Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Side 54
66
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001
Tilvera
I>V
lí f iö
EFTIR VINNU
Píanótónleikar í
Salnum
Vlkingur Heiðar Ólafsson pí-
anóleikari heldur tónleika i dag
í Salnum í tilefni þess að hann
tekur einleikarapróf frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík. Hann
mun leika verk eftir Bach, Moz-
art, Ligeti og Liszt og hefst gam-
anið klukkan 14.
Kiassík
■ FILHARMONIA FLYTUR MOZART
í LANGHOLTSKIRKJU Söngsveitin
Fílharmónía flytur Messu í c-moll
eftir Mozart í Langholtskirkju kl.
17. Einsöngvarar eru Þóra Einarsd.,
Sólrún Bragadóttir, Björn Jónsson
og Ólafur Kjartan Sigurösson.
■ ORKUTÓNLEIKAR í SEUA-
KIRKJU Landsvirkjunarkórinn,
Rarikkórinn og kór Orkuveitu
Reykjavíkur halda tónleika í Selja-
kirkju, klukkan 16 í dag. Einsöngv-
ari er Þuríður G. Sigurðardóttir.
■ STÓRTÓNLEIKAR í NESKIRKJU
Lúðrasveit Reykjavíkur heldur stór-
tónleika, í dag klukkan 16 f Nes-
kirkju. Á tónleikunum syngja þau
Andrea Gylfadóttir, Egill Olafsson,
Guðbjörn Guðbjörnsson og Margrét
Eir Hjartardóttir meö sveitinni.
■ VORTÓNLEIKAR KARLAKÓRS
REYKJAVIKUR I YMI Tónleikar
Karlakórs Reykjavíkur verða í húsi
kórsins, Ými við Skógarhlíð 17. í
dag klukkan 16. Á efnisskránni eru
meðal annars tvö lög eftir Pál
Pampichler Pálsson.
Sveitin
II ÍONAS PÍÁNOlJEÍkÁRrÍ HVERÁ-
GERÐISKIRKJU Klukkan 16 í dag
heldur Jónas Ingimundarson píanó-
tónleika í Hveragerðiskirkju. Á
efnisskránni eru verk eftir Beet-
hoven, Debussy og Liszt.
■ SNIGLAVEISLAN Leikfélag Akur-
eyrar sýnir Sniglaveisiuna eftir Ólaf
Jóhann Ólafsson í síðasta sinn í
Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld
klukkan 20.
Leikhús
B BARBÁRÁ OG ULFÁR-SPIJCTtÉR
PISLAGANGAN Barbara og Ulfar -
splatter píslagangan verður sýnt
aftur í kvöld klukkan 19 á Litla sviði
Borgarleikhússins. Sýningin er
bönnuð börnum yngri en 12 ára.
■ STÚDENTALEIKHÚS í STÚD-
ENTAKJALLARA Stúdentaleikhúsiö
býður upp á tvær sýningar á Ungir
menn á uppleið í kvöld. Sú fyrri er
klukkan 20 og sú seinni 23.
■ Á SAMA TÍMA SIÐAR Leikritið Á
sama tíma síðar verður sýnt í Loft-
kastalanum klukkan 20 í kvöld.
■ VITLEYSINGARNIR Leikritiö Vit-
leysingarnir eftir Olaf Hauk Símon-
arson verður sýnt klukkan 20 í kvöld
í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
■ STRÆTI Nemendaleikhúsið sýnir
Stræti eftir Jim Cartwright í Smiöj-
unnl, Sölvhólsgötu 13, klukkan 20.
Kabarett
■ RUSSIBANARNIR 5 ARA I
KAFFILEIKHUSINU Afmæli Rússí-
bananna verður fagnað meö dans-
' leik í Kaffileikhúsinu. í kvöld kl.23.
Fyrir börnin__________________
■ LOÐINBAROI Nýi brúðuleikurinn
Loðinbarði eftir Hallveigu Thorlacius
verður frumsýndur í dag, klukkan
14, í Gerðubergi.
Fyrsta Músíktilraunakvöld Tónabæjar 2001:
Noise og Anonymous áfram
Spilaö í nýjum Tónabæ
Hljómsveitirnar sýndu góð tilþrif á fyrsta Músíktilraunakvöldinu
Fyrsta tilraunakvöldið í Mús-
íktilraunum Tónabæjar 2001 fór
fram á fimmtudagskvöldið. Þetta
var í fyrsta sinn sem keppnin var
haldin í nýja Tónabæ í Safamýr-
inni. Sama form er á keppninni og
undanfarin ár, en á hverju tilrauna-
kvöldi leika tvær gestasveitir, önn-
ur á undan hljómsveitunum í
keppninni og hin á eftir, um leið og
atkvæði gesta í salnum eru talin og
dómnefndin gerir upp hug sinn.
