Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Side 44
52 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 Tilvera DV Corus-stórmótiö, Wijk aan Zee: Spennan í hámarki Á Corus-mótinu 1 Wijk aan Zee í Hollandi er spennan í hámarki þeg- ar þrjár umferðir eru eftir en mót- inu lýkur á morgun, sunnudag. Eft- ir 10. umferð eru sigurmöguleikar Kasparovs mestir en hann á eftir léttasta prógrammið. Shirov, sem virtist eiga auðunnið tafl gegn An- and, missti það niður í jafntefli og hann á að tefla við Kramnik í dag, laugardag. Það yrði samt gaman ef honum tækist að ná efsta sætinu, bara til að striða hinum heims(k)meisturunum. Þetta mót hefur verið fjörlega teflt og húsfyllir á hverri umferð þarna úti í Hollandi, líkt og var hér oft forðum. Staðan eftir 10 umferðir var þessi: 1.-2. Garrí Kasparov, 2849, og Al- exei Shirov, 2718, 7 v. 3. Alexander Morozevich, 2745, 6,5 v. 4.-5. Mich- ael Adams, 2746, og Vladimir Kramnik, 2772, 6 v. 6.-7. Vishy An- and, 2790, og Vassilí ívantsjúk, 2717, 5,5 v. 8. Peter Leko, 2745, 4,5 v. 9.-11. Jan Timman, 2629, Veselin Topalov, 2718, Loek van Wely, 2700, 4 v. 12.-13. Alexei Fedorov, 2575, og Jer- oen Piket, 2632 3,5 v. 14. Sergei Tivi- akov, 2597, 3 v. Skákþlng Reykjavíkur Skákþing Reykjavíkur stendur nú sem hæst og birti ég hér hugleiðing- ar Ingvars Þórs Jóhannessonar um mótið: „Óhætt er að segja að spennan hafi magnast og að hún sé að nálgast algjört hámark eftir 8. umferð Skák- þings Reykjavíkur sem fór fram á miðvikudagskvöldið (24. janúar). - spennan ekki síðri á Skákþingi Reykjavíkur Bjöm Þorfinnsson, sem hefur ver- ið í forystu allt mótið og hafði að- eins leyft eitt jafntefli í fyrstu sjö skákum sínum, varð loks að lúta í lægra haldi fyrir Arnari E. Gunn- arssyni, stundum nefndur Barba- snjall. Barbasnjall er einkar lunk- inn skákmaður og hann trikkaði Bjössa mjög skemmtilega, drap peð sem var valdað, og ekki mátti taka manninn aftur því þá yrði Björn mát og við þetta hrundi svarta stað- an. Á öðru borði stýrði Stefán Krist- jánsson hvítu mönnunum gegn Benedikt Jónassyni. Báðir eru þeir mjög skemmtilegir skákmenn og ljóst að lítil lognmolla yrði yfir þess- Sævar Bjarnason Garrí Kasparov að tafli við Vladimir Kramnik. - sigurmöguleikar hans eru mestir. skrifar um yjfl '■ é’ skák Skákþátturinn ari skák. Sikileyjarvöm var tefld og Stefán fékk sjálfsagt örlítið betri stöðu og síðan fórnaði Benedikt peði fyrir spil en það reyndist ekki vera nóg og Stefán stýrði vinningn- um í höfn. Sigurður Páll tefldi enska leikinn sinn með hvítu gegn alþjóðlega meistaranum Sævari Bjarnasyni og án þess að til alltof mikils vopna- skaks kæmi varð jafntefli niðurstað- an. Sigurbjörn Bjömsson blandaði sér einnig í hópinn með sigri á Helga Jónatanssyni. Sigurbjörn hafði víst betra lengst af en tæpt stóð það í lokin þegar báðir voru nánast á lakkinu. Sigurbirni tókst þó að vekja upp aðra drottningu en tæpt var það. Róbert Harðarson var snemma búinn með Davíð Kjartans- son, stýrði svörtu í Trompovski: byrjun og vann skemmtilega. Jón Viktor Gunnarsson, hinn alþjóðlegi (karl)meistarinn, er einnig kominn á fullt í toppbaráttuna þrátt fyrir ör- lítil skakkafoll í byrjun. Eftir öll þessi ósköp er Björn sem fyrr efstur með 6,5 vinninga en nú hefur Stefán Kristjánsson náð hon- um og hefur einnig 6,5. Með 6 vinn- inga koma svo: Sigurbjörn Bjöms- son, Jón Viktor Gunnarsson, Amar Gunnarsson og Róbert Harðarson. Hluthafafundur Hluthafafundur í Kaupþingi hf. verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, þann 5. febrúar nk. kl. 17.00. Dagskrá: 1) Tiltaga um að heimila stjórn að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 300.000.000, með áskrift nýrra hluta. 2) Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Við hækkun hlutafjár munu hluthafar eiga rétt til að skrá sig fyrir nýjum hlutum í réttu hlutfalli við hlutaeign sína, sbr. 1. mgr. