Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Page 19
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 19 I>V „Einu sinni komum við að konu sem hafði ekið bíl sínum fram af sjö- undu hœð á bílastœða- húsi. Hún cetlaði að stíga á bremsuna en steig í staðinn á bensíngjöfina svo bílinn flaug fram af. Það ótrúlega við þetta var að hún slasaðist varla neitt og gekk sjálf inn í sjúkrabílinn, “ segir Ólafur. Skotheld vesti í bílunum Þrátt fyrir ýmsar óvenjulegar uppákomur segist Ólafur aldrei hafa lent í lífshættu í starfi sínu. „Það eru skotheld vesti í sjúkra- bílunum sem við fórum í í þeim til- vikum sem það er talin þörf á því,“ segir Ólafur og bætir við að þannig búnað sé ekki að finna í íslenskum sjúkrabílum. „Við grípum hins vegar aldrei inn í atburðarás á vettvangi heldur látum við lögregluna algjörlega sjá um það að yfirbuga árásarmenn," segir Ólafur sem hefur lent í því að koma að særðu fólki eftir skotárás þar sem árásarmennirnir keyrðu og skutu tilviljanakennt út um bíl- gluggann á gangandi vegfarendur. Sjúkrabílarnir sem notaðir eru ytra eru svo sannarlega sjúkrahús á hjólum og starf bráðatæknanna fer einnig aö nokkru leyti inn á svið læknanna. „Nei, við erum engir læknar þó þetta nám veiti okkur réttindi til þess að gera ýmislegt sem flokkast hefur undir starfssvið lækna. Það er mikill skilningur meðal allra aðila í heilbrigðisstéttinni að þetta er spuming um að bjarga mannslífum. En allir sem ganga í störf lækna þurfa til þess réttindi,“ segir Ólafur. Bráðatækninámið er eins árs nám sem þýðir að íslendingarnir þrír eru væntanlegir heim í haust. Þrátt fyrir að það sé ekki eins mik- ill hasar hér á landi og hjá banda- rískum sjúkraflutningamönnum þá segir Ólafur að námið muni koma að góðum notum hér heima. „Við viljum geta veitt almenningi sem besta þjónustu þegar slys ber að höndum og þetta nám er liður í því,“ segir Ólafur og bætir við að auðvitað ættu sem flestir sjúkra- flutningamenn að hafa þessa mennt- un. -snæ Helgarblað Kawasaki fjórhjólin traust & lipur KLF 220 2WD. 530.000 m/vsk. KVF 300 4WD M drif. 695.000 m/vsk. KVF 400 4WD h/l drif. 799.000 m/vsk. Ólafur ofar skýjum Á eftirlitssvæði því sem Óiafur sinnir á þyrluvöktum í Pittsöurgh og nágrenni þúa þrjár milljónir manna. www.flugfelag.is Á fljúgandi ferð til Keflavíkur min. Fljúgandi til Vestmannaeyja 20 min. Fljúgðu frekar... ...frá Reykjavík Dennis Quald Lét Andie McDowell róa. Lét Andie sigla Dennis Quaid gerir það ekki enda- sleppt í kvennamálunum. Hann er eins og flestir vita nýskilinn við hina augnfríðu Meg Ryan en hefur samt náð að hefja samband með Andie McDowell. Þau voru orðin mjög náin, sáust kyssast við ýmis tækifæri og fóru meira að segja saman til Sikileyj- ar. Eins og Russell Crowe þá er Dennis í eigin hljómsveit sem nefnist The Sharks. Á tónleikum sveitarinnar sást til Dennis með ljóshærðri þokkafuilri konu. Hann keypti handa henni rósa- vönd og fór með henni og vinkonu hennar inn i nóttina á bílnum sínum. Andie og ljóshærða konan eru ekki þær einu sem hafa notið kappans síð- an hann skildi við Meg þvi hann hef- ur einnig verið orðaður við Caprice Bourret og ítalska hefðarkonu. Þegar talsmaður Dennis var spurður út í kvennamál var eina svarið: „Hann er á lausu. Hvað annað get ég sagt?“ Ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni verður um helmingi lengri ferðatími frá Reykjavík til allra áfangastaða okkar nema Vestmannaeyja. Ferðatíminn þangað þrefaldast. Það sama á við um sjúkraflugið. Meðal dagur hjá Flugfélagi íslands á Reykjavíkurflugvelli: 1000 farþegar; 200 erlendir ferðamenn, 3 tonn af frakt 50 leigubílaferðir Meðal ár hjá Flugfélagi íslands á Reykjavíkurflugvelli: 9000 brottfarir - 9000 lendingar 350.000 farþegar; 70.000 erlendirferðamenn, 210.000 landsbyggðarbúar, 70.000 Reykvíkingar 1.000 tonn af frakt 250 starfsmenn 2.700.000.000 króna velta 17.500 leigubílaferðir 300 sjúkraflug FLUGFÉLAG ÍSLANDS - fyrir fólk eitts og þig!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.