Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 50
* 62 Tilvera____________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansso i Stórafmæli Laugardagur 17. mars 95 ára_________________________________ Dagmar S. Dahlmann, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára_________________________________ Jenný Jóhannesdóttir, Brekkugötu 12, Hvammstanga. Kristín Helgadóttir, Rfuhjalla 13, Kópavogi. j 10 ára_______________________________ Ólöf Gubný Ólafsdóttir, frá Sigmundarhúsum viö Eskifjörð. Ólöf er stödd í Reykjavík og gleöst meö ættingjum og vinum í safnaöar- heimili Víðistaðakirkju milli kl. 15.00 og 18.00 í dag. Bjarný Guðjónsdóttir, Bröttugötu 2, Vestmannaeyjum. Vilhelm Ágústsson, Hlíðarvegi 45, Siglufiröi. 75 ára_________________________________ Ágúst Ásbjörn Jóhannsson, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Jónína Ragnh. Björgvinsdóttir, Skögum 1, Vopnafirði. 70 ára_________________________________ Bryndís F. Jónsdóttir, Grashaga 23, Selfossi. Edda Ragnarsdóttir, Bergstaöastræti 3, Reykjavík. 60 ára_________________________________ Björn Þorbjörnsson tollvöröur, Þorsteinsgötu 10, Borgarnesi. Eiginkona hans er Sólveig Harðardóttir. Þau taka á móti vinum og ættingjum í Félagsbæ í Borgarnesi eftir kl. 16.00._ Arnbjörg Ásgrímsdóttir, Hrísateigi 10, Reykjavík. Elín Ingólfsdóttir, Mánagötu 7, Keflavík. Gunnar Snorrason, Reykjabraut 14, Þorlákshöfn. Sigurjón Rósmundsson, Eyjabakka 6, Reykjavík. 50 ára_________________________________ Alexander Ingimarsson, Vallhólma 4, Kópavogi. Ásta Guðjónsdóttir, Sóltúni 11, Reykjavík. Derek Karl Mundell, Hjallabrekku 6, Kópavogi. Guðbjörg Bjarnadóttir, Hlíðargötu 25, Sandgerði. Heiga Bjarnadóttir, Óttuhæð 9, Garðabæ. 40 ára_________________________________ Anna Óöinsdóttir, Bleiksárhlið 35, Eskifirði. Brynjólfur G. Brynjólfsson, Þingási 2, Reykjavík. Ester Rúnarsdóttir, Laufrima 16, Reykjavík. Eyþór Grétar Birgisson, Suöurhólum 6, Reykjavík. Guörún Þóra Magnúsdóttir, Fannafold 122, Reykjavík. Hafsteinn Björgvinsson, Drafnarstíg 5a, Reykjavík. Helena Kristmannsdóttir, Þelamörk 60, Hveragerði. Hlíf Björnsdóttir, Stekkjarholti 10, Akranesi. Hörður Ævar ingason, Þykkvabæ 17, Reykjavík. Jóhanna K. Steingrímsdóttir, Viðarási 22, Reykjavík. Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir, Reynimel 59, Reykjavik. Rúnar Þór Óskarsson, Bifröst, Steinkoti 4, Mýras. Stefán L Rögnvaldsson, Leifsstöðum, N.-þing. Stefnir Sigurjónsson, Jaðarsbraut 21, Akranesi. Þorbjörg Skúladóttir, Goðheimum 9, Reykjavík. Búi Steinn Jóhannsson lést á sjúkrahúsi, Elche, Spáni, þriðjud. 13.3. Ólafur Guðmundsson frá Flatey andaðist á sjúkradeild Hrafnistu I Reykjavík þriðjud. 13.3. / {Jrval - gott í hægindastólinn LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 DV Jón Dýrfjörð framkvæmdastjóri á Siglufirði Jón Dýrfjörð Kristjánsson fram- kvæmdastjóri, Hlíö, Siglufirði, varð sjötugur í gær. Starfsferill Jón fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann er lærður vélvirkja- meistari og hefur lengst af rekið vélaverkstæði á Siglufirði, fyrst sem sameignarfyrirtæki, í samstarfi við Ragnar Sveinsson, síðar Erling Jónsson, en nú síðar í samstarfi við nokkra starfsmenn