Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 I>V 25 Helgarblað Hér er liöiö sem stóö aö baki sýningarinnar „I syngjandi sveiflu" á Broadway Frá vinstri: Ari Jónsson, Sólmundur Friðriksson, Guðrún Gunnarsdóttir, Eirikur Hilmisson, Kristján Baldvinsson, Magnús Kjartansson, Einar Bragi, Geirmundur Valtýsson, Ásgeir Steingrímsson og Bergiind Björk Jónasdóttir. Alec Baldwin og Kim Basinger skilja Kim Basinger og Alec Baldwin hafa verið gift í allmörg ár miðað við það sem gerist og gengur í heimi frægra kvikmyndastjama. Nú berast fréttir um yfirvofandi skilnað þeirra sem er talinn á næsta leiti. Þau góðu hjón sáust rífast á al- mannafæri á dögunum en slíkt hefur aldrei þótt mjög góð latína, hvorki þar né hér. Enn fremur berast fréttir af því að Baldwin hafi viðrað hjóna- bandsörðugleika sína við flugfreyju á leiðinni milli New York og Hollywood og leitað ráða hjá henni. Eitt helsta ágreiningsefni þeirra hjóna mun einmitt vera búseta þeirra. Kim Basinger vildi flytja aftur frá New York til Los Angeles en Baldwin vildi ekki taka þátt í þeirri byggða- röskun heldur vera um kyrrt í New York. Þetta varðar ekki síður dóttur þeirra hjóna sem þau kusu að skíra Ireland eða írland en móðir barnsins mun vera fylgjandi því að það búi á einum stað en ekki tveimur. Það er auðvitað umhugsunarefni hvort það hafi verið skynsamlegt að skíra barn- ið í höfuðið á landi þar sem stöðugur ófriður hefur ríkt öldum saman. Þó býður þetta upp á ákveðið samræmi í nafngiftum komi fleiri börn til sög- unnar. Næstu dætur gætu t.d. heitið Bosnía, Króatía eða jafnvel ísrael. mannahelgarböllin í Miðgarði voru toppurinn á tilverunni, húsið að springa utan af mannþrönginni og tjaldað allt í kring.“ - En þetta hefur breyst ansi mik- ið í ballmenningunni, það eru færri staðir en áður þar sem böllin eru haldin? „Já, við erum ekkert að standa í þessum slag um sveitaböllin lengur. Það eru þessar vinsælustu unglinga- hljómsveitir sem hafa gert það og Sálin hefur átt þetta undanfarið. Við erum að spila á þessum stærstu böllum hérna sem skipta máli, kór- böllunum og réttarböllunum. Borg- arfjörðurinn er alltaf sterkur hjá okkur og við spilum þar annað slag- ið. Við spilum mikið á dansstöðum í Reykjavík, þar sem fólk vill koma saman og dansa, á Hótel íslandi og víðar. Spilað fyrir þrjár kynslóðir í haust spiluðum við t.d. á réttar- balli í Úthlíð í Biskupstungum og þetta sama kvöld voru Gildran og Eiki Hauks að spila í Ingólfskaffii í Ölfusi. Við vorum kannski svolítið uggandi um þetta ball því Eiki var í Queen-sjóinu á Broadway sem gekk vel. En við fengum mikið af ungu fólki á ballið hjá okkur. Þar á með- al gaf sig þarna á tal við mig sonur eins góðkunningja míns, Bjössa rak- ara á Selfossi. Hann sagði aö það væri flnt að skemmta sér með okk- ur, þeir krakkarnir hefðu ætlað í Ingólfskaffi en þar hefði verið fátt fólk. Strákurinn sagðist hafa hringt í pabba sinn á leiðinni i Úthlið og vakið kallinn, sem hafi verið úrillur í fyrstu. „Pabbi, veistu hvert ég er að fara núna? Við erum að fara á ball með Geirmundi." „Jæja, blessaður, ég bið nú kær- lega að heilsa kallinum," sagði Bjössi og lagðist sig svo á hitt eyrað. En það er nú svona, maður var að spila fyrir Bjössa og frú hér á árum áður og svo fyrir öll börnin hans, þetta var sá yngsti. Ég verð var við það hér að núna er ég farinn að spila fyrir þriðju kynslóðina og það er náttúrlega mjög gaman að við skulum ennþá ná til unglinganna." Slagsmálin horfin - En flnnst þér ballmenningin hafa breyst mikið? Hér áður fyrr var t.d. mikið um slagsmál á böll- um, verður þú var við þau ennþá? „Nei, það hefur alltaf verið mjög lítið um það á böllum hjá okkur. Við höfum alltaf lagt áherslu á að spila mikið og taka litlar pásur. Það er ekki nema svona korterspása um mitt ballið og þá setjum við á spilar- ann lög hljómsveitarinnar eða mín lög. Ég held að aðalpirringurinn og vesenið á böllunum sé fyrir það að verið sé að taka of miklar pásur og þegar ekkert er í gangi þá fer fólk að vera með eitthvert vesen.