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Mun þeim sem eiga áskriftarrétt veittur kostur á að notfæra sér áskriftarréttinn, með sérstakri tilkynningu þar um. Stjórn Kaupþings hf. m KAUPÞING Ármúli 13A • 108 Reykjavík Sími 515 1500 • Fax 5151509 www.kaupthing.is Með 5,5 vinninga eru Benedikt Jón- asson, Sigurður Páll Steindórsson, Sævar Bjamason og Guðni Stefán Pétursson; sá síðastnefndi eftir sig- ur á Ingvari Þór Jóhannessyni. í 9. umferð skilst mér að Björn mæti Sigurbirni með hvítu mönn- unum. Þar er á ferðinni athyglis- verð viðureign en Björn og Sigur- björn eru formenn sterkustu skák- klúbba landsins, (Hér er ekki átt við taflfélög í Skáksambandinu heldur tvo af mörgum skákklúbbum sem tefla í heimahúsum) Heiðrúnar og Díónýsusar, og ljóst að mikill heið- ur er í húfi í þeirri skák, auk þess sem hún er mjög þýðingarmikil í mótinu. Félagarnir og Ólympíufar- arnir Jón Viktor og Stefán mætast svo á öðru borði og er ljóst að þar gæti verið ein af úrslitaskákum mótsins. Nokkuð ljóst er að fransk- ur slagur veröur í Faxafeninu á fóstudagskvöldið (í gærkvöld) þar sem Jón Viktor leikur nánast und- antekningarlaust 1. e4 og Stefán svarar ávallt með 1. - e6. Þeir félag- ar hafa teflt Frakkann fram og til baka og verið gæti að undirbúning- ur kvöldið áður réði úrslitum í þess- ari skák.“ Fjörlega skrifað af piltinum og í léttum tón. Alveg eins og ég reyni sjálfur, stundum, oftast? Skoðum skákir frá mótinu: Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Benedikt Jónasson Sikileyjarvörn. Skákþing Reykjavíkur (8), 24.01. 2001 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. 0-0 Rge7 5. Hel a6 6. Bxc6 Rxc6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Dc7 9. Rc3 Be7 10. Rf5 0-0 11. Rxe7+ Rxe7. Afbrigðið sem Benedikt velur er frekar rólegt og ætti að henta vel gegn ungum, áköfum skákmönnum. En það er Stefán ekki, i skákinni! Honum hefur farið mikið fram und- anfarið ár og tók mig f kennslu- stund í umferðinni á undan þessari. Ég man eftir því þegar Stefán kom fyrst í skákskólann um 1992-93 og þóttist þá sjá strax að þar væri mik- ið skákmannsefni á ferð. Það hefur ræst. Stefán er orðinn geysiöflugur skákmaður sem á að vísu eftir að vinna stærstu skákmótin innan- lands, en það fer að koma að því. Kannski núna? 12. Dh5 f6 13. Be3 d6 14. Hadl b5 15. a3 e5 16. Hd3 Be6 17. Hedl Had8 18. f4 Bc4 19. H3d2 a5 20. fxe5 Benedikt Jónasson er skriðinn yfir fertugsaldurinn og hefur ekki gefið sér mikinn tíma til skákiðkun- ar undanfarin ár. Mér var það mikið ánægjuefhi að fá einhvern öflugan á mínum aldri til að hjálpa mér að velgja nýju strákunum í taflfélagmu undir uggum. Það hefur ekki tekist almennilega enn þá en viljinn er tO staðar. 20. - fxe5 21. Bg5 b4 22. axb4 axb4 23. Re2 Hf7 24. Rg3 Hdf8 25. h3 Rc8 26. Be3 Be6 27. De2 De7 28. Kh2 Dh4 29. Dh5 De7. Benedikt leggur traust sitt á kóngs- sóknina sem fer í hönd. En staða hvíts er traust og betra hefði verið að bíða átekta og valda b-peðið. En vogun vinnur vogun tapar! 30. Hal Db7 31. De2 De7 32. Ha4 Dh4 33. Hxb4 g6. Hvítur hefur nú unnið peð og næsti leikur hans er lúmskur. Benedikt fellur f gildruna. 34. c3 h5. Nú koma kostir c3-leiksins í ljós! Næsti leikur hvfts er algjört rot- högg. 35. Rf5! gxf5 36. exf5 e4 37. fxe6 Hfl 38. Hb5 H8f5 39. Hxf5 Hxf5 40. Dc4 Re7 41. Hxd6 Kh7 42. Hd7.1-0. Arnari tókst að leggja Björn sem þrátt fyrir það er í efsta sæti. En þetta var frekar snöggt bað. Hvítt: Araar Gunnarsson Svart: Bjöm Þorfinnsson Vínartafl. Skákþing Reykjavíkur (8), 24.01. 2001 1. e4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Bc4 Bc5 4. d3 d6 5. Be3 Bb6 6. h3 Be6. Byrjun þessi er kennd við borgina Vín i Austurríki en ekki eitthvað annað. Ekki skil ég tregðu svarts að leika í næsta leik Bxc4 og síðan að hróka. En ég er ekki alvitur. 7. Dd2 Rbd7 8. g4 RÍ8 9. Rge2 Dd7 10. 0-0-0 Bxc4 11. dxc4 Dc6 12. Bxb6 axb6 13. Rg3 Re6. Riddaramir ráða lögum og lofum á borðinu. Svartur ætti þó að reyna að langhróka, annars fer illa. 14. g5 Rd7 15. b3 Rdc5 16. Kbl Rd4 17. f4 Rce6 18. fxe5 dxe5 19. Rd5 Rc5 20. Rf5 Rde6 21. h4 Rxe4 22. De3 Rd6. Nú kemur snotur leikur sem lýk- ur taflinu. Það verður spennandi að fylgjast með lokaumferðunum. 23. Rxg7+ Kd7 24. Dxe5 Hhd8 25. Rxe6 fxe6 26. Dg7+ 1-0.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.