Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 10
10
Skoðun
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjóifsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Land tcekifœra-skorts
Tíu af hundraði landsframleiðslunnar í Finnlandi eru
borin upp af erlendri fjárfestingu, en aðeins tvö af
hundraði hér á landi. Þetta segir okkur, að fjárglöggir er-
lendir aðilar með auraráð eru fimmfalt fúsari að festa
peninga sína í Finnlandi en hér á landi.
Finnland og Svíþjóð eru orðin lönd tækifæranna á
Vesturlöndum. Hátæknibyltingin í löndunum tveimur
sogaði til sín erlent íjármagn á síðari hluta nýliðins ára-
tugar. Svo hratt gerðist þetta í Svíþjóð, að sum árin tvö-
faldaðist erlend fjárfesting miili ára.
Fjárfesting í hlutabréfum hefur önnur áhrif en lán,
sem þarf að endurgreiða. Þess vegna teljast hlutabréf í
eigu útlendinga ekki til skulda þjóðarbúsins. Lántökur í
útlöndum eru þvi lakari þróunarkostur en sala á hluta-
bréfum íslenzkra fyrirtækja til erlendra aðila.
Hagvexti okkar hefur síðan 1997 verið í of miklum
mæli verið haldið uppi af lántökum í útlöndum. Löng er-
lend lán voru lengst af um og innan við 50% af landsfram-
leiðslunni, en fóru í fyrra upp í 86%, sem er hæsta
hundraðstala, sem mælzt hefur i sögunni.
Sömu sögu er að segja af erlendum skammtímalánum.
Þau voru lengi svipuð og gjaldeyrisforðinn, en hafa nú á
fáum árum rokið upp undir þrefaldan gjaldeyrisforða.
Allar þær viðmiðunartölur, sem hér hafa verið nefndar,
eru langt yfir alþjóðlegum hættumörkum.
Erlendar skuldir þjóðarinnar i heild fóru i fyrra sem
hlutfall af landsframleiðslu yfir meðaltal Afríku, sem er
mest skuldsetta álfa heimsins. Þetta kann ekki góðri
lukku að stýra, hvað sem ríkisstjómin segir. Við verðum
að snúa af braut endalausrar skuldasöfnunar.
Því miður mun ástandið enn versna á þessu ári. Við-
skiptahallinn gagnvart útlöndum verður svipaður og í
fyrra samkvæmt spám fjármálastofnana, rúmlega níu af
hundraði landsframleiðslunnar. Þetta er íjórða árið í röð
með stjarnfræðilegum viðskiptahalla.
Að hluta stafar viðskiptahallinn að vísu af miklum
fjárfestingum lífeyrissjóða í útlöndum og er að því marki
réttlætanlegur, svo framarlega sem skynsamlega er fjár-
fest. Mikilvægt er, að öryggissjóðir landsmanna séu sum-
part fjárfestir utan við séríslenzkar hagsveiflur.
Að mestum hluta felur viðskiptahallinn þó í sér hættu-
lega skuldsetningu, sem hlýtur að enda með ósköpum.
Lánstraust þjóðarinnar hlýtur að dofna eins og Afríku-
ríkjanna í sama flokki. Við þurfum að breyta innstreymi
fjármagns úr lántökum yfir í hlutabréfasölu.
Fjárfestingartraust felur í sér meira traust en láns-
traust gerir. Við getum haft lánstraust, þótt erlendir aðil-
ar efist um, að öll lánin fari i nógu arðbæra hluti, en við
höfum ekki fjárfestingartraust, nema erlendir aðilar telji,
að hlutafé þeirra fari til arðbærra þarfa.
Því miður eru ekki líkur á, að erlendir aðilar hafi mik-
ið álit á ráðagerðum stjórnvalda um hrikalegar fjárfest-
ingar í stórvirkjun við Kárahnjúka og álveri á Reyðar-
firði. Það verður í fyrsta skipti í sögunni, að stóriðja hér
á landi er ekki borin uppi af erlendu hlutafé.
