Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Page 8
8
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001
Útlönd
Rugræningi settur í járn
Sádi-arabískur hermaður snýr einn
fiugræningjanna niður og handjárnar
á flugvellinum i Medína.
Þrír féllu í árás á
flugránsþotuna
Sádi-arabískir hermenn réðust til
inngöngu í rússneska farþegaþotu,
sem var á valdi flugræningja, og
frelsuðu rúmlega eitt hundrað far-
þega í gær. Flugræningjarnir höfðu
hótað að sprengja flugvélina.
Þrír menn féllu í áhlaupinu á
flugvellinum í hinni helgu borg
Medína, flugræningi og tveir gíslar.
Annar gíslanna féll fyrir hendi flug-
ræningjanna.
Flugræningjamir, sem taldir eru
hafa verið Tsjetsjenar, rændu vél-
inni eftir að hún hafði lagt upp frá
Istanbúl í Tyrklandi á leið til
Moskvu. Þeir kröfðust þess að Rúss-
ar létu af hernaðaraðgerðum sínum
í Tsjetsjeniu.
Á myndum sem sjónvarpið í Sádi-
Arabíu sýndi mátti sjá hvar þrír
menn voru snúnir niður fyrir utan
flugvélina og handjámaðir.
Erkifjendurnir í
París vilja hittast
Erkifjendurnir og hægrimennim-
ir Philippe Séguin og Jean Tiberi,
sem báðir keppa um borgarstjóra-
stólinn í París, lýstu því yfir í gær
að þeir væru reiðubúnir að hittast
fyrir síðari umferð borgarstjómar-
kosninganna á sunnudag til að
reyna að koma í veg fyrir að borgin,
gamalt vígi Jacques Chiracs forseta,
falli í hendur vinstrimanna.
Þeir Séguin, sem er frambjóðandi
flokks Chiracs, og Tiberi, fráfarandi
borgarstjóri, gátu þó ekki staðist þá
freistni að úthúða hvor öðrum.
Frambjóðandi sósíalista, Bertrand
Delanoé, fékk flest atkvæði í fyrri
umferðinni fyrir viku.
Holger K. Nielsen
Danskur lýðveldissinni skemmti sér
vel á dansleik hjá drottningu sinni.
Gaman á balli hjá
Margréti Þórhildi
Holger K. Nielsen, formaður Sós-
íalíska þjóðarflokksins í Danmörku,
skemmti sér vel á drottningarball-
inu í vikunni og sér ekkert rangt
við að hafa sótt það, að því er
danska fréttastofan Ritzau greindi
frá í gær.
Nielsen hefur sætt nokkurri
gagnrýni fyrir að mæta á ballið sem
Margrét Þórhildur drottning hélt
þingmönnum og mökum þeirra.
Nielsen verður nú að skýra fyrir
æðstu stjóm flokksins hvemig hann
sem lýðveldissinni getur verið
þekktur fyrir að sækja dansleik hjá
drottningu.
I>V
Áfram barist við næststærstu borg Makedóníu:
Sprengjum varpað
á aðaltorg Tetovo
Makedónskar hersveitir og al-
banskir skæruliðar börðust þriðja
daginn í röð í útjaðri Tetovo, næst-
stærstu borgar Makedóníu, í gær.
Vaxandi áhyggjur eru meðal þjóða
heims yfir því að styrjöld kunni að
vera í uppsiglingu í landinu, svipað
því sem gerðist í Bosníu eða
Kosovo.
Þungvopnaðir makedónskir lög-
regluþjónar, sem höfðu vígbúist í
þröngum götum Koltuk-hverfis,
skutu án afláts á skæruliða í hlíðum
Baltepe-fjalls við borgarmörkin.
Uppreisnarmennirnir svöruðu
með því að skjóta úr vélbyssum sín-
um og sjálfvirkum rifflum á hverfið
þar sem flestir makedónskir íbúar
Tetovo búa. Albanir eru í meiri-
hluta í borginni.
Þá féllu sprengjur úr sprengju-
vörpum á aðaltorg borgarinnar sem
er miðstöð albanska minnihlutans í
Makedóníu.
Lagður á flótta
íbúi borgarinnar Tetovo í Makedóníu
fiýr að heiman vegna bardaga.
Sprengingar heyrðust á örfárra
minútna fresti í nágrenni Tetovo.
Handsprengja lenti meðal annars á
kirkju og byssukúlur lentu á sjúkra-
húsi og heilsugæslustöð.
„Það var ákaft skotið á lögregl-
una á nokkrum stöðum," sagði
Stevo Pendarovski, talsmaður inn-
anrikisráðuneytis Makedóníu.
Albanskir skæruliðar skutu á
þýska friðargæsluliða í Tetovo en
að sögn talsmanns þýska landvama-
ráðuneytisins særðist enginn.
Þrjár vikur eru liðnar siðan upp-
reisnarmenn í Makedóníu fóru að
láta að sér kveða og hafa ráðamenn
á Vesturlöndum þungar áhyggjur af
gangi mála. Uppreisnarmennir segj-
ast vera að berjast fyrir jöfnum rétti
albanska minnihlutans. Joschka
Fischer, utanríkisráðherra Þýska-
lands, heimsótti Makedóníu í gær
til að stappa stálinu í ráðamenn og
lýsta yfir stuðningi við þá.