fyrirtækisins eftir að félaginu var breytt í hlutafé- lag. Vélaverkstæðið heitir í dag JE vélaverkstæði og er í meirihluta eign Jóns og Erlu, konu hans. Þar starfa í dag þrettán starfsmenn. Jón og kona hans hafa lengst af búið á Siglufirði en áttu sitt fyrsta heimili á Seyðisfirði. Þaðan fluttu þau 1954. Jón starfaði á vélaverkstæði Rauðku-sildarverksmiðjunar áður en hann hóf eigin rekstur árið 1957. Jón starfaði að bæjarmálum á Siglufirði fyrir Alþýðuflokkinn um árabil, hefur setið í ýmsum nefnd- um á vegum bæjarins og sat í bæj- arstjórn 1978-86. Á fimmta og sjötta áratugnum var Jón skátaforingi á Sigluflrði og veitti hreyfingunni þar forystu um árabil. Hann vann auk þess að upp- byggingu Æskulýðsheimilisins. Fjölskylda Jón kvæntist 16.3.1956 Önnu Erlu Eymundsdóttur, f. 17.10. 1934, skrif- stofumanni. Hún er dóttir Eymund- ar Ingvarssonar, verkamanns á Siglufirði, og Sigurborgar Gunnars- dóttur, saumakonu og húsmóður, sem bæði eru látin. Börn Jóns og Önnu Erlu eru Sig- fús Dýrfjörð, f. 2.8. 1952, rafeinda- virki í Keflavík, en kona hans er Anna María Guðmundsdóttir og eiga þau eina dóttur og tvö bamabörn; Sólveig Dýrfjörð, f. 4.7. 1955, en hún býr á sambýli fatlaðra við Lindargötu á Siglufirði; Helena Dýrfjörð, f. 20.7.1960, skrifstofumað- ur á Siglufirði, en maður hennar er Bjöm Jónsson og eiga þau þrjú börn; Baldur Dýrfjörð, f. 5.8. 1962, lögmaður á Akureyri, en kona hans er Ásta Hrönn Jónasdóttir og eiga þau þrjú börn; Þórgnýr Dýrfjörð, f. 16.12. 1967, heimspekingur á Akur- eyri, en kona hans Aðalheiður Hreiðarsdóttir og eiga þau tvo syni. Systkini Jóns: Hólm Dýrfjörð Kristjánsson, f. 21.2. 1914, rafvirki, iengst af búsettur í Hafnarfirði, en býr nú í Reykjavík; Margrét Ólafs- dóttir, f. 1.9. 1921, ritari lækna, bú- sett á Siglufirði, síðar í Reykjvík, en nú í Kópavogi; Baldur Ólafsson, f. 13.3.1925, d. 6.12.1967, múrarameist- ari, var búsettur á Siglufirði; Bragi Dýrfjörð, f. 27.1.1929, fyrrv. flugvall- arumsjónarmaður, búsettur á Vopnafirði; Birgir Dýrfjörð, f. 26.10. 1935, rafvirkjameistari, lengi búsett- ur á Sauðárkróki en nú í Kópavogi. Foreldrar Jóns voru Kristján Kristjánsson Dýrfjörð, f. 22.6. 1892, d. 16.8.1976, rafvirkjameistari, lengi rafmagnseftirlitsmaður hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, og Þorfinna Marsibil Sigfúsdóttir, f. 30.5. 1903, d. 4.2.1990, húsfreyja og matráðskona. Kristján og Þorfinna bjuggu á Siglufirði en eftir að þau skildu flutti Kristján til Hafnafjarðar en Þorfinna bjó á Siglufirði til æviloka. Ætt Kristján var sonur Kristjáns Oddssonar Dýrfjörð og Mickalínu Friðriksdóttur. Þorfinna var dóttir Sigfúsar Ólafssonar, verkamanns frá Reykj- um í Ólafsfirði, og Sólveigar Jó- hannsdóttur. Jón og fjölskylda hans ætla að taka á móti gestum að Hótel Læk á Siglufirði í dag, laugard. 