í stað þess að gæla við risaeðluhugmyndir, sem njóta
lítils trausts fjárfesta í útlöndum, ber stjórnvöldum að
reyna að hlúa að menntun og simenntun í hátækni og
öðrum nútímafræðum, svo að hér á landi kvikni við-
skiptatækifæri, sem freisti erlendra hluthafa.
Það ætti að vera meginverkefni íslenzkra stjórnvalda
að búa í haginn fyrir aðstæður, sem sannfæri erlenda
fjárfesta um, að ísland sé land tækifæranna.
Jónas Kristjánsson
DV
Rætur stríðsátaka
Nú bendir ýmislegt til þess að
Makedónía verði næsti vígvöllurinn
á Balkanskaga. Skæruhernaður Al-
bana hefur nú breiðst út til tveggja
borga í vesturhluta Makedóníu, þar
sem Albanar eru i meirihluta, og
mun sjálfsagt magnast enn frekar.
Stjómvöld í Makedóníu eru ákveðin
í að kæfa uppreisnina en draga má
í efa að stjórnarherinn sé fær um
það vegna þess hve illa hann er
vopnum búinn. Og þar sem NATO
hefur lýst því yfir að bandalagið
hyggist ekki skerast í leikinn má
gera ráð fyrir því að skæruliðar
haldi sínu striki. Nú er hætta á þvi
að borgarastyrjöld brjótist út.
Hvaðan má rekja þessi átök? í
raun ætti það ekki að koma á óvart
að Makedónía yrði næst í röðinni
eftir þjóðernisstríðin í Slóveniu,
Króatíu, Bosníu og Kosovo, þótt
þær stríðshörmungar sem átt hafa
sér stað á Balkanskaga síðasta ára-
tuginn ættu að vera víti til varnað-
ar. Sú skoðun var viðtekin eftir að
Bosníustríðinu lauk árið 1995 að
næsta Balkanstríðið yrði háð í
Makedóníu og að jafnvel meiri líkur
væru á því að borgarastyrjöld bryt-
ist þar út en í Kosovo. í Makedóníu
mátti líkja samskiptum slavneska
meirihlutans og albanska minni-
hlutans við „friðsamlega sambúð",
frið sem gæti rofnað af minnsta til-
efni. Á síðasta áratug létu Albanar
æ meira að sér kveða með kröfum
um aukin pólitisk, efnahagsleg og
menningarleg réttindi. Þegar
Makedónía lýsti yfir sjálfstæði árið
1991 tóku Albanar ekki þátt í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni í mótmæla-
skyni. Staða þeirra styrktist þó við
sjálfstæðið og þeir fengu aukin rétt-
indi. Leiðtogar Albana lögðu í
fyrstu áherslu á fullan aðskilnað
með stofnun sjálfstæðs ríkis,
Makedóníu-Albana. Þegar þeir féllu
frá þeirri kröfu gerðu þeir tilkall til
aukinna áhrifa í makedóniskum
stjórnmálum. Þótt hófsamir Alban-
ar eigi aðild að stjórn Makededóníu
fara Slavar með pólitískt forræði.
Makdedóníu-Slavar hafa lengi óttast
að þeir verði komnir í minnihluta
eftir nokkra áratugi vegna hærri
fæðingartíðni meðal Albana. Ef
þjóðemisdeilurnar magnast enn
frekar er hugsanlegt að ríkinu verði
skipt i einhvers konar kantónur
með víðtækri sjálfstjórn, þótt það
héldist saman að öðru leyti.
