Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Side 20
20 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 Fréttir__________________________________________________DV Bandarískur sérfræðingur á sviði Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins: Ekkert kjöt af sýktri skepnu hættulaust - yfirdýralæknir ósammála en hefur áhyggjur af kjötsmygli Hræöslan við Creutzfeldt-Jakob Kúariðuhræöslan er komin til íslands eftir mikla umræðu um innflutning á írskum nautalundum. Kúariðuhræðslan er komin til ís- lands. Margir höfðu talið að einungis væri íslenskt kjöt í boði á íslandi en vöknuðu upp við vondan draum þegar upp kom að Nóatún bauö upp á nauta- lundir frá írlandi, landi þar sem kúariða hefur komið upp og er í öðru sæti á eftir Bretlandi hvað varðar fjölda tilfella. Skömmu síðar kom í ljós að kjötmjöl er notað við fram- leiðslu gelatíns, matarlíms sem er not- að í margar tegundir matvæla og sæl- gætis. Þegar svið pólitíkur og vísinda skarast myndast oft margur sannleik- ur. Menn halda misjöfnum sjónarmið- um og vísindaskýringum á lofti og erfitt verður fyrir fólk að vita hver hefur rétt (eða réttast) fyrir sér. Oft grípa menn þá í það haldreipi að ganga inn í annað „liðið“ og vona það besta. Innflutningur á kjöti Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að samkvæmt GATT og Alþjóða- viðskiptastofnuninni WTO séu Islend- ingar skuldbundnir til að veita öðrum þjóðum markaðsaðgengi fyrir kjöt hér á landi. Það fari þannig fram að toll- kvótar séu seldir og síðan þurfi inn- flytjendur að fara í gegnum nálarauga embættisins til að fá tilskilin leyfi. Innflutningur á þeim árum sem lið- in eru frá því landið var opnað hefur ekki verið mikill. Flutt hefur verið inn kjöt af kalkúni og kjúklingum frá Svíþjóð og Finnlandi en einnig hefur verið flutt inn nautakjöt frá Dan- mörku og kálfakjöt frá Hollandi. Fyr- ir jólin var svo flutt inn sending af írsku nautakjöti sem boðið var upp á í verslunum Nóatúns. Sem kunnugt er hefur nokkur styr staðið um þann innflutning þar sem írland er það land sem hefur næsthæsta tíðni kúariðu. Endaði málið með því að Nóatún seldi afganginn af sending- unni aftur úr landi. Til að fá innflutningsleyfi þarf með- al annars að skila inn upprunavott- orðum og heilbrigðisvottoröum sem sýna fram á að kjötið sé heilbrigt og ekki hafi veriö notaðir hormónar og fúkkalyf við ræktun nautgripanna. „Það er mjög mikilvægt í ferlinu að kjötið þarf að vera í frysti í einn mán- uð áður en það er flutt inn. Á þeim tíma liggur Ijóst fyrir hvort einhverj- ir sjúkdómar eða vandamál hafi kom- ið upp sem tengjast kjötinu," segir Halldór. Smygl á kjöti Samkvæmt heimildum DV er ekki óalgengt að boðið sé upp á erlent kjöt á veitingahúsum. Einn af viðmælend- um blaðsins, sem komið hefur nálægt rekstri veitingahúss, vildi ekki tala undir nafni en sagði að nokkur brögð væru að því að í hann væri hringt og honum boðið smyglað kjöt, ýmist frá Evrópu, Argentínu eða Bandaríkjun- um. Hann segir að oft sé um mjög mikið magn að ræða - til dæmis hafi honum einu sinni verið boðið að kaupa kjöt fyrir eina milljón króna. Allar greiðslur verða að vera í reiðu- fé. Verð á smygluðu kjöti er talsvert lægra en verð á íslensku kjöti, oft í kringum 1.500 krónur kílóið. Með það verð til hliðsjónar má sjá að tilboðið sem viðmælanda blaðsins var gefið er allt að 700 kíló af kjöti. Verð á ís- lensku kjöti er hins vegar um og yfir 2.900 krónur. Viðmælandi DV segir að þegar smyglað kjöt sé keypt séu frystihólf leigð undir fólsku nafni úti i bæ og síðan sótt í þau hæfilegt magn í einu. Kjötið er vanalega í lofttæmdum plast- umbúðum og án merkinga. Aðspurð- ur hvort heilbrigðiseftirlitið geri ekki athugasemdir við merkingar á slíku kjöti segir viðmælandinn að hann hafi aldrei séð að eftirlit sé haft með þeim. „Heilbrigðiseftirlitið kemur á staðinn, skoðar hreinlæti og hitastig í kælum og frystum. Ég hef aldrei orð- ið var viö að litið sé á merkingar, hvað þá að rótað sé í kistum og merk- ingar skoðaðar." Kjaftagangur um smygl „Við höfum miklar áhyggjur af smygli," segir HaOdór Runólfsson yf- irdýralæknir. „Á síðasta ári fórum við þess á leit við tollstjóra að hafa augun sérstaklega opin fyrir kjöti. Ekki er vitað um heilbrigði þess kjöts sem smyglað er til landsins og því eru áhyggjur okkar verulegar. Við höfum ekki neinar sannanir í höndunum en höfum heyrt mikinn kjaftagang um smygl á kjöti. Ef við Sigtryggur Magnason blaðamaður fengjum vísbendingar um slíkt mynd- um við að sjálfsögðu kæra,“ segir HaUdór. