann var kreóli.
Kreólamir frá New Orleans voru
sagðir afburða tónlistarmenn,
hrokafullir og málglaöir. Margir
þeirra voru vel menntaöir, sumir
höfðu meira að segja notið tilsagnar
i tónlistarfræðum i París. Þeir sem
léku með Jelly Roll Morton í „The
Red Hot Peppers" voru allir kreólar,
töluðu frönskublending og báru af
öðrum í klæðaburði. Einn þeirra
var Omer Simeon. Indæll karl og
góður granni.
Upphafsmaður eða ekki?
Hljómsveitarstjóri „The Red Hot
Peppers" var þar engin undantekn-
ing. Jelly Roll Morton var hreykinn
af þvi að vera kreólskur. Hann var
kominn með eigin hljómsveit í New
Orleans löngu áður en Armstrong
kom til sögunnar. Hann var kjaftfor
fjárhættuspilari, billjardhákur,
melludólgur, svindlari, píanóleikari
og tónskáld. Tíu ára gamall var
hann byrjaður að leika á píanó á
gleðihúsum borgarinnar.
Morton er talinn fyrsti mikils-
verði tónsmiður djasstónlistarinnar
en tónsmíðar hans báru keim af
franskri, spænskri og karabískri
Jelly Roll Morton
Auglýsingamynd frá Victor, sennilega frá árinu 1926. Á myndinni er texti sem segir hann vera upphafsmann djassins
og stompsins „The originator ofJazz and Stomp“.
tónlist með gospel- og blúsívafi.
Morton ferðaðist víða strax upp úr
aldamótunum 1900 og verður að
telja að áhrifa þessara ferða gæti í
tónsmíðum hans. Að vísu var þessi
litríki persónuleiki ekki alveg á því
að viðurkenna utanaðkomandi tón-
listaráhrif. Það var fyrir neðan virð-
ingu hans.
Jelly Roll Morton sagðist vera
upphafsmaður djasstónlistarinnar -
hvorki meira né minna en höfundur
hennar. Hann var ófeiminn við að
tala um ágæti eigin tónsmíða, m.a.
við sagnfræðinginn Alan Lomax,
þar sem Morton jafnvel laug til um
tónlistarsöguna, atburði og tónverk.
Samt sem áður verður að telja
Símatorg Hæstaréttar
Rúnar Georgsson er 27 ára gam-
all síbrotamaður nýkominn út af
Hrauninu eftir að hafa afplánað þar
7 ára dóm fyrir mannsdráp. Hann er
staddur í eldhúsi í kjallaraíbúð í
Grindavík klukkan 03.22 á sunnu-
dagsmorgni. Hann heldur á búrhníf
í annarri hendi. Á gólfinu liggur fé-
lagi hans, Þorkell Magni Ingvarsson
(24) í hnipri og heldur um magann á
sér. LítiU blóðpollur á gulbrúnum
gólfílísunum stækkar hægt og ró-
lega. Þorkell kveinkar sér á milli
þess sem hann bölvar félaga sínum.
„Helvítis fáviti þarna ...“
Þetta fer í taugarnar á Rúnari.
Hann gefur honum duglegt spark í
hausinn með nýlegum Timberland-
skónum sem hann hafði stolið fyrr
um daginn úr verslun í Kringlunni.
Þorkell hendist upp aö eldhússkápn-
um og raknar úr fósturstellingunni;
tekur um hausinn á sér meö
annarri hendi. Rúnar eygir góðan
möguleika á því að gefa vini sínum
aðra stungu í kviðinn. En allt í einu
birtist nýja fangelsisbyggingin á
Litla Hrauni í höfði hans og hann
hikar eitt andartak, og man þá eftir
Símatorgi Hæstaréttar sem hann
hafði séð auglýst í DV um daginn.
Hann man meira að segja númerið.
905 0001.
Rúnar tekur gemsann úr innri
vasanum á mittis-gallajakkanum
sínum, leggur búrhnífinn skjálf-
hentur frá sér á eldhúsborðið og vel-
ur númerið. Hann fær mekaníska
karlmannsrödd í eyrað:
„Þú ert kominn í samband við
Símatorg Hæstaréttar. Mínútan
kostar 9.999 krónur. Gjaldtaka hefst
við upphaf þjónustu. Athugið að
símaþjónusta þessi er einungis ætl-
uð þeim sem hafa gerst brotlegir við
landslög. Hafir þú ekki verið dæmd-
ur í Hæstarétti skaltu leggja á
núna.“
Rúnar heyrir slefmæltan vin sinn
á gólfinu blóta sér enn á ný áður en
önnur og enn mekanískari karl-
mannsrödd heyrist á hinum enda
línunnar:
„Þetta er símaráðgjöf Hæstarétt-
ar. Hér gefst þér kostur á að ræða
persónulega við fjóra af dómurum
Hæstaréttar. Veldu „einn“ fyrir út-
skýringar á eldri dómum. Veldu
„tvo“ fyrir játanir á frömdum brot-
um. Veldu „þrjá“ fyrir upplýsingar
um refsingar við frömdum brotum.