Hugmyndir um Stór-Albaníu
Skýringar stjórnvalda i
Makedóníu á skæruhernaðinum
voru fyrirsjáanlegar: Þau segja að
markmið uppreisnarmanna séu að
koma á fót stór-albönsku ríki og að
barátta þeirra sé runnin undan
rifjum Kosovo-Albana. Þetta er of
einföld túlkun: Það er vonlaust að
• f •f \
■ \ /I Afi i?Wt! i
» ■ > M 1 ■ S: ,y.yÆ-
Skæruhernaöur Albana í Makedóníu hefur magnaö spennu milli slav-
neska meirihlutans og albanska minnihlutans. Svo gæti fariö aö borgara-
styrjöld brytist út.
slíta skæruhernaðinn algjörlega
úr samhengi við réttindabaráttu
Albana og þótt sumir skæruliðar
séu fylgjandi stofnun stór-al-
bansks ríkis er það ekki ráðandi
skoðun í Makedóníu, Albaníu eða
Kosovo. Vitaskuld gera albönsk
áhrifaöfl í Kosovo sér grein fyrir
því að forsenda þess að vestræn
ríki fallist einhvem tíma á sjálf-
Erlend tíðindi
Valur
Ingimundarson
stjórnmála-
sagnfræöingur
stæðiskröfur þeirra sé sú að
Makedónía leysist ekki upp. Þaö
er tómt mál að tala um einhvers
konar sameiningu Kosovo og þess
svæöis þar sem albanski minni-
hlutinn í Makedóníu býr. Þeir
Kosovo-Albanar sem flúðu tíma-
bundið til Makedóníu, þegar
júgóslavneski herinn og serbnesk-
ar öryggissveitir gengu berserks-
gang i Kosovo eftir að hernaðarí-
hlutun NATO hófst vorið 1999,
hafa vissulega samúð með málstað
Makdedóníu-Albana. En Kosovo-
Albanar vita að glati þeir stuðn-
ingi alþjóðlegra stofnana eiga þeir
sér ekki viðreisnar von, enda eru
þeir algerlega háðir þeim í póli-
tískum og efnahagslegum skiln-
ingi. Af þeim sökum væri það full-
komin fásinna að ljá hugmyndum
um Stór-Albaníu lið, eins og þeir
hafa sjálflr bent á.
Viðbrögð Makedóníustjórnar
Þótt líta verði á albönsku samfé-
lögin í Kosovo, Makedóníu og Al-
baníu sem sjálfstæðar heildir er
sú skoðun viðtekin í Grikklandi,
Búlgaríu og Makedóníu að svo sé
ekki. Þar lifir goðsögnin um Stór-
Albaníu enn góðu lífi og þar er
varað við afleiðingum þess að
stofna slíkt ríki. Fjandmenn
Grikkja, Tyrkir, fengju þá beinan
aðgang að fornu áhrifasvæði,
Balkanskaga. Þetta er ein ástæða
þess hve Grikkir og Búlgarar voru
andsnúnir hernaöaríhlutun NATO
í Kosovo. NATO reynir nú að sigla
milli skers og báru í samræmi við
nýjustu forskrift vestrænna hern-
aðarfræða: að taka enga áhættu og
forðast mannfall í eigin liði með
öllum ráðum. Slavar í Makedóníu
eru mjög fjandsamlegir NATO
vegna loftárásanna á Serbíu,
Svartfjallaland og Kosovo og segja
það hafa gengið erinda Albana. Á
hinn bóginn vilja Albanar gera
aUt tU þess halda stuðningi NATO.
Viðbrögð stjómvalda í Makedóníu
skipta nú miklu máli. Hugmyndir
um að beita fuUri hörku með hern-
aðarmeðulum og setja neyðará-
standslög eru mjög hættulegar
vegna þess að þær gætu aukið
stuðning albanska minnihlutans
við aðgerðir skæruliða. Þá ykist
ekki aðeins hættan á borgarastyrj-
öld; það gæti einnig leitt til stríðs-
ástands annars staðar á
Balkanskaga.
Clintonj Clintoni, Clinton...
Ég er búinn að fá alveg nóg
Þú cettir kannski bara að gefa
honum upp sakir.