Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 41
49 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 DV Tilvera Kristur á Karlsbrú Ótrúlegar skreytingar eru á hinni þekktu Karlsbrú sem ber hátt merki hinnar fornu byggingarlistar Bæheims sem um aldir var hluti af veldi Habsborgaraættarinnar. Opin allan sólarhringinn Prag: Reykjavík Einn helsti matsölustaðurinn er Restaurant Reykjavík þar sem boðið er upþ á safaríkar steikur og ýmsa fiskrétti. Til að mynda eru þarna á boðstólum af- bragös saltfiskréttir, auk þess sem íslenskur þjónn ber þessar Prag, höfuðborg Tékklands, er ein af fegurstu borgum álfunnar. Borgin státar af fomum byggingum sem haldist hafa óspilltar um aldir og fyrir þá sem gaman hafa af fagurri húsagerðarlist er borgin ótæmandi uppspretta. Miðbær borgarinnar iðar af lífi alia daga enda koma miilj- ónir ferðamanna til Prag á ári hverju til viðbótar þeim tólf hund- ruð þúsund íbúum sem borgina byggja. Listalíf er mikið og byggist á fomri hefð en fyrir seinni heims- styrjöld var Prag ein af háborgum menningar og lista í Evrópu. Hægt er að komast á ýmsa tónleika alla daga vikunnar og Qóran er svo fjöl- breytt að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sífellt er verið að sýna söngleiki eins og Hair, Cats, My Fair Lady og Yellow Submarine Bítlanna. Djass skipar veglegan sess í tónlistarlífinu og er fjöldi góðra djassklúbba í borginni. Af klassískri tónlist ber mest á verkum eftir Vivaldi, Tsjajkovskí, Schubert, Moz- art og marga fleiri snillinga. Þess má geta að Prag var ein af menning- arborgum Evrópu 2000 þegar undir- ritaður var þar á ferö. Á daginn eru leikarar og söngfólk á götum úti að kynna verk sin og selja aðgöngumiða og ljóst er að listafólkið þarf mikið á sig að leggja til að komast af og spuming hvort fleiri þjóðir ættu ekki að taka þessa listamenn sér til fyrirmyndar. Deep Purple Frægir popp- og rokktónlistar- menn finna sér einnig farveg í tón- listaborginni. Undirritaður var svo heppinn að á meðan á dvöl hans stóð hélt hin fræga þungarokks- hljómsveit Deep Purple tónleika í Paegas Arena-höllinni í Prag ásamt rúmenskri sinfóníuhljómsveit þar sem stjómandinn fór á kostum með geðveikislegum töktum snillingsins. Sérstakur gestasöngvari var hinn þekkti Ronni James Dio og stemn- ingin á tónleikunum var ólýsanleg. Steingerðustu menn ofan af klakan- um kalda náðu engan veginn að hemja tiifinningar sínar og væri at- hugandi fyrir einhverjar góðhjartað- ar konur að reyna að fá þessa frá- bæru hljómsveit hingað til lands. Aldagömul hefð er fyrir kristal- gerð i Tékklandi og stendur ferða- mönnum til boða að skoða kristal- verksmiðjur í nágrenni höfuðborg- arinnar. Verð á kristal er langt frá því sem við þekkjum hér á landi og hafa margir nýtt sér að gera góð kaup þama, enda var svo mikið af kristaltærum handfarangri þegar flogið var heim að einhverjir óttuð- ust að flugvélin kæmist ekki á loft. Skoðunarferðir Nokkur tékknesk ferðaþjónustu- fyrirtæki bjóða fjölbreyttar skoðun- arferðir um borgina og nágrenni hennar við afar vægu verði. Þessi fyrirtæki bjóða einnig upp á sigl- ingu um fljótið Moldá sem rennur í gegnum borgina. í boði em siglingar með djassbát þar sem hljómsveit leikur fyrir gesti á meðan siglt er og hægt er að fá siglingu þar sem boð- ið er upp á veglegt matarhlaðborð, auk bara venjulegrar siglingar. Einkar fagurt er að sigla á ánni eft- ir að skyggja tekur og flóðlýstar stórbyggingar og kastalar njóta sín í myrkrinu, auk þess sem margar fal- legar brýr eru yfir fljótið og er þeirra merkust Karlsbrúin sem byggð var á 14. öld og nýtur sín afar vel í flóðljósunum. Mikið er um góða matsölustaði í borginni og kemur þægilega á óvart hvað tékknesk matargerð stendur framarlega. Einn helsti matsölustað- urinn er Restaurant Reykjavík þar sem boðið er upp á safaríkar steikur og ýmsa fiskrétti. Til að mynda em þama á boðstólum afbragðs saltfisk- réttir, auk þess sem íslenskur þjónn ber þessar kræsingar á borð fyrir fólk. Portkonur Eftir að skyggja tekur em lista- menn hættir