“ Þaö er vinna að vera í stuði - Hver er galdurinn við að ná upp stuði á böllum? „Þetta er vinna þar sem maður verður alltaf að vera í góðu skapi og í stuði. Ég þarf ekki endilega að vera í stuði þegar ég mæti í vinn- una í kaupfélaginu, þó það sé vita- skuld betra að það liggi vel á mér. En þarna verður maður að vera í stuði og geta spjallaö létt við fólkið, spilað lögin sem það vill heyra og dansa eftir og drífa það út á gólfið. Við spiluðum á balli i Borgarnesi í haust og þangað kom hún Anna Sigga söngkona, sem hérna var lengi en fór víst ekki mikið á böll með okkur meðan hún var hérna. Þama var hún með vinkonu sinni úr Borgarnesi og gaf sig á tal við mig. Hún sagði að það væri ein- kennandi við hljómsveitina þessi lífsgleði sem smitaði svo út frá sér, skapaði skemmtilega stemningu og kæmi fólkinu í stuð. Það hafa margir fleiri minnst á þetta og þetta er það sem gildir, að vera já- kvæður og ákveðinn í að skemmta fólki.“ - En Geiri, þú hlýtur nú ein- hvern tímann að hafa hugsað um það hvernig verði að hætta, því ein- hvern tíma kemur að því eins og öllu öðru? „Nei, ég hef nú eiginlega ekki gert það, mér flnnst bara nógur tími til að takast á við það þegar þar að kemur. Jú, vitaskuld verða það gríðarleg viðbrigði þegar mað- ur er vanur því að spila á böllum um hverja einustu helgi.“ Kvíði aldrei fyrir helgunum - Ertu virkilega ekkert að verða leiður á spilamennskunni?" „Nei, alls ekki, mér finnst þetta alltaf jafngaman og það vottar ekki fyrir að ég kvíði fyrir að rifa mig af stað með hljómsveitina helgi eftir helgi. Það gefur náttúrlega augaleið að yflr svona langt tímabil verða alltaf einhverjar mannabreytingar í hljómsveitum. Með mér hafa spilað á þessum tíma 19 menn en kannski er það ekki mikið á 30 árum. Vita- skuld hefur þetta ekki alltaf verið alveg slétt og fellt en ég held að hljómsveitaskipanin í dag sé með allra besta móti, mórallinn góður og sveitin mjög vel spilandi. Toppurinn á ferlinum og mesta viðurkenningin sem hljómsveitin hefur fengið og ég sem tónlistar- maður var þegar Óli Laufdal bauð mér að setja upp söngskemmtun á Hótel íslandi. „Látum sönginn hljóma". Þetta byrjaði í febrúar 1993 og heppnaðist alveg afskaplega vel. Sýningarnar urðu 14, mun fleiri og meiri aðsókn en búist var við. Gísli Jónsson í Sjallanum bauð okkur síð- an árið eftir að koma með sýning- una norður og þar voru viðtökurnar lika gifurlegar, fólk dansaði uppi á borðum helgi eftir helgi og urðu sýningarnar 10 þar. Síðan gerði af- mælisnefnd Sauðárkróks ákaflega vel við mig þegar efnt var til Geir- mundarkvölds á lokahátíðinni þar sem m.a. Ólafur Ragnar, forseti is- lands, og Guðrún Katrín voru við- stödd. Ég vissi svo sem ekki við hverju var að búast varðandi að- sóknina en hún var alveg glimr- andi, um 1200 manns í íþróttahús- inu á heitu júlíkvöldi og stemningin með ólíkindum.“ -ÞÁ Alec Baldwin og Kim Basinger Haft er fyrir satt í Hollywood að skötuhjúin séu að skilja eftir langt hjónaband á mælikvarða Hollywood. Nu er gaman! Þvottavél og þurrkari saman burrkar/ Se

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.