Á fimmtudaginn byrjaði kvöldið
á Sofandi, en hún spilaði á meðan
fólk var að tínast í húsið. Það var
strax Ijóst þegar fyrsta keppnissveit-
in, Noise, steig á svið að það væri
ekkert verri mæting í nýja Tóna-
bænum heldur en þeim gamla, sal-
urinn var fullur út úr dyrum og
langt fram á gang. Noise er skipuð
þremur strákum úr Reykjavík.
Þetta er klassísk rokktríó-hljóðfæra-
skipan, gitarleikari (sem syngur),
bassaleikari og trommari. Þeir gefa
sig út fyrir að leika Seattle-rokk og
þegar þeir byrjuðu á fyrsta laginu
kom strax í ljós að þeir áttu fleira
sameiginlegt með Nirvana en hljóð-
færaskipanina. Fyrstu tvö lögin
minntu mikið á Nirvana og söngv-
arinn söng meira að segja áberandi
líkt Kurt Cobain heitnum. Þriðja
lagið var að mati undirritaðs sýnu
best, þéttara og dramatískara en hin
tvö. Noise komst ágætlega frá sínu,
sérstaklega var trommarinn efnileg-
ur.
Tölvuleikir og tæknilegir örö-
ugleikar
Næsta hljómsveit var dúóið Fili-
us Jupiter! og spilaði tölvutónlist.
Það tók nokkurn tima fyrir það að
koma sér í gang (tölvubúnaður er
viðkvæmur). Það sem blasti við
manni þegar þeir voru byrjaðir að
spila var tölvuskjár sem sneri út í
sal. Annar meðlimur Filius var svo
í hvarfi á bak við skjáinn að fram-
kalla tónlistina en hinn sat á gólf-
inu fyrir framan og spilaði tölvuleik
sem áhorfendur gátu fylgst með.
Það er oft lítið spennandi að horfa á
tölvubönd á sviði, það er eitthvað
svo lítið að gerast, en þetta var til-
raun til þess að bjóða áhorfendum
upp á smávegis afþreyingu með tón-
listinni. Filius Jupiter! spilar nokk-
uð hefðbundna instrúmental teknó-
tónlist, fyrsta lagið byrjaði rólega,
en fór út í meiri keyrslu (í stíl við
t.d. Prodigy), annað lagið var spilað
yfir jungle takt og þriðja lagið var
með breakbít-tilþrifum. Það vantaði
þó töluvert upp á að þetta virkaði
almennilega hjá þeim, til þess var of
mikill byrjendabragur á þessu og
sándið, sem skiptir miklu máli í
svona tónlist, var of lélegt.
Þriðja hljómsveitin var Rítalín
sem skipuð er meðlimum úr Reykja-
vík og Kópavogi. Þeir eru fimm tals-
ins, tveir söngvarar, gítarleikari,
bassaleikari og trommari. Tónlistin
sem hún spilar er sambland af rokki
og rappi með smágrúv og fönk-áhrif-
um. Þetta er svona tónlist sem kall-
ast á við hljómsveitir eins og Rage
Against The Machine, Limp Bizkit
og Red Hot Chilli Peppers. Þrátt fyr-
ir ágæt tilþrif einstakra meðlima
(bassaleikarinn gerði góða hluti og
söngvararnir voru i flottri sveiflu á
sviðinu) þá virkaði heildin ekki al-
veg, þeir þurfa að spila þetta meira
til og gera þetta markvissara. Það
skemmdi líka fyrir þeim hvað sánd-
ið var lélegt, sérstaklega í byrjun.
„Rokksinfónía frá helvíti"
Næsta hljómsveit var sérstaklega
tilkomumikil á að líta á sviðinu.
Þar var komin black-metal sveitin
Mictian, en hún var skipuð sex ná-
ungum úr Reykjavík og Kópavogi -
söngvara, tveimur gítarleikurum,
bassaleikara, hljómborðsleikara og
trommara. Það er stíll yfir þessu
bandi - niðurdregnir svartklæddir
menn með guðlast og rúnaletur á
bolunum sínum sem lifða sig inn í
tónlistina. Strax á fyrstu tónunum
varð manni ljóst að þarna var mik-
ið band á ferðinni, vel æft og kraft-
mikið. Tónlistin var í þessum
svarta metalstíl, mikið um hraða-
skiptingar, ómstríðir gítarar og
söngur sem hljómar eins og úr iðr-
um jarðar. Af og til stoppaði allt
nema einn gítar eða hljómborðið
sem spilaði þá einleikskafla og svo
fór allt af stað á ný. Orkan í svona
sveit er örugglega á við meðalstóra
virkjun. Þegar Óli Palli, sem var
kynnir kvöldsins, afkynnti þá fé-
laga, þá kallaði hann þetta
„rokksinfóníu frá helviti". Það er
ein leið til að lýsa þessu!
