Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Qupperneq 28
28
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV
DV-MYNDIR GVA
Guöni Ágústsson er alinn upp í sveit
Ég er ekki smíöaöur á auglýsingastofu. Þaö sem ég segi kemur beint frá hjartanu og er hæfileiki sem hefur þróast meö mér. Ég var alinn upp af foreldrum sem höföu gott vald á íslensku máli og
tók mér þau til fyrírmyndar. Ég hef sem stjórnmálamaöur talaö. af mér og reynt aö læra af þeim mistökum. “
Guðni í kröppum dansi
- Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tjáir sig um
kúariðu, fósturvísa, varaformennsku, frammistöðu
ríkisstjórnar og sinn persónulega stíl
Það er eitthvað bjargfast en þó
heiðskírt í fari Guðna Ágústssonar
landbúnaðarráðherra. Þetta er þrek-
inn og háleitur maður með stórt
andlit og breitt sem er mótað í fáum
skýrum dráttum. Stundum þegar
Guðni talar við þjóðina, fastmæltur
og nokkuð forn í tali á köflum,
flnnst manni að hjarta hans sé eins
og andlitið - stórt og skýrt.
Guðni er alinn upp í hópi sextán
systkina austur á Brúnastöðum í
Flóa og starfaði í 10 ár sem mjólkur-
eftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna áður en hann settist á þing.
Hann virðist hafa hugsað um kjör-
dæmið af kostgæfni því að Suður-
landskjördæmi var það eina þar
sem Framsóknarflokkurinn jók
fylgi sitt í síðustu kosningum.
f krafti þess góða árangurs varð
Guðni landbúnaðarráðherra og um
þessar mundir má segja að hann
standi í eldlínunni í krafti síns emb-
ættis þegar hart er deilt um hvort
leyfa eigi innflutning á norskum
fósturvísum til þess að kynbæta ís-
lenskar kýr. Þegar þetta kom til tals
sagði Guðni að þetta væri erfiðasta
ákvörðun sem íslendingur hefði tek-
ið síðan Þorgeir Ljósvetningagoði lá
undir feldi forðum á Lögbergi og
skyldi ákveða hvort íslendingar
yrðu kristnir. Þorgeir lá í tvö dæg-
ur en Guðni hugsaði málið í sautján
mánuöi áður en hann ákvað að
leyfa Landssambandi kúabænda og
Bændasamtökunum að flytja inn
umrædda fósturvísa.
Málið hefur á ný komist í fókus
eftir að kúariða og smithætta urðu
aðalumræðuefnin á íslandi og Sig-
urður Sigurðarson dýralæknir og
fyrrverandi yfirdýralæknir Páll A.
Pálsson hafa báðir lýst sig mjög
andvíga innflutningi fósturvísanna.
Hvað ætlar Guðni að gera í málinu?
Mitt erfiðasta verkefni
„Þetta er mitt erfíðasta pólitíska
verkefni hingað til. Ég mun fylgjast
mjög grannt með framvindu málsins
og ekki síst fór þeirra Halldórs Run-
ólfssonar yfirdýralæknis og Sigurðar
Sigurðarsonar td Noregs. Þetta eru
vísindamenn í miðju hringiðunnar
og þeir munu taka ástandið í Noregi
út. Það var farið eins varlega í þetta
mál og hægt var og skilyrðin þrengd
eins og kostur var. Norska kýrin er
alls ekki komin hingað inn og það
munu líða 8-10 ár þangað til um það
verður fjallað. Þangað til eru alitaf
tækifæri tU að breyta um stefnu ef
mönnum sýnist svo. Ég er mjög
ánægður með það fé sem fékkst til
rannsókna á framþróun íslensku
kýrinnar og gæðum mjólkurinnar.
Mér finnst Búkollu-félagið gott
framtak og hef fundað með forsvars-
mönnum þess. Mér er ljóst að inn-
flutningurinn er umdeildur en ég
vil taka fram að við látum færustu
visindamönnum eftir að fylgjast
með öllu sem nýtt kemur fram í
þessu máli. Það starf mun leiða dr.
Ágúst Sigurðsson búfjárfræðingur.
Ég hefði ekki getað fengið betri
mann tU þess „
- En verður þú ekki að höggva á
hnútinn og banna innflutning fóst-
urvísanna?
„Það er ekki í mínu valdi á þessu
stigi málsins."
Þjóðin fékk hroll
- Það fór hroUur um íslenska
þjóð þegar það varð heyrinkunnugt
að írskar nautalundir hefðu verið
fluttar inn til landsins án þess að
tilskilin vottorð um kúariðufrítt
upprunaland í sex mánuði lægju
fyrir. Lundirnar voru háfaðar upp
úr frystiborðum Nóatúnsverslana
og seldust vel þangað tU um miðjan
janúar að ljóst varð um þennan
formgaUa á innflutningi þeirra.
Sváfu þínir menn á verðinum?
„Ég vU taka fram við höfum ver-
ið aðUar að GATT í átta ár og þrátt
fyrir að menn reyni að þrengja nál-
araugað eins og hægt er þá virðast
„Ég held að þetta hafi
verið óheppilegt að þessi
innflutningur var leyfður
en það mdl er allt saman
í rannsókn og við bíðum
niðurstöðu. “
margir innUytjendur standa í þeirri
trú að hingað megi Uytja kjöt frá
hvaða landi sem er. Við þessa menn
hefur yfirdýralæknir verið að slást
og margoft látið senda kjöt úr landi.
Ég held að þetta hafi verið óheppi-
legt að þessi innUutningur var
leyfður en það mál er aUt saman í
rannsókn og við bíðum niður-
stöðu.“
Ástæöulaust aö hræða fólk
DV hefur spurt Paul Brown, yfir-
manna Bandarísku heUbrigðisstofn-
unarinnar og ráðgjafa FDA um
sjúkdóma af þessu tagi, hvort óhætt
væri að neyta einhverra afurða af
sýktum skepnum og hann sagði
þvert nei. Var þetta ekki hættulegt
athæfi?
„Ég vil benda á að í Evrópu hafa
aðeins greinst 100 tilfelli af kúariðu
í mönnum svo þetta er auðvitað
mjög sjaldgæfur sjúkdómur. Það er
engin ástæða tU þess að vera að
hræða fólk þótt varúðar sé gætt.“
Guðni hefur skipað menn til þess að
fara yfir allan innflutning matvæla
sem hingað tU lands kemur sam-
kvæmt ákvæðum EES-samnings og
inniheldur kjöt eða kjötafurðir.
„Það er ekkert launungarmál að
ég vil gjarnan herða reglur um inn-
Uutning á þessu sviði og hef gefið
mínum mönnum fyrirmæli um að
skoða reglurnar með það í huga. ís-
lendingar eru ferðaglaðasta þjóð i
heimi og borða án efa nautasteikur
hvar sem þeir koma en einstak-
lingsábyrgð er mikU í þessum efn-
um. Ég vil að íslenski neytandinn
njóti vafans. Það eru miklar tilfinn-
ingar í þessu máli, tilfmningar sem
ég skil mjög vel og engin ástæða til
að gera lítið úr þeim. íslenski bónd-
inn er maður dagsins og það eru
góðu fréttirnar í þessu máli.“
Ekki höggva saklaust höfuö
- Það varð ekki til að lina ótta ís-
lenskra kjötætna þegar það upp-
götvaðist að Aðfangaeftirlitið hafði