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðsstjóri á matvælasviði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að starfsmenn eft- irlitsins hafi ekki orðið varir við smyglað kjöt á veitingahúsum borgar- innar. „Mín tilfinning er sú að ef mikið væri um að veitingahús væru að bjóða upp á smyglað kjöt þá myndum við vita um það. Og þá yrði að sjálf- sögðu kært,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að farið hafi ver- ið fram á það við Hollustuvernd að Heilbrigðiseftirlitið fái upplýsingar um löglegan innflutning en þær upp- lýsingar hefðu ekki enn borist. Við eftirlit er ekki spurt hvaðan kjötið sé. Áhersla er lögð á að athuga þá vöru sem er í kælum og frystum og ganga úr skugga um að merkingar séu fullnægjandi. „Ef ekki er i lagi með merkingar þá látum við veitingahúsin vita og höf- um einnig samband við vinnslurnar," segir Rögnvaldur. Pylsur í pósti Sveinbjöm Guðmundsson, yfirtoll- vörður hjá Tollstjóranum í Reykjavík, segir að alltaf séu einhver brögð að því að fólk smygli kjöti en þá er það yfirleitt til einkanota. Það hafi til dæmis komið fyrir að fólk hafi reynt að senda pylsur með pósti til landsins. „Smygl á nautakjöti var vandamál fyrir allmörgum árum,“ segir Svein- björn. Hann segir að áður hefðu „ákveðnir veitingastaðir" sóst eftir argentínskum nautavöðvum. „En það er æðilangt síðan.“ Sveinbjörn segir að vísbendingar sem tollurinn hafi bendi til samdráttar í kjötsmygli. Ekki fundið fyrir samdrætti Sigurður Gunnarsson er fram- kvæmdastjóri og eigandi Kjötsmiðj- unnar. Hann segir að 99% af því kjöti sem fer í gegnum fyrirtækið sé ís- lenskt. Hann hafi flutt inn nautalund- ir en sá innflutningur sé stopp í bili. Sigurður segir að stundum hafi verið skortur á nautalundum og því hafi þurft að grípa til innflutnings. Það sem af er hefur Sigurður ekki fundið fyrir samdrætti á sölu nauta- kjöts. „Það er yfirleitt rólegra á veitinga- húsum í janúar og í ár hefur salan ekki minnkað meira en í fyrra," segir Sigurður. Sigurður í Kjötsmiðjunni segist vel geta ímyndað sér að töluvert sé um smygl á kjöti til landsins. „Ég held samt að smygl hafi minnk- að eftir að innflutningur var leyfður. Það er þó eins með kjöt og annað, það verður alltaf eitthvert smygl,“ segir Sigurður. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi verið þrýstingur frá veitingahúsum að fá nautalundir og smyglarar hafi því haft markað fyr- ir vöru sína. Fósturvísar ekki hættulausir? Halldór Runólfsson sagði eftir inn- flutning írsku nautalundanna að sam- kvæmt bestu fáanlegu vísindalegum upplýsingum embættisins stafaði fólki ekki hætta af því að borða vöðvana. Halldór segist, aðspurður, standa við þessi orð sín. „Það er samkvæmt því sem færustu vísindamenn hafa sagt, vísindamenn hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO og fleiri alþjóðastofnunum," segir Halldór. Dr. Paul Brown er sérfræðingur hjá National Institute of Neurological Dis- orders and Stroke sem er hluti af National Institute of Health, heilbrigð- isstofnun Bandaríkjanna. Hann hefur sent frá sér nærri 300 vísindagreinar og þær síðustu fjalla nær eingöngu um Creutzfeldt-Jakob-sjúkdóminn og hugsanlegt smit með blóði. Að auki hefur hann verið formaður ráðgjafar- nefndar FDA (Matar- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna) um TSE-sjúkdóma. Kúariðan (BSE) er hluti af þeirri teg- und sjúkdóma sem TSE stendur fyrir. Dr. Brown segir að hættulegast sé að borða þá hluta skepnunnar sem eru miðtaugakerfið og annað nátengt því. „Það er hættulegt að borða augu og það kjöt sem er með eitla, svo sem hóstarkirtil. Lifur, nýru og þess hátt- ar er mun hættuminna," segir Brown. Við spurningunni: Er hættulaust að borða einhvern hluta sýktrar skepnu? „Nei,“ segir Brown og undirstrikar að ekki sé mögulegt að matreiða eða gera neitt við sýkt kjöt til að gera það hættulaust. Paul Brown segir að blóðgjöf og líf- færaflutningar með þeim reglrnn sem gilda í Bandaríkjunum eigi að vera hættulaus. Varðandi spurninguna: Er óhætt að flytja inn fósturvísa úr sýkt- um stofni og rækta saman við ís- lenska kynið? „Líklega ekki, en vísindamenn eru ekki sammála." -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.