17.3, kl. 17.00-19.30. Hrafnkell Guðjónsson framhaldsskólakennari Hrafnkell Guðjónsson framhaldsskólakennari, Sóltúni 28, Reykjavík, er sjötugur i dag. Starfsferill Hrafnkell fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp og á Eyrar- bakka. Hann lauk stúd- entsprófi, 3. stigs skip- stjómarréttindaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, varðskipaprófi frá sama skóla, prófi í uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ og stundaði nám í sjómælingum við US Oceanographic Office í Wash- ington DC. Hrafnkell var sjómaður á fiski- og farskipum um árabil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni 1957-62, starfsmaður Sjómælinga íslands 1962-84 og hefur síðan verið kenn- ari við Stýrimannaskólann. Hrafnkell hefur unnið töluvert sem meðdómsmaður í sjóprófum og átti sæti í Siglingadómi í nokkur ár. Fjölskylda Hrafnkell kvæntist 2.6.1956 Svövu Kristínu Bjömsdóttur, f. 10.11. 1932, húsmóður og verslunarstjóra. Hún er dóttir Bjöms Zophaníasar Sig- urðssonar, skipstjóra á Siglufirði, og Eiríksínu Ásgrímsdóttur húsmóður. Böm Hrafnkels og Svövu Kristín- ar eru Soffia, f. 7.1. 1958, viðskipta- fræðingur í Bandarikjunum, gift Einari Gunnari Einarssyni, f. 16.7. í Reykjavík 1957, auglýsingahönnuði og er dóttir þeirra Erna Soffia, f. 3.1. 1980;Helga Jóhanna, f. 16.3. 1959, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Hjúkrun- arheimilinu Eir í Reykja- vík, gift Pálma Karlssyni, f. 24.5. 1959, bílstjóra, og eru börn þeirra Hrafnkell Pálmi, f. 6.7. 1981, Atli Karl, f. 11.11. 1991, og íris Svava, f. 5.5. 1994; Heimir, f. 20.10. 1965, bílstjóri í Reykjavik. Bróðir Hrafnkels er Kolbeinn Guðjónsson, f. 3.8.1928, en kona hans er Kristín Kristinsdóttir, f. 27.6.1931. Foreldrar Hrafnkels voru Guðjón Guöjónsson, f. 5.4. 1902, d. 20.9. 1985, bóksali í Reykjavík, og Helga Jó- hanna Hallgrímsdóttir, f. 7.7. 1899, d. 1.1. 1975, húsmóðir og hjúkrunar- kona. Ætt Guðjón var sonur Guðjóns, b. í Brekkum i Hvolhreppi, Jóngeirs- sonar, b. í Neðridal, Jónssonar. Móðir Guðjóns í Brekkum var Gunnvör Jónsdóttir, Ólafssonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir eldprests Steingrímssonar. Móðir Guðjóns bóksala var Guðbjörg Guðnadóttir, b. á Skækli, Guð- mundssonar. Helga Jóhanna var dóttir Hall- gríms, vinnumanns í Málmey Skúlasonar, Árnasonar í Stokk- hólma Sigurðssonar. Sextugur Ragnar Gunnlaugsson bóndi á Bakka í Víðidal Ragnar Gunnlaugsson, bóndi á Bakka í Víðidal i Húnaþingi vestra, með aðsetur að Melavegi 18, Hvammstanga, er sextug- ur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist að Bakka og ólst þar upp. Hann var i farskóla og stundaði heimanám á barnsaldri og stundaði nám viö Bændaskólann á Hvanneyri 1957-59. Ragnar stundaði búskap með for- eldrum sínum til 1970 og var síðan bóndi á Bakka til 1999. Þá hætti hann hefðbundnum búskap en er nú hlunnindabóndi og starfar í slátur- húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetn- inga hluta úr árinu. Ragnar sat í stjórn ungmennafé- lagsins Víðis, í stjórn Búnaðarfélags Þorkelshólshrepps og Búnaðarsam- bands Vestur-Húnvetninga, sat í sveitarstjórn Þorkelshólshrepps í sextán ár, situr í stjórn Veiðifélags Víðidalsár frá 1984 og er formaður þess frá 1993, í stjóm Kaupfélags Vestur-Húnvetninga frá 1982 og í stjórn Hólalax hf. frá 1992. Fjölskylda Ragnar kvæntist 12.6. 1971 Sigur- laugu Sigurvaldadóttur, f. 20.10. 1952, húsfreyju, bónda og verslunar- manni í kjörbúð Kaupfélags Vestur- Húnvetninga. Hún er dóttir Ingvars Ágústssonar og Sigurlaugar Sigur- valdadóttur, bænda að Ásum í Svínavatnshreppi i Aust- ur-Húnavatnssýslu. Böm Ragnars og Sig- urlaugar eru Gunnlaug- ur Auðunn Ragnarsson, f. 19.2. 