Veldu „fjóra“ fyrir útskýringu á
dómi í öryrkjamálinu. Veldu núna.“
Rúnar velur „þrjá“. Sama röddin
áfram:
„Þú ert kominn í samband við
Garðar Gíslason."
Fremur syfjuleg rödd forseta
Hæstaréttar birtist í símanum:
„Uhum... Gott kvöld.“
RÚNAR: „Jáh ... hérna, gott kvöld.
Heyrðu ... Ég er búinn að stingann..."
GARÐAR: „Gætirðu gefið mér
kennitölu."
RÚNAR: „Já ... e ... 14.02.73-1435.“
GARÐAR: „Já, Rúnar Georgsson?"
RÚNAR: „Já.“
GARÐAR: „Sjö ára dómur í septem-
ber 1993 fyrir mannsdráp í húsi við
Sæviðarsund."
RÚNAR: „Já, eða Njörvasundi...“
GARÐAR: „Sæviðarsund stendur
hér..."
RÚNAR: „Já, whatever ... En nú er
ég í Grindavik og búinn að stingann
... búinn að stingann einu sinni..."
GARÐAR: „Já? Og hvar þá?“
RÚNAR: „Æ, ég veit það ekki, ein-
hver rottuhola héma í Grindavík ...
rétt hjá höfninni..."
GARÐAR: „Nei. Ég átti við hvar
ertu búinn að stinga hann? í brjósthol
eða..."
RÚNAR: „Stakkann í magann ...“
GARÐAR: „Magann já ... og er
maðurinn látinn?"
RÚNAR: „Nei, hann er lifandi,
þetta helvíti..."
GARÐAR: „Lifandi já ..."
RÚNAR: „Hérna, vildi bara fá að
vita hvað hérna ... fær maður meiri
dóm eftir því sem stungurnar eru
fleiri eða?“
GARÐAR: „Ja, það veltur á ýmsu.
Það veltur á ýmsu. Hefur þú í
hyggju að deyða manninn?"
RÚNAR: „Jáh, já já ... ég veit það
alveg, ég á eftir að drepa helvítið á
honum. En ég bara ... þú veist... ég
nenni ekki að fara að sitja inni sjö
ár í viðbót í þessu helvíti bitsi, á
þessu helvítis Hrauni. ÞEGIÐU
ÞAR-NA HELVÍTIÐ ÞITT!“
GARÐAR: „Ha?“
RÚNAR: „Nei, ég var bara að tala
við hann, Kela. En hvað má ég
stingann oft? Fæ ég meira en sjö ár
ef ég stingann oftar?“
GARÐAR: „Sjö segirðu? Við
dæmdum þig í sjö ár síðast. Bíddu
aðeins ... já, það var hornabolta-
kylfa ..."
RÚNAR: „Já, það var öðruvísi! En
nú er ég með hníf, einhvern helvít-
is búrhníf...
GARÐAR: „Já ... Rúnar, erum við
að tala hér um manndráp af gáleysi
eða ásetningi?"
RÚNAR: „GÁLEYSI?! ERTU FÁ-
VITI?! ER EKKERT FOKKING GÁ-
LEYSI! ÉG ER AÐ DREPA HANN
HÉRNA AF ÞVÍ HANN Á ÞAÐ
SKILIÐ, SKILURU ÞAÐ EKKI!!!“
GARÐAR: „Já, við skulum nú
reyna að halda ró okkar, Rúnar."
RÚNAR: „Djöfusins ..."
Hallgrímur
Helgason
skrífar
GARÐAR: „Þú myndir kannski
vilja endurskoða þá afstöðu þína,
Rúnar? Er þetta slæmt sár?“
RÚNAR: „Hann er dauður á hálf-
tíma.“
GARÐAR: „Já, nú get ég gefið þér
samband við sjúkrabíl ef þú vilt. Og
hann þá ... sloppið með áverka, í
versta falli orðið öryrki ... Er fóm-
arlambið í sambúð, ég á við er hann
kvæntur maður?“
RÚNAR: „Hvað fokking máli
skiptir það?“
GARÐAR: „Ja, við vorum nýverið
að dæma öryrkjum í vil í sambandi
við tekjutengingu við maka ...“
RÚNAR: „Ekkert djöfulsins
kjaftæði, ég er að borga hérna fokk-
ing þúsund kall á mínútuna, já hey,
ég gleymdi því, hann er með tvö
þúsund e-töflur á sér. Fæ ég ekki af-
slátt útá það?“
GARÐAR: „Tvö þúsund e-töflur
segirðu? Jú, það má skoða það ..."
RÚNAR: „Ókei, gerum díl, ég fæ
eins margar stungur og ég vil og þið
dæmið mig max og svo fæ ég náðun
eftir fimm ár útá extasíið."
GARÐAR: „Já, það má vissulega
skoða það ..."
RÚNAR: „Helvítis fáviti..." Rún-
ar skellir á.