Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 57 DV Tilvera Var sjúk í sjóinn sex ára - meðan vinkonurnar léku sér í landi Lilja Sigurgeirsdóttir kokka- nemi er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún er að læra á Brasserí Borg og er að klára þriðja árið sitt í faginu. „Matseld hefur alltaf verið áhugamálið mitt og þaö er ekki slæmt að fá að læra hjá fagmönn- um eins og þeim sem elda matinn hér á Brasserí Borg, enda matur- inn hér algjört lostæti,“ segir Lilja. Áhugi hennar á matreiðslu vaknaði snemma en hún var mik- ið á sjó með afa sínum á yngri árum og aðstoðaði kokkinn um borð. Á sjónum „Ég var sjúk í að fara með afa á sjóinn, ég fór í minn fyrsta „túr“ 6 ára gömul og þetta vakti mikinn áhuga hjá mér. Fólk varð vægast sagt mjög hissa þegar mamma sagði að ég væri farin á sjóinn og kæmi í land eftir 2-3 vikur. Hún bara gat ekki neitað mér því ég grét úr mér augun þegar hún reyndi að telja mig af því að fara. Ég held að lengsti túrinn sem ég fór í hafl verið þegar ég var 8 ára en þaö voru 4 vikur með viðkomu í Þýskalandi," segir Lilja og er ekki laust við pínusaknaðartón þegar hún segir frá. Kryddaðar kjötbollur „En þarna um borð fékk ég sem sagt að leyfa matreiðsluþörf minni að njóta sín. Það var þá bara aðal- lega að ég fékk að vera með kokkin- um á meðan hann var að elda og rétta honum hjálparhönd. Það var þó einu sinni sem ég tók aðstoðar- starfið aðeins of hátíðlega. Ég þarf vart að taka það fram hve miklu máli kvöldmáltíðin skiptir þreytta sjómenn eftir erfiði dagsins. En ég sem sagt tók mig til eitt sinn þegar kokkurinn elskulegi brá sér frá stundarkorn og kryddaði soðnu kjötbollurnar og kálið. Þar fór heill staukur af svörtum pipar. Ég held að ég hafi gert mér einhverja grein fyrir því fyrir fram að þarna var ég ekki alveg að gera rétt því ég lét lít- ið fyrir mér fara við matarborðið þegar drengirnir settust þreyttir og svangir við borðið. Svipurinn var ólýsanlegur á kokkinum þegar hann opnaði pottinn og við honum blasti þessi hryllingur. Vonbrigðin voru mikil þetta kvöldið og engin heit máltíð um borð. Eftir þetta fór kokkur-inn að hafa meira auga með mér við matseldina og, það sem betra var, hann var farinn að kenna mér hitt og þetta varðandi matseld, hvað má og hvað má ekki,“ segir LOja og bætir við: „En hér fá lesendur mínir uppá- haldsuppskriftir, gjörið svo vel.“ Lambafillet í kryddraspi pesto 800 g lambafdlet, snyrt og fitu- hreinsað 1 dl rasp 2 msk. pesto Aðferð: FiUetið er brúnað á pönnu. Fituröndin er brúnuð vel fyrst, svo er hinni hliðinni bara rétt lokað. Sett á bakka og pestoinu og brauðraspinu blandað vel saman og sett yfir. Hitað við 200’ C í 5-10 mín. Sósan 3/4 1 lambasoð 1-2 skalottlaukar 1 dl hvítvín 1/2 msk. basil 4 cl sérrí 2 msk. smjör salt og pipar Aðferð: Skalottlaukurinn er saxaður fint og hitaður í potti, hvítvíninu er heUt yfir og látið sjóða. Því næst er soðinu bætt út í og látið sjóða vel saman eða til helminga. Sérríi og basd er bætt út í ásamt smjörinu tU þess að þykkja. Bragðbætt með salti og pipar. Grillaður kjúklingur með hnetu- smjöri Hnetusmjörið og Teriyaki-sós- an gefa þessmn rétti austurlensk- an blæ. Fyrir fjóra. 800 g beinlausar kjúklingabringur 1 dl Teriyaki-sósa 2/3 dl hnetusmjör 1/2 dl vatn 1/2 msk. sykur 1/4 tsk. cayennepipar 300 g TUda hrísgrjón 12-16 stórir sveppir, nýir 60 g smjörbaunir Nýkaup Þarsem ferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Blandið saman Teriyaki-sósunni, hnetusmjörinu, vatninu, caynnepip- arnum og sykrinum og sjóðið við vægan hita í potti. Hrærið í þar til orðið er mjúkt. Síðan er hitinn hækkaður og látið sjóða í 20 mínút- ur eða þar til þetta er orðið vel þykkt. Kælið að stofuhita. Þá eru kjúklingabringurnar penslaðar með þykku lagi af deiginu og grUlaðar í 7-10 mín. á hvorri hlið. Hreinsið sveppina og griUið í 4 mínútur. Kryddið með hvítlaukspipar. GriUið smjörbaunirnar í 2 mínútur. Meðlæti: Soðin hrísgrjón, griUaðir sveppir og griUaðar smjörbaunir. Lilja Sigurgelrsdóttir „Svipurinn var ólýsanlegur á kokkinum þegar hann tók lokiö af pottinum og viö honum blasti þessi hryllingur. Von- brigðin voru mikil þetta kvöldiö og engin heit máltíö um borö. “ Gratíneraðar kartöflur 500 g flysjaðar kartöflur 2-3 hvítlauksgeirar 1 msk. smjör 2 1/2 dl rjómi salt og pipar rifinn ostur Aðferð: Kartöflur skornar í þunnar sneið- ar. Penslað með smjöri. Hvitlaukur, salt, pipar og rjómi sett saman við og blandað vel saman. Ostur settur ofan á. Sett í ofn á 200° C í 20-30 minútur. Humarsúpa 800 g humar og skeljarnar notað- ar í soð 1 laukur 1 gulrót 1 seUerístilkur 1/4 blaðlaukur, græni hlutinn 4 einiber 1/2 tsk. karrí 1/2 tsk. paprika 1/2 tsk. timjan 1/2 tsk. rósmarin 1/2 tsk. hvítlaukur 1 lárviðarlauf 1/2 dl koníak 1/2 dl hvítvín 1 msk. tómatpuré 1 msk. góð matarolía 2 1 kjúklinga- eða fiskisoð smjörboUa (60 g hveiti, 100 g smjör) 2 dl rjómi Aðferð: Humarskeljarnar eru settar í pott og brúnaðar vel í olíu ásamt paprikuduftinu og karríinu. Því næst er koníakinu bætt út í og flamberað. Svo er grænmetið, kryddjurtirnar og hvítlaukurinn sett út í ásamt tómatpuré og svitað vel. Kjúklinga- eða fiskisoðinu bætt í ásamt hvítvíninu og látið smá- sjóða 2 tíma. Soðið sigtað í gegnum fint sigti og þykkt með smjörboU- unni. Látið sjóða í 20 mín. Þegar súpan er orðin hæfilega þykk er rjómanum bætt út í og bragðbætt með salti og pipar, einnig með smá- koníakslettu. Humarinn er settur í rétt áður en súpan er borin fram. SLEÐADAGAR v Sími 568 1044 BROADMm É» ’ i- 4 ** F 1;; ■ J » “ i" ML .../má. ;*:> . * 5fr- 1 J r -T iii WLv wmr*-* ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.