1971, hagfræðing- ur í Reykjavík; Ingvar Friðrik Ragnarsson, f. 5.4. 1972, bóndi í Kolugili í Víðidal, en sambýlis- kona hans er Malín Per- son og eiga þau eitt bam; Dagný Sigurlaug Ragnarsdóttir, f. 7.7.1977, húsfreyja og bóndi á Bakka í Víðidal. en sambýlismaður hennar er Örn Óli Andrésson og eiga þau tvö börn; Anna Heiða Ragnarsdótt- ir, f. 17.12.1982, í foreldrahúsum. Systkini Ragnars: Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, f. 7.6. 1922, d. 16.8. 1994; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, f. 22.2. 1924, húsfreyja og fyrrv. bóndi; Bjöm Teitur Gunnlaugsson, f. 26.9. 1926, húsgagnasmiður; Jóhannes Gunnlaugsson, f. 9.8.1929, fyrrv. sjó- maður; Elísabet Gunnlaugsdóttir, f. 13.7. 1932, húsmóðir; Aðalheiður Rósa Gunnlaugsdóttir, f. 30.10. 1934, starfsmaður við Tilraunastöðina á Keldum; Egill Gunnlaugsson, f. 29.9. 1936, héraðsdýralæknir Vestur-Hún- vetninga. Foreldrar Ragnars: Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson, f. 16.11. 1894, d. 1.1. 1970, bóndi á Bakka, og k.h., Anna Teitsdóttir, f. 1.12. 1894, d. 10.7. 1978, húsfreyja og bóndi. Ragnar tekur á móti gestum í fé- lagsheimilinu Víðihlíð i dag, laugard. 17.3., frá kl. 20.00. Páll Pétursson, félags- málaráöherra er 64 ára í dag. Hann lætur ekki deig- an síga í pólitíkinni enda kominn af mikilli alþingis- mannaætt í Húnavatns- sýslu. Páll hefurverið þing- maöur í aldarfjórðung, varð formaður þingfiokks framsóknarmanna 1980 og er ráðherra frá 1995 án þess aö greina megi á honum fararsnið. Það er mikið að gera hjá Framsókn þessa dagana: Rokksþing þar sem kos- ið verður milli flestra þingamanna í toppembætti, afmæli Páls, og svo verð- ur ísólfur Gylfi 47 ára sama dag, bróðir Ingibjargar Pálmadóttur. Spurning hvort ekki ætti að gera 17. mars að alþjóð- legum FFF-degi: Friðum Framsóknarflokkinn. Ernir Kristján Snorrason geðlæknir er 57 ára í dag. Ernir lærði sálfræði T Frakklandi lauk embættis- prófi í læknisfræöi 1986 og er sérfræð- ingur í geölækningum frá 1994. Hann var einn af stofnendum íslenskrar erfðagreininar, stofnaöi þróunarlyrir- tækiö Taugagreiningar og breska lyfja- fyrirtækiö Hunter-Fleming og er þróunar- stjóri þess. Annað afmælisbarn dags- ins í hópi lækna er Jón G. Snædal en hann verður 51 árs I dag. Jón er sér- fræðingur í lyflækningum og öldrunarlækningum. Hann er mikill fagmaður og nærgætinn læknir enda virtur og vel látinn af sjúklingum sínum. Jón er yfirlæknir á öldrunarlækninga- deild, Landakoti, sonur Gunnlaugs Snædals sem lengi var yfirlæknir á Fæðingardeild Landspítalans. Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal verður 81 árs á morgun. GTsli var um árabil merkisbóndi og mikill félagsmálamaður í sinni sveit. Hann sat T hreppsnefnd í tuttugu ár, var oddviti Ásahrepps og formaður skólanefndar Bændaskólans á Hólum. Þegar Gísli fór aö hægja á bústörfum settist hann viö skriftir. Hann hefur tekiö saman og gefið út þó nokkur niðjatöl. Meðal bræöra Gísla má nefna Pál S. Pálsson hæstaréttarlögmann og dr. Hermann Pálsson sem lengi var prófessor við Edinbogarháskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.