Erkibiskup leggur áherslu á mál sitt
Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, leggur áherslu á mál sitt i ræðu sem hann flutti á alþjóðlegum degi berkla í
gær. Tutu, sem sjálfur þjáðist af berklum þegar hann var barn, sagði að berklar væru ekki aðeins læknisfræðilegt
vandamál, heldur ættu þeir rætur i félagslegum, pólitískum og efnahagslegum aöstæðum.
Reiði vegna slátrun-
ar heilbrigðra lamba
Nick Brown, landbúnaðarráð-
herra Bretlands, ítrekaði í gær
nauðsyn þess að farga tugþúsund-
um dýra „í hættu“ til að stemma
stigu við gin- og klaufaveikifaraldr-
inum, þrátt fyrir vaxandi reiði
bænda.
Leiðtogar bænda í Cumbriu, sem
hefur orðið einna verst úti allra hér-
aða í Bretlandi, segjast vera algjör-
lega andvígir áformum um að slátra
bæði kindum og svínum sem virð-
ast vera heilbrigð.
Aðrir bændur hafa talað um
„uppreisn í sveitunum" ef stjóm-
vald halda fast í áform sín og sumir
segjast ekki munu leyfa dýralækn-
um á vegum hins opinbera að stíga
fæti á landareignir sínar, að því er
fram kom á fréttavef breska rikisút-
varpsins BBC.
„Það er fullt af bændum sem ekki
Lömbunum slátrað
Bresk stjórnvöld ætla að slátra tug-
þúsundum heilbrigðra dýra nærri
gin- og klaufaveikisýktum svæðum,
þar á meðal nýfæddum lömbum.
munu líða nokkrum það að koma og
slátra dýrum sem ekki eru sýkt,“
sagði Andrew Spence, sem er í hópi
þeirra bænda sem andvígir eru
slátruninni.
Stjómvöld segja aftur á móti að
viðhafa verði strangar varúðarráð-
stafanir. Síðdegis í gær höfðu
greinst 256 tilfelli gin- og klaufa-
veiki í Bretlandi.
Öllum kindum og svínum innan
þriggja kílómetra radíuss frá sýkt-
um býlum í Cumbriu og suðvestan-
verðu Skotlandi verður slátrað.
Fréttir herma að allt að einni millj-
ón dýra verði ef til vill slátrað.
Byrja átti á verkinu í gær.
„Við drepum ekki dýr sem eru
laus viö sjúkdóminn, heldur drep-
um við dýr sem eru I hættu,“ sagði
breski landbúnaðarráðherrann
Nick Brown í gær.
garðana
Svend Auken,
umhverfisráðherra
Danmerkur, hefur
tekið vel í hug-
myndir um að
banna sölu á eit-
urúða til garðeig-
enda, eins og átján
sveitarfélög á Kaup-
mannahafnarsvæðinu hafa lagt til
svo komist verði hjá mengun
drykkjarvatnsins. Sveitarfélögin
vilja að aðeins atvinnumenn fái að
eiturúða garða.
Danskir til fyrirmyndar
Danskir drengir eru hlynntastir
allra í heiminum að veita konum
sömu réttindi og körlum, að því er
fram kemur í alþjóðlegri könnun
sem náði til drengja frá 28 löndum.
Ekki eitur i
Færeyingar í fótabað
Allir farþegar færeyska flugfé-
lagsins Atlantsflugs sem koma með
vélum þess frá Skotlandi verða að
stíga í fat með sótthreinsandi legi
áður en þeir fá að fara inn í landið,
vegna ótta við gin- og klaufaveiki.
Lipponen hélt velii
Fimm flokka samsteypustjórn
Paavos Lipponens, forsætisráðherra
Finnlands, stóð af sér vantrauststil-
lögu í þinginu með miklum mun.
Miðflokkurinn lagði tillöguna fram
vegna óánægju með framlög til bar-
áttunnar gegn fátækt.
Gúsinskí áffam í haldi
Spænskur dóm-
stóll úrskurðaði í
gær að rússneski
fjölmiðlakóngurinn
Vladímír Gúsinskí
skyldi áfram dúsa í
varðhaldi á meðan
beðið er eftir að
gengið verði frá
framsali hans. Rússar vilja ná hon-
um vegna ákæra um stórfelld íjár-
svik í máli sem hefur dregið athygl-
ina að frelsi fjölmiðla í Rússlandi.
Skrúfað fyrir olíuna
OPEC, samtök olíuframleiðslu-
ríkja, ákváðu á fundi sínum í Vínar-
borg í gær að draga úr olíufram-
leiðslu um eina milljón tunna á dag,
eða þar um bil. Endanlegur sam-
dráttur verður tilkynntur einhvern
tíma í dag.
Baráttan heldur áfram
'jj fimmtudag að hann
S baráttu sinni gegn
--------^ Montpellier hafði
þá dæmt hann í tíu mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir að eyði-
leggja erfðabreyttar hrísgrjóna-
plöntur árið 1999.
Ekkert leynimakk
Mogens Lykketoft, utanríkisráð-
herra Danmerkur, þvertekur fyrir
að nokkru sinni hafi verið rætt um
leynilegt samkomulag við Bandarík-
in um eldflaugavamarkerfi.
Sprenging í Kína
Talið er að 18 manns að minnsta
kosti hafi farist þegar sprengingar
urðu í fjórum íbúðarblokkum í
norðanverðu Kína í gærmorgun.
Ekki er vitað hvað geröist.