Hljómsveitin Coral sem tók við
hljómaði eins og ljúfasta popp á eft-
ir látunum í Mictian. Þeir voru
greinilega vinsælir í salnum (mikið
skrækt). Coral er fjögurra manna
rokkhljómsveit og spilar grugg-
rokk. Þeir stóðu sig ágætlega,
söngvarinn var t.d. efnilegur og þeir
eru allir nokkuð vel spilandi, en
lagasmíðarnar voru samt frekar
óeftirminnilegar. Þetta er ein af
þessum hljómsveitum sem eiga eftir
að flnna sig, efniviðurinn er fyrir
hendi en það er bara eftir að vinna
úr honum.
Rokk og raf
Næstsíðastir á sviðið voru svo
hraðkjarnastrákarnir í Desibel frá
Reykjavík. Þeir eru fjórir, - gítar-
leikari, söngvari, bassaleikari og
trommari. Styrkur Desibel felst i
næmri tilfinningu fyrir rytma. Lög-
in þeirra þrjú einkenndust af vel
samsettum og einföldum grunnum.
Veiki punkturinn er hins vegar
lagasmíðarnar sjálfar sem voru
frekar daufar. Desibel spila
hardcore. Þeir eru andlega skyldir
Mictian, en mun einfaldari og létt-
ara yfir þeim. Frammistaða ein-
staka meðlima var ágæt en gítar-
leikurinn var kannski helst til of
einfaldur og einhæfur til lengdar.
Síðust i keppninni var svo hljóm-
sveitin Anonymous, en hún er skip-
uð næsta ættlið í Pollock-ættarveld-
inu, Marlon er sonur Mikka Pollock
og Tanja er dóttir Danny Pollock.
Það er samt langt frá þvi að þarna
séu einhver Utangarðsbörn á ferð-
inni, Anonymous spilar raftónlist
en ekki gitar-rokk. Það er skemmst
frá því að segja að þetta er mjög
efnileg hljómsveit. Öll þrjú lögin
þeirra voru afbragðsgóð. í fyrsta
laginu var seiðmögnuð stemning
yfir frekar einföldu, en mjög flottu
rafbíti. í því söng Tania og notaði
röddina sem hljóðfæri - röddin
rann saman við tónlistina sem gerði
skemmtilegan effekt. Annað lagið
byrjaði á bjöguðum röddum sem
hljómuðu eins og þær væru spilaðar
aftur á bak. Það var prýðis rafpopp
með skröltandi takti undir. Þriðja
lagið var svo enn flottara en hin tvö,
poppað og melódískt, minnti svolít-
ið á það sem t.d. Múm er að gera, en
líka á sum verk hljómsveita eins og
Orbital.
Seinni gestasveitin á þessu fyrsta
tilraunkvöldi ársins var Botnleðja,
en á meðan hún lék voru atkvæði
talin og dómnefndin ræddi málin.
Niðurstaðan varð sú að salurinn
kaus Noise, en dómnefndin var sam-
mála um að Anonymous ætti skilið
að komast áfram. Næsta tilrauna-
kvöld er fimmtudaginn 23. mars.
Trausti Júlíusson
Einleikjadagar í Kaffileikhúsinu:
Sjö einleikir
og umræða
Kaffileikhúsið gengst í næstu viku
fyrir einleikjadögum og hefjast þeir á
morgun og standa til miðvikudagsins
28. mars.
Á dagskrá eru fimm einleikir sem
sýndir voru í einleikjaröðinni í öðr-
um heimi ... sem stóð í Kaffileikhús-
inu á síðasta ári og stendur í raun
enn. Þetta eru einleikirnir Bannað að
blóta í brúðarkjól eftir Gerði
Kristnýju sem Nanna Kristín Magnús-
dóttir leikur, Barnaeinleikurinn
Stormur og Ormur eftir Barbro Lind-
gren og Cecilia Torudd sem leikinn er
af HöUu Margréti Jóhannesdóttur,
Háaloft eftir Völu Þórsdóttur i flutn-
ingi hennar sjálfrar, Eva eftir
Liselotte Holmene og Irene Lecomte
sem Guðlaug María Bjarnadóttir flyt-
ur og Missa Solemnis eftir Michael
Tourniere og Kristiina Hurmerinta í
flutningi Jórunnar Sigurðardóttur,
leikhússtjóra Kaffileikhússins.
Að auki eru sýndir einleikirnir Þá
mun enginn skuggi vera tU eftir Kol-
brúnu Ernu Pétursdóttur og Björgu
Gísladóttur, í flutningi Kolbrúnar
Ernu og Ég var beðin að koma eftir
Þorvald Þorsteinsson með Sigrúnu
Sól Óafsdóttur en þessir einleikir hafa
báðir verið sýndir í Kaffileikhúsinu.
Laugardaginn 24. mars verður um-
ræða um einleikjaformið á einleikja-
dögunum.
DV-MYND INGÓ
Bannað að blóta
Nanna Kristín Magnúsdóttir, sem leikur í Bannaö aö blóta í brúöarkjól, er hér
aö lesa ieikdóm í DV um Laufin í Toskana sem hún leikur í.