að kynna sín verk á götum úti en í staðinn eru komnir útsendarar frá næturklúbbunum sem eru hreint ekki fáir í borginni, enda má segja aö Prag sé opin allan sólarhringinn. Þessir kynningar- fulltrúar klúbbanna stoppa ferða- langa og kynna þeim sína klúbba þar sem allt er falt við vægu verði. Blíða með heitum pottum og nuddi virðist vinsæl, auk þess sem boðið er upp á alls kyns sýningar sem kvenréttindakonur á íslandi myndu seint sætt sig við. Nektar- dansstaðimir hér heima em hrein- ir sunnudagaskólar miðað viö það sem þama er í boði. Portkonumar fara lika á stjá eftir að birtu bregð- ur og er ekki annað að sjá en fram- boðið sé langt umfram eftirspum enda landið fátækt þó þess sjáist vart merki á helstu ferðamanna- Upplýst nótt Flóðlýstar stórbyggingar og kastalar njóta sín í myrkrinu, auk þess sem margar fallegar brýr eru yfir fljótiö og er þeirra merkust Karlsbrúin sem byggð var á 14. öld og nýtur sín afar vel í flóðljósunum. DV-MYNDIR GS Blúsað á brúnnl Hvarvetna í miðborg Prag má sjá götulistamenn sýna listir sínar. Þessi skemmtilega blússveit var á Karlsbrúnni. Löggan og búðarmaðurinn Laganna verðir eru almennt vingjarn- legir í Prag og taka lífinu meö ró. Ekki þykir tiltökumál að sjá lögreglu- mann meö sígarettu í munnvikinu enda eru öfgar þeim framandi. Járnið hamrað Þessir eldsmiöir sýndu ótrúlega færni enda aldagömul hefö fyrir þessari iöngrein i Tékklandi. stöðum, utan stöku betlara og róna. Það sem ferðafólk sem kemur til Prag þarf að varast eru leigubílstjór- ar. Enginn ætti að fara upp í leigu- bfl án þess að vera búinn að semja um verð fyrir fram. Ef samið er í upphafi ferðar getur verðið orðið allt að fimm sinnum lægra en ella. Framkoma þessara bflstjóra minnir mjög á þá umræðu sem var um kefl- víska leigubflstjóra í rútuverkfall- inu á síðasta sumri. Staðsetning hótels Vegna þess hversu leigubílstjór- amir em viðsjárverðir er best aö finna sér hótel í miðborginni. Bæði er hægt að gera það á Netinu og svo er mikil upplýsingamiðstöð um hót- el á flugvellinum í Prag þar sem hægt er að panta sér hótelherbergi. Leigubíll fyrir fjóra farþega frá flug- velli og inn í miðborgina kostaði alls um 1400 íslenskar krónur. Svo virö- ist sem íslensku ferðaskrifstofumar séu með sín hótel í löngu göngufæri við miðbæinn þannig að fólk ætti að leita fyrir sér með staðsetningu og verð áður en haldið er utan. Enginn ætti að þurfa að sjá eftir því að fara til Prag þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, enda borgin yndisleg. -GS Skakki turninn í Pisa: Opnaður fyrir gestum í sumar Undanfarið hafa verkfræðingar unnið að því að rétta við Skakka tum- inn í Pisa og fljótlega mun hann verða opnaður almenningi á ný en hann hef- ur verið lokaður frá 1990. Fyrir skömmu vora fjarlægð stór og mikil lóð sem höfðu verið sett á þá hlið sem tuminn hallaði frá. Lóðin áttu að draga úr hættu á að hann félli um koll. Sérfræðingar sem unnið hafa við verk- ið segja að nú þurfi aðeins að rétta tuminn um nokkra millimetra til við- bótar og þá sé hægt að veita almenn- ingi aðgang að honum. Tuminn var upphaflega reistur sem klukknatum fyrir nærliggjandi dóm- kirkju. Bygging hans hófst 1173 og var lokið 1350. Tuminn byijaði að hallast eftir að þriðju hæðinni var bætt ofan á hann og árið 1850 var grafm gryfja um- hverfis turninn sem gerði iÚt vera. San Fransisco: Flugvöllur viðurkennd- ur sem safn Alþjóðaflugvöllurinn í San Frans- isco er fyrstu flugvalla í Bandaríkj- unum til að hljóta nafnbótina safn. í síðasta mánuði var opnuð ný álma á flugvellinum þar sem er að finna fjóra sýningarsali, þar sem gefur að líta bæði bandaríska og alþjóðlega list, og eru þeir opnir allan sólar- hringinn. Flugfarþegar geta auk þess að heimsækja fyrmefnda sýn- ingarsali spókað sig á flugsögusafni sem var komið upp á flugvellinum fyrir margt löngu. ^upmannahöfn Góð gistlng, á besta stað. ^MILY Hor^ Valberg Sími +45 33252519 símabókanir milli kl. 8 og 14.0 Fax +45 33252583 www.valberg